Kærunefnd útboðsmála

Mál nr. 1/2008. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 17.3.2008

Með tölvupósti, dags. 10. janúar 2008, kærði Willis Nordic Aviation þá ákvörðun Ríkiskaupa að hafna tilboði félagsins í útboði nr. 14337 - Aviation Insurances for the Icelandic Coast Guard.

Mál nr. 21/2007. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 17.3.2008

Með bréfi, dags. 31. desember 2007, sem kærunefnd útboðsmála móttók sama dag, kærði Kreditkort hf. þá ákvörðun Ríkiskaupa að taka tilboði Landsbanka Íslands hf. í útboði Ríkiskaupa nr. 14365 - Innkaupakort ríkisins.

Mál nr. 20/2007. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 14.3.2008

Með bréfi, dags. 18. desember 2007, kærðu Ágúst Þórðarson, Ingi Gunnar Þórðarson og Ragnar G. Gunnarsson niðurstöðu Hafnarfjarðarbæjar um mat á tilboðum í útboðinu „Yfirferð teikninga og úttektir“.

Mál nr. 19/2007. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 14.3.2008

Með bréfi, dags. 17. desember 2007, kærði Ísaga ehf. þá ákvörðun Ríkiskaupa að taka tilboði Fastus ehf. og Strandmöllen a/s í útboði Ríkiskaupa nr. 14378 - Rammasamningsútboð, Lyfjasúrefni, glaðloft og fleira fyrir heilbrigðisstofnanir.

Mál nr. 4/2008. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: Félag sjálfstætt starfandi arkitekta gegn Umhverfisráðuneytinu og Vatnajökulsþjóðgarði - 14.3.2008

Ákvörðun kærunefndar útboðsmála 25. febrúar 2008 í máli nr. 4/2008: Félag sjálfstætt starfandi arkitekta gegn Umhverfisráðuneytinu og Vatnajökulsþjóðgarði.