Kærunefnd útboðsmála

Mál 26/2017. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 3.5.2018

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 29. nóvember 2017 kærði Egilsson ehf. rammasamningsútboð Ríkiskaupa (hér eftir vísað til sem varnaraðila) nr. 20500 auðkennt „RS Ritföng og skrifstofuvörur“. Kærandi krefst þess aðallega „að ákvörðun Ríkiskaupa um að velja ekki tilboð kæranda verði felld úr gildi og Ríkiskaupum verði gert að velja tilboð kæranda og ganga til samninga við kæranda.“ Til vara er þess krafist að útboðið verði fellt úr gildi og varnaraðila gert að bjóða rammasamninginn út að nýju. Jafnframt er óskað álits kærunefndar útboðsmála á skaðabótaskyldu varnaraðila. Þá er krafist málskostnaðar.

Mál nr. 29/2017. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 3.5.2018

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 29. desember 2017 kærði Þjóðleikhúsið kaup varnaraðila Reykjavíkurborgar á leikhúsmiðum frá Borgarleikhúsinu að verðmæti kr. 43.462.500 sem fram fóru án útboðs. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála veiti álit „á því  hvort umrædd kaup án útboðs hafi bakað Reykjavíkurborg skaðabótaskyldu gagnvart kæranda, sbr. 2. mgr. 11. gr. laga nr. 120/2016, um opinber innkaup.“

Mál nr. 3/2018. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 3.5.2018

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 26. mars 2018 kærir Sveinbjörn Freyr Arnaldsson f.h. óstofnaðs einkahlutafélags Sportisca útboð Garðabæjar (hér eftir vísað til sem varnaraðila) auðkennt „Íþróttasvæði í Ásgarði – Aðalvöllur. Endurnýjun á knattspyrnugrasi á núverandi fjaðurlag“. Kærandi krefst þess efnislega að hið kærða innkaupaferli verði stöðvað, ákvörðun varnaraðila um val á tilboði í hinu kærða útboði verði felld úr gildi og útboðið verði auglýst að nýju. Jafnframt er krafist skaðabóta, málskostnaðar og endurgreiðslu kærugjalds. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu kæranda um að stöðva samningsgerðina um stundarsakir, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.

Mál 25/2017. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 3.5.2018

Með kæru 13. nóvember 2017 kærði Klíníkin Ármúla ehf. samning Sjúkratrygginga Íslands (hér eftir vísað til sem „varnaraðila“) um kaup á myndgreiningarþjónustu sem auglýst var á Evrópska efnahagssvæðinu 21. september 2017. Endanlegar kröfur kæranda eru að kærunefnd útboðsmála lýsi óvirkan í heild sinni samning varnaraðila og Myndgreiningarrannsóknarstöðvar Hjartaverndar ehf. um myndgreiningarþjónustu sem undirritaður var 7. nóvember 2017 og staðfestur var 13. nóvember þess árs, aðallega frá 19. desember 2017 að telja en til vara frá dagsetningu úrskurðar kærunefndar. Einnig er gerð krafa um að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi samninginn, en til vara að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila 8. nóvember 2017 um val á tilboði Myndgreiningarrannsóknarstöðvar Hjartaverndar ehf. Til frekari vara er gerð krafa um að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila 3. nóvember 2017 um að hefja viðræður við annan en kæranda.

Mál 24/2017. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 3.5.2018

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 3. nóvember 2017 kærðu Ellert Skúlason ehf. og A.B.L. tak ehf. útboð varnaraðila Akraneskaupstaðar auðkennt „Niðurrif Sementsverksmiðju á Akranesi“. Kærendur krefjast þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi þá ákvörðun varnaraðila frá 17. október 2017 að ganga til samninga við Work North ehf. á grundvelli tilboðs félagsins í hinu kærða útboði. Þess er krafist til vara að nefndin beini því til varnaraðila að bjóða verkið út að nýju, láti upp álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila auk þess sem krafist er málskostnaðar.

Mál nr. 16/2017. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 3.5.2018

Með kæru 13. júlí 2017 kærði Sjónarrönd ehf. samkeppnisútboð Ríkiskaupa, fyrir hönd fjármála- og efnahagsráðuneytisins (hér eftir vísað til beggja sem „varnaraðila“) nr. 20527 „Financial Planning System“. Kærandi krefst þess að samningsgerð verði stöðvuð, ákvörðun varnaraðila um val á tilboði Capacent ehf. verði felld úr gildi og varnaraðilum gert að auglýsa útboðið á nýjan leik. Til vara er gerð krafa um að nefndin veiti álit á skaðabótaskyldu varnaraðila. Í öllum tilvikum er gerð krafa um að varnaraðilar greiði kæranda málskostnað. Varnaraðilum var gefinn kostur á að koma að athugasemdum og með bréfum 24. júlí 2017 var þess krafist að öllum kröfum yrði vísað frá eða hafnað og kæranda yrði gert að greiða málskostnað í ríkissjóð. Kærandi gerði athugasemdir við greinargerð varnaraðila 25. september 2017. Varnaraðilar sendu erindi vegna athugasemda kæranda 7. nóvember 2017. Kærunefnd útboðsmála óskaði eftir frekari gögnum um mat á tilboði kæranda og bárust þau nefndinni í nóvember 2017.

