14.7.2014 Kærunefnd útboðsmála : Mál nr. 7/2014.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

Með kæru 11. apríl 2014 kærir Hlaðan ehf. ákvörðun og málsmeðferð við innkaup varnaraðila, Húnaþings vestra, á rekstri skólamötuneytis og veitingastaðar á Hvammstanga. Þess er aðallega krafist að ákvörðun varnaraðila um að viðhafa forval verði felld úr gildi en til vara að ákvörðun um að hafna kæranda í forvalinu verði felld úr gildi. Til þrautavara er þess krafist að samningur varnaraðila við Gauksmýri ehf. verði lýstur óvirkur og til þrautaþrautavara að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda.

Lesa meira

9.7.2014 Kærunefnd barnaverndarmála : Mál nr. 7/2014

Málið varðar nafnleynd tilkynnanda skv. 2. mgr. 19. gr. barnaverndarlaga. Ákvörðunin var staðfest. Lesa meira

9.7.2014 Kærunefnd barnaverndarmála : Mál nr. 5/2014

Málið varðar kröfu föður um rýmri umgengni við dóttur sína, skv. 74. gr. barnaverndarlaga, sem er í fóstri. Lesa meira

9.7.2014 Kærunefnd barnaverndarmála : Mál nr. 3/2014

Málið varðar kröfu móðurömmu barns í fóstri um umgengni við það skv. 74. gr. barnaverndarlaga. Lesa meira

9.7.2014 Kærunefnd barnaverndarmála : Mál nr. 2/2014

Málið varðar beiðni um endurskoðun á málsmeðferð í barnaverndarmáli um aðgang að gögnum máls. Málinu var vísað frá kærunefnd barnaverndarmála þar sem ekki voru uppfyllt skilyrði 1. mgr. 6. gr. barnaverndarlaga til að málinu yrði skotið til kæranefndarinnar. Lesa meira

1.7.2014 Úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðs­aðgerða : Mál nr. 136/2013

Ákvörðun Vinnumálastofnunar þess efnis að synja beiðni um endurupptöku ákvörðunar var staðfest.

Lesa meira

1.7.2014 Úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðs­aðgerða : Mál nr. 138/2013

Kærandi var í vinnu samhliða töku atvinnuleysisbóta og án þess að tilkynna Vinnumálastofnun að atvinnuleit væri hætt. Varðaði viðurlögum skv. 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Lesa meira

1.7.2014 Úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðs­aðgerða : Mál nr. 115/2013

Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um endurgreiðslu ofgreiddra atvinnuleysisbóta þrátt fyrir rukkun alllöngu eftir greiðslu þeirra. Lesa meira

20.6.2014 Úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðs­aðgerða : Mál nr. 133/2013

Kæranda bar að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur skv. 1. mgr. 36. gr. laga um atvinnuleysistryggingar en með vísan til lokamálsliðar 2. mgr. 39. gr. laga um atvinnuleysistryggingar þótti rétt að fella niður 15% álag þar sem kærandi fylgdi öllum reglum og tilmælum er stofnunin hafði veitt veitti honum varðandi tekjur samhliða greiðslu atvinnuleysisbóta. Lesa meira

20.6.2014 Úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðs­aðgerða : Mál nr. 131/2013

Í máli þessu liggur fyrir að kærandi starfaði í verslun á sama tíma og hún þáði greiðslu atvinnuleysistrygginga. Beitt var 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar auk þess sem henni var gert að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur.

Lesa meira