Hoppa yfir valmynd
19. mars 2003 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Mál nr. 3/2003. Bókun.

Ár 2003, miðvikudaginn 19. mars, er fundur kærunefndar útboðsmála haldinn. Fundinn sækja Páll Sigurðsson formaður, Stanley Pálsson og Sigfús Jónsson.

Fyrir er tekið málið nr. 3/2003:

G.J. Fjármálaráðgjöf sf.

gegn

íslenska ríkinu.

Lögð er fram kæra G.J. Fjármálaráðgjafar sf., dags. 17. febrúar 2003, vegna meints brots íslenska ríkisins á útboðsreglum samkvæmt ákvæðum tilskipunar nr. 92/50/EBE, sbr. 1. mgr. 4. gr., sbr.3. gr., og 12. gr. laga nr. 94/2001, um opinber innkaup.

Í málinu er nú gerð eftirfarandi

Bókun

Í máli þessu er kærð sú háttsemi íslenska ríkisins að veita kr. 30.000.000,- til Alþýðusambands Íslands svo sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Íslands fyrir árið 2003. Í 1. mgr. 4. gr. laga um opinber innkaup nr. 84/2001 kemur fram að lögin taki til samninga sem kaupendur skv. 3. gr. gera við bjóðendur um innkaup á vörum, þjónustu og verkum. Það er álit kærunefndar úboðsmála að sú tilhögun að veita Alþýðusambandi Íslands fjárveitingu með stoð í heimild í fjárlögum geti ekki talist falla undir ákvæði 1. mgr. 4. gr. laga um opinber innkaup. Samkvæmt framansögðu þykja ekki efni til að taka kæru G.J. Fjármálaráðgjafar sf. til frekari úrlausnar samkvæmt XII. og XIII. kafla laga um opinber innkaup nr. 84/2001.

Rétt endurrit staðfestir

19.03.03

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum