Innanríkisráðuneyti

Álit innanríkisráðuneytisins á sviði sveitarstjórnarmála frá 1. janúar 2011

Hér er að finna álit innanríkisráðuneytisins á grundvelli 112 gr. sveitarstjórnarlaga nr.138/2011.

Endurupptökunefnd

Hlutverk endurupptökunefndar er að taka ákvörðun um hvort heimila skuli endurupptöku dómsmáls sem dæmt hefur verið í héraði eða Hæstarétti. Innanríkisráðherra skipar í nefndina í samræmi við 34. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998 og 2. gr. laga nr. 15/2013.
Sjá nánar um endurupptökunefnd á vef nefndarinnar, endurupptokunefnd.is

Kærunefnd útlendingamála

Kærunefnd útlendingamála er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem hóf störf 1. janúar 2015 í kjölfar lagabreytinga sem gerðar voru vorið 2014 á lögum um útlendinga nr. 96/2002. Með lagabreytingunni var almenn kæruleið vegna ákvarðana um útlendingamál færð frá innanríkisráðherra til hinnar nýju kærunefndar. Við úrlausn mála hefur kærunefnd útlendingamála sömu valdheimildir og ráðherra sem úrskurðaraðili á æðra stjórnsýslustigi. Innanríkisráðherra skipar kærunefnd útlendingamála til fimm ára í senn.

Mannanafnanefnd

Um mannanafnanefnd gilda ákvæði 21. - 23. gr. laga um mannanöfn nr. 45/1996
Innanríkisráðherra skipar nefndina til fjögurra ára í senn að fengnum tillögum heimspekideildar Háskóla Íslands, lagadeildar Háskóla Íslands og Íslenskrar málnefndar. Netfang: mannanafnanefnd@irr.is

Matsnefnd eignarnámsbóta

Matsnefnd eignarnámsbóta starfar skv. lögum nr. 11/1973 um framkvæmd eignarnáms. Skv. 1. mgr. 2. gr. nefndra laga sker nefndin úr ágreiningi um eignarnámsbætur og annað endurgjald, sem ákveða á samkvæmt lögum um framkvæmd eignarnáms. Formaður nefndarinnar er Helgi Jóhannesson hrl., en varaformaður er Allan Vagn Magnússon, héraðsdómari. Aðsetur nefndarinnar er á skrifstofu formanns að Borgartúni 26, 105 Reykjavík, sími: 590 2600, fax: 5902606, e-mail: helgij@lex.is.

Úrskurðir innanríkisráðuneytisins vegna kosninga

Hér er að finna úrskurði innanríkisráðuneytisins á grundvelli laga um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna, laga um kosningar til sveitarstjórna, laga um framboð og kjör forseta Íslands og laga um kosningar til Alþingis.

Úrskurðir innanríkisráðuneytisins á sviði samgöngumála frá 1. janúar 2011

Hér er að finna úrskurði innanríkisráðuneytisins á ákvörðunum Flugmálastjórnar Íslands, Siglingastofnunar Íslands, Vegagerðarinnar og Umferðarstofu sem og ákvörðunum lögeglustjóra varðandi ökuréttindi. Úrskurðir ráðuneytisins eru endanlegir á stjórnsýslustigi.

Úrskurðir innanríkisráðuneytisins á sviði sveitarstjórnarmála frá 1. janúar 2011

Hér er að finna úrskurði innanríkisráuneytisins á grundvelli 1. mgr. 111. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.  Úrskurðir ráðuneytisins eru endanlegir á stjórnsýslustigi.

Úrskurðir og álit á sviði sveitarstjórnar- og samgöngumála frá 1996- 1. janúar 2011

Hér er að finna úrskurði og álit á sviði samgöngu- og sveitarstjórnamála frá árinu 1996 til stofnunar innanríkisráðuneytisins 1. janúar 2011.

Úrskurðir innanríkisráðuneytisins á sviði útlendingamála fram til 1. janúar 2015

Hér er að finna úrskurði í málum sem kærð voru til ráðuneytisins á grundvelli laga um útlendinga fram til 1. janúar 2015 þegar kærunefnd útlendingamála tók til starfa. Um er að ræða úrskurði í málum er varða dvalarleyfi, vegabréfsáritanir, brottvísanir og frávísanir og hælismál. Úrskurðirnir eru birtir án nafna eða annarra persónugreinanlegra eða viðkvæmra upplýsinga um þá einstaklinga sem hlut eiga að máli. 

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála

Skv. 13. gr. laga um Póst- og fjarskiptastofnun nr. 69/2003 er heimilt að kæra ákvarðanir Póst- og fjarskiptastofnunar til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála. Sá sem á verulegra hagsmuna að gæta getur kært hvort heldur er málsmeðferð eða efni ákvörðunar. Kæra þarf að berast nefndinni innan fjögurra vikna frá því að kæranda varð kunnugt um ákvörðunina. Úrskurðir nefndarinnar eru endanlegir á stjórnsýslustigi.

Úrskurðir yfirfasteignamatsnefndar

Yfirfasteignamatsnefnd er ætlað að annast yfirmat fasteigna fyrir landið allt. Í 34.gr. laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 segir: „Hagsmunaaðilar geta kært niðurstöðu endurmats til yfirfasteignamatsnefndar. Kæra skal vera skrifleg og studd rökum og nauðsynlegum gögnum. Um meðferð máls fyrir nefndinni, framlagningu gagna eða málflutning fer eftir ákvörðun nefndarinnar. Niðurstaða kærumáls skal þegar tilkynnt aðila þess og nýtt matsverð þegar skráð í fasteignaskrá. Úrskurður yfirfasteignamatsnefndar er fullnaðarúrskurður“.
Nefndin hefur aðsetur í Skuggasundi 3.