Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

Álit á sviði sveitarstjórnarmála frá 1. janúar 2011

Hér er að finna álit samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, áður innanríkisráðuneytisins, á grundvelli 112 gr. sveitarstjórnarlaga nr.138/2011.

Úrskurðir á sviði samgöngumála frá 1. janúar 2011

Hér er að finna úrskurði innanríkisráðuneytisins á ákvörðunum Flugmálastjórnar Íslands, Siglingastofnunar Íslands, Vegagerðarinnar og Umferðarstofu sem og ákvörðunum lögreglustjóra varðandi ökuréttindi. Úrskurðir ráðuneytisins eru endanlegir á stjórnsýslustigi.

Úrskurðir á sviði sveitarstjórnarmála frá 1. janúar 2011

Hér er að finna úrskurði innanríkisráðuneytisins á grundvelli 1. mgr. 111. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.  Úrskurðir ráðuneytisins eru endanlegir á stjórnsýslustigi.

Úrskurðir og álit á sviði sveitarstjórnar- og samgöngumála frá 1996- 1. janúar 2011

Hér er að finna úrskurði og álit á sviði samgöngu- og sveitarstjórnamála frá árinu 1996 til stofnunar innanríkisráðuneytisins 1. janúar 2011.

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála

Skv. 13. gr. laga um Póst- og fjarskiptastofnun nr. 69/2003 er heimilt að kæra ákvarðanir Póst- og fjarskiptastofnunar til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála. Sá sem á verulegra hagsmuna að gæta getur kært hvort heldur er málsmeðferð eða efni ákvörðunar. Kæra þarf að berast nefndinni innan fjögurra vikna frá því að kæranda varð kunnugt um ákvörðunina. Úrskurðir nefndarinnar eru endanlegir á stjórnsýslustigi.

Úrskurðir yfirfasteignamatsnefndar

Yfirfasteignamatsnefnd er ætlað að annast yfirmat fasteigna fyrir landið allt. Í 34.gr. laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 segir: „Hagsmunaaðilar geta kært niðurstöðu endurmats til yfirfasteignamatsnefndar. Kæra skal vera skrifleg og studd rökum og nauðsynlegum gögnum. Um meðferð máls fyrir nefndinni, framlagningu gagna eða málflutning fer eftir ákvörðun nefndarinnar. Niðurstaða kærumáls skal þegar tilkynnt aðila þess og nýtt matsverð þegar skráð í fasteignaskrá. Úrskurður yfirfasteignamatsnefndar er fullnaðarúrskurður“.
Nefndin hefur aðsetur í Skuggasundi 3.