Kærunefnd útboðsmála

Mál nr. 16/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 10.7.2009

Hinn 4. maí 2009 kærði Logaland ehf. þá ákvörðun Ríkiskaupa, dags. 6. apríl 2009, að hafna kröfu Samtaka verslunar og þjónustu þess efnis að [bjóðendum] í útboði nr. 14652 „ einnota lín, sloppar o. fl. [verði] gert að uppfylla og leggja fram þrenns konar skilyrði/upplýsingar varðandi fjárhagsstöðu sína, sbr. bréf samtakanna, dags. 27. mars 2009.

Mál nr. 20/2009. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 10.7.2009

Hinn 15. júní 2009 kærði Logaland ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboði í útboðinu 14638: Blóðskilunarhylki (hemodialyzers) og blóðslöngur (blood lines) fyrir Landspítala.

Mál nr. 19/2009. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 10.7.2009

Með bréfi, dags. 4. júní 2009, kærði Síminn hf. ákvörðun kærða, Ríkiskaupa, um framlengingu á gildistíma tilboða í útboði nr. 14644 „ Gagnaflutningsþjónusta, fastlínuþjónusta- og farsímaþjónusta fyrir Landspítala.

Mál nr. 12/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 10.7.2009

Með bréfi, dags. 3. apríl 2009, kærir MótX ehf. útboð Fasteignafélags Fljótsdalshéraðs nr. GE014 vegna viðbyggingar við Grunnskólann á Egilsstöðum.

Mál nr. 11/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 10.7.2009

Með bréfi, dags. 31. mars 2009, kærði Inter ehf. ákvörðun kærða, Ríkiskaupa, um að taka tilboði Icepharma hf. í ­útboði 14486 - Lease of video Endoscopy Systems for gastrointestinal and respiratory applications.

Mál nr. 10/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 9.7.2009

Með bréfi, dags. 25. mars 2009, kærði Olíuverzlun Íslands hf. ákvörðun kærða, Ríkiskaupa, um að taka tilboðum Skeljungs hf. og N1 hf. í ramma­samnings­útboði 14627 - Eldsneyti og olíur fyrir skip og flugvélar.

Mál nr. 9/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 9.7.2009

Með bréfi, dags. 25. mars 2009, kærir Spennt ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 14566 - Snjóflóðavarnir í Neskaupsstað - Framleiðsla stoðvirkja.

Mál nr. 7/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 8.7.2009

Með bréfi, 12. mars 2009, kærir Húsasmiðjan hf. vegna Ískrafts innkaup Landsnets hf. á varaspenni 220/132/11 kV og streng 132 kV.

Mál nr. 6/2009: Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 8.7.2009

Með bréfi, dags. 27. febrúar 2009, kærir Flugfélag Vestmannaeyja ehf. meinta vanrækslu Flugstoða ohf. á útboðsskyldu samkvæmt lögum nr. 84/2007 um opinber innkaup.