Hoppa yfir valmynd
11. nóvember 2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Mál nr. 151/2013

Mánudaginn 11. nóvember 2013

A

gegn

skipuðum umsjónarmanni B

 

Úrskurður

Mál þetta úrskurða Sigríður Ingvarsdóttir, formaður, Þórhildur Líndal og Arndís Anna K. Gunnarsdóttir.

Þann 30. september 2013 barst kærunefnd greiðsluaðlögunarmála kæra A. Kærð var ákvörðun skipaðs umsjónarmanns, B, sem tilkynnt var með bréfi 13. september 2013 þar sem umsjónarmaður mælir gegn því að nauðasamningur komist á með vísan til 18. gr. laga um greiðsluaðlögun einstaklinga, nr. 101/2010 (lge.).

I. Málsatvik

Umboðsmaður skuldara samþykkti umsókn kæranda um greiðsluaðlögun 25. júní 2012. Þann 10. september 2012 var C skipuð umsjónarmaður með greiðsluaðlögunarumleitunum kæranda en skipun hennar var afturkölluð 9. nóvember 2012. Sama dag var B skipuð umsjónarmaður með greiðsluaðlögun kæranda.

Frumvarp að greiðsluaðlögunarsamningi var í fyrra sinn sent kröfuhöfum 10. maí 2013. Umsjónarmanni bárust andmæli við tillögunni og var frumvarp sent út öðru sinni 4. júlí 2013. Umsjónarmanni bárust einnig andmæli við þeirri tillögu. Ekki tókst því að ná samningi við kröfuhafa eftir IV. kafla lge. Kærandi lýsti því yfir við umsjónarmann 14. ágúst 2013 að hann vildi leita nauðasamnings til greiðsluaðlögunar og greiðsluaðlögunar fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði.

Umsjónarmaður tilkynnti kæranda með bréfi 13. september 2013 ákvörðun sína um að mæla gegn nauðasamningi á grundvelli 1. mgr. 18. gr. lge., sbr. a-lið 1. mgr. 12. gr. lge.

 

II. Sjónarmið skipaðs umsjónarmanns

Í ákvörðun umsjónarmanns kemur fram að við mat á því hvort mælt sé með því að nauðasamningur til greiðsluaðlögunar eða að tímabundin greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna komist á, sbr. 1. mgr. 18. gr. lge., beri meðal annars að líta til þess hvort nokkuð hafi komið fram sem í öndverðu hefði átt að standa í vegi greiðsluaðlögunar, hvort skuldari leiti eftirgjafar umfram það sem eðlilegt megi telja í ljósi fjárhags hans og framtíðarhorfa, hvort skuldari hafi sinnt skyldum sínum samkvæmt 12. gr. lge og að skuldari hafi að öðru leyti staðið heiðarlega við umleitanir til greiðsluaðlögunar. Þá ber umsjónarmanni einnig að líta til þess hvort raunhæft sé að skuldari muni geta staðið við skuldbindingar sínar að fenginni greiðsluaðlögun og hvert sé

Samkvæmt upplýsingum úr staðgreiðsluskrá ríkisskattstjóra og úr framtali kæranda hafi tekjur hans á árinu 2012, að teknu tilliti til uppgefinna leigutekna að fjárhæð 22.200 krónur eftir frádrátt skatts, frá því frestun greiðslna hófst 25. júní 2012, verið að meðaltali um 232.899 krónur á mánuði. Kostnaður við framfærslu kæranda, miðað við framfærsluviðmið umboðsmanns skuldara fyrir ágúst 2013 og samkvæmt upplýsingum frá kæranda sjálfum, hafi verið 170.741 króna. Þá hafi kærandi fengið greiddar vaxtabætur og sérstaka vaxtaniðurgreiðslu í ágúst 2012 að fjárhæð 523.224 krónur sem honum hafi borið skylda til að leggja til hliðar. Kærandi hafi því átt

