17.10.2014 Kærunefnd útboðsmála : Mál nr. 18/2014.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

Með kæru 30. september 2014 kærir Logaland ehf. rammasamningsútboð nr. 15629 „Skurðstofuhanskar og nitril skoðunarhanskar“. Kröfur kæranda eru aðallega þær að kærunefnd útboðsmála leggi fyrir varnaraðila, sem eru Ríkiskaup ásamt Landspítalanum og 10 öðrum heilbrigðiststofnunum, að auglýsa útboðið að nýju en til vara að vöruflokkar A, C og D verði auglýstir að nýju.

Lesa meira

17.10.2014 Kærunefnd útboðsmála : Mál nr. 13/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

Með kæru 15. júlí 2014 kærðu Verkís hf. og Arkís arkitektar ehf. niðurstöðu forvals hönnunarsamkeppni Vegagerðarinnar og Vina Þórsmerkur vegna göngubrúar yfir Markarfljót við Húsadal. Kærendur krefjast þess að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila 20. júní 2014 þar sem þrír aðilar voru valdir til þátttöku í samkeppninni.

Lesa meira

17.10.2014 Álit innanríkisráðuneytisins á sviði sveitarstjórnarmála : Álit innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR 14020220

Rangárþing ytra, lánveitingar, bindandi áhrif ákvörðunar um fjárhagsáætlun Lesa meira

8.10.2014 Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála : Mál nr. 43/2014

Fjárhagsaðstoð. Styrkur til fyrirframgreiðslu húsaleigu. Kærandi naut ekki fjárhagsaðstoðar frá Reykjavíkurborg líkt og gert er að skilyrði í 23. gr. reglna Reykjavíkurborgar um fjárhagsaðstoð. Hin kærða ákvörðun staðfest. Lesa meira

8.10.2014 Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála : Mál nr. 42/2014

Félagsleg leiguíbúð og sérstakar húsaleigubætur. Skilyrði c-og d- liða 4. gr. reglna um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur í Reykjavík ekki uppfyllt. Hin kærða ákvörðun staðfest. Lesa meira

8.10.2014 Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála : Mál nr. 38/2014

Fjárhagsaðstoð. Kærandi sinnti ekki skyldu sinni samkvæmt 3. gr. reglna Kópavogsbæjar um fjárhagsaðstoð. Hin kærða ákvörðun staðfest. Lesa meira

8.10.2014 Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála : Mál nr. 28/2014

Aflétting krafna, umfram söluverð, við frjálsa sölu. Synjun Íbúðalánasjóðs átti sér ekki stoð í skilyrðum stjórnar sjóðsins. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og málinu vísað aftur til Íbúðalánasjóðs til nýrrar meðferðar. Þeim þætti málsins er leit að lengri samþykkisfresti á grundvelli laga nr. 130/2013 vísað frá. Lesa meira

7.10.2014 Kærunefnd útboðsmála : Mál nr. 16/2014.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

Með kæru 19. september 2014 kærir Eirberg ehf. rammasamningsútboð nr. 15629 „Skurðstofuhanskar og nitril skoðunarhanskar“. Kröfur kæranda eru að kærunefnd útboðsmála leggi fyrir varnaraðila, sem eru Ríkiskaup ásamt Landspítalanum og 10 öðrum heilbrigðiststofnunum, að bjóða innkaupin út að nýju. Þá er þess krafist að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila og að varnaraðila verði gert að greiða málskostnað. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu varnaraðila um afléttingu sjálfkrafa banns við samningsgerð samkvæmt 1. mgr. 94. gr. a. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup, sbr. 12. gr. laga nr. 58/2013, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.

Lesa meira

6.10.2014 Kærunefnd útboðsmála : Mál nr. 15/2014.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

Með kæru 16. september 2014 kærir Atlantsolía ehf. útboð Akureyrarbæjar á eldsneyti fyrir bæinn. Kröfur kæranda eru að nefndin leggi fyrir varnaraðila að fella niður eftirfarandi skilmála í útboðslýsingu: „Akureyrarbær hefur ákveðið að taka einu tilboði í allar diselolíur og bensín í þessu útboði. Bjóða verður í allar tegundir þessara vörutegunda“. Þá er þess krafist að varnaraðila verði gert að bjóða innkaupin út að nýju. Krafist er stöðvunar á samningsgerð þar til skorið hefur verið úr málinu. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til síðastgreindu kröfu kæranda, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.

Lesa meira

6.10.2014 Kærunefnd útboðsmála : Mál nr. 9/2014.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

Með kæru 13. maí 2014 kærir Ístak hf. ákvörðun Ríkiskaupa um val tilboðs í útboði fyrir Isavia ohf. nr. 15606 auðkennt „Stækkun Suðurbyggingar til vesturs 2014, SSV14-07 Jarðvinna, burðarvirki og ytri frágangur“. Endanlegar kröfur kæranda eru að tilboði Íslenskra aðalverktaka hf. verði vísað frá vegna formgalla og að kærunefnd útboðsmála yfirfari tilboð sem bárust í heild sinni.

Lesa meira