Hoppa yfir valmynd
19. október 2011 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Mál nr. 115/2011

Miðvikudaginn 19. október 2011 var á fundi úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála tekið fyrir mál nr. 115/2011:

A

gegn

Íbúðalánasjóði

og kveðinn upp svohljóðandi

Ú R S K U R Ð U R:

Kærandi hefur sent kæru til úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála, dags. 25. ágúst 2011. Í kærunni kemur fram að umkvörtunarefni kæranda snýr að niðurfellingu lána hans hjá Íslandsbanka en ekki hjá Íbúðalánasjóði eða húsnæðisnefnd.

Samkvæmt 1. mgr. 42. gr. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998, er hlutverk úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála meðal annars að skera úr ágreiningsmálum er kunna að rísa vegna ákvarðana Íbúðalánasjóðs og húsnæðisnefnda, sbr. 1. mgr. 41. gr. laganna. Þar sem mál þetta lýtur ekki að ákvörðun Íbúðalánasjóðs eða húsnæðisnefndar er því vísað frá úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála.

Ú R S K U R Ð A R O R Ð

Kæru A er vísað frá úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála.

 

Ása Ólafsdóttir,

formaður

 

Margrét Gunnlaugsdóttir                   Gunnar Eydal

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum