Kærunefnd útboðsmála

Mál nr. 27/2013. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 20.12.2013

Með kæru 18. nóvember 2013 kærir Fastus ehf. rammasamningsútboð Ríkiskaupa nr. 15408 um kaup á svæfingarvélum vegna Landspítala, Heilbrigðisstofnunar Austurlands, Sjúkrahúss Akureyrar og Sjúkrahúss Akraness. Gerir kærandi þær kröfur aðallega að felld verði úr gildi sú ákvörðun Ríkiskaupa að taka tilboði General Electric Healthcare í svæfingartæki í útboðinu og lagt verði fyrir varnaraðila að velja úr framkomnum tilboðum að nýju. Þá er þess krafist að innkaupaferlið verði stöðvað um stundarsakir teljist kæra ekki hafa haft í för með sér sjálfkrafa stöðvun.

Mál nr. 28/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 6.12.2013

Með kæru 20. nóvember 2013 kærir Logaland ehf. verðfyrirspurnir Landspítala  auðkenndar nr. 16/2013 „Almennar stungunálar“, nr. 17/2013 „Innrennslisnálar ungbarna“, nr. 18/2013 „Sprautur án skrúfgangs“ og nr. 19/2013 „Blóðgas sprautur með og án nálar“. Þá kærir kærandi einnig „fyrirkomulag innkaupa á öðrum vörum sem tilgreindar voru í rammasamningsnútboði Ríkiskaupa nr. 15066.“  Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfum kæranda um að stöðva „það innkaupaferli sem verðfyrirspurnirnar hafa sett af stað“ og „núverandi innkaupaferli/samningsgerð á öðrum vörum sem voru tilgreindar í útboði nr. 15066“.

Mál nr. 25/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 6.12.2013

 

Með bréfi 10. september 2013 kærði samstarfshópurinn SALUS ákvörðun varnaraðila vegna forvals fyrir hönnunarútboð auðkennt nr. 15453 „Nýr Landspítali við Hringbraut, meðferðarkjarni og rannsóknarhús“, þess efnis að kærandi uppfylli ekki kröfur forvalsgagna til þess að taka þátt í útboðinu. Kærandi krefst þess að ákvörðun varnaraðila verði „ógilt og úrskurðað að SALUS uppfylli kröfur forvalsgagna og sé heimilt að taka þátt í útboðinu.“ Þá er jafnframt óskað eftir því að kærunefnd láti í ljós álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila. Að lokum er gerð krafa um endurgreiðslu kærugjalds og málskostnað. Með bréfi 13. nóvember 2013 gerði kærandi auk þess kröfu um að kærunefnd viki sæti við frekari umfjöllun málsins.

Mál nr. 24/2013. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 6.12.2013

 

Með bréfi 10. september 2013 kærði KOS, óstofnað félag tiltekinna ráðgjafafyrirtækja í mannvirkjahönnun, ákvörðun varnaraðila, vegna forvals fyrir hönnunarútboð auðkennt nr. 15453 „Nýr Landspítali við Hringbraut, meðferðarkjarni og rannsóknarhús“, þess efnis að kærandi uppfylli ekki kröfur forvalsgagna til þess að taka þátt í útboðinu. Kærandi krefst þess að ákvörðun varnaraðila verði felld úr gildi og að kærunefnd leggi fyrir varnaraðila „að fella niður tiltekna ólögmæta skilmála í útboðsgögnum, nánar tiltekið kröfur útboðsgagna um formlegar staðfestingar eigenda á því að þeir standi að baki umsókninni“. Þá er jafnframt gerð krafa um málskostnað.  

Mál nr. 21/2013. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 5.12.2013

 

Með kæru 6. ágúst 2013 kærðu Fjallasýn ehf., Sel sf., Jón Ingimundarson og Guðmundur Þórarinsson útboð Norðurþings auðkennt „Skólaakstur í Norðurþingi 2013-2017“. Kærendur kröfðust þess að „þeir aðilar sem ekki skiluðu skilyrtum gögnum verði útilokaðir frá samningum við Norðurþing og gengið verði til samninga við bjóðendur sem skiluðu inn öllum umbeðnum gögnum“. Með bréfi 8. sama mánaðar komu fram frekari skýringar við kæruna og sú krafa að „þau tilboð sem ekki fylgdu tilskilin gögn verði dæmd ógild“. Þá var þess krafist að samningsgerð yrði stöðvuð þar til nefndin hefði úrskurðað í málinu.

