Kærunefnd útboðsmála

Mál nr. 17/2006. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 26.9.2006

Með bréfi dagsettu 30. júní 2006, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Logaland ehf. ákvörðun kærða, í útboði nr. 14018, auðkennt sem „Bleiur, netbuxur, undirlegg, fæðingar- og dömubindi og svampþvottaklútar“ að taka, samhliða tilboði kæranda, tilboði Rekstrarvara ehf., þrátt fyrir að kærandi uppfyllti öll þau skilyrði sem í útboðsskilmálum voru gerð.

Mál nr. 16/2006. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 4.9.2006

Með bréfi 22. júní 2006 kærir AM Kredit ehf. ákvörðun bæjarráðs Akureyrar frá 15. júní 2006 þar sem ákveðið var að ganga til samninga við Intrum á Íslandi ehf./Lögheimtuna ehf. á grundvelli tilboðs fyrirtækisins í útboði auðkenndu sem ,,Innheimtuþjónusta fyrir Akureyrarbæ."