Kærunefnd útboðsmála

Mál nr. 7/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 25.4.2012

Með bréfi, dags. 20. mars 2012, kærði Hafnarnes Ver ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 15178 Netarall 2012.

Mál nr. 30/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 24.4.2012

Með bréfi, dags. 9. nóvember 2011, sem barst kærunefnd útboðsmála 17. sama mánaðar, kærir Resqtec Zumro B.V. útboð Ríkiskaupa nr. 15088: Flugslysabjörgunarbúnaður fyrir Isavia ohf. Með bréfi, dags. 23. nóvember sama ár, voru kæranda veittar upplýsingar um hlutverk kærunefndar útboðsmála samkvæmt lögum nr. 84/2007 um opinber innkaup, þær kröfur sem gerðar eru til kæru sem borin er undir nefndina samkvæmt 2. mgr. 94. gr. sömu laga og úrræði nefndarinnar samkvæmt 96. og 97. gr. laganna. Þá var kæranda með vísan til 3. mgr. 94. gr. laga nr. 84/2007 veittur frestur til þess að leggja fram nýja kæru til samræmis við kröfur laganna. Með bréfi, dags. 13. desember sama ár lagði kærandi fram endurskoðaða kæru vegna áðurgreinds útboðs.

Mál nr. 5/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 24.4.2012

Með bréfi 12. mars 2012 kærir Cetus ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 15068: Vökva- og sprautudælur, tengikvíar, skráningarkerfi og rekstrarvörur fyrir Landspítala.

Mál nr. 4/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 24.4.2012

Með bréfi, dags. 9. mars 2012, kærði Öryggismiðstöð Íslands hf. útboð Reykjanesbæjar Vöktun viðvörunarkerfa.

Mál nr. 35/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 10.4.2012

Með bréfi, dags. 13. desember 2011, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Stefán Jónsson ehf. ákvörðun Ríkiskaupa, fyrir hönd verkkaupans Isavia ohf., frá 28. október 2011 um að bjóða út að nýju í rammasamningsútboði viðhaldsverk ríkisins á fasteignum. Þjónusta verktaka í iðnaði.

Mál nr. 32/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 10.4.2012

Með bréfi, dags. 16. nóvember 2011, kærði Logaland ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 15066 Rammasamningsútboð - Ýmsar gerðir af nálum, vökva- og blóðgjafasettum o.fl. fyrir heilbrigðisstofnanir.

Mál nr. 31/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 10.4.2012

Með bréfi, sem barst kærunefnd útboðsmála hinn 16. nóvember 2011, kærði AIH ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að vísa frá tilboði AIH ehf. vegna útboðs nr. 15066 Rammasamningsútboð - Ýmsar gerðir af nálum, vökva- og blóðgjafasettum o.fl. fyrir heilbrigðisstofnanir.