Fjármála- og efnahagsráðuneyti

Yfirskattanefnd

Um yfirskattanefnd gilda lög nr. 30/1992, um yfirskattanefnd, með áorðnum breytingum. Yfirskattanefnd er æðsti úrskurðaraðili á stjórnsýslustigi í skattamálum og tekur lögsaga hennar til landsins alls. Er hún sérstök stofnun og óháð skattyfirvöldum og fjármálaráðherra í störfum sínum. Í yfirskattanefnd sitja sex menn sem skipaðir eru til sex ára í senn og hafa fjórir nefndarmanna starfið að aðalstarfi. Skulu nefndarmenn fullnægja skilyrðum sem sett eru um embættisgengi skattstjóra. Formaður og varaformaður þurfa þó einnig að uppfylla þau skilyrði sem sett eru um embættisgengi héraðsdómara. Ávallt skal annaðhvort formaður eða varaformaður taka þátt í úrlausn máls.