Kærunefnd útboðsmála

Mál nr. 25/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 30.11.2009

Með bréfi, Með bréfi, dags. 15. júlí 2009, kærir Flugfélag Vestmannaeyja ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 14663 - Rekstur flugvélar Flugstoða ohf.

Mál nr. 23/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 10.11.2009

Með bréfi, dags. 9. júlí 2009, kærir Krákur ehf. ákvörðun bæjarstjórnar Blönduósbæjar um að ganga ekki að lægsta tilboði í 2. áfanga sundlaugarbyggingar á Blönduósi. Jafnframt er framkvæmd útboðsins kærð.

Mál nr. 21/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 3.11.2009

Með bréfi, dags. 8. júní 2009, kærir Aflverk ehf. útboð Reykjavíkurborgar nr. 12252 - Leikskólinn Úlfarsbraut 118-120, jarðvinna.

Mál nr. 26/2009. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 3.11.2009

Með bréfi, dags. 15. júlí 2009, kærir Vátryggingafélag Íslands hf. þá ákvörðun Ríkiskaupa og Fjallabyggðar, dags. 9. júlí 2009, að velja tilboð frá Sjóvá-Almennum tryggingum hf. í útboði nr. 14660 - Tryggingar fyrir Fjallabyggð og ákvörðun um að heimila breytingu á fyrrgreindu tilboði eftir opnun tilboða.

Mál nr. 33/2009. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 3.11.2009

Með bréfi, dags. 16. október 2009, kærði Eykt ehf. ákvörðun Fasteigna Akureyrarbæjar um að ganga til samninga við SS-Byggir ehf. eftir útboð vegna verksins: Íþróttamiðstöð við Giljaskóla Kiðagil 11, Akureyri - Útboð 2.

 

Mál nr. 31/2009. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 3.11.2009

Með bréfi, dags. 29. september 2009, kærir Omnis ehf. ákvörðun bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar 22. september 2009 um framlengingu á samningi við Tölvuþjónustuna SecurStore ehf. um kaup á tölvuþjónustu fyrir sveitarfélagið til næstu 18 mánaða.

Mál nr. 29/2009. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 3.11.2009

Með bréfi, dags. 22. september 2009, kærir Heflun ehf. þá ákvörðun Ríkiskaupa að semja við verktakafyrirtækið Vélaleigu A.Þ. ehf. um gerð Lyngdalsheiðarvegar án útboðs.

Mál nr. 20/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 2.11.2009

Hinn 15. júní 2009 kærði Logaland ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboði í útboðinu 14638: Blóðskilunarhylki (hemodialyzers) og blóðslöngur (blood lines) fyrir Landspítala.

Mál nr. 24/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 2.11.2009

Með bréfi, dags. 14. júlí 2009, kærir Síminn hf. þá ákvörðun Ríkiskaupa að ganga til samninga við Og Fjarskipti ehf. að því er varðar fjóra nánar tilgreinda þjónustuflokka í útboði Ríkiskaupa nr. 14631 - Síma-, internet- og gagnaflutningaþjónusta.

Mál nr. 27/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 2.11.2009

Með bréfi, dags. 21. júlí 2009, kærir Síminn hf. þá ákvörðun Ríkiskaupa að ganga til samninga við Nova ehf. í tveimur nánar tilgreindum þjónustuflokkum í útboði Ríkiskaupa nr. 14631 - Síma-, internet- og gagnaflutningaþjónusta.