Mál nr. 23/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 29.10.2013

Með kæru 10. september 2013 kærði Inter ehf. ákvörðun varnaraðila Ríkiskaupa, um að hafna þeirri kröfu kæranda að auglýsa útboð nr. 15468, „Rekstrarvörur fyrir speglun“, á nýjan leik. Kærandi krafðist þess að kærunefnd stöðvaði innkaupaferlið þegar í stað og að hinu kærða útboði yrði hætt og að útboð yrði auglýst á nýjan leik.

Mál nr. 20/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 29.10.2013

Með kæru 6. ágúst 2013 kærði Kolur ehf. útboð varnaraðila, Vegagerðarinnar, auðkennt „Vetrarþjónusta í Dalasýslu 2013-2016“. Kærandi krafðist þess að kærunefnd útboðsmála stöðvaði samningsgerð varnaraðila og BS þjónustu ehf. þar til endanlega yrði skorið úr kærunni. Þá krafðist kærandi þess að felld yrði úr gildi sú ákvörðun varnaraðila að velja tilboð BS þjónustu ehf., að lagt yrði fyrir varnaraðila að bjóða verkið út á nýjan leik og að nefndin léti í ljós álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda.

Mál nr. 18/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 29.10.2013

Með bréfi 1. júlí 2013 kærði Tengill ehf. ákvörðun, varnaraðila, Vegagerðarinnar um að vísa frá tilboði fyrirtækisins í verkið „Múlagöng, endurbætur á rafkerfi 2013-2014“ og hefja samningaviðræður við Rafmenn ehf. Kærandi krefst þess aðallega að ákvörðun varnaraðila um að vísa tilboði kæranda frá verði felld úr gildi en til vara að nefndin láti uppi álit á skaðabótaskyldu varnaraðila.

Mál nr. 25/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 28.10.2013

Með kæru 10. september 2013 kærir samstarfshópurinn SALUS ákvörðun varnaraðila, vegna forvals fyrir hönnunarútboð auðkennt nr. 15453 „Nýr Landspítali við Hringbraut, meðferðarkjarni og rannsóknarhús“, þess efnis að kærandi uppfylli ekki kröfur forvalsgagna til þess að taka þátt í útboðinu.

Mál nr. 19/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 26.9.2013

Með bréfi 18. júlí 2013 kærði RST Net ehf. ákvörðun Landsnets hf. um að láta fara fram lokað útboð án auglýsingar í útboðinu „STU-31, Tengivirki Stuðlum, spennuhækkun í 132 kV, stjórn – og varnarbúnaðar og uppsetning rafbúnaðar“. Kærandi krafðist þess að útboðið yrði ógilt og að innkaupaferlið yrði stöðvað þar til leyst yrði úr kæruefninu.

Mál nr. 16/2013. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 26.9.2013

Með bréfi dagsettu 21. maí 2013 kærði Fjarskipti hf. örútboð Ríkiskaupa nr. 15369 „Fjarskiptaþjónusta“. Kærandi krafðist þess að samningsgerð sem fram fór á grundvelli útboðsins yrði stöðvuð, að felld yrði úr gildi ákvörðun varnaraðila um að taka tilboði Símans hf. og að kærunefnd felldi niður svohljóðandi skilmála útboðsgagna merktan V1 í kafla 1.2: „Til staðar sé virkt og vottað upplýsingaöryggiskerfi eftir viðurkenndum og almennum stöðlum s.s. ISO 27001.“

Mál nr. 23/2013: Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 26.9.2013

Með kæru 10. september 2013 kærir Inter ehf. ákvörðun varnaraðila, Ríkiskaupa, um að hafna þeirri kröfu kæranda að auglýsa útboð nr. 15468, „Rekstrarvörur fyrir speglun“ á nýjan leik. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt þyki að stöðva innkaupaferlið að kröfu kæranda.

