Kærunefnd útboðsmála

Mál nr. 25/2006. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 25.1.2007

Með bréfi 20. nóvember 2006 óskar Sportrútan ehf. eftir því að kærunefnd útboðsmála endurupptaki mál nefndarinnar nr. 13/2006: Sportrútan ehf. gegn Eyjafjarðarsveit, sbr. 1. tl. 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Jafnframt er krafist málskostnaðar úr hendi Eyjafjarðarsveitar, sbr. 3. mgr. 81. gr. laga nr. 94/2001 um opinber innkaup.