Kærunefnd útboðsmála

Mál nr. 16/2006. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 29.6.2006

Með bréfi 22. júní 2006 kærir AM Kredit ehf. ákvörðun bæjarráðs Akureyrar frá 15. júní 2006 þar sem ákveðið var að ganga til samninga við Intrum á Íslandi ehf./Lögheimtuna ehf. á grundvelli tilboðs fyrirtækisins í útboði auðkenndu sem ,,Innheimtuþjónusta fyrir Akureyrarbæ“.

Mál nr. 15/2006. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 29.6.2006

Með bréfi 16. júní 2006 kærir Félag íslenskra stórkaupmanna fyrir hönd Icepharma hf. útboð Ríkiskaupa nr. 14052 auðkennt sem ,,Ýmis lyf 10 fyrir sjúkrahús. Storkuþáttur VIII“.

Mál nr. 14/2006. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 20.6.2006

Með bréfi 9. júní 2006 kæra Norðlensk hús ehf. samþykkt sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar um að samþykkja tillögu skólanefndar kærða um að samið verið við SBA-Norðurleið vegna útboðs auðkennt sem ,,Skólaakstur fyrir Hrafnagilsskóla“.

Mál nr. 13/2006. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 20.6.2006

Með bréfi 8. júní 2006 kærir Sportrútan ehf. útboð Eyjafjarðarsveitar auðkennt sem ,,Skólaakstur fyrir Hrafnagilsskóla“.

Mál nr. 11/2006. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 15.6.2006

Með bréfi dagsettu 10. maí 2006, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Félag sjálfstætt starfandi arkitekta fyrir hönd nokkurra nafngreindra arkitektastofa tilhögun hugmyndaleitar (útboðs) samkvæmt skilmálum Skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur frá 10. apríl 2006, sem ber heitið „Framtíðarskipulag Vatnsmýrar.“

Mál nr. 11/2006. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 8.6.2006

Með bréfi dagsettu 23. maí 2006, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, biður Reykjavíkurborg um endurupptöku á máli kærunefndar útboðsmála nr. 11/2006 Félag sjálfstætt starfandi arkitekta gegn Reykjavíkurborg. Kærði óskar eftir því með heimild í 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, að kærunefnd útboðsmála endurupptaki málið.