Mál 24/2010B. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 23.9.2013

Með tölvubréfi 8. nóvember 2012 krafðist Heflun ehf. þess að mál kærunefndar útboðsmála nr. 24/2010: Þjótandi ehf. gegn Vegagerðinni yrði endurupptekið. Í bréfinu var krafa bjóðandans Heflunar ehf. orðuð með svofelldum hætti: „Með hliðsjón af meðfylgjandi áliti umboðsmanns Alþingis óskar [Heflun ehf.] hér með eftir því að nefndin taki mál nr. 24/2010 til meðferðar að nýju og hagi úrlausn málsins í samræmi við þau sjónarmið sem fram koma í áliti umboðsmanns Alþingis [31. október 2012 í máli nr. 6340/2011].“

Mál nr. 20/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 10.9.2013

Með kæru 6. ágúst 2013 kærir Kolur ehf. útboð Vegagerðarinnar auðkennt „Vetrarþjónusta í Dalasýslu 2013-2016“. Í kærunni hefur kærandi uppi þær meginkröfur um að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila 26. júlí 2013 um að velja tilboð BS þjónustunnar ehf. og lagt verði fyrir varnaraðila að bjóða innkaupin að nýju út.

Mál nr. 14/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 10.9.2013

Með bréfi mótteknu 7. maí 2013 kærir Gámaþjónustan hf. ákvörðun Garðabæjar og Mosfellsbæjar um að leita samninga við Íslenska gámafélagið ehf. vegna útboðsins „Sorphirða í Garðabæ og Mosfellsbæ 2013-2017“.

Mál nr. 11/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 10.9.2013

Með bréfi 11. apríl 2013 kærði Roja Holding ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að kefjast gjalds af þátttakendum fyrir afhendingu útboðsgagna í útboði nr. 15397 „Hjólaskófla fyrir Isavia“. Kærandi krafðist þess að kærunefnd útboðsmála stöðvaði innkaupaferlið þar til endanlega yrði skorið úr kæru. Þá krafðist kærandi þess að nefndin legði fyrir varnaraðila að auglýsa útboðið á nýjan leik. Að síðustu krafðist kærandi þess að nefndin úrskurðaði kæranda málskostnað.

Mál nr. 10/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 10.9.2013

Með bréfi 11. apríl 2013 kærði Roja Holding ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að kefjast gjalds af þátttakendum fyrir afhendingu útboðsgagna í útboði nr. 15429 „Vörubifreið fyrir Isavia“. Kærandi krafðist þess að kærunefnd útboðsmála stöðvaði innkaupaferlið þar til endanlega yrði skorið úr kæru. Þá krafðist kærandi þess að nefndin legði fyrir varnaraðila að auglýsa útboðið á nýjan leik. Að síðustu krafðist kærandi þess að nefndin úrskurðaði kæranda málskostnað.

Mál nr. 21/2013. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 10.9.2013

Með kæru 6. ágúst 2013 kæra Fjallasýn ehf., Sel sf., Jón Ingimundarson og Guðmundur Þórarinsson útboð Norðurþings auðkennt „Skólaakstur í Norðurþingi 2013-2017“. Kærendur krefjast þess að „þeir aðilar sem ekki skiluðu skilyrtum gögnum verði útilokaðir frá samningum við Norðurþing og gengið verði til samninga við bjóðendur sem skiluðu inn öllum umbeðnum gögnum“.

Mál nr. 12/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 21.8.2013

Með ódagsettu bréfi mótteknu hjá kærunefnd útboðsmála 12. apríl 2013 kærir Logaland ehf. örútboð Landspítala nr. 1212 „Latex og vinyl skoðunarhanskar – Örútboð innan rammasamnings ríkisins nr. 13.03“.

Mál nr. 1/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 21.8.2013

Með bréfi, dags. 15. janúar 2013, kærir Logaland ehf. örútboð Landspítala nr. 1212 „Latex og vinyl skoðunarhanskar – Örútboð innan rammasamnings ríkisins nr. 13.03“.

