Kærunefnd útboðsmála

Mál nr. 11/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 27.5.2013

Með bréfi, dags. 11. apríl 2013, kærði Roja Holding ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að krefjast gjalds af þátttakendum fyrir afhendingu útboðsgagna í útboði nr. 15397 „Hjólaskófla fyrir Isavia“.

Mál nr. 10/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 27.5.2013

Með bréfi, dags. 11. apríl 2013, kærði Roja Holding ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að krefjast gjalds af þátttakendum fyrir afhendingu útboðsgagna í útboði nr. 15429 „Vörubifreið fyrir Isavia“.

Mál nr. 1/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 27.5.2013

Með bréfi, dags. 15. janúar 2013, kærir Logaland ehf. örútboð Landspítala nr. 1212 „Latex og vinyl skoðunarhanskar – Örútboð innan rammasamnings ríkisins nr. 13.03“.

Mál nr 37/2012B.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 27.5.2013

Með bréfi, dags. 3. apríl 2013, krafðist Íslenska gámafélagið ehf. þess með vísan til 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 að mál nr. 37/2012, Kubbur ehf. gegn Hafnarfjarðarkaupstað, yrði endurupptekið. Í bréfinu var krafa Íslenska gámafélagsins ehf. orðuð með svofelldum hætti: „Fyrir hönd Íslenska gámafélagsins ehf. er þess krafist, með vísan til 24. gr. laga nr. 37/1993, að málið verði endurupptekið og að kveðinn verði upp nýr úrskurður í málinu þar sem fallist verði á kröfur og sjónarmið [Íslenska gámafélagsins ehf.] í málinu. Þá er þess krafist að kærunefndin afturkalli úrskurð í málinu með vísan til 25. gr. laga nr. 37/1993.“

Mál nr. 37/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 27.5.2013

Með bréfi, dags. 20. desember 2012, kærir Kubbur ehf. ákvörðun Hafnarfjarðarkaupstaðar 13. sama mánaðar um að leita samninga við Íslenska gámafélagið ehf. í útboðinu „Hafnarfjörður – Sorphirða 2013-2021“.

Mál nr. 35/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 27.5.2013

Með bréfi, dags. 13. desember 2012, kærir Nortek ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 1533 „Aðgangsstýrikerfi fyrir LSH. 1. áfangi: Slysa- og bráðadeild“.

Mál nr. 32/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 27.5.2013

Með bréfi, dags. 29. október 2012, kærir Logaland ehf. örútboð Landspítala nr. 1201 „Latex og vinyl skoðunarhanskar – Örútboð innan rammasamnings ríkisins nr. 13.03“.

Mál nr. 9/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála - 27.5.2013

Með bréfi, dags. 4. apríl 2013, kærir Grafa og grjót ehf. útboð Framkvæmdasýslu ríkisins nr. 15420 „Nýtt fangelsi á Hólmsheiði, jarðvinna og heimlagnir“.