Kærunefnd útboðsmála

Mál nr. 20/2010. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 31.8.2010

Með bréfi, dags. 6. ágúst 2010, kærir Studio Strik ehf. ákvörðun Framkvæmdasýslu ríkisins, fyrir hönd félags- og tryggingamálaráðuneytis og Fjarðabyggðar, um að veita Einrúmi ehf. fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni um hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð, sbr. útboð nr. 14838, og í kjölfarið að ganga til samningaviðræðna við Einrúm ehf. á grundvelli útboðsins.

Mál nr. 19/2010: Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 24.8.2010

Með bréfi, dags. 6. ágúst 2010, kærðu SÁ Verklausnir ehf. ákvörðun Reykjavíkurborgar um val á tilboði í útboði nr. 12452 „Nauthólsvíkurvegur/Nauthólsvík, gönguleiðir og ræktun 2010.

Mál nr. 11/2010: Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 24.8.2010

Með bréfi, dags. 21. maí 2010, kærir Logaland ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboði í útboði nr. 14818: Automated and manual micro column technique system and supplies for blood grouping, phenotyping, screening and identification of blood group antibodies.

Mál nr. 17/2010. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 16.8.2010

Hinn 30. júlí 2010 kærði Sæmundur Sigmundsson ehf. ákvörðun Borgarbyggðar um val á tilboði á leið 8 í útboðinu Útboð á skólaakstri við grunnskóla í Borgarbyggð 2010-2012.

Mál nr. 16/2010. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 16.8.2010

Með bréfi, dags. 29. júlí 2010, kærir Háfell ehf. ákvörðun Vegagerðarinnar um að ganga til samninga við Ingileif Jónsson ehf. í útboðinu Hringvegur (1), tvöföldun Fossvellir - Draugahlíðar.

Mál nr. 13/2010. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 16.8.2010

Með bréfi, dags. 25. maí 2010, kærði Hlaðbær Colas hf. ákvörðun Reykjavíkurborgar um val á tilboði í útboðunum nr. 12416 Malbiksyfirlagnir í Reykjavík 2010 - Útboð 1, vestur hluti  og nr. 12417 „Malbiksyfirlagnir í Reykjavík 2010 - Útboð 2, austan Kringlumýrarbrautar.