Kærunefnd útboðsmála

Mál nr. 4/2007. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 28.2.2007

Með bréfi 8. júní 2006 kærði Sportrútan ehf. útboð Eyjafjarðarsveitar auðkennt sem ,,Skólaakstur fyrir Hrafnagilsskóla?. Með úrskurði kærunefndar útboðsmála 23. ágúst 2006 í máli nr. 13/2006 var kröfum kæranda hafnað. Með bréfi, dags. 20. nóvember 2006, óskaði kærandi eftir endurupptöku málsins og var fallist á það með ákvörðun nefndarinnar 25. janúar 2007. Var aðilum í kjölfarið gefinn kostur á að koma að athugasemdum áður en úrskurður í málinu yrði kveðinn upp á ný.

Mál nr. 1/2007. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 12.2.2007

Með bréfi 2. febrúar 2007 kæra Blómvellir ehf. afgreiðslu Framkvæmdasýslu ríkisins á útboði nr. 14176 auðkennt sem ,,Fangelsi Kvíabryggju - stækkun og breytingar"

Mál nr. 23/2006. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 12.2.2007

Með bréfi 20. október kærði Birgir R. Sigurjónsson og óstofnað hlutafélag útboð Vegagerðarinnar auðkennt sem ,,Hríseyjarferja 2007-2011"

Mál nr. 18/2006. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 12.2.2007

Með bréfi dagsettu 13. júlí 2006, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kæra Tindaborgir ehf. ákvörðun Húsnæðissamvinnufélags Elliða hsf. að hafna verktilboði hans í útboði fyrir byggingu íbúða aldraðra að Mánabraut 1-16 Þorlákshöfn og semja við og skrifa undir samning við Trésmiðju Sæmundar ehf.

Mál nr. 21/2006. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 1.2.2007

Með bréfi 28. september 2006 kærir Sensa ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að hafna tilboði fyrirtækisins í rammasamningsútboði nr. 13943 auðkenndu sem ,,Tölvur og skyldur búnaður."