Kærunefnd útboðsmála

Mál nr. 17/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 8.6.2013

Með kæru 24. maí 2013 kærði Portfarma ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að hafna tilboði kæranda í útboði varnaraðila nr. 15387 „Ýmis lyf 23“.

Mál nr. 8/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 8.6.2013

Með kæru 6. mars 2013 kærði CMS ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að hafna tilboði kæranda í útboði varnaraðila nr. 15294 „Björgunarþyrlur á leigu fyrir LHG“. Kærandi krefst þess að viðurkennt verði að ákvörðun varnaraðila hafi verið ólögmæt og nefndin láti uppi álit á skaðabótaskyldu varnaraðila.

Mál nr. 5/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 8.6.2013

Með bréfi mótteknu 14. febrúar 2013, kærði Rafey ehf. útboð Vegagerðarinnar „Fáskrúðsfjarðargöng – Endurbætur á rafkerfi 2013“.

Mál nr. 9/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 8.6.2013

Með bréfi, dags. 4. apríl 2013, kærir Grafa og grjót ehf. útboð Framkvæmdasýslu ríkisins nr. 15420 „Nýtt fangelsi á Hólmsheiði, jarðvinna og heimlagnir“.

Mál nr. 7/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála - 8.6.2013

Með kæru 1. mars 2013 kærði Kone ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að velja tilboð Íslandslyftna ehf. í útboði nr. 15373 „FLE – Lyftur og rúllustigar Endurhönnun Suðurbyggingar 2013“.

Mál nr. 15/2013. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 8.6.2013

Með kæru móttekinni 15. maí 2013, kærði BYD Auto Limited Ltd. ákvörðun Strætó bs. um að hafna tilboði félagsins í samningskaupum nr. 13002 „Endurnýjun strætisvagna“.

Mál nr. 12/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 8.6.2013

Með bréfi, dags. 16. maí 2012, kærði Iceland Express ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboði í útboði nr. 15003: „Flugsæti til og frá Íslandi“.

Mál nr. 14/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 8.6.2013

Með bréfi mótteknu 7. maí 2013 kærir Gámaþjónustan hf. ákvörðun Garðabæjar og Mosfellsbæjar um að leita samninga við Íslenska gámafélagið ehf. vegna útboðsins „Sorphirða í Garðabæ og Mosfellsbæ 2013-2017“.

Mál nr 4/2013. Úrskurður kærunefndar útboðsmála - 8.6.2013

Með kæru, dags. 4. febrúar 2013, kærði Bílaumboðið Askja ehf. ákvörðun Reykjavíkurborgar um að velja tilboð Heklu ehf. í útboði nr. 12929 „Bifreiðaútboð, flokkabifreiðar að 3,5 t. og að 7,5 t., pallbifreiðar og smærri sendibifreiðar“.

Mál nr. 13/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 7.6.2013

Með bréfi, dags. 19. apríl 2013, kærði Hestvík ehf. val á tilboði í útboði Vegagerðarinnar „Yfirborðsmerkingar á Suðursvæði 2013-2014“.

Mál nr. 12/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála - 7.6.2013

Með ódagsettu bréfi kærir Logaland ehf. örútboð Landspítala nr. 1212 „Latex og vinyl skoðunarhanskar – Örútboð innan rammasamnings ríkisins nr. 13.03“.