Kærunefnd útboðsmála

Mál nr. 36/2002. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 27.3.2003

Með bréfi 6. desember 2002, kærir Verkfræðistofa F.H.G. ehf. útboð Vegagerðarinnar auðkennt "Reykjanesbraut (41), breikkun Hvassahraun - Strandarheiði".

Mál nr. 3/2003. Bókun. - 19.3.2003

Lögð er fram kæra G.J. Fjármálaráðgjafar sf., dags. 17. febrúar 2003, vegna meints brots íslenska ríkisins á útboðsreglum samkvæmt ákvæðum tilskipunar nr. 92/50/EBE, sbr. 1. mgr. 4. gr., sbr.3. gr., og 12. gr. laga nr. 94/2001, um opinber innkaup.

Mál nr. 2/2003. Úrskurður kærunefndar: - 3.3.2003

Með bréfi 16. janúar 2003, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Batteríið Arkitektar samkeppni um hönnun skrifstofubygginga fyrir þrjú ráðuneyti á Stjórnarráðsreitnum í Reykjavík.

Mál nr. 1/2003. Úrskurður kærunefndar: - 3.3.2003

Með bréfi 29. janúar 2003, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Deloitte & Touche hf. ákvörðun stjórnar Innkaupastofnunar Reykjavíkur, dags. 28. janúar 2003, um að taka ekki lægsta tilboði á grundvelli lokaðs útboðs nr. ISR-0210/RBORG.