Um vefinn urskurdir.is

Vefurinn rettarheimild.is, sem settur var á laggirnar árið 2001, fékk í október 2012 nýtt útlit samhliða því að yfirskrift vefjarins var breytt í Úrskurðir og álit. Á vefnum birta ráðuneytin úrskurði sína og álit auk úrskurða kærunefnda og dóma Félagsdóms. Aðalslóð vefjarins er urskurdir.is, en hann er einnig aðgengilegur á slóðinni rettarheimild.is. 

Við opnun vefjarins árið 2001 var honum ætlað að vera heildstæð yfirlitssíða yfir helstu lagagögn og réttarheimildir en miklar breytingar hafa orðið síðan á miðlun slíkra gagna og reynslan sýnir að vefurinn hefur frá upphafi eingöngu verið nýttur fyrir úrskurði, álit og dóma Félagsdóms. Því var ákveðið að nota lénið, urskurdir.is, fyrir vefinn til framtíðar. 

Mannanafnaskráin, sem áður var vistuð á réttarheimildavefnum, var árið 2012 flutt yfir til Þjóðskrár Íslands á vefinn island.is.

Dómsmálaráðuneytið rekur úrskurðavefinn en það ráðuneyti eða úrskurðarnefnd, sem ákvörðun tekur, sér um sitt svæði á vefnum og ber ábyrgð á efni sinna úrskurða og álita.