9.4.2014 Kærunefnd útboðsmála : Mál nr. 6/2014.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

Með kæru 17. mars 2014 kærir Logaland ehf. útboð auðkennt nr. 15554 „Rannsóknartæki og rekstrarvara fyrir LSH.“ Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu kæranda um stöðvun útboðsins um stundarsakir. Varnaraðilum hefur verið gefinn kostur á að tjá sig um stöðvunarkröfu kæranda, auk þess sem kæranda hefur verið gefinn kostur á að tjá sig um tiltekin atriði sem fram komu í athugasemdum varnaraðila.

Lesa meira

31.3.2014 Yfirfasteignamatsnefnd : Mál nr. 13/2013

Túngata 14, Reykjavík Lesa meira

26.3.2014 Kærunefnd útboðsmála : Mál nr. 4/2014.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

Með kæru 6. mars 2014 kærir Fastus ehf. útboð nr. 15554 auðkennt „Rannsóknartæki og rekstrarvara f. LSH“. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu kæranda um stöðvun útboðsins. Varnaraðilum hefur verið gefinn kostur á að tjá sig um stöðvunarkröfu kæranda.

Lesa meira

24.3.2014 Kærunefnd húsamála : Mál nr. 3/2014

Ótímabundinn leigusamningur: Uppsögn. Bankaábyrgð. Nýir leigjendur.

Lesa meira

20.3.2014 Kærunefnd útboðsmála : Mál nr. 5/2014.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

Með kæru 7. mars 2014 kærir Yutong Eurobus ehf. ákvörðun Strætó bs. um val á tilboði á grundvelli rammasamnings sem gerður var á grundvelli samningskaupa nr. 13002 „Endurnýjun strætisvagna“.

Lesa meira

20.3.2014 Kærunefnd útboðsmála : Mál nr. 2/2014.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

Með kæru 27. janúar 2014 kærði Hiss ehf. útboð Ríkiskaupa, fyrir hönd Ríkislögreglustjórans, nr. 15577 „Aðgerða og búnaðarvesti með kevlarplötum“. Skilja verður kröfugerð kæranda þannig að þess sé aðallega krafist að varnaraðilum verði gert að breyta útboðsgögnum á þann veg að felldur verði niður skilmáli útboðsgagna sem leggur bann við því að eigendur, stjórnendur og aðilar tengdir bjóðendum megi ekki vera starfandi lögreglumenn eða tengjast þeim. Til vara krefst kærandi þess að lagt verði fyrir varnaraðila að bjóða út kaupin á nýjan leik og breyta útboðsauglýsingu og útboðsgögnum „hvað varðar kafla 1.6.2. um að lögreglumenn megi ekki tengjast bjóðanda“.

Lesa meira

20.3.2014 Kærunefnd greiðsluaðlögunarmála : Mál nr. 188/2012

Felld úr gildi ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður heimild kæranda til greiðsluaðlögunar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 6. gr., sbr. 15. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga Lesa meira

20.3.2014 Kærunefnd greiðsluaðlögunarmála : Mál nr. 55/2012

Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli c- og g-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga Lesa meira