Um yfirfasteignamatsnefnd

Yfirfasteignamatsnefnd er ætlað að annast yfirmat fasteigna fyrir landið allt.
Í 34.gr. laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 segir: „hagsmunaaðilar geta kært niðurstöðu endurmats til yfirfasteignamatsnefndar. Kæra skal vera skrifleg og studd rökum og nauðsynlegum gögnum. Um meðferð máls fyrir nefndinni, framlagningu gagna eða málflutning fer eftir ákvörðun nefndarinnar. Nefndin skal úrskurða slíkt mál innan þriggja mánaða frá kæru nema sérstök heimild fyrir frestun sé veitt af hálfu ráðuneytisins. Niðurstaða kærumáls skal þegar tilkynnt aðila þess og nýtt matsverð þegar skráð í fasteignaskrá. Úrskurður yfirfasteignamatsnefndar er fullnaðarúrskurður“.

Nefndin hefur aðsetur í Skuggasundi 3, 101 Reykjavík.

Yfirfasteignamatsnefnd er þannig skipuð:

  • Ásgeir Jónsson, dósent
  • Hulda Árnadóttir, héraðsdómslögmaður
  • Björn Jóhannesson, hæstaréttarlögmaður

Varamenn:

  • Inga Hersteinsdóttir, verkfræðingur
  • Valtýr Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður
  • Runólfur Gunnlaugsson, viðskiptafræðingur

Netfang nefndarinnar er yfn@yfn.is.