Kærunefnd útboðsmála

Mál nr. 1/2006. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 22.2.2006

Með bréfi 4. janúar 2006 kærir Straumvirki hf. þá ákvörðun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. að ganga ekki að lægsta tilboði í útboði auðkennt sem ,,Framkvæmdir við Norðurbyggingu 2005-2007“. Jafnframt er kærð framkvæmd útboðsins.

Máli nr. 40/2005. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 22.2.2006

Með bréfi dagsettu 22. nóvember 2005, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag., kærir Iceland Excursion Allrahanda útboð Ríkiskaupa nr. 13889 um sérleyfisakstur á nánar tilgreindum leiðum.

Mál nr. 39/2005. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 22.2.2006

Með bréfi dagsettu 21. nóvember 2005, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Þingvallaleið þá ákvörðun Vegagerðarinnar, að semja við Kynnisferðir ehf. í kjölfar útboðs Ríkiskaupa nr. 13899, auðkenndu sem „Áætlunarakstur á sérleyfisleiðum á Íslandi og skólaakstur á Suðurlandi, Snæfellsnesi og Suðurnesjum 2006-2008“.

Mál nr. 32/2005. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 17.2.2006

Með bréfi dagsettu 21. september 2005, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Flugfélag Vestmannaeyja ehf. þá fyrirætlan Ríkiskaupa f.h. kærðu að meta Landsflug ehf. sem gildan bjóðanda í útboði Vegagerðarinnar nr. 13788, auðkennt „Kaup á sjúkraflugsþjónustu á Íslandi“.

Mál nr. 31/2005. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 17.2.2006

Með bréfi dagsettu 21. september 2005, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Flugfélag Vestmannaeyja ehf. þá fyrirætlan Ríkiskaupa f.h. kærðu, að meta Landsflug ehf. sem gildan bjóðanda í útboði nr. 13783, auðkenndu sem „Áætlunarflug á Íslandi“.

Mál nr. 30/2005. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 7.2.2006

Með bréfi 9. september 2005 kærir Erlingur Þór ehf. framgang sveitarfélagsins Árborgar vegna útboðs auðkennt sem: ,,Akstur á vegum Fjölskyldumiðstöðvar Árborgar“ og þá ákvörðun sveitarfélagsins að ganga til samninga við ,,lægstbjóðendur“.