Mál nr. 15/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála - 13.8.2013

Með kæru móttekinni 15. maí 2013, kærir BYD Auto Ltd. ákvörðun, varnaraðila, Strætó bs., dagsett sama dag, þar sem kæranda var vísað frá þátttöku í samningskaupum nr. 13002 „Endurnýjun strætisvagna“.

Mál nr. 18/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 23.7.2013

Með kæru 2. júlí 2013 kærði Tengill ehf. ákvörðun Vegagerðarinnar um að hafna tilboði kæranda og taka tilboði Rafmanna ehf. í útboði varnaraðila nefnt Múlagöng: Endurbætur á rafkerfi.

Mál nr. 13/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála - 22.7.2013

Með bréfi 19. apríl 2013 kærði Hestvík ehf. val á tilboði í útboði Vegagerðarinnar „Yfirborðsmerkingar á Suðursvæði 2013-2014“.

Mál nr. 3/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 22.7.2013

Með bréfi, dags. 24. janúar 2013, kærir Norkring AS samkeppnisviðræður Ríkiskaupa „Broadcast Network Renewal – Digital Television Broadcast“.

Mál nr. 17/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 8.6.2013

Með kæru 24. maí 2013 kærði Portfarma ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að hafna tilboði kæranda í útboði varnaraðila nr. 15387 „Ýmis lyf 23“.

Mál nr. 8/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 8.6.2013

Með kæru 6. mars 2013 kærði CMS ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að hafna tilboði kæranda í útboði varnaraðila nr. 15294 „Björgunarþyrlur á leigu fyrir LHG“. Kærandi krefst þess að viðurkennt verði að ákvörðun varnaraðila hafi verið ólögmæt og nefndin láti uppi álit á skaðabótaskyldu varnaraðila.

Mál nr. 5/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 8.6.2013

Með bréfi mótteknu 14. febrúar 2013, kærði Rafey ehf. útboð Vegagerðarinnar „Fáskrúðsfjarðargöng – Endurbætur á rafkerfi 2013“.

Mál nr. 9/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 8.6.2013

Með bréfi, dags. 4. apríl 2013, kærir Grafa og grjót ehf. útboð Framkvæmdasýslu ríkisins nr. 15420 „Nýtt fangelsi á Hólmsheiði, jarðvinna og heimlagnir“.

Mál nr. 7/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála - 8.6.2013

Með kæru 1. mars 2013 kærði Kone ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að velja tilboð Íslandslyftna ehf. í útboði nr. 15373 „FLE – Lyftur og rúllustigar Endurhönnun Suðurbyggingar 2013“.

Mál nr. 15/2013. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 8.6.2013

Með kæru móttekinni 15. maí 2013, kærði BYD Auto Limited Ltd. ákvörðun Strætó bs. um að hafna tilboði félagsins í samningskaupum nr. 13002 „Endurnýjun strætisvagna“.

Mál nr. 12/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 8.6.2013

Með bréfi, dags. 16. maí 2012, kærði Iceland Express ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboði í útboði nr. 15003: „Flugsæti til og frá Íslandi“.

Mál nr. 14/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 8.6.2013

Með bréfi mótteknu 7. maí 2013 kærir Gámaþjónustan hf. ákvörðun Garðabæjar og Mosfellsbæjar um að leita samninga við Íslenska gámafélagið ehf. vegna útboðsins „Sorphirða í Garðabæ og Mosfellsbæ 2013-2017“.

Mál nr 4/2013. Úrskurður kærunefndar útboðsmála - 8.6.2013

Með kæru, dags. 4. febrúar 2013, kærði Bílaumboðið Askja ehf. ákvörðun Reykjavíkurborgar um að velja tilboð Heklu ehf. í útboði nr. 12929 „Bifreiðaútboð, flokkabifreiðar að 3,5 t. og að 7,5 t., pallbifreiðar og smærri sendibifreiðar“.

Mál nr. 13/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 7.6.2013

Með bréfi, dags. 19. apríl 2013, kærði Hestvík ehf. val á tilboði í útboði Vegagerðarinnar „Yfirborðsmerkingar á Suðursvæði 2013-2014“.

Mál nr. 12/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála - 7.6.2013

Með ódagsettu bréfi kærir Logaland ehf. örútboð Landspítala nr. 1212 „Latex og vinyl skoðunarhanskar – Örútboð innan rammasamnings ríkisins nr. 13.03“.

Mál nr. 11/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 27.5.2013

Með bréfi, dags. 11. apríl 2013, kærði Roja Holding ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að krefjast gjalds af þátttakendum fyrir afhendingu útboðsgagna í útboði nr. 15397 „Hjólaskófla fyrir Isavia“.

Mál nr. 10/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 27.5.2013

Með bréfi, dags. 11. apríl 2013, kærði Roja Holding ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að krefjast gjalds af þátttakendum fyrir afhendingu útboðsgagna í útboði nr. 15429 „Vörubifreið fyrir Isavia“.

Mál nr. 1/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 27.5.2013

Með bréfi, dags. 15. janúar 2013, kærir Logaland ehf. örútboð Landspítala nr. 1212 „Latex og vinyl skoðunarhanskar – Örútboð innan rammasamnings ríkisins nr. 13.03“.

Mál nr 37/2012B.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 27.5.2013

Með bréfi, dags. 3. apríl 2013, krafðist Íslenska gámafélagið ehf. þess með vísan til 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 að mál nr. 37/2012, Kubbur ehf. gegn Hafnarfjarðarkaupstað, yrði endurupptekið. Í bréfinu var krafa Íslenska gámafélagsins ehf. orðuð með svofelldum hætti: „Fyrir hönd Íslenska gámafélagsins ehf. er þess krafist, með vísan til 24. gr. laga nr. 37/1993, að málið verði endurupptekið og að kveðinn verði upp nýr úrskurður í málinu þar sem fallist verði á kröfur og sjónarmið [Íslenska gámafélagsins ehf.] í málinu. Þá er þess krafist að kærunefndin afturkalli úrskurð í málinu með vísan til 25. gr. laga nr. 37/1993.“

Mál nr. 37/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 27.5.2013

Með bréfi, dags. 20. desember 2012, kærir Kubbur ehf. ákvörðun Hafnarfjarðarkaupstaðar 13. sama mánaðar um að leita samninga við Íslenska gámafélagið ehf. í útboðinu „Hafnarfjörður – Sorphirða 2013-2021“.

Mál nr. 35/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 27.5.2013

Með bréfi, dags. 13. desember 2012, kærir Nortek ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 1533 „Aðgangsstýrikerfi fyrir LSH. 1. áfangi: Slysa- og bráðadeild“.

Mál nr. 32/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 27.5.2013

Með bréfi, dags. 29. október 2012, kærir Logaland ehf. örútboð Landspítala nr. 1201 „Latex og vinyl skoðunarhanskar – Örútboð innan rammasamnings ríkisins nr. 13.03“.

Mál nr. 9/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála - 27.5.2013

Með bréfi, dags. 4. apríl 2013, kærir Grafa og grjót ehf. útboð Framkvæmdasýslu ríkisins nr. 15420 „Nýtt fangelsi á Hólmsheiði, jarðvinna og heimlagnir“.

Mál nr. 2/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 23.4.2013

Með kæru, dags. 18. janúar 2013, kærði Rafkaup hf. rammasamningsútboð Ríkiskaupa nr. 15270 „Byggingavörur og ljósaperur“.

Mál nr. 34/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 23.4.2013

Með kæru, dags. 5. nóvember 2012, kærði Sérverk ehf. val Kópavogsbæjar í útboðinu „Leikskóli Austurkór 1, Alútboð“.

Mál nr. 5/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 23.4.2013

Með bréfi 12. mars 2012 kærir Cetus ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 15068: Vökva- og sprautudælur, tengikvíar, skráningarkerfi og rekstrarvörur fyrir Landspítala.

Mál nr. 5/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 23.4.2013

Með bréfi, dags. 14. febrúar 2013, kærði Rafey ehf. útboð Vegagerðarinnar „Fáskrúðsfjarðargöng – Endurbætur á rafkerfi 2013“.

Mál 36/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 23.4.2013

Með bréfi, dags. 20. desember 2012, kærðu Kynnisferðir ehf. útboð Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum nr. A-SSS-01 „Útboð á akstri til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar“.

