Kærunefnd útboðsmála

Mál nr. 36/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 10.4.2011

Með bréfi, dags. 16. desember 2011, sem barst kærunefnd útboðsmála 20. sama mánaðar, kærir Gámaþjónustan hf. útboð Sveitarfélagsins Árborgar Söfnun og flutningur úrgangs, moltugerð og þjónusta við gámastöð 2012-2016. Kærandi gerir þar kröfu um að kærunefnd útboðsmála stöðvi samningsgerð á grundvelli útboðsins þar til endanlega hefur verið skorið úr kæru.