Af upplýsingum úr staðgreiðsluskrá ríkisskattstjóra fyrir árið 2013 hafi tekjur kæranda að meðaltali verið 322.285 krónur á mánuði frá janúar til og með júlí 2013. Að sögn kæranda séu leigutekjur hans um 40.000 krónur á mánuði en að teknu tilliti til fjármagnstekjuskatts séu þær um 34.400 krónur á mánuði. Tekjur kæranda að teknu tilliti til leigutekna hafi því að meðaltali verið 356.685 krónur á mánuð það sem af sé árinu 2013. Framfærslukostnaður miðað við framfærsluviðmið umboðsmanns skuldara fyrir ágúst 2013 og samkvæmt upplýsingum frá kæranda, hafi verið 170.741 króna. Kærandi hefði því að átt að leggja fyrir um 1.301.608 krónur

lagt fram reikninga fyrir nauðsynlegum kostnaði sem hann hafi lagt út fyrir á tímabilinu að fjárhæð 428.858 krónur. Að teknu tilliti til þeirra reikninga ætti kærandi að hafa getað lagt fyrir 1.768.922 krónur. Samkvæmt upplýsingum frá kæranda 30. ágúst 2013 hafi hann lagt fyrir um

Í ljósi framangreindra upplýsinga hefði kærandi átt að geta lagt fyrir um 1.618.922 krónur á

Að mati umsjónarmanns hafi kærandi ekki lagt til hliðar af launum sínum og öðrum tekjum það fé sem var umfram það sem hann þurfti til að sjá sér farborða á tímabili greiðsluaðlögunar, sbr. a-lið 1. mgr. 12. gr. lge., og mælir umsjónarmaður þannig gegn því að nauðasamningur til greiðsluaðlögunar og tímabundin greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna samkvæmt lögum nr. 50/2009 komist á.

III. Sjónarmið kæranda

Kærandi krefst þess að ákvörðun umsjónarmanns verði felld úr gildi og honum veitt heimild til nauðasamnings.

Kærandi bendir á að ákvörðun umsjónarmanns beinist einungis að 12. gr. lge. Engin afstaða sé tekin til þess hvort kærandi muni getað staðið við greiðslur samkvæmt frumvarpi sem ætla mætti að væri grundvöllur nauðasamnings frekar en hártoganir um 1. mgr. 12. gr. lge.

Með tilvísun í yfirlýsingu kæranda til að leita nauðasamnings taldi hann sig vera að leita nauðasamnings á grundvelli laga um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991 og að umboðsmaður skuldara, stöðu kæranda vegna, gætti ýtrustu réttinda hans samkvæmt lögum um réttaraðstoð við einstaklinga sem leita nauðasamninga nr. 65/1996. Umsjónarmaður hafi aldrei tilgreint að um hafi verið að ræða afstöðu hans með tilliti til 18. gr. lge. einvörðungu.

 

IV. Niðurstaða

Ákvörðun skipaðs umsjónarmanns byggist á 18. gr. lge. Í 1. mgr. lagagreinarinnar er kveðið á um að hafi samningur um greiðsluaðlögun samkvæmt ákvæðum IV. kafla laganna ekki tekist þá geti skuldari lýst yfir við umsjónarmann að hann vilji leita nauðasamnings til greiðsluaðlögunar eða greiðsluaðlögunar fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði. Við mat umsjónarmanns á því hvort mælt sé með að samningur komist á skal umsjónarmaður meðal annars líta til þess hvort nokkuð hafi komið fram sem í öndverðu hefði átt að standa í vegi greiðsluaðlögunar, hvort skuldari leiti eftirgjafar umfram það sem eðlilegt megi telja í ljósi fjárhags hans og framtíðarhorfa, hvort skuldari hafi sinnt skyldum sínum samkvæmt 12. gr. laganna og staðið að öðru leyti heiðarlega að verki við umleitanir til greiðsluaðlögunar, hvort raunhæft sé að hann muni geta staðið við skuldbindingar sínar að fenginni greiðsluaðlögun og hvert sé viðhorf þeirra lánardrottna sem látið hafa umleitanir til greiðsluaðlögunar til sín taka.

Við úrlausn málsins verður fyrst vikið að málsmeðferð umboðsmanns skuldara gagnvart kæranda en síðan að ákvörðun hans í málinu.

Málsmeðferð skipaðs umsjónarmanns

Í kæru kemur fram að kærandi hafi talið sig vera að leita nauðasamnings á grundvelli laga um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991, sbr. lög um réttaraðstoð við einstaklinga sem leita nauðasamninga nr. 65/1996. Kærandi bendir á að umsjónarmaður hafi aldrei tilgreint að einungis hafi verið um að ræða afstöðu umsjónarmanns með tilliti til 18. gr. lge.

Í ljósi athugasemda kæranda ber að líta til þess að kærandi lýsti því yfir 14. ágúst 2013 að hann vildi leita nauðasamnings til greiðsluaðlögunar og tímabundinnar greiðsluaðlögunar fasteignaveðkrafna samkvæmt lögum nr. 50/2009, samkvæmt 18. gr. lge. Umsjónarmanni bar að taka afstöðu til þess hvort hann mælti með því að nauðasamningur kæmist á fyrir skuldara samkvæmt 18. gr. lge. en í því ákvæði er meðal annars gerð sú krafa að hann meti hvort skuldari hafi sinnt skyldum sínum samkvæmt 12. gr. lge. Kærunefndin telur að umsjónamaður hafi réttilega gætt þessara lagaákvæða við meðferð málsins og að engir ágallar séu á málsmeðferðinni að þessu leyti.

Niðurstaða kærunefndar vegna ákvörðunar skipaðs umsjónarmanns

Ákvörðun umsjónarmanns um að mæla gegn því að nauðasamningur kæmist á byggðist á því að kærandi hefði ekki staðið við skyldur sínar á tímabili greiðsluaðlögunarumleitana samkvæmt a-lið 1. mgr. 12. gr. lge.

Í a-lið 1. mgr. 12. gr. lge. kemur fram að á meðan skuldari leitar greiðsluaðlögunar skuli hann leggja til hliðar af launum og öðrum tekjum það fé sem sé umfram það sem hann þurfi til að sjá sér og fjölskyldu sinni farborða.

Samkvæmt útreikningum umsjónarmanns hefði kærandi árin 2012 og 2013 átt að geta lagt fyrir 2.197.780 krónur. Með tilliti til nauðsynlegra útgjalda hans á tímabilinu, sem námu 428.858 krónum, hafi kærandi átt að geta lagt fyrir 1.768.922 krónur. Að sögn kæranda hefur hann einungis lagt fyrir 150.000 krónur á tímabili greiðsluaðlögunar.

Kærandi hefur ekki gert grein fyrir því hvernig hann ráðstafaði þeim fjármunum sem voru umfram framfærslu á tímabili greiðsluaðlögunar. Eins og að framan greinir er sú skylda lögð á skuldara samkvæmt a-lið 1. mgr. 12. gr. lge. að þeir leggi til hliðar þá fjármuni sem þeir afla sem eru umfram framfærslukostnað. Ljóst er að kærandi hefur ekki sinnt þessari skyldu sinni og því ber að staðfesta ákvörðun skipaðs umsjónarmanns um að mæla gegn nauðasamningsumleitunum kæranda.

Kærandi vísar til þess að hann hafi talið sig vera að leita nauðasamnings eftir ákvæðum laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Ef leita á nauðasamnings til greiðsluaðlögunar samkvæmt X. kafla a laganna verða skilyrði 18. gr. 101/2010 fyrst að vera uppfyllt og metur umsjónarmaður hvort hann mæli með því að nauðasamningur fyrir skuldara komist á. Skuldara er að öðru leyti frjálst að leita almenns nauðasamnings við lánardrottna sína samkvæmt VI.-X. kafla laga nr. 21/1991 en þar er ekki sérstaklega gert ráð fyrir aðkomu skipaðs umsjónarmanns á vegum embættis umboðsmanns skuldara.

Með vísan til ofangreinds er ákvörðun umsjónarmanns um að mæla gegn nauðasamningi kæranda staðfest.

ÚRSKURÐARORÐ

Ákvörðun skipaðs umsjónarmanns, B, um að mæla gegn nauðasamningi A er staðfest.


Sigríður Ingvarsdóttir

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir

Þórhildur Líndal

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum