Kærunefnd útboðsmála

Mál nr. 16/2007. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 23.11.2007

Með bréfi, dagsettu 24. október 2007, kærir Vélaborg ehf. útboð nr. 14363: Dráttarvél og traktorsgrafa fyrir Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli.

Mál nr. 15/2007. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 23.11.2007

Með bréfi, dags. 21. september 2007, kærði Fálkinn hf. þá ákvörðun Orkuveitu Reykjavíkur að hafna öllum tilboðum í útboðinu OR/07/019, Hreinsikerfi og dælubrunnar fyrir Bifröst, Hvanneyri, Reykholt og Varmaland, og hefja samninga­viðræður við einn bjóðanda.

Mál nr. 12/2007. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 23.11.2007

Með bréfi, dagsettu 3. júlí 2007, kærir Kodiak Hugbúnaðariðja ehf. ákvörðun Landspítala Háskólasjúkrahúss um töku tilboðs INNN hf. í útboði LSH nr. 14233 um gerð innri og ytri vefjar LSH.

Mál nr. 13/2007. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 22.11.2007

Með bréfi, dags. 4. september 2007, kærði Árni Hjaltason þá ákvörðun Hrunamannahrepps að ganga til samninga við Gröfutækni ehf. í kjölfar útboðs í verkið: "Iðnaðarsvæði Flúðum, Fráveita og gatnagerð, Áfangar I og II."