Með ákvörðun 11. ágúst 2017 aflétti kærunefnd útboðsmála stöðvun samningsgerðar milli varnaraðila, Ríkiskaupa og fjármála- og efnahagsráðuneytisins, og Capacent ehf.

Mál nr. 2/2018. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 3.5.2018

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 7. mars 2018 kærir Munck Íslandi ehf. útboð Ríkiskaupa f.h. Reykjanesbæjar (hér eftir vísað til sem varnaraðila) nr. 20681 auðkennt „Stapaskóli, Grunnskólinn Dalsbraut 11-13, 260 Reykjanesbæ. Verkhönnun og verkframkvæmd.“ Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála stöðvi „ferli samkeppnisviðræðna“ og að nefndin felli úr gildi ákvarðanir varnaraðila um „höfnun tilboðs sem og ákvörðun um að hefja ferli samkeppnisviðræðna.“ Jafnframt er óskað álits kærunefndar útboðsmála á skaðabótaskyldu varnaraðila. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu kæranda um að stöðva innkaupaferlið um stundarsakir, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar. Varnaraðili mótmælir kröfu um stöðvun innkaupaferlisins um stundarsakir í greinargerð sem árituð er um móttöku hjá kærunefnd útboðsmála 14. mars sl.

Mál nr. 23/2017. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 16.2.2018

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 20. október 2017 kærði Icecool á Íslandi ehf. svonefnda verðfyrirspurn Landsnets hf. (hér eftir vísað til sem varnaraðila) auðkenndar „Breytingar á Ford 350“. Kærandi krefst þess að hafi „varnaraðili gert samning vegna útboðs á breytingum á tveimur Ford 350 bifreiðum á biðtíma“ lýsi kærunefnd útboðsmála samninginn „óvirkan frá upphafi.“ Þá er þess krafist að ákvörðun varnaraðila um að hafna tilboði kæranda í innkaupaferlinu verði felld úr gildi og „lagt verði fyrir varnaraðila að semja við kæranda.“ Til vara er þess krafist að varnaraðila verði gert „að auglýsa útboðið  á nýjan leik.“ Þess er einnig krafist að nefndin láti upp álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila auk þess sem krafist er málskostnaðar.

Mál nr. 26/2017. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 22.1.2018

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 29. nóvember 2017 kærir Egilsson ehf. rammasamningsútboð Ríkiskaupa (hér eftir vísað til sem varnaraðila) nr. 20500 auðkennt „RS Ritföng og skrifstofuvörur“. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála stöðvi framangreint innkaupaferli varnaraðila. Jafnframt er þess aðallega krafist „að ákvörðun Ríkiskaupa um að velja ekki tilboð kæranda verði felld úr gildi og Ríkiskaupum verði gert að velja tilboð kæranda og ganga til samninga við kæranda.“ Til vara er þess krafist að útboðið verði fellt úr gildi og varnaraðila gert að bjóða rammasamninginn út að nýju. Jafnframt er óskað álits kærunefndar útboðsmála á skaðabótaskyldu varnaraðila. Þá er krafist málskostnaðar. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu kæranda um að stöðva samningsgerðina um stundarsakir, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.

Mál nr. 28/2017. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 22.1.2018

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 6. desember 2017 kærir Íslenska Olíufélagið ehf. útboð Kópavogsbæjar auðkennt „Kópavogur – Knattspyrnuhúsið Kórinn. Nýtt gervigrasyfirborð.“ Kærandi krefst þess efnislega að ákvörðun varnaraðila um val á bjóðanda í hinu kærða útboði verði felld úr gildi og það verði auglýst að nýju. Jafnframt er krafist skaðabóta, málskostnaðar og endurgreiðslu kærugjalds. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu kæranda um að stöðva samningsgerð varnaraðila um hið útboðna verk um stundarsakir, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.

Mál nr. 27/2017. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 22.1.2018

Með kæru 4. desember 2017 kærði PricewaterhouseCoopers ehf. útboð Reykjavíkurborgar nr. 13976 „Útboð endurskoðunarþjónustu. Reikningsár 2018-2022“. Kærandi gerir aðallega þá kröfu að felld verði úr gildi sú ákvörðun varnaraðila að meta tilboð kæranda ógilt en til vara að ógilt verði „væntanleg ákvörðun“ varnaraðila um að ganga til samninga við annan en kæranda.“ Til þrautavara er gerð krafa um að nefndin veiti álit á skaðabótaskyldu varnaraðila. Í öllum tilvikum er gerð krafa um að varnaraðili greiði kæranda málskostnað.  Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu kæranda um stöðvun innkaupaferlis samkvæmt 1. mgr. 110. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.