Mál 25/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 26.3.2013

Með bréfi, dags. 2. september 2011, kærði Logaland ehf. samkeppnisviðræður Ríkiskaupa nr. 14981 „Tækjabúnaður og rekstrarvara fyrir Kjarna- og bráðarannsóknastofu Landspítala“.

Mál nr. 3/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 7.3.2013

Með bréfi, dags. 24. janúar 2013, kærir Norkring AS útboð Ríkiskaupa „Broadcast Network Renewal – Digital Television Broadcast“.

Mál nr. 4/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 7.3.2013

Með kæru, dags. 4. febrúar 2013, kærði Bílaumboðið Askja ehf. ákvörðun Reykjavíkurborgar um að velja tilboð Heklu ehf. í útboði nr. 12929 „Bifreiðaútboð, flokkabifreiðar að 3,5 t. og að 7,5 t., pallbifreiðar og smærri sendibifreiðar“.

Mál nr. 31/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 5.3.2013

Með bréfi, dags. 17. október 2012, kæra Kynnisferðir ehf. og VDL Bus & Coach B V ákvörðun Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, fyrir hönd Strætó bs., að vísa frá tilboði þeirra í útboði „Strætó bs. Endurnýjun strætisvagna, nr. 12903“.

Mál nr. 30/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 5.3.2013

Með bréfi, dags. 8. október 2012, kærir Klettur – sala og þjónusta ehf. ákvörðun Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar fyrir hönd Strætó bs. um að synja kæranda áframhaldandi þátttöku í samningskaupaferli nr. 12903 um endurnýjun strætisvagna.

Mál nr. 1/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 5.3.2013

Með bréfi, dags. 15. janúar 2013, kærir Logaland ehf. örútboð Landspítala nr. 1212 „Latex og vinyl skoðunarhanskar – Örútboð innan rammasamnings ríkisins nr. 13.03“.

Mál nr. 24/2010B. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 5.3.2013

 

Með tölvubréfi 8. nóvember 2012 krafðist Heflun ehf. þess að mál kærunefndar útboðsmála nr. 24/2010 yrði endurupptekið.

Mál nr. 35/2012.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 12.2.2013

Með bréfi, dags. 13. desember 2012, kærir Nortek ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 1533 „Aðgangsstýrikerfi fyrir LSH. 1. áfangi: Slysa- og bráðadeild“.

Mál nr. 33/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 12.2.2013

Með bréfi, sem barst kærunefnd útboðsmála 30. október 2012, kærði Fylkir ehf. ákvörðun Reykjavíkurborgar um að ganga til samninga við Kubb ehf. í kjölfar útboðsins „Kaup á 240 l bláum sorptunnum“.

Mál nr. 11/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 11.2.2013

Með bréfi, dags. 14. maí 2012, kærði Bikun ehf. ákvarðanir Vegagerðarinnar um að ganga ekki til samninga við kæranda í kjölfar útboðanna „Yfirlagnir á Norðvestursvæði 2012, klæðning“, „Yfirlagnir á Norðaustursvæði 2012, klæðning“ og „Yfirlagnir á Suðursvæði og Suðvestursvæði 2012 - Klæðning“.

Mál nr. 37/2012.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 11.2.2013

Með bréfi, dags. 20. desember 2012, kærir Kubbur ehf. ákvörðun Hafnarfjarðarkaupstaðar 13. sama mánaðar um að leita samninga við Íslenska gámafélagið ehf. í útboðinu „Hafnarfjörður – Sorphirða 2013-2021“.

Mál 36/2012.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 7.2.2013

Með bréfi, dags. 20. desember 2012, kærðu Kynnisferðir ehf. útboð Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum nr. A-SSS-01 „Útboð á akstri til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar“.

Mál 25/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 7.2.2013

Með bréfi, dags. 24. júlí 2012, kærði Hamarsfell byggingafélag ehf. ákvörðun Mosfellsbæjar um val á tilboði í útboði nr. 1209 „Þjónustumiðstöð við Hlaðhamra Mosfellsbæ“. 

