Kærunefnd útboðsmála

Mál nr. 17/2007. Úrskurður kærunefndar útboðsmála : - 22.1.2008

Með bréfi, dags. 5. nóvember 2007, kærði Sparisjóður Bolungarvíkur þá ákvörðun Ísafjarðarbæjar "að hafna tilboði Sparisjóðs Bolungarvíkur og taka frávikstilboði Landsbanka Íslands hf. í útboði Ísafjarðarbæjar á bankaþjónustu fyrir Ísafjarðarbæ og stofnanir hans þann 23. maí 2007".

Mál nr. 16/2007. Úrskurður kærunefndar útboðsmála : - 22.1.2008

Með bréfi, dagsettu 24. október 2007, kærir Vélaborg ehf. útboð nr. 14363: Dráttarvél og traktorsgrafa fyrir Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli.

Mál nr. 20/2007. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 7.1.2008

Með bréfi, dags. 18. desember 2007, kærðu Ágúst Þórðarson, Ingi Gunnar Þórðarson og Ragnar G. Gunnarsson niðurstöðu Hafnarfjarðarbæjar um mat á tilboðum í útboðinu "Yfirferð teikninga og úttektir".

Mál nr. 21/2007. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 7.1.2008

Með bréfi, dags. 31. desember 2007, kærði Kreditkort hf. þá ákvörðun Ríkiskaupa að taka tilboði Landsbanka Íslands hf. í útboði Ríkiskaupa nr. 14365 - Innkaupakort ríkisins.