Mál 25/2017. Bókun kærunefndar útboðsmála: - 22.1.2018

Málið lýtur að gerð fyrirhugaðs samnings kærða við Myndgreiningarrannsóknarstöð Hjartaverndar ehf. samkvæmt forauglýsingu sem birt var 21. september sl.  Í kærunni kemur fram að að gengið sé út frá því að kæran hafi borist innan lögboðins biðtíma samkvæmt 1. mgr. 107. gr., sbr. 86. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup og hafi gerð samnings því verið óheimil þar til endanlega hefði verið leyst úr kærunni. 

Mál nr. 19/2007. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 22.1.2018

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 4. september 2017 kærði Grant Thornton endurskoðun ehf. útboð Akureyrarbæjar (hér eftir vísað til sem „varnaraðila“) auðkennt „Endurskoðun fyrir Akureyrarbæ og tengdar stofnanir hans“. Kærandi krefst þess aðallega að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila um að meta tilboð kæranda ógilt og ganga til samninga við Enor ehf. „og að varnaraðila verði gert að ganga til samninga við kæranda sem lægstbjóðanda.“ Til vara er þess krafist að hið kærða útboð verði fellt úr gildi og lagt verði fyrir varnaraðila Akureyrarbæ að bjóða endurskoðunina út að nýju. Þá er þess einnig krafist að kæruefnd láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila auk þess sem krafist er málskostnaðar.

Mál nr. 11/2017. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 22.1.2018

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 24. apríl 2017 kærði Öryggismiðstöð Íslands ehf. útboð Nýs Landspítala ohf. nr. 20116 auðkennt „Nýr Landspítali við Hringbraut – Götur, lóð og sjúkrahótel.“ Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda. Jafnframt er krafist málskostnaðar.

Mál nr. 22/2017. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 29.11.2017

Með kæru 18. október 2017 kærði TRS ehf. útboð Ríkiskaupa, fyrir hönd áskrifenda að rammasamningum ríkisins (hér eftir vísað til sem „varnaraðila“), nr. 20348 „Miðlægur tölvubúnaður netþjónar og gagnageymslur“. Kærandi gerir þrjár aðalkröfur.  Í fyrsta lagi að ákvörðun varnaraðila um að hafna tilboði kæranda í A-hluta útboðsins verði felld úr gildi og lagt fyrir varnaraðila að semja við kæranda. Í öðru lagi krefst kærandi þess að eftirfarandi skilmálar í útboðsgögnum verði felldir úr gildi: „Samið verður við allt að fjóra birgja um þessi viðskipti ef nægilega margir uppfylla skilmála útboðsins. Ekki verður samið við fjórða aðila ef sá fjórði er með 15% lægri einkunn en sá þriðji“og „Tilboð um verð vegna einstakra kaupa, sem ekki falla undir skilgreinda útboðsliði verðkörfu útboðsins, þar sem ítarlegri skilmálar eða tæknilegar kröfur hafa verið settar fram, skulu fengin með örútboðum til að tryggja virka samkeppni á samningstíma.“  Í þriðja lagi krefst kærandi þess að ákvörðun um val á tilboðum í B-hluta útboðsins verði felld úr gildi og lagt fyrir varnaraðila að semja við kæranda.

Mál nr. 17/2017. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 29.11.2017

Með kæru 4. ágúst 2017 kærði Deilir Tækniþjónusta ehf. ákvörðun Orku náttúrunnar um val á tilboðum Vélsmiðjunnar Altaks ehf. og Stál og suðu ehf. í útboðinu „ONRS-2017-10 Stálmíði og lagnir“. Kærandi krefst þess að ákvörðun um val tilboða verði felld úr gildi og að lagt verði fyrir varnaraðila að taka nýja ákvörðun að þessu leyti. Hafi komist á samningur á grundvelli ákvörðunarinnar er þess krafist að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda. Þá er gerð krafa um málskostnað.

Mál nr. 15/2017. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 29.11.2017

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 3. júlí 2017 kærði RST net ehf. útboð Landsnets hf. (hér eftir vísað til sem varnaraðila) auðkennt „OLA-40 Substation Ólafsvík, new 66kV substation EPC“. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála ógildi val varnaraðila á tilboði Orkuvirkis ehf. í útboðinu og leggi fyrir varnaraðila að bjóða út verkið á ný. Til vara er þess krafist að nefndin veiti álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila. Jafnframt er krafist málskostnaðar. 

Mál nr. 18/2017. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 29.11.2017

Með kæru 11. ágúst 2017 kærði Penninn ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að vísa tilboði kæranda frá í útboði nr. 20510 „RS Ljósritunarpappír“. Kærandi krefst þess aðallega að ákvörðun um að vísa tilboði hans frá verði felld úr gildi og að lagt verði fyrir varnaraðila að ganga til samninga við kæranda. Til vara er þess krafist að útboðið í heild verði lýst ógilt og lagt fyrir varnaraðila að auglýsa útboðið að nýju. Þá er þess krafist að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda og að varnaraðila verði gert að greiða kæranda málskostnað.

