Kærunefnd útboðsmála

Mál nr. 19/2008. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 20.2.2009

Hinn 18. nóvember 2008 kærði ID Electronics ehf. ákvörðun Akureyrarbæjar um að velja tilboð Exton ehf. í útboðunum „Hljóðkerfi í Hof menningarhús og Sviðslýsing í Hof menningarhús.

Mál nr. 20/2008. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 20.2.2009

Með ódagsettri kæru, sem móttekin var af kærunefnd útboðsmála hinn 27. nóvember 2008, kærði Logaland ehf. ákvörðun Ríkiskaupa þess efnis að veita félaginu ekki upplýsingar um rétt/leiðrétt tilboðsverð samkeppnisaðila þess, Fastus ehf. [...] í útboði nr. 14451 á blóðflokkunarvélum fyrir Blóðbankann þegar þess var óskað.

Mál nr. 22/2008. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 19.2.2009

Hinn 28. nóvember 2008 kærði Icepharma hf., f.h. Baxter Medical AB ákvörðun Ríkiskaupa um að velja tilboð Icepharma hf./Fresenius Medical Care í útboðinu „14549 Vörur fyrir kviðskilunarmeðferð fyrir Landspítala“.

Mál nr. 25/2008. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 5.2.2009

Hinn 29. desember 2008 kærði Logaland ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboði í útboðinu 14451: Blóðflokkunarvélar fyrir Blóðbanka Landspítala háskólasjúkrahús.

Mál nr. 3/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 5.2.2009

Með bréfi, dags. 16. janúar 2009, kærir Öryggismiðstöð Íslands hf. ákvörðun Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. um að ganga til samninga við Securitas hf. á grundvelli útboðs í verkið Háskólinn í Reykjavík, öryggis- og myndeftirlitskerfi.

Mál nr. 2/2009. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 5.2.2009

Með bréfi, dags. 9. janúar 2008, kærir Hf. Eimskipafélag Íslands ákvörðun Ríkiskaupa um val á samningsaðilum í útboði nr. 14585 - Flutningur á áfengi og tóbaki innanlands fyrir ÁTVR.

Mál nr. 1/2009. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 5.2.2009

Með bréfi, dags. 7. janúar 2008, kæra Tómas ehf. og Aflgröfur ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um val á samningsaðilum í útboði nr. 14585 - Flutningur á áfengi og tóbaki innanlands fyrir ÁTVR.