26.8.2015 Kærunefnd útboðsmála : Mál nr. 8/2015.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

Með kæru 1. júní 2015 kærir Orka náttúrunnar ohf. ákvörðun Hagvangs ehf. 13. maí 2015, fyrir hönd þrettán tilgreindra aðila rammasamnings Ríkiskaupa nr. 4220 „Raforka“, um að viðhafa örútboð á grundvelli rammasamningsins. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála kveði á um að hið kærða örútboð verði fellt úr gildi. Þá krefst kærandi þess að varnaraðilum verði gert að greiða kæranda kostnað við að hafa kæruna uppi.

Lesa meira

26.8.2015 Kærunefnd útboðsmála : Mál nr. 5/2015.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 4. maí 2015 kærði Jarðlist ehf. útboð varnaraðila Ríkiskaupa nr. 15856 auðkennt „Gjögurflugvöllur. Endurbætur 2015“. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála „leggi fyrir kærða að ganga til samninga við kæranda vegna þjónustu sem boðin var út“ í hinu kærða útboði. Til vara er þess krafist að kærunefnd ógildi útboðið og leggi fyrir Ríkiskaup „að bjóða út þjónustuna að nýju“. Til þrautavara er þess krafist að kærunefnd láti uppi álit á skaðabótaskyldu varnaraðila Ríkiskaupa. Auk þess er krafist málskostnaðar.

Lesa meira

26.8.2015 Kærunefnd útboðsmála : Mál nr. 4/2015.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 16. apríl 2015 kærði Optima ehf. útboð varnaraðila Reykjavíkurborgar nr. 13119 auðkennt „Rammasamningur um tölvu- og netbúnað“. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila um að vísa kæranda frá þátttöku í útboðinu. Þá krefst kærandi þess einnig að kærunefnd felli úr gildi eftirfarandi skilmála í grein 1.1.8 í útboðsgögnum:  „Endurskoðaður ársreikningur, undirritaður af löggiltum endurskoðanda án fyrirvara um rekstrarhæfi.“ Jafnframt er þess krafist að kærunefnd felli úr gildi eftirfarandi skilmála í grein 1.1.13. í útboðsgögnum: „Síðastgerðum ársreikningi. Framlagður ársreikningur skal vera endurskoðaður og áritaður af löggiltum endurskoðanda án fyrirvara um rekstrarhæfi bjóðanda.“ Hann krefst einnig málskostnaðar.

Lesa meira

21.8.2015 Úrskurðarnefnd um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána : Úrskurður nr. 488/2015

Ráðstöfun, persónuafsláttur, nýjar upplýsingar  Lesa meira

21.8.2015 Úrskurðarnefnd um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána : Úrskurður nr. 486/2015

Ráðstöfun, glötuð veðtrygging, gjaldþrot, fyrning Lesa meira

21.8.2015 Úrskurðarnefnd um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána : Úrskurður nr. 462/2015

Frestur til að samþykkja leiðréttingu, valdsvið, frávísun
Lesa meira

21.8.2015 Úrskurðarnefnd um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána : Úrskurður nr. 456/2015

Frádáttur, niðurfelling fasteignaveðláns, lagabreyting, afturvirkni Lesa meira

19.8.2015 Kærunefnd útboðsmála : Mál nr. 14/2015.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

Með kæru 23. júlí 2015 kærir Brainlab Sales GmbH ákvörðun Landspítala um kaup á „O-röntgenarm“, framleiddum af Medtronic, með samningskaupum án undangenginnar útboðsauglýsingar. Upphafleg kæra uppfyllti ekki skilyrði 2. mgr. 94. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup um efni kæru og beindi nefndin því til kæranda að bæta úr annmörkum innan hæfilegs frests, sbr. 3. mgr. 94. gr. laganna. Fullnægjandi kæra barst nefndinni 28. sama mánaðar þar sem þess er krafist að ákvörðun um innkaupin verði felld úr gildi og lagt verði fyrir varnaraðila að bjóða út innkaupin. Þá er þess krafist að varnaraðilum verði gert að greiða málskostnað. Af hálfu varnaraðila er þess krafist að sjálfkrafa banni við samningsgerð verði aflétt og öllum kröfum kæranda verði hafnað.

Lesa meira