Mál 23/2017. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 29.11.2017

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 20. október 2017 kærir Icecool á Íslandi ehf. svonefnda verðfyrirspurn Landsnets hf. auðkennda „Breytingar á Ford 350“. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála stöðvi framangreint innkaupaferli varnaraðila. Jafnframt að hafi „varnaraðili gert samning vegna útboðs á breytingum á tveimur Ford 350 bifreiðum á biðtíma er þess krafist að kærunefnd útboðsmála lýsi samninginn óvirkan frá upphafi.“ Þá er þess krafist að ákvörðun varnaraðila um að hafna tilboði kæranda í innkaupaferlinu verði felld úr gildi og „lagt verði fyrir varnaraðila að semja við kæranda.“ Til vara er þess krafist að varnaraðila verði gert „að auglýsa útboðið  á nýjan leik.“ Þess er einnig krafist að nefndin láti upp álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila auk þess sem krafist er málskostnaðar. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu kæranda um að stöðva samningsgerðina um stundarsakir, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.

Mál nr. 14/2017. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 29.11.2017

Með kæru 21. júní 2017 kærði Sölufélag garðyrkjumanna ehf. innkaup varnaraðila Kópavogsbæjar (hér eftir nefndur varnaraðili) nefnt „Framleiðsla á mat fyrir Kópavogsskóla og Smáraskóla 2017-2010“. Kærandi krefst þess að felldar verði úr gildi ákvarðanir varnaraðila um að meta tilboð kæranda ógilt og að velja tilboð ISS Íslands ehf. Þá er þess krafist að útboðið verði ógilt í heild sinni og varnaraðila gert að auglýsa innkaupin að nýju. Einnig er þess krafist að kærunefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila og varnaraðila verði gert að greiða kæranda málskostnað.

Mál nr. 13/2017. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 29.11.2017

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 21. júní 2017 kærði Félag hópferðaleyfishafa útboð Isavia ohf. og Ríkiskaupa (hér eftir vísað til sameiginlega sem varnaraðila) nr. 20521 auðkennt „Keflavíkurflugvöllur, aðstaða hópferðabifreiða“.

Mál nr. 19/2017. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 11.10.2017

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 4. september 2017 kærir Grant Thornton endurskoðun ehf. örútboð Akureyrarbæjar auðkennt „Endurskoðun fyrir Akureyrarbæ og tengdar stofnanir hans“. Kærandi krefst þess aðallega að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila um að meta tilboð kæranda ógilt og ganga til samninga við Enor ehf. „og að varnaraðila verði gert að ganga til samninga við kæranda sem lægstbjóðanda.“

Mál nr. 18/2017. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 18.9.2017

Með kæru 11. ágúst 2017 kærir Penninn ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að vísa tilboði kæranda frá í útboði nr. 20510 „RS Ljósritunarpappír“. Kærandi krefst þess aðallega að ákvörðun um að vísa tilboði hans frá verði felld úr gildi og að lagt verði fyrir varnaraðila að ganga til samninga við kæranda. Til vara er þess krafist að útboðið í heild verði lýst ógilt og lagt fyrir varnaraðila að auglýsa útboðið að nýju. Þá er þess krafist að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda og að varnaraðila verði gert að greiða kæranda málskostnað. Af hálfu varnaraðila er þess krafist að öllum kröfum kæranda verði hafnað eða vísað frá.

Mál nr. 17/2017. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 18.9.2017

Með kæru 4. ágúst 2017 kærir Deili Tækniþjónusta ehf. ákvörðun Orku náttúrunnar um val á tilboðum Vélsmiðjunnar Altaks ehf. og Stál og suðu ehf. í útboðinu „ONRS-2017-10 Stálmíði og lagnir“. Kærandi krefst þess að ákvörðun um val tilboðs verði felld úr gildi og að lagt verði fyrir varnaraðila að taka nýja ákvörðun að þessu leyti.

Mál nr. 16/2017. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 18.8.2017

Með kæru 13. júlí 2017 kærði Sjónarrönd ehf. samkeppnisútboð Ríkiskaupa, fyrir hönd fjármála- og efnahagsráðuneytisins (hér eftir vísað til beggja sem „varnaraðila“) nr. 20527 „Financial Planning System“. Kærandi krefst þess að samningsgerð verði stöðvuð, ákvörðun varnaraðila um val á tilboði Capacent ehf. verði felld úr gildi og varnaraðilum gert að auglýsa útboðið á nýjan leik. Til vara er gerð krafa um að nefndin veiti álit á skaðabótaskyldu. Í öllum tilvikum er gerð krafa um að varnaraðilar greiði kæranda málskostnað.

Mál nr. 15/2017. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 2.8.2017

Með kæru móttekinni 3. júlí 2017 kærir RST net ehf. útboð Landsnets (hér eftir vísað til sem „varnaraðila“) auðkennt „OLA-40 Substation Ólafsvík, new 66kV substation EPC“. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála ógildi val varnaraðila á tilboði Orkuvirkis ehf. og að lagt verði fyrir varnaraðila að bjóða út verkið á ný. Til vara er þess krafist að nefndin veiti álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila. Jafnframt er krafist málskostnaðar.

Mál nr. 14/2017. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 18.7.2017

Með kæru 21. júní 2017 kærði Sölufélag garðyrkjumanna ehf. innkaup varnaraðila Kópavogsbæjar (hér eftir nefndur varnaraðili) nefnt „Framleiðsla á mat fyrir Kópavogsskóla og Smáraskóla 2017-2010“. Kærandi krefst þess að felldar verði úr gildi ákvarðanir varnaraðila um að meta tilboð kæranda ógilt og að velja tilboð ISS Íslands ehf. Þá er þess krafist að útboðið verði ógilt í heild sinni og varnaraðila gert að auglýsa innkaupin að nýju. Þá er þess krafist að kærunefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila og að varnaraðila verði gert að greiða kæranda málskostnað. Kærandi krefst þess einnig að samningsgerð verði stöðvuð þar til endanlega hefur verið leyst úr kærunni.

Mál nr. 13/2017. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 18.7.2017

Með kæru móttekinni 21. júní 2017 kærir Félag hópferðaleyfishafa útboð Isavia ohf. og Ríkiskaupa (hér eftir vísað til sameiginlega sem varnaraðila) nr. 20521 auðkennt „Keflavíkurflugvöllur, aðstaða hópferðabifreiða“. Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála „felli niður tiltekna útboðsskilmála frá því í maí 2017, og/eða bæta við eftirfarandi upplýsingum“ í hinu kærða útboði „þannig a) að kaupandi felli niður og/eða breyti grein 2.3 á bls. 27 í útboðsgögnum um að bjóðandi greiði að lágmarki hlutfall af lágmarksveltu í þóknun, og/eða gefi upp fasta veltutölu, b) að kaupandi gefi upplýsingar um farþegafjölda, c) að kaupandi gefi upplýsingar um verðlagningu annarra hópferðastæða, d) að kaupandi felli niður ákvæði um að skil tilboða sé um 21 klst. áður en opnun þeirra, sbr. grein 0.2 í breyttri útboðslýsingu“. Til vara er þess krafist að kærunefnd „beini því til Isavia ohf. að auglýsa útboðið á nýjan leik án framangreindra skilmála í útboðsgögnum.“

Mál nr. 5/2017. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 18.7.2017

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 16. febrúar 2017 kærði BL ehf. örútboð Strætó bs. (hér eftir vísað til sem varnaraðila) auðkennt „Samningskaup – Örútboð III. Endurnýjun strætisvagna“. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála ógildi ákvörðun varnaraðila um að taka tilboði Yutong Eurobus ehf. í hinu kærða útboði og nefndin veiti álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila. Þá er krafist málskostnaðar. 

Mál nr. 4/2017. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 18.7.2017

Með kæru 7. febrúar 2017 kærði Garðlist ehf. innkaup Isavia ohf. á grisjun trjáa í Öskjuhlíð. Kærandi krefst þess að varnaraðila verði gert að bjóða innkaupin út, nefndin lýsi samning varnaraðila við Hreina Garða ehf. óvirkan, nefndin gefi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda og varnaraðila verði gert að greiða kæranda málskostnað.

Mál nr. 10/2017. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 10.7.2017

Með kæru 28. mars 2017 kærði Spennt ehf. útboð RARIK ohf. nr. 16001 „Aðveitustöð Vík í Mýrdal“ og útboð nr. 16007 „Aðveitustöð Vatnshamrar Borgarbyggð“. Kærandi krefst þess að felldar verði úr gildi ákvarðanir varnaraðila um að hafna tilboðum kæranda í útboðunum og að varnaraðila verði gert að greiða kæranda málskostnað.

Mál 6/2017. Álit kærunefndar útboðsmála: - 10.7.2017

Með bréfi 15. febrúar 2017 óskaði HS Orka hf. eftir ráðgefandi áliti kærunefndar útboðsmála samkvæmt 4. mgr. 103. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup, vegna fyrirhugaðra innkaupa á vatnshverfli og rafal. Óskað er álits á því hvort innkaupin séu útboðsskyld í samræmi við ákvæði laga nr. 120/2016 um opinber innkaup eða tilskipunar nr. 2004/17/EB um samræmingu reglna um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutning og póstþjónustu, sbr. reglugerð nr. 755/2007 með síðari breytingum.

Mál 23/2016. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 10.7.2017

Með kæru 1. desember 2016 kærði Annata ehf. lokað samningskaupaferli Ríkiskaupa fyrir hönd RARIK ohf. (hér eftir vísað til sem „varnaraðila“) nr. 20173 um orkureikningakerfi sem byggir á Microsoft Dynamics AX grunni. Kærandi gerir þær kröfur að ákvörðun varnaraðila um val á tilboði Advania ehf. verði felld úr gildi, nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila og varnaraðilum verði gert að greiða kæranda málskostnað.

