Kærunefnd útboðsmála

Mál nr. 5/2010. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 16.6.2010

Með bréfi, dags. 23. febrúar 2010, kærir Logaland ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 14818 - Automated and manual micro column technique system, service contract and supplies for blood grouping, phenotyping, screening and identification of blood group antibodies.

Mál nr. 34/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 15.6.2010

Með kæru, dags. 14. desember 2009, kærði Vistor hf. ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboðum í útboðinu 14651: Plástrar, bindi, grisjur og fleira.

Mál nr. 32/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 15.6.2010

Með bréfi, dags. 30. september 2009, kærir Húsasmiðjan hf. fyrirhugað útboð Ríkiskaupa, sem innkaupaaðila fyrir hönd áskrifenda að rammasamningskerfi Ríkiskaupa, nr. 14755 - Byggingavörur og nr. 14754 - Raftæki.

Mál nr. 31/2009: Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 15.6.2010

Með bréfi, dags. 29. september 2009, kærir Omnis ehf. ákvörðun bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar 22. september 2009 um framlengingu á samningi við Tölvuþjónustuna SecurStore ehf. um kaup á tölvuþjónustu fyrir sveitarfélagið til næstu 18 mánaða.

Mál nr. 8/2010. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 10.6.2010

Með kæru, dags. 21. apríl 2010, kærðu Verktakafélagið Glaumur ehf. og Árni Helgason ehf. ákvörðun kærða, Landsvirkjunar, að hafna tilboði kærenda í útboðinu BUD-05, Búðarhálsvirkjun - Upphafsverk.

Mál nr. 8/2010. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 10.6.2010

Með kæru, dags. 21. apríl 2010, kærðu Verktakafélagið Glaumur ehf. og Árni Helgason ehf. ákvörðun kærða, Landsvirkjunar, að hafna tilboði kærenda í útboðinu BUD-05, Búðarhálsvirkjun - Upphafsverk.

Mál nr. 12/2010. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 10.6.2010

Með bréfi, dags. 21. maí 2010, kærir Háfell ehf. ákvörðun Vegagerðarinnar að taka tilboði Vélaleigu AÞ ehf. í útboðinu Hringvegur (1), tvöföldun Fossvellir - Draugahlíðar.

Mál nr. 11/2010. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 10.6.2010

Með bréfi, dags. 21. maí 2010, kærir Logaland ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboði í útboði nr. 14818: Automated and manual micro column technique system and supplies for blood grouping, phenotyping, screening and identification of blood group antibodies.

Mál nr. 13/2010. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 10.6.2010

Með bréfi, dags. 25. maí 2010, kærði Hlaðbær Colas hf. ákvörðun Reykjavíkurborgar um val á tilboði í útboðunum nr. 12471 „Malbiksyfirlagnir í Reykjavík 2010 - Útboð 1, vestur hluti og „Malbiksyfirlagnir í Reykjavík 2010 - Útboð 2, austan Kringlumýrarbrautar.

Mál nr. 9/2010. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 10.6.2010

Með bréfi, dags. 21. apríl 2010, kærir Logaland ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboði í útboði 14817 - Blóðskilunarhylki (hemodialyzers), rammasamningur fyrir Landspítala.

Mál nr. 2/2010. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 4.6.2010

Hinn 8. janúar 2010 kærði Logaland ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboðum í útboðinu 14745: Rammasamningsútboð með heimild á örútboðum: Gips og fylgihlutir fyrir heilbrigðisstofnanir.