Hoppa yfir valmynd
6. júní 1997 Matvælaráðuneytið

Friðunarsvæði við Ísl. - verndun smáfisks f. SA-landi

FRÉTTATILKYNNING

Reglugerð um friðunarsvæði við Ísland
og reglugerð um verndun smáfisks við tog- og dragnótaveiðar fyrir Suðasturlandi



Þann 15. júní n.k. tekur gildi reglugerð um verndun smáfisks við tog- og dragnótaveiðar fyrir Suðausturlandi. Samkvæmt henni eru tog- og dragnótaveiðar bannaðar á tilgreindu svæði fyrir Suðausturlandi nema notuð sé smáfiskaskilja eða legggluggi. Samhliða þessu hefur gildandi reglugerð um friðunarsvæði við Ísland verið endurskoðuð og hefur sú endurskoðun leitt til þess að felld hafa verið úr gildi sex friðuð svæði sem eru inni á eða á mörkum þess svæðis þar sem smáfiskaskilja eða legggluggi verða áskilin eftir 15. júní. Hin nýja reglugerð um friðunarsvæði við Ísland tekur einnig gildi 15. júní.

Bann við togveiðum á Síðugrunni, Skeiðarárdýpi og Öræfagrunni er fellt úr gildi. Þá er fellt úr gildi bann við veiðum á daginn á svæðunum í Breiðamerkurdýpi, Hornafjarðardýpi og utanverðu Lónsdýpi. Þá er einnig fellt úr gildi bann við tog- og dragnótaveiðum við Ingólfshöfða. Bann við togveiðum á Hrollaugseyjasvæðinu verður áfram í gildi en línuveiðar verða þar leyfðar.

Í reglugerð þessari eru öll friðunarsvæði við Ísland tilgreind, að öðru leyti en því að í gildi eru áfram sérstakar reglugerðir um bann við línuveiðum í norðanverðum Breiðafirði, bann við togveiðum á Selvogsbanka og bann við tog- og dragnótaveiðum innan þriggja sjómílna fyrir Suðurlandi og í kringum Vestmannaeyjar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum