Kærunefnd útboðsmála

Mál nr. 9/2008. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 26.9.2008

Með bréfi, dags. 28. júlí 2008, sem barst kærunefnd útboðsmála 29. júlí s.á., kærði Hringiðan ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að ganga til samninga við Fjarska ehf. og Og fjarskipti ehf. um rekstur og afnot af tveimur ljósleiðaraþráðum í kjölfar „Verkefnis nr. 14477“.

Mál nr. 7/2008. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 26.9.2008

Með bréfi, dags. 16. júlí 2008, sem barst kærunefnd útboðsmála 17. júlí s.á., kærðu Íslenska gámafélagið ehf. og A.K. flutningar ehf. útboðið Losun á grenndargámum og flokkunartunnum“.

Mál nr. 11/2008. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 1.9.2008

Með bréfi, dagsettu 18. ágúst 2008, kæra Hópferðabílar Reynis Jóhannssonar ehf. niðurstöður í útboði Ríkiskaupa nr. 14446 - Skólaakstur fyrir Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit.

Mál nr. 6/2008. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 1.9.2008

Með bréfi, dags. 19. júní 2008, sem barst kærunefnd útboðsmála 20. júní s.á., kærði Bílaleiga Flugleiða ehf. ákvörðun kærða, Ríkiskaupa, um val á tilboði Alp ehf. í ramma­samnings­útboði nr. 14501 - Bílaleigubílar.