Hoppa yfir valmynd
15. apríl 2015 Dómsmálaráðuneytið

Úrskurður nr. 44/2015

Kærunefnd útlendingamála

Þann 15. apríl 2015 er kveðinn upp svohljóðandi

úrskurður nr. 44/2015

Í stjórnsýslumáli nr. KNU15010033


Kæra [...]

á ákvörðun

Útlendingastofnunar

 

I.          Kröfur, kærufrestir og kæruheimild

 Með stjórnsýslukæru sem barst innanríkisráðuneytinu þann 25. október 2013 kærði [...], ríkisborgari [...], ákvörðun Útlendingastofnunar, dags. 3 október 2013, um að synja henni um dvalarleyfi hér á landi vegna námsdvalar.

 Kærunefnd útlendingamála telur að í kæru felist krafa um að ákvörðun Útlendingastofnunar verði felld úr gildi og henni veitt heimild til dvalar á Íslandi vegna náms.

 Fyrrgreind ákvörðun er kærð á grundvelli 30. gr. laga nr. 96/2002 um útlendinga og barst kæran fyrir lok kærufrests, sbr. 3. mgr. 30. gr. sömu laga.

 

II.         Málsatvik og málsmeðferð

 Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum málsins voru atvik með þeim hætti að kærandi sótti um dvalarleyfi vegna námsdvalar hér á landi 5. júlí 2013. Með ákvörðun útlendingastofnunar, dags. 3. október 2013, var kæranda synjað um dvalarleyfi. Þann 25. október 2013 barst innanríkisráðuneytinu kæra kæranda með tölvupósti. Innanríkisráðuneytið óskaði eftir greinargerð frá kæranda með tölvupósti þann 11. desember 2013, engin greinargerð barst. Óskaði innanríkisráðuneytið eftir því við Útlendingastofnun að fá afhent gögn málsins ásamt athugasemdum stofnunarinnar ef einhverjar væru. Gögn málsins bárust innanríkisráðuneytinu þann 3. desember 2013 en engar athugasemdir bárust.

 Þann 1. janúar 2015 tók kærunefnd útlendingamála til starfa, sbr. 3. gr. laga nr. 96/2002, með síðari breytingum. Allar kærur á ákvörðunum Útlendingastofnunar, sem enn biðu afgreiðslu hjá innanríkisráðuneytinu þann 1. janúar sl. og heyra til þeirra ákvarðana sem heimilt er að kæra til kærunefndar útlendingamála, verða afgreiddar hjá kærunefndinni, sem fer nú með úrskurðarvald í samræmi við 3. gr. a og 3. gr. b laga um útlendinga nr. 96/2002, sbr. 1. gr. laga nr. 64/2014. Þegar kærunefndin tók til starfa hafði innanríkisráðuneytið ekki úrskurðað í máli kæranda og mun kærunefndin því úrskurða í máli þessu.

 Kæra þessi hefur hlotið hefðbundna málsmeðferð, gagnaöflun er lokið og er málið hér með tekið til úrskurðar.

 

III.       Ákvörðun Útlendingastofnunar

 Ákvörðun Útlendingastofnunar byggir á því að tilgangur kæranda með dvöl hér á landi samrýmist ekki ákvæðum 6. mgr. 34. gr. reglugerðar um útlendinga nr. 53/2003. Kærandi hafi sótt um dvalarleyfi til að stunda nám hér á landi, en stofnunin telji ljóst að tilgangur kæranda með umsókn sinni hafi verið að dveljast hér með vinum sínum sem sóttu um dvalarleyfi á sama tíma og kærandi. Kærandi sé […] ríkisborgari, en búsett í […]. Samkvæmt upplýsingum stofnunarinnar þurfi […] ríkisborgarar að endurnýja […] dvalarleyfi sín árlega og eiga ekki afturkvæmt til landsins fari þeir úr landi. Þótti þetta renna enn frekari stoðum undir það mat stofnunarinnar að tilgangur dvalar kæranda væri ótrúverðugur.

 

IV.       Málsástæður og rök kæranda

 Kærandi gerði ekki frekari grein fyrir ástæðum umsóknar sinnar við rekstur málsins.

 

V.        Niðurstaða kærunefndar útlendingamála

 Í máli þessu er til úrlausnar hvort Útlendingastofnun hafi verið rétt að synja kæranda um dvalarleyfi á grundvelli námsdvalar.

 Um kæru þessa gilda lög um útlendinga nr. 96/2002, með síðari breytingum og reglugerð um útlendinga nr. 53/2003, ásamt áorðnum breytingum. Í 11. gr. útlendingalaga koma fram grunnskilyrði fyrir veitingu dvalarleyfis. Samkvæmt ákvæðinu má veita útlendingi dvalarleyfi hér á landi í samræmi við ákvæði 12. – 12. gr. e eða 13. gr., laganna að fenginni umsókn og að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, m.a. ef framfærsla, sjúkratrygging og húsnæði er tryggt.

 Svo sem áður hefur komið fram lagði kærandi ekki fram greinargerð í tilefni kæru til innanríkisráðuneytisins og hafa því sjónarmið kæranda eða athugasemdir ekki komið fram við meðferð málsins hjá kærunefnd útlendingamála, þó óskað hafi verið eftir þeim. Af þeim sökum verður úrskurðað í máli þessu á grundvelli fyrirliggjandi gagna.

 Eins og fram hefur komið er synjun Útlendingastofnunar byggð á því að tilgangur dvalar kæranda er talinn ótrúverðugur. Samkvæmt 6. mgr. 34. gr. reglurgerðar um útlendinga skal tilgangur umsækjanda með dvöl vera í samræmi við það dvalarleyfi sem sótt er um. Stofnunin byggir á því að þar sem kærandi sótti um dvalarleyfi ásamt hópi samlanda sinna, auk þess sem hún er […] ríkisborgari búsett í […], séu líkur á að tilgangur dvalar hennar sé ekki í samræmi við það leyfi sem sótt var um. Kærunefnd útlendingamála hefur farið yfir mál kæranda á grundvelli þeirra gagna sem liggja fyrir. Ekki verður annað ráðið af þeim en að mat útlendingastofnunar sé á rökum reist. Enn fremur hefur kærandi ekki reynt að sýna fram á annað við meðferð máls síns hjá kærunefndinni. Er hin kærða ákvörðun því staðfest.

 

 

ÚRSKURÐARORÐ

 Ákvörðun Útlendingastofnunar, dags. 3. október 2013, um að synja kæranda um útgáfu dvalarleyfis, er staðfest.

 The decision of the Directorate of Immigration, of 3 October 2013, to reject the appellant's application for a residency permit, is affirmed.

 

 

Hjörtur Bragi Sverrisson

 

Vigdís Þóra Sigfúsdóttir                                                                                                           Oddný Mjöll Arnardóttir

 

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum