Kærunefnd útboðsmála

Mál nr. 24/2006. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 13.12.2006

Með bréfi 17. nóvember 2006 kærir EADS Secure Networks Oy samningsgerð Neyðarlínunnar við fyrirtækið Motorola ,,um kaup á nýjum Tetra fjarskiptabúnaði sem ætlaður er fyrir öryggis- og neyðarþjónustu um allt land.“ Greinargerð um málsástæður kæranda og fylgigögn bárust nefndinni hins vegar ekki fyrr en 4. desember það ár.

Mál nr. 23/2005. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 29.11.2006

Með bréfi 20. október kærði Birgir R. Sigurjónsson og óstofnað hlutafélag útboð Vegagerðarinnar auðkennt sem ,,Hríseyjarferja 2007-2011."

Mál nr. 19/2006. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 26.10.2006

Með bréfi dagsettu 15. ágúst 2006, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kæra Glaumur verktakafélag ehf. og Heflun ehf. þá ákvörðun kærða, í útboði nr. 13921, auðkennt sem „Endurbygging vélflugbrautar á Sandskeiði“ að hafna öllum boðum og hefja samningskaupaferli.

Máli nr. 22/2006. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 25.10.2006

Með bréfi 9. október 2006 kærir Besta ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að opna tilboð í rammasamningsútboði nr. 14050 auðkennt sem ,,Hreinlætispappír, hreinlætisefni og áhöld og tæki til hreingerninga“ hinn 5. október 2006 og þá ákvörðun að heimila kæranda ekki að vera meðal þátttakenda.

Mál nr. 17/2006. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 26.9.2006

Með bréfi dagsettu 30. júní 2006, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Logaland ehf. ákvörðun kærða, í útboði nr. 14018, auðkennt sem „Bleiur, netbuxur, undirlegg, fæðingar- og dömubindi og svampþvottaklútar“ að taka, samhliða tilboði kæranda, tilboði Rekstrarvara ehf., þrátt fyrir að kærandi uppfyllti öll þau skilyrði sem í útboðsskilmálum voru gerð.

Mál nr. 16/2006. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 4.9.2006

Með bréfi 22. júní 2006 kærir AM Kredit ehf. ákvörðun bæjarráðs Akureyrar frá 15. júní 2006 þar sem ákveðið var að ganga til samninga við Intrum á Íslandi ehf./Lögheimtuna ehf. á grundvelli tilboðs fyrirtækisins í útboði auðkenndu sem ,,Innheimtuþjónusta fyrir Akureyrarbæ."

Mál nr. 14/2006. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 23.8.2006

Með bréfi 9. júní 2006 kæra Norðlensk hús ehf. samþykkt sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar um að samþykkja tillögu skólanefndar kærða um að samið verið við SBA-Norðurleið vegna útboðs auðkennt sem ,,Skólaakstur fyrir Hrafnagilsskóla."

Mál nr. 13/2006. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 23.8.2006

Með bréfi 8. júní 2006 kærir Sportrútan ehf. útboð Eyjafjarðarsveitar auðkennt sem ,,Skólaakstur fyrir Hrafnagilsskóla."

Mál nr. 15/2006. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 23.8.2006

Með bréfi 16. júní 2006 kærir Félag íslenskra stórkaupmanna fyrir hönd Icepharma hf. útboð Ríkiskaupa nr. 14052 auðkennt sem ,,Ýmis lyf 10 fyrir sjúkrahús. Storkuþáttur VIII."

Mál nr. 12/2006. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 16.8.2006

Með bréfi 16. maí 2006 kærir Vegmerking ehf. útboð Vegagerðarinnar auðkennt sem ,,Yfirborðsmerkingar á suðvestursvæði og hringvegur að Selfossi 2006 - 2008."

Mál nr. 12/2006. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 13.7.2006

Með bréfi 16. maí 2006 kærir Vegmerking ehf. útboð Vegagerðarinnar auðkennt sem ,,Yfirborðsmerkingar á suðvestursvæði og hringvegur að Selfossi 2006 - 2008“.

Mál nr. 7/2006. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 13.7.2006

Með bréfi 1. mars 2006 kærir Íslenska gámafélagið ehf. ákvörðun Seltjarnarness um að leita til Gámaþjónustunnar hf. um gerð samnings um sorphirðu fyrir sveitarfélagið eða eftir atvikum um framlengingu fyrri samnings um sorphirðu.

Mál nr. 3/2006. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 5.7.2006

Með bréfi 27. janúar 2006 kæra Icepharma ehf. og BrainLab ákvörðun Ríkiskaupa fyrir hönd Landspítala Háskólasjúkrahúss 30. desember 2006 um að taka tilboði InterMedica ehf. í útboði nr. 13850 auðkennt sem ,,A Surgical Navigation System for the Department of Surgery at Landspítali – University Hospital in Reykjavík, Iceland“.

Mál nr. 16/2006. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 29.6.2006

Með bréfi 22. júní 2006 kærir AM Kredit ehf. ákvörðun bæjarráðs Akureyrar frá 15. júní 2006 þar sem ákveðið var að ganga til samninga við Intrum á Íslandi ehf./Lögheimtuna ehf. á grundvelli tilboðs fyrirtækisins í útboði auðkenndu sem ,,Innheimtuþjónusta fyrir Akureyrarbæ“.

Mál nr. 15/2006. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 29.6.2006

Með bréfi 16. júní 2006 kærir Félag íslenskra stórkaupmanna fyrir hönd Icepharma hf. útboð Ríkiskaupa nr. 14052 auðkennt sem ,,Ýmis lyf 10 fyrir sjúkrahús. Storkuþáttur VIII“.

Mál nr. 14/2006. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 20.6.2006

Með bréfi 9. júní 2006 kæra Norðlensk hús ehf. samþykkt sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar um að samþykkja tillögu skólanefndar kærða um að samið verið við SBA-Norðurleið vegna útboðs auðkennt sem ,,Skólaakstur fyrir Hrafnagilsskóla“.

Mál nr. 13/2006. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 20.6.2006

Með bréfi 8. júní 2006 kærir Sportrútan ehf. útboð Eyjafjarðarsveitar auðkennt sem ,,Skólaakstur fyrir Hrafnagilsskóla“.

Mál nr. 11/2006. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 15.6.2006

Með bréfi dagsettu 10. maí 2006, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Félag sjálfstætt starfandi arkitekta fyrir hönd nokkurra nafngreindra arkitektastofa tilhögun hugmyndaleitar (útboðs) samkvæmt skilmálum Skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur frá 10. apríl 2006, sem ber heitið „Framtíðarskipulag Vatnsmýrar.“

Mál nr. 11/2006. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 8.6.2006

Með bréfi dagsettu 23. maí 2006, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, biður Reykjavíkurborg um endurupptöku á máli kærunefndar útboðsmála nr. 11/2006 Félag sjálfstætt starfandi arkitekta gegn Reykjavíkurborg. Kærði óskar eftir því með heimild í 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, að kærunefnd útboðsmála endurupptaki málið.

Máli nr. 12/2006. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 22.5.2006

Með bréfi 16. maí 2006 kærir Vegmerking ehf. útboð Vegagerðarinnar auðkennt sem ,,Yfirborðsmerkingar á suðvestursvæði og hringvegur að Selfossi 2006 - 2008“.

Mál nr. 10/2006. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 19.5.2006

Með bréfi dagsettu 12. apríl 2006, sem barst kærunefnd sama dag, kærir HSS heildverslun ehf. ákvæði 0.4.6 útboðsskilmála Reykjavíkurborgar vegna útboðsins „Ruslastampar í miðbæ Reykjavíkur.“

Mál nr. 11/2006. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 19.5.2006

Með bréfi dagsettu 10. maí 2006, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Félag sjálfstætt starfandi arkitekta fyrir hönd nokkurra nafngreindra arkitektastofa tilhögun hugmyndaleitar (útboðs) samkvæmt skilmálum Skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur frá 10. apríl 2006, sem ber heitið „Framtíðarskipulag Vatnsmýrar.“

Máli nr. 4/2006. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 16.5.2006

Með bréfi 22. febrúar 2006 kæra ÞG verktakar ehf. ákvörðun Fasteignafélags Hafnarfjarðar um að velja ekki félagið til þátttöku í lokuðu útboði auðkennt sem ,,Sundlaug á Völlum - Alútboð“.

Mál nr. 3/2006. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 15.5.2006

Með bréfi 27. janúar 2006 kæra Icepharma ehf. og BrainLab ákvörðun Ríkiskaupa fyrir hönd Landspítala Háskólasjúkrahúss 30. desember 2006 um að taka tilboði InterMedica ehf. í útboði nr. 13850 á staðsetningarkerfi fyrir skurðaðgerðir.