Mál nr. 40/2011.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 7.2.2013

Með bréfi, dags. 30. desember 2011, kærði Logaland ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 15097 „Lághitadauðhreinsiofn fyrir dauðhreinsideild LSH“.

Mál nr. 38/2011.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 7.2.2013

Með bréfi, sem barst kærunefnd útboðsmála hinn 16. desember 2011, kærði Logaland ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 14974 „Rammasamningsútboð gifs og fylgihlutir fyrir heilbrigðisstofnanir“.

Mál nr. 29/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 7.2.2013

Með bréfi, dags. 4. október 2012, kærir Bílaumboðið Askja ehf. ákvörðun Reykjavíkurborgar um að hafna öllum tilboðum sem bárust í útboði nr. 12842 „Metanbifreiðar, flokkabifreiðar“.

Mál nr. 21/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 7.2.2013

Með bréfi, dags. 12. júlí 2012, kærir Verktakafélagið Glaumur ehf. útboð Vegagerðarinnar „Strandavegur (643): Djúpvegur – Geirmundarstaðavegur“.

Mál nr. 32/2012.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 6.2.2013

Með bréfi, dags. 29. október 2012, kærir Logaland ehf. örútboð Landspítala – háskólasjúkrahúss nr. 1201 „Latex og vinyl skoðunarhanskar – Örútboð innan rammasamnings ríkisins nr. 13.03“.

Mál nr. 28/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 6.2.2013

Með bréfi, dags. 2. október 2012, kærir ÍAV hf. ákvörðun Vegagerðarinnar um að velja tilboð Loftorku Reykjavíkur ehf. í útboðinu „Álftanesvegur (415) Hafnafjarðarvegur - Bessastaðavegur“.

Mál nr. 24/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 6.2.2013

Með bréfi, dags. 20. júlí 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála 23. sama mánaðar, kærir Grund ehf. útboð Borgarbyggðar á skólaakstri við grunnskóla í Borgarbyggð og akstur í tómstundastarf 2012 til 2016.

Mál nr. 23/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 6.2.2013

Með bréfi, dags. 16. júlí 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Sturla Stefánsson útboð Borgarbyggðar á skólaakstri við grunnskóla í Borgarbyggð og akstur í tómstundastarf 2012 til 2016.

Mál nr. 22/2012. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 5.2.2013

Með bréfi, dags. 12. júlí 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála degi síðar, kærir Sigurður Ingi Þorsteinsson útboð Borgarbyggðar á skólaakstri við grunnskóla í Borgarbyggð og akstur í tómstundastarf 2012 til 2016. Með bréfi, dags. 19. júlí 2012, kom kærandi að viðbótarsjónarmiðum í tilefni af kærunni.

Mál nr. 17/2012. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 5.2.2013

Með bréfi, dags. 20. júní 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála degi síðar, kæra Davíð Ólafsson og Einar Steinþór Traustason útboð Borgarbyggðar á skólaakstri við grunnskóla í Borgarbyggð og akstur í tómstundastarf 2012 til 2016.

Mál nr. 27/2012: Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 5.2.2013

Með bréfi, dags. 12. september 2012, kærir Rafkaup hf. ákvörðun Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar um að hafna tilboði kæranda og taka tilboði S. Guðjónssonar ehf. í verðfyrirspurn nr. 12874, „Renewal of lighting museum of Kjarvalstaðir“.

Mál nr. 18/2012: Úrskurður kærunefndar útboðsmála - 24.1.2013

Með bréfi, dags. 4. júlí 2012, kærði VB Landbúnaður ehf. útboð Reykjavíkurborgar nr. 12760 „Dráttavélar og fylgibúnaður“. 

Mál nr. 39/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála - 24.1.2013

Með bréfi, dags. 22. desember 2011, kærði Hópferðamiðstöðin ehf. ákvörðun Sambands sunnlenskra sveitarfélaga um að semja við Hópbíla hf. um almenningssamgöngur á Suðurlandi.

Mál nr. 7/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 23.1.2013

Með bréfi, dags. 20. mars 2012, kærði Hafnarnes Ver ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 15178 „Netarall 2012“.