Mál nr. 7/2017. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 6.7.2017

Með kæru 6. mars 2017 kærði Rafal ehf. útboð Ríkiskaupa, fyrir hönd RARIK ohf. (hér eftir vísað til sem „varnaraðila“) nr. 20460 „Jarðspennistöðvar fyrir RARIK“. Kærandi krefst þess að felld verði úr gildi ákvörðun um val á tilboði RST nets ehf. og Hraunsala ehf. og tilboði þeirra verði vísað frá útboðinu. Hafi samningur þegar komist á gerir kærandi kröfu um að samningurinn verði lýstur óvirkur. Þá er þess krafist að varnaraðila RARIK ohf. verði gert að greiða kæranda málskostnað.

Mál nr. 2/2017. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 6.7.2017

Með kæru 30. janúar 2017 kærði Bílaumboðið Askja ehf. innkaup Ísafjarðarbæjar á götusóp fyrir Þjónustumiðstöð Ísafjarðarbæjar. Kærandi krefst þess að felld verði úr gildi ákvörðun um val á tilboði Krafts hf. og að varnaraðila verði gert að auglýsa innkaupin að nýju. Þá er þess krafist til vara að kærunefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðilans Ísafjarðarbæjar gagnvart kæranda. Þess er jafnframt krafist að varnaraðilanum verði gert að greiða kæranda málskostnað.

Mál nr. 9/2017. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 6.7.2017

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 16. mars 2017 kærði Vélsmiðja Orms og Víglundar ehf. útboð Ríkiskaupa, f.h. Hafrannsóknastofnunar (sameiginlega nefndir varnaraðilar) nr. 20509, auðkennt „Slipptaka – Árni Friðriksson Hafrannsóknastofnun“. Kærandi krefst þess að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila að leita samninga við Slippinn á Akureyri ehf. um hið útboðna verk. Jafnframt er þess krafist að kærunefnd útboðsmála láti í ljós álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda. Þá er krafist málskostnaðar.

Mál nr. 2/2017. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 19.6.2017

Með kæru 30. janúar 2017 kærði Bílaumboðið Askja ehf. innkaup Ísafjarðarbæjar á götusóp fyrir Þjónustumiðstöð Ísafjarðarbæjar. Kærandi krefst þess að felld verði úr gildi ákvörðun um val á tilboði Krafts hf. og að varnaraðila verði gert að auglýsa innkaupin að nýju. Þá er þess krafist til vara að kærunefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda. Þess er jafnframt krafist að varnaraðila verði gert að greiða kæranda málskostnað.

Mál 3/2017. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 11.5.2017

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 30. janúar 2017 kærði Vision-Box – Soluçoês de Visão Por Computador S.A. útboð Ríkiskaupa og Isavia ohf. (hér eftir sameiginlega nefndir „varnaraðilar“) nr. 20293 auðkennt „ABC Automatic Border Control“. Skilja verður kæru svo að kærandi krefjist þess að ákvörðun varnaraðila frá 20. janúar 2017 um að ganga til samninga við Secunet Security Network AG verði felld úr gildi.

Mál 1/2017. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 11.5.2017

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 9. janúar 2017 kærðu Ísmar ehf. og Múlaradíó ehf. rammasamningsútboð Ríkiskaupa nr. V20237 auðkennt „TETRA Farstöðvar“. Kærandi krefst þess að „felld verði úr gildi ákvörðun Ríkiskaupa um að hafna tilboði kærenda, og þar með hafna öllum tilboðum“ í hinu kærða útboði. Til vara er þess krafist að kærunefnd útboðsmála láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kærendum. Jafnframt er krafist málskostnaðar.

Mál 9/2017. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 11.5.2017

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 16. mars 2017 kærir Vélsmiðja Orms og Víglundar ehf. útboð Ríkiskaupa, f.h. Hafrannsóknarstofnunar (sameiginlega nefndir varnaraðilar) nr. 20509, auðkennt „Slipptaka – Árni Friðriksson Hafrannsóknarstofnun“. Kærandi krefst þess að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila að leita samninga við Slippinn á Akureyri um hið útboðna verk. Jafnframt er þess krafist að kærunefnd útboðsmála láti í ljós álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda. Þá er krafist málskostnaðar. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu kæranda um að stöðva samningsgerðina um stundarsakir, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.

Mál 7/2017. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 11.5.2017

Með kæru 6. mars 2017 kærði Rafal ehf. útboð Ríkiskaupa, fyrir hönd RARIK ohf. (hér eftir vísað til sem „varnaraðila“) nr. 20460 „Jarðspennistöðvar fyrir RARIK“. Kærandi krefst þess að felld verði úr gildi ákvörðun um val á tilboði RST nets ehf. og Hraunsala ehf. og tilboði þeirra verði vísað frá útboðinu. Hafi samningur þegar komist á gerir kærandi kröfu um að samningurinn verði lýstur óvirkur. Þá er þess krafist að varnaraðila RARIK ohf. verði gert að greiða kæranda málskostnað. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu kæranda um stöðvun samningsgerðar samkvæmt 1. mgr. 110 gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.     

