Kærunefnd útboðsmála

Mál nr. 6/2007. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 4.4.2007

Með bréfi 30. mars 2007 kærði Viðeyjarferjan ehf. þá ákvörðun Reykjavíkurborgar að hyggjast ganga til samninga við annan aðila en kæranda í kjölfar samningskaupaferils á grundvelli samningskaupalýsingar nr. 10885 ,,Viðey-Samþætting þjónustu vegna ferjusiglinga og veitingareksturs".

Mál nr. 5/2007. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 4.4.2007

Með ódagsettu bréfi sem barst kærunefnd útboðsmála 29. mars 2007, kærir Nýja leigubílastöðin Ríkiskaup f.h. áskrifenda að rammasamningskerfi Ríkiskaupa á hverjum tíma þá ákvörðun að breyta útboðsskilmálum í rammasamningsútboði nr. 14201 auðkennt "Leigubifreiðaakstur."

Mál nr. 3/2007. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 4.4.2007

Með bréfi 5. febrúar 2007 kærir Olíufélagið hf. ákvörðun Ríkiskaupa um frávísun á tilboði þess í útboði nr. 14158 auðkennt sem ,,Hreinlætisefni, hreinlætispappír, tæki og áhöld."

Mál nr. 1/2007. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 4.4.2007

Með bréfi 2. febrúar 2007 kæra Blómvellir ehf. afgreiðslu Framkvæmdasýslu ríkisins á útboði nr. 14176 auðkennt sem ,,Fangelsi Kvíabryggju - stækkun og breytingar."