Sía árMannanafnanefnd - úrskurðir

24.11.2016

Mál nr. 89/2016                     Aðlögun kenninafns: Pálsdóttir

                                            


Hinn 18. nóvember 2016 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 89/2016 en erindið barst nefndinni 28. október:

Með bréfi Þjóðskrár Íslands, dags. 28. október 2016, var óskað úrskurðar mannanafnanefndar um beiðni xxx og yyy um að dóttir þeirri skuli vera kennd til eiginnafns föður síns, Pawel. Óskar þau að eiginnafn föðurins verði lagað að íslensku máli, Pálsdóttir.

Ekkert er í lögum nr. 45/1996, um mannanöfn, sem stendur í vegi fyrir því að fallist sé á ofangreinda beiðni.

 

Úrskurðarorð:

Fallist er á föðurkenninguna Pálsdóttir.