Kærunefnd útboðsmála

Mál nr. 8/2003. Úrskurður kærunefndar: - 25.4.2003

Með bréfi 3. mars 2003, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kæra Íslenskir aðalverktakar hf., Landsafl hf. og ISS ehf. ákvörðun Ríkiskaupa sem fram kemur í bréfi, dags. 4. febrúar 2003, til forsvarsmanns kærenda um að hafna tilboði kærenda í útboðinu nr. 12733 auðkennt „Rannsókna- og nýsköpunarhús við Háskólann á Akureyri - Einkaframkvæmd.

Mál nr. 7/2003. Úrskurður kærunefndar: - 16.4.2003

Með bréfi 3. mars 2003, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Garðlist ehf. athafnaleysi Hafnarfjarðarbæjar við að bjóða út garðslátt á íþróttasvæðum bæjarins.

Mál nr. 6/2003. Úrskurður kærunefndar: - 11.4.2003

Með bréfi 27. febrúar 2003, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Verkfræðistofan F.H.G. ehf.. það verklag Vegagerðarinnar í útboði Vegagerðarinnar auðkennt „Reykjanesbraut (41); Gatnamót við Stekkjarbakka, eftirlit 03-035

Mál nr. 4/2003. Úrskurður kærunefndar: - 11.4.2003

Með bréfi 21. febrúar, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Garðlist ehf. athafnaleysi Reykjavíkurborgar að bjóða út garðslátt á íþróttasvæðum borgarinnar.