Kærunefnd útboðsmála

Mál nr. 19/2007. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 21.12.2007

Með bréfi, dags. 17. desember 2007, kærði Ísaga ehf. þá ákvörðun Ríkiskaupa að taka tilboði Fastus ehf. og Strandmöllen a/s í útboði Ríkiskaupa nr. 14378.

Mál nr. 18/2007. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 17.12.2007

Með bréfi, dags. 10. desember 2007, kærði Gróco ehf. þá ákvörðun Ríkiskaupa að taka tilboði Lyru ehf. í útboði nr. 14354 - Blóðkornateljarar fyrir LSH.

Mál nr. 16/2007. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 23.11.2007

Með bréfi, dagsettu 24. október 2007, kærir Vélaborg ehf. útboð nr. 14363: Dráttarvél og traktorsgrafa fyrir Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli.

Mál nr. 15/2007. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 23.11.2007

Með bréfi, dags. 21. september 2007, kærði Fálkinn hf. þá ákvörðun Orkuveitu Reykjavíkur að hafna öllum tilboðum í útboðinu OR/07/019, Hreinsikerfi og dælubrunnar fyrir Bifröst, Hvanneyri, Reykholt og Varmaland, og hefja samninga­viðræður við einn bjóðanda.

Mál nr. 12/2007. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 23.11.2007

Með bréfi, dagsettu 3. júlí 2007, kærir Kodiak Hugbúnaðariðja ehf. ákvörðun Landspítala Háskólasjúkrahúss um töku tilboðs INNN hf. í útboði LSH nr. 14233 um gerð innri og ytri vefjar LSH.

Mál nr. 13/2007. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 22.11.2007

Með bréfi, dags. 4. september 2007, kærði Árni Hjaltason þá ákvörðun Hrunamannahrepps að ganga til samninga við Gröfutækni ehf. í kjölfar útboðs í verkið: "Iðnaðarsvæði Flúðum, Fráveita og gatnagerð, Áfangar I og II."

Mál nr. 15/2007. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 2.10.2007

Með bréfi, dags. 21. september 2007, kærði Fálkinn hf. þá ákvörðun Orkuveitu Reykjavíkur að hafna öllum tilboðum í útboðinu OR/07/019.

Mál nr. 9/2007. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 2.10.2007

Með bréfi, dagsettu 6. júní 2007, kæra Aflvélar ehf. framkvæmd og niðurstöðu útboðs nr. 14225: "A Self-propelled Snow-blower for Airport."

Mál nr. 14/2007. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 13.9.2007

Með bréfi, dagsettu 5. september 2007, kærir Síminn hf. niðurstöðu hluta 1 í útboði nr. 14323: Víðnets og Internetþjónusta fyrir FS-net.

Mál nr. 11/2007. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 17.8.2007

Með bréfi, dags. 28. júní 2007, kærði Villi Valli ehf. þá ákvörðun Húnaþings vestra að bjóða út að nýju skólaakstur fyrir Grunnskóla Húnaþings vestra skólaárin 2007/2008 til 2010/2011.

Mál nr. 11/2007. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 16.7.2007

Með bréfi, dags. 28. júní 2007, kærði Villi Valli ehf. þá ákvörðun Húnaþings vestra að bjóða út að nýju skólaakstur fyrir Grunnskóla Húnaþings vestra skólaárin 2007/2008 til 2010/2011

Mál nr. 10/2007. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 6.7.2007

Með bréfi, dagsettu 12. júní 2007, kærir Kraftur hf. ákvörðun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um að samþykkja tilboð Heklu hf. í útboði nr. 10968: Kaup á gámalyftubíl.

Mál nr. 9/2007. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 6.7.2007

Með bréfi, dagsettu 6. júní 2007, kæra Aflvélar ehf. framkvæmd og niðurstöðu útboðs nr. 14225: "A Self-propelled Snow-blower for Airport."

Mál nr. 8/2007. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 5.7.2007

Með kæru, dags. 4. júní 2007, kærði Hreyfill svf. rammasamningsútboð Ríkiskaupa nr. 14201 - leigubifreiðaakstur.

Mál nr. 5/2007. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 5.7.2007

Með kæru, dags. 23. apríl 2007, kærði Nýja leigubíla­stöðin rammasamningsútboð Ríkiskaupa nr. 14201 - leigubifreiðaakstur.

Mál nr. 24/2006. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 8.6.2007

Með bréfi 17. nóvember 2006 kærir EADS Secure Networks Oy samningsgerð Neyðarlínunnar við fyrirtækið Motorola ,,um kaup á nýjum Tetra fjarskiptabúnaði sem ætlaður er fyrir öryggis- og neyðarþjónustu um allt land.

Mál nr. 7/2007. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 11.5.2007

Með bréfi, dagsettu 1. maí 2007, kæra Jarðvélar ehf. höfnun Vegagerðarinnar á kæranda sem bjóðanda í útboði Vegagerðarinnar, auðkennt "Hringvegur, (1) Hringtorg við Þingvallaveg (36)".

Mál nr. 6/2007. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 8.5.2007

Með bréfi kæranda, dags. 23. apríl 2007, var gerð krafa um að honum yrði veittur aðgangur að öllum gögnum málsins. Með bréfi, dags. 3. maí 2007, krafðist kærði þess að trúnaðar yrði gætt um umrædd gögn.

Mál nr. 6/2007. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 4.4.2007

Með bréfi 30. mars 2007 kærði Viðeyjarferjan ehf. þá ákvörðun Reykjavíkurborgar að hyggjast ganga til samninga við annan aðila en kæranda í kjölfar samningskaupaferils á grundvelli samningskaupalýsingar nr. 10885 ,,Viðey-Samþætting þjónustu vegna ferjusiglinga og veitingareksturs".

Mál nr. 5/2007. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 4.4.2007

Með ódagsettu bréfi sem barst kærunefnd útboðsmála 29. mars 2007, kærir Nýja leigubílastöðin Ríkiskaup f.h. áskrifenda að rammasamningskerfi Ríkiskaupa á hverjum tíma þá ákvörðun að breyta útboðsskilmálum í rammasamningsútboði nr. 14201 auðkennt "Leigubifreiðaakstur."

Mál nr. 3/2007. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 4.4.2007

Með bréfi 5. febrúar 2007 kærir Olíufélagið hf. ákvörðun Ríkiskaupa um frávísun á tilboði þess í útboði nr. 14158 auðkennt sem ,,Hreinlætisefni, hreinlætispappír, tæki og áhöld."

Mál nr. 1/2007. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 4.4.2007

Með bréfi 2. febrúar 2007 kæra Blómvellir ehf. afgreiðslu Framkvæmdasýslu ríkisins á útboði nr. 14176 auðkennt sem ,,Fangelsi Kvíabryggju - stækkun og breytingar."

Mál nr. 2/2007. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 26.3.2007

Með bréfi dagsettu 2. febrúar 2007, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Félag íslenskra stórkaupmanna f.h. Tanna ehf. þá ákvörðun Ríkiskaupa f.h. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) að ganga til samninga við Servida ehf. í kjölfar útboðs kærða nr. 13759 auðkennt "Plastpokar fyrir ÁTVR."

Mál nr. 24/2006. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 16.3.2007

Með bréfi 17. nóvember 2006 kærir EADS Secure Networks Oy samningsgerð Neyðarlínunnar við fyrirtækið Motorola ,,um kaup á nýjum Tetra fjarskiptabúnaði sem ætlaður er fyrir öryggis- og neyðarþjónustu um allt land."

Mál nr. 4/2007. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 28.2.2007

Með bréfi 8. júní 2006 kærði Sportrútan ehf. útboð Eyjafjarðarsveitar auðkennt sem ,,Skólaakstur fyrir Hrafnagilsskóla?. Með úrskurði kærunefndar útboðsmála 23. ágúst 2006 í máli nr. 13/2006 var kröfum kæranda hafnað. Með bréfi, dags. 20. nóvember 2006, óskaði kærandi eftir endurupptöku málsins og var fallist á það með ákvörðun nefndarinnar 25. janúar 2007. Var aðilum í kjölfarið gefinn kostur á að koma að athugasemdum áður en úrskurður í málinu yrði kveðinn upp á ný.

Mál nr. 1/2007. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 12.2.2007

Með bréfi 2. febrúar 2007 kæra Blómvellir ehf. afgreiðslu Framkvæmdasýslu ríkisins á útboði nr. 14176 auðkennt sem ,,Fangelsi Kvíabryggju - stækkun og breytingar"

Mál nr. 23/2006. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 12.2.2007

Með bréfi 20. október kærði Birgir R. Sigurjónsson og óstofnað hlutafélag útboð Vegagerðarinnar auðkennt sem ,,Hríseyjarferja 2007-2011"

Mál nr. 18/2006. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 12.2.2007

Með bréfi dagsettu 13. júlí 2006, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kæra Tindaborgir ehf. ákvörðun Húsnæðissamvinnufélags Elliða hsf. að hafna verktilboði hans í útboði fyrir byggingu íbúða aldraðra að Mánabraut 1-16 Þorlákshöfn og semja við og skrifa undir samning við Trésmiðju Sæmundar ehf.

Mál nr. 21/2006. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 1.2.2007

Með bréfi 28. september 2006 kærir Sensa ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að hafna tilboði fyrirtækisins í rammasamningsútboði nr. 13943 auðkenndu sem ,,Tölvur og skyldur búnaður."

Mál nr. 25/2006. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 25.1.2007

Með bréfi 20. nóvember 2006 óskar Sportrútan ehf. eftir því að kærunefnd útboðsmála endurupptaki mál nefndarinnar nr. 13/2006: Sportrútan ehf. gegn Eyjafjarðarsveit, sbr. 1. tl. 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Jafnframt er krafist málskostnaðar úr hendi Eyjafjarðarsveitar, sbr. 3. mgr. 81. gr. laga nr. 94/2001 um opinber innkaup.