Kærunefnd útboðsmála

Mál nr. 2/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 2.5.2011

Með bréfi, dags. 11. janúar 2011, kærir Íslenska gámafélagið ehf. ákvörðun Reykjavíkurborgar að ganga til samninga við Park ehf. í útboði nr. 12484: Hreinsun gatna og gönguleiða 2011, útboð III.

Mál nr. 32/2010. Úrskurður kærunefndar útboðsmála. - 2.5.2011

Með bréfi, dags. 8. desember 2010, kærði Verkfræðistofa VSB ehf. ákvörðun Mosfellsbæjar um val á tilboði í útboði á verkfræðihönnun burðarvirkja fyrir hjúkrunarheimili - þjónustusel að Hlaðhömrum í Mosfellsbæ.

Mál nr. 7/2011. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 2.5.2011

Með bréfi, dags. 11. mars 2011, kærði Hreint ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboði í útboðinu nr. 14877 Ræsting fyrir Fjölbrautaskólann í Breiðholti.

Mál nr. 6/2011. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 2.5.2011

Með bréfi, dags. 4. mars 2011, kærði AÞ-Þrif ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um ógildingu tilboðs kæranda og val á tilboði í útboðinu nr. 14877 Ræsting fyrir Fjölbrautaskólann í Breiðholti.

Mál nr. 33/2010. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 2.5.2011

Með bréfi, dags. 17. desember 2010, kærði Landsvirkjun hf. ákvörðun Landsnets hf. um val á tilboði í útboði um kaup á rafmagni vegna flutningstapa.

Mál nr. 23/2010. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 2.5.2011

Með bréfi, dags. 2. september 2010, kærði Iceland Excursions Allrahanda ehf. ákvörðun Strætó bs. um val á tilboðum í útboði nr. 12369 Strætó bs. - útboð á akstri.

Mál nr. 4/2011. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 2.5.2011

Með bréfi, dags. 16. febrúar 2011, kærði ERA a.s. ákvörðun Ríkiskaupa um að kærandi uppfyllti ekki hæfisskilyrði í útboði 2010/s 238-363901 IS-Reykjavík: radar surveillance equipment.