Um úrskurði kærunefndar útlendingamála

Kærunefnd útlendingamála er sjálfstæð stjórnsýslunefnd skipuð þremur nefndarmönnum og jafnmörgum til vara. Nefndarmenn eru sérfróðir um mál sem falla undir útlendingalög, einkum málefni flóttamanna og rétt til alþjóðlegrar verndar sem og reglur um dvöl og búsetu útlendinga hér á landi. Þeir eru skipaðir til fimm ára í senn. Við úrlausn kærumála hefur nefndin sömu valdheimildir og ráðherra sem úrskurðaraðili á æðra stjórnsýslustigi. Frekari upplýsingar um kærunefnd útlendingamála má finna á heimasíðu nefndarinnar, www.knu.is

Úrskurðir kærunefndar útlendingamála sem varða efnisniðurstöðu eru að jafnaði birtir á urskurdir.is. Þeir birtast á síðunni eftir að lokaniðurstaða málsins hefur verið kynnt kæranda.

Vegna persónuverndarsjónarmiða eru öll persónugreinanleg atriði fjarlægð úr úrskurðinum.  Þá eru viðkvæmar persónuupplýsingar einnig fjarlægðar þar sem nefndin hefur ekki heimild til að birta slíkar upplýsingar. Af þessum sökum mun texti úrskurðanna í sumum tilvikum gefa takmarkaða vísbendingu um þau sjónarmið sem réðu úrslitum í málinu.  

Frekari upplýsingar um birtingu úrskurða kærunefndarinnar má finna í verklagsreglum um birtingu úrskurða kærunefndar útlendingamála

Fyrirvari: Úrskurðir er birtir með fyrirvara um villur. Eingöngu undirritað frumrit hefur lagagildi.