Mál nr. 20/2017. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 11.5.2017

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 10. nóvember 2016 kærði Prima ehf. útboð Reykjavíkurborgar nr. 13805 auðkennt „Skóli, menningarhús, bókasafn og sundlaug 2. áfangi – Uppsteypa og utanhússfrágangur“. Kærandi krefst þess að felldur verði úr gildi hluti skilmála í A. lið í grein 0.1.3. í útboðsgögnum þannig að orðið „bjóðandi“ verði fellt út. Jafnframt er þess krafist að kærunefnd láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila vegna niðurfellingar á útboði nr. 13786. Auk þess er krafist málskostnaðar.

Mál 24/2016. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 11.5.2017

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 9. desember 2016 kærði Exprima AB útboð Reykjavíkurborgar nr. 13805 auðkennt „Skóli, menningarhús, bókasafn og sundlaug 2. áfangi – Uppsteypa og utanhússfrágangur“. Kærandi krefst þess að „felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila um að hafna beiðni kæranda um viðbótarfrest í 15 daga, frá 7. desember 2016 að telja, til að skila inn vilyrði um skilyrðislausa verktryggingu“. Þá er þess krafist að kærunefnd láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila vegna framangreindrar ákvörðunar. Jafnframt er krafist málskostnaðar.

Mál 21/2016. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 11.5.2017

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 10. nóvember 2016 kærði HS Orka hf. örútboð Ríkiskaupa (hér eftir vísað til sem „varnaraðila“) nr. 20418 innan rammasamnings um raforku nr. RK 05.07. Kærandi gerir þær kröfur að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila og varnaraðila verði gert að greiða kæranda málskostnað.

Mál nr. 5/2017. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 11.5.2017

Með kæru móttekinni 16. febrúar 2017 kærir BL ehf. örútboð Strætó bs. (hér eftir vísað til sem varnaraðila) auðkennt „Samningskaup – Örútboð III. Endurnýjun strætisvagna“. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála ógildi ákvörðun varnaraðila um að taka tilboði Yutong Eurobus ehf. í hinu kærða útboði og kærunefnd útboðsmála veiti álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila. Þá er krafist málskostnaðar. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu kæranda um að samningsgerð verði stöðvuð um stundarsakir, sbr. 1. mgr. 110. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.

Mál nr. 25/2016. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 11.5.2017

Með kæru 14. desember 2016 kærði Tölvu- og rafeindaþjónusta Suðurlands ehf. örútboð Ríkiskaupa nr. 20386 „Örútboð á hýsingar- og rekstrarþjónustu fyrir Landlækni“. Kærandi gerir þær kröfur að ákvörðun varnaraðila um val á tilboði verði felld úr gildi, að ákvörðun varnaraðila um að meta tilboð kæranda ógilt verði felld úr gildi og að samningur varnaraðila við Advania ehf. verði lýstur óvirkur frá upphafi. Verði ekki fallist á óvirkni samnings eða hann ekki lýstur óvirkur frá upphafi er þess krafist að stjórnvaldssektir verði lagðar á varnaraðila og að gildistími samnings verði styttur. Þá krefst kærandi þess að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila og varnaraðilum verði gert að greiða kæranda málskostnað.

Mál nr. 19/2016. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 11.5.2017

Með kæru 5. október 2016 kærði JÁVERK ehf. útboð Seltjarnarnesbæjar auðkennt „Hjúkrunarheimili Seltjarnarnesi“. Kærandi krefst þess að felld verði úr gildi ákvörðun um val á tilboði LNS Sögu ehf. og varnaraðila verði gert að samþykkja tilboð kæranda. Þá er þess krafist að kærunefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda og varnaraðila verði gert að greiða kæranda málskostnað.

Mál nr. 18/2016. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 5.4.2017

Með kæru 28. september 2016 kærði Penninn ehf. örútboð sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu „Skrifstofuhúsgögn fyrir sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu“. Kærandi krefst þess að felld verði úr gildi ákvörðun um val á tilboði Á. Guðmundssonar ehf. og lagt verði fyrir varnaraðila að auglýsa útboðið á nýjan leik. Þá er þess krafist að kærunefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda og varnaraðila verði gert að greiða kæranda málskostnað.

Mál nr. 3/2017. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 23.2.2017

Með kæru mótekinni 30. janúar 2017 kærir Vision- Box – Soluçoês de Visão Por Computador S.A. útboð Ríkiskaupa og Isavia ohf. (hér eftir vísað til sameiginlega sem „varnaraðila“) nr. 20293 auðkennt „ABC Automatic Border Control“. Skilja verður kæru sem svo að kærandi krefjist þess að ákvörðun varnaraðila frá 20. janúar 2017 um að ganga til samninga við Secunet Security Network AG verði felld úr gildi. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu varnaraðila um afléttingu sjálfkrafa banns við samningsgerð samkvæmt 1. mgr. 107. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.

