Forsætisráðuneyti

Óbyggðanefnd

Óbyggðanefnd er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem á grundvelli III. kafla þjóðlendulaga og hefur þríþætt hlutverk.

  1. Að kanna og skera úr um hvaða land telst til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda.
  2. Að skera úr um mörk þess hluta þjóðlendu sem nýttur er sem afréttur.
  3. Að úrskurða um eignarréttindi innan þjóðlendna.
Vefur nefndarinnar: obyggdanefnd.is

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál

Nefndin er starfrækt á grundvelli V. kafla upplýsingalaga nr. 140/2012 til að leysa úr ágreiningsmálum um aðgang almennings að upplýsingum hjá stjórnvöldum. Nefndin er sjálfstæð og óháð stjórnsýslunefnd sem skipað er til hliðar við hið almenna stjórnkerfi ríkis og sveitarfélaga. Valdsvið nefndarinnar nær til allrar stjórnsýslu hins opinbera án tillits til á hvaða stjórnsýslustigi ákvörðun er tekin. Aðili þarf því ekki að tæma aðrar kæruleiðir innan stjórnsýslunnar áður en til hennar er leitað. Vefur nefndarinnar: unu.is 

Úrskurðir forsætisráðuneytisins

Forsætisráðuneytið úrskurðar í kærumálum á grundvelli stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Ráðuneytið er meðal annars úrskurðaraðili á æðra stjórnsýslustigi um ákvarðanir sveitarstjórna á grundvelli laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, sem lúta að leyfisveitingu innan þjóðlendna og ræður til lykta ágreiningi sem rís um veitingu leyfa til nýtingar lands og landsréttinda innan þjóðlendna.