Kærunefnd útboðsmála

Mál nr. 26/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 7.4.2010

Með bréfi, dags. 15. júlí 2009, kærir Vátryggingafélag Íslands hf. þá ákvörðun Ríkiskaupa og Fjallabyggðar, dags. 9. júlí 2009, að velja tilboð frá Sjóvá-Almennum tryggingum hf. í útboði nr. 14660 - Tryggingar fyrir Fjallabyggð og ákvörðun um að heimila breytingu á fyrrgreindu tilboði eftir opnun tilboða.

Mál nr. 36/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 6.4.2010

Með bréfi, dags. 17. desember 2009, kærir Orkuveita Reykjavíkur þá ákvörðun Ríkiskaupa, sem ljós varð 24. nóvember 2009, að ætla að láta fara fram svokölluð örútboð á grundvelli rammasamninga kærða við kæranda, HS Orku og Orkusöluna ehf., sem gerðir voru á grundvelli rammasamningsútboðs nr. 14410 um raforku fyrir ráðuneyti, ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki.  

Mál nr. 5/2010. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 6.4.2010

Með bréfi, dags. 23. febrúar 2010, kærir Logaland ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 14818 - „Automated and manual micro column technique system, service contract and supplies for blood grouping, phenotyping, screening and identification of blood group antibodies.

 

Mál nr. 6/2010. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 6.4.2010

Hinn 10. mars 2010 kærði Securitas hf. ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboðum í útboðinu 14773: IP neyðarsímkerfi fyrir Vegagerðina.

Mál nr. 3/2010. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 6.4.2010

Með bréfi, dags. 11. janúar 2010, sem móttekið var 20. sama mánaðar, kærir Rafmagnsverkstæði Birgis ehf. útboð Byggðastofnunar Stórholt 6, Þórhöfn - endurbætur á verkstæði.

Mál nr. 37/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 6.4.2010

Með bréfum, dags. 23. desember 2009 og 5. janúar 2010, kærir Nýherji hf. útboð Ríkiskaupa nr. 14807 -  Símkerfi fyrir RSK.