Kærunefnd útboðsmála

Mál nr. 17/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 28.5.2009

Með bréfi, dags. 6. maí 2009, kæra Samtök verslunar og þjónustu þá ákvörðun kærða að leyfa tveimur nýjum félögum að gerast aðilar að rammasamningi 2278, RK - 02.15 - Rammasamningur um ritföng og skrifstofuvörur, sem tilkynnt var á heimasíðu kærða 30. apríl 2009.

Félagið Egilson/Office1, sem er aðili að umræddum samningi, hefur framselt kæruheimild til Samtaka verslunar og þjónustu með yfirlýsingu, dags. 6. maí 2009, sbr. heimild í 2. mgr. 93. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup.

Mál nr. 15/2009. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 22.5.2009

Með bréfi, dags. 4. maí 2009, kærir Kraftur hf. útboð Ríkiskaupa nr. 14540 - Ellefu sameyki: Flugbrautarsópar og dráttarbifreiðar með snjótönnum fyrir Keflavíkurflugvöll ohf. og Flugstoðir ohf.

Mál nr. 14/2009. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 22.5.2009

Með bréfi, dags. 24. apríl 2009, kærði Ingileifur Jónsson ehf. ákvörðun kærða, Vegagerðarinnar, um að krefjast þess að kærandi legði fram verktryggingu í ­útboðinu Norðausturvegur (85) Bunguflói - Vopnafjörður“. Með tölvupósti, dags. 6. maí 2009, var kæranda gefinn kostur á að skýra kröfugerð sína.

Mál nr. 16/2009. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 22.5.2009

Hinn 4. maí 2009 kærði Logaland ehf. þá ?ákvörðun Ríkiskaupa, dags. 6. apríl 2009, að hafna kröfu Samtaka verslunar og þjónustu þess efnis að [bjóðendum] í útboði nr. 14652 einnota lín, sloppar o. fl. [verði] gert að uppfylla og leggja fram þrenns konar skilyrði/upplýsingar varðandi fjárhagsstöðu sína, sbr. bréf samtakanna, dags. 27. mars 2009.

Mál nr. 8/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 13.5.2009

Með kæru, dags. 13. mars 2009, kærði ISS Ísland ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboði Sólarræstingar ehf. í útboðinu 14632: Landspítali háskólasjúkrahús - Ræsting Fossvogur.

Mál nr. 5/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 5.5.2009

Með bréfi, dags. 10. febrúar 2009, kærir Hf. Eimskipafélag Íslands ákvörðun Ríkiskaupa, dags. 6. febrúar 2009, um að hafna Hf. Eimskipafélagi Íslands sem viðsemjanda í útboði nr. 1485 Flutningur á áfengi og tóbaki innanlands fyrir ÁTVR á þeim flutningaleiðum, sem tilkynnt hafði verið um þann 31. desember 2008 að samið yrði við félagið um að sinna. Með ákvörðun, dags. 9. mars 2009, var kröfu kæranda um stöðvun samningsgerðar í kjölfar ofangreinds útboðs hafnað. Í athugasemdum kæranda við greinargerð kærða, dags. 6. apríl 2009, tilgreinir kærandi kröfur sínar aftur með hliðsjón af fyrrgreindri niðurstöðu kærunefndar útboðsmála og að fenginni niðurstöðu í máli 2/2009:

Mál nr. 12/2009. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 5.5.2009

Með bréfi, dags. 3. apríl 2009, kærir MótX ehf. útboð Fasteignafélags Fljótsdalshéraðs nr. GE014 vegna viðbyggingar við Grunnskólann á Egilsstöðum.

Mál nr. 11/2009. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 5.5.2009

Með bréfi, dags. 31. mars 2009, kærði Inter ehf. ákvörðun kærða, Ríkiskaupa, um að taka tilboði Icepharma hf. í ­útboði 14486 - Lease of video Endoscopy Systems for gastrointestinal and respiratory applications.

Mál nr. 4/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 5.5.2009

Með bréfi, dags. 29. janúar 2009, kæra Samskip hf. þá ákvörðun Ríkiskaupa að velja tilboð Hf. Eimskipafélags Íslands og ganga til samninga við félagið vegna flutnings á áfengi og tóbaki innanlands fyrir Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins á leiðunum: Búðardalur, Hvammstangi, Blönduós, Sauðárkrókur, Siglufjörður og Vestmannaeyjar, í útboðinu nr. 14585 Flutningur á áfengi og tóbaki innanlands fyrir ÁTVR - September 2008.

Mál nr. 9/2009. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 4.5.2009

Með bréfi, dags. 25. mars 2009, kærir Spennt ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 14566 - Snjóflóðavarnir í Neskaupsstað - Framleiðsla stoðvirkja