Máli nr. 10/2006. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 2.5.2006

Með bréfi dagsettu 12. apríl 2006, sem barst kærunefnd sama dag, kærir HSS heildverslun ehf. ákvæði 0.4.6 útboðsskilmála Reykjavíkurborgar vegna útboðsins „Ruslastampar í miðbæ Reykjavíkur.“

Mál nr. 9/2006. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 2.5.2006

Með bréfi dagsettu 10. febrúar 2006, óskar Iceland Excursion Allrahanda eftir því að kærunefnd útboðsmála endurupptaki mál nefndarinnar nr. 40/2005.

Mál nr. 8/2006. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 17.3.2006

Með bréfi 1. mars 2006 kærir Íslenska gámafélagið ehf. ákvörðun Garðabæjar um að leita til Gámaþjónustunnar hf. um gerð samnings um sorphirðu fyrir sveitarfélagið eða eftir atvikum um framlengingu fyrri samnings um sorphirðu.

Mál nr. 7/2006. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 17.3.2006

Með bréfi 1. mars 2006 kærir Íslenska gámafélagið ehf. ákvörðun Garðabæjar um að leita til Gámaþjónustunnar hf. um gerð samnings um sorphirðu fyrir sveitarfélagið eða eftir atvikum um framlengingu fyrri samnings um sorphirðu.

Mál nr. 6/2006. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 17.3.2006

Með bréfi 1. mars 2006 kærir Íslenska gámafélagið ehf. ákvörðun Garðabæjar um að leita til Gámaþjónustunnar hf. um gerð samnings um sorphirðu fyrir sveitarfélagið eða eftir atvikum um framlengingu fyrri samnings um sorphirðu.

Mál nr. 1/2006. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 22.2.2006

Með bréfi 4. janúar 2006 kærir Straumvirki hf. þá ákvörðun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. að ganga ekki að lægsta tilboði í útboði auðkennt sem ,,Framkvæmdir við Norðurbyggingu 2005-2007“. Jafnframt er kærð framkvæmd útboðsins.

Máli nr. 40/2005. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 22.2.2006

Með bréfi dagsettu 22. nóvember 2005, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag., kærir Iceland Excursion Allrahanda útboð Ríkiskaupa nr. 13889 um sérleyfisakstur á nánar tilgreindum leiðum.

Mál nr. 39/2005. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 22.2.2006

Með bréfi dagsettu 21. nóvember 2005, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Þingvallaleið þá ákvörðun Vegagerðarinnar, að semja við Kynnisferðir ehf. í kjölfar útboðs Ríkiskaupa nr. 13899, auðkenndu sem „Áætlunarakstur á sérleyfisleiðum á Íslandi og skólaakstur á Suðurlandi, Snæfellsnesi og Suðurnesjum 2006-2008“.

Mál nr. 32/2005. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 17.2.2006

Með bréfi dagsettu 21. september 2005, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Flugfélag Vestmannaeyja ehf. þá fyrirætlan Ríkiskaupa f.h. kærðu að meta Landsflug ehf. sem gildan bjóðanda í útboði Vegagerðarinnar nr. 13788, auðkennt „Kaup á sjúkraflugsþjónustu á Íslandi“.

Mál nr. 31/2005. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 17.2.2006

Með bréfi dagsettu 21. september 2005, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Flugfélag Vestmannaeyja ehf. þá fyrirætlan Ríkiskaupa f.h. kærðu, að meta Landsflug ehf. sem gildan bjóðanda í útboði nr. 13783, auðkenndu sem „Áætlunarflug á Íslandi“.

Mál nr. 30/2005. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 7.2.2006

Með bréfi 9. september 2005 kærir Erlingur Þór ehf. framgang sveitarfélagsins Árborgar vegna útboðs auðkennt sem: ,,Akstur á vegum Fjölskyldumiðstöðvar Árborgar“ og þá ákvörðun sveitarfélagsins að ganga til samninga við ,,lægstbjóðendur“.

Mál nr. 37/2005. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 9.1.2006

Með bréfi 14. nóvember 2005 kærir EJS hf. útboð Reykjavíkurborgar auðkennt sem ,,New Traffic signal system in Reykjavík 2005."