Kærunefnd útboðsmála

Mál nr. 15/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála - 23.10.2012

Með bréfi, dags. 18. júní 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Penninn á Íslandi ehf. rammasamningsútboð Reykjavíkurborgar nr. 12756 „Ramma-samningur um ritföng og skrifstofuvörur“.

Mál nr. 14/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 23.10.2012

Með bréfi, dags. 11. júní 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála hinn 13. júní 2012, kærði Félag hópferðarleyfishafa útboð Sambands sunnlenskra sveitarfélaga, sem á m.a. rætur að rekja til samnings við Fjölbrautaskóla Suðurlands nr. 12842 „Viðbótarakstur almenningsvagna á Suðurlandi“. 

Mál nr. 25/2012.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 23.10.2012

Með bréfi, dags. 24. júlí 2012, kærði Hamarsfell byggingafélag ehf. ákvörðun Mosfellsbæjar um val á tilboði í útboðinu „Þjónustumiðstöð við Hlaðhamra Mosfellsbæ“. 

Mál nr. 13/2012.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 23.10.2012

Með bréfi, dags. 20. júlí 2012, óskar kærandi, Logaland ehf., eftir því „að kærunefnd útboðsmála afturkalli að eigin frumkvæði ákvörðun sína frá 18. júní 2012 í máli [...] nr. 13/2012 með vísan til 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.“ Kærunefnd útboðsmála lítur svo á að með fyrrgreindu erindi hafi kærandi óskað eftir endurupptöku á ákvörðun nefndarinnar 18. júní 2012 í máli nr. 13/2012.

Kærða, Ríkiskaupum, var gefinn kostur á að tjá sig um endurupptökubeiðnina og með bréfi, dags. 6. september 2012, krefst hann þess að kröfu kæranda verði hafnað. 

Mál nr. 21/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 4.10.2012

Með bréfi, dags. 12. júlí 2012, kærir Verktakafélagið Glaumur ehf. útboð Vegagerðarinnar Strandavegur (643): Djúpvegur - Geirmundarstaðavegur.

Mál nr. 10/2012. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 4.10.2012

Með bréfi, dags. 25. apríl 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála 30. sama mánaðar, kærir Jökulfell ehf. útboð Reykjavíkurborgar nr. 12788 Sæmundargata - 2. áfangi: Gatnagerð og veitur.

Mál nr. 24/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 2.10.2012

Með bréfi, dags. 20. júlí 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála 23. sama mánaðar, kærir Grund ehf. útboð Borgarbyggðar á skólaakstri við grunnskóla í Borgarbyggð og akstur í tómstundastarf 2012 til 2016.

Mál nr. 23/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 2.10.2012

Með bréfi, dags. 16. júlí 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Sturla Stefánsson útboð Borgarbyggðar á skólaakstri við grunnskóla í Borgarbyggð og akstur í tómstundastarf 2012 til 2016.

Mál nr. 22/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála - 2.10.2012

Með bréfi, dags. 12. júlí 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála degi síðar, kærir Sigurður Ingi Þorsteinsson útboð Borgarbyggðar á skólaakstri við grunnskóla í Borgarbyggð og akstur í tómstundastarf 2012 til 2016. Með bréfi, dags. 19. júlí 2012, kom kærandi að viðbótarsjónarmiðum í tilefni af kærunni.

Mál nr. 20/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 2.10.2012

Með bréfi, dags. 9. júlí 2012, kærði Fastus ehf. samkeppnisviðræður Ríkiskaupa nr. 14981 Tækjabúnaður og rekstrarvara fyrir Kjarna- og bráðarannsóknastofu Landspítala.