Kærunefnd útboðsmála

Mál nr. 2/2007. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 26.3.2007

Með bréfi dagsettu 2. febrúar 2007, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Félag íslenskra stórkaupmanna f.h. Tanna ehf. þá ákvörðun Ríkiskaupa f.h. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) að ganga til samninga við Servida ehf. í kjölfar útboðs kærða nr. 13759 auðkennt "Plastpokar fyrir ÁTVR."

Mál nr. 24/2006. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 16.3.2007

Með bréfi 17. nóvember 2006 kærir EADS Secure Networks Oy samningsgerð Neyðarlínunnar við fyrirtækið Motorola ,,um kaup á nýjum Tetra fjarskiptabúnaði sem ætlaður er fyrir öryggis- og neyðarþjónustu um allt land."