Mál 22/2016. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 23.2.2017

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 22. nóvember 2016 kærði Orkuvirki ehf. útboð Ríkiskaupa f.h. Isavia ohf. (hér eftir sameiginlega nefndir „varnaraðilar“) nr. 20412 auðkennt „12 kV Switchgear for KEF“. Kærandi krefst þess að frávísun varnaraðila á tilboði kæranda verði hafnað og kærunefnd útboðsmála „úrskurði að tilboðið uppfylli útboðsskilmála.“ Þá er gerð sú krafa að kærunefnd taki tilboð kæranda „til efnislegrar meðferðar“ og jafnframt að kærunefnd „leggi mat á meðferð málsins hjá Ríkiskaupum og þá sérstaklega hvort útboðið hafi verið sniðið að tilteknum framleiðanda.“

Mál nr. 16/2016. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 2.2.2017

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 26. september 2016 kærðu Hansen verktakar ehf. útboð Ríkiskaupa f.h. Isavia ohf. (hér eftir vísað til sem „varnaraðila“) nr. 20397 auðkennt „Stækkun Suðurbyggingar FLE til norðurs 2016, SSN1606-9 - Múrverk“.  Kærandi krefst þess að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila um val á tilboði ÁÁ verktaka ehf. í hinu kærða útboði. Jafnframt er þess krafist að kærunefnd útboðsmála láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila. Kærandi krefst einnig málskostnaðar.

Mál 21/2016. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 25.1.2017

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 10. nóvember 2016 kærði HS Orka hf. örútboð Ríkiskaupa (hér eftir vísað til sem „varnaraðila“) nr. 20418 innan rammsamnings um raforku nr. RK 05.07.  Varnaraðili skilaði greinargerð sinni ásamt fylgiskjölum 5. desember 2016, þ.á m. útfylltu tilboðsblaði Orkusölunnar ehf. vegna örútboðsins. Með tölvubréfi 12. sama mánaðar óskaði kærandi eftir því að fá afhent umrætt tilboðsblað. Leitað var eftir afstöðu varnaraðila og Orkusölunnar ehf. og bárust athugsemdir þeirra með tölvubréfum 29. sama mánaðar og 12. janúar 2017. Er því mótmælt af hálfu beggja aðila að skjalið verði afhent kæranda og vísað til þess að það hafi verið auðkennt sem trúnaðarmál.

Mál 10/2016. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 25.1.2017

Með kæru 27. júlí 2016 kærir PricewaterhouseCoopers ehf. örútboð Ríkiskaupa, fyrir hönd Reykjanesbæjar (hér eftir vísað til sem „varnaraðila“), nr. 20302 „Endurskoðun Reykjanesbæjar“. Kærandi gerir þær kröfur að viðurkennt verði að ákvörðun varnaraðila um val á tilboði hafi verið ólögmæt, að samningur varnaraðila við Grant Thornton endurskoðun ehf. verði felldur úr gildi og nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda.

Mál 9/2016. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 25.1.2017

Með kæru 27. júlí 2016 kærir Endurskoðunarþjónustan ehf. örútboð Ríkiskaupa, fyrir hönd Reykjanesbæjar (hér eftir vísað til sem „varnaraðila“), nr. 20302 „Endurskoðun Reykjanesbæjar“. Kærandi krefst þess að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila um val á tilboði í hinu kærða útboði, að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda og varnaraðilum verði gert að greiða kæranda málskostnað.

Mál nr. 8/2016. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 25.1.2017

Með kæru 13. júlí 2016 kærði Verkfræðistofan Vista ehf. útboð Ríkiskaupa, fyrir hönd Vegagerðarinnar (hér eftir vísað til sem „varnaraðila“), nr. 20258 „Endurnýjun frostdýptarmælibúnaðar fyrir Vegagerðina“. Kærandi krefst þess að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila um val á tilboði en til vara að nefndin beini því til varnaraðila að auglýsa útboðið á nýjan leik. Kærandi krefst þess jafnframt að kærunefndin láti uppi álit á skaðabótaskyldu varnaraðila og að þeim verði gert að greiða kæranda málskostnað.

Mál nr. 12/2016. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 23.1.2017

Með kæru móttekinni 19. ágúst 2016 kærði Fjarskipti hf. útboð sveitarfélagsins Rangárþings eystra (hér eftir vísað til sem „varnaraðila“) auðkennt „Uppbygging og rekstur ljósleiðarakerfis“. Endanlegar kröfur kæranda eru aðallega að ákvörðun varnaraðila frá 10. ágúst 2016 um að samið verði við Mílu ehf. um uppbyggingu og rekstur ljósleiðarakerfis verði lýst ógild og lagt verði fyrir varnaraðila að framkvæmda útboðið á nýjan leik. Til vara er þess krafist að áðurnefnd ákvörðun varnaraðila verði lýst ólögmæt og nefndin viðurkenni skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda. Kærandi krefst þess einnig, „fari svo að kærunefndin álíti málið falla utan valdsviðs hennar“, að kæra Fjarskipta hf. „verði framsend til innanríkisráðuneytisins, sbr. 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. 8. mgr. 95. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup.“ Jafnframt er krafist málskostnaðar. 

Mál nr. 24/2016. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 20.1.2017

Með kæru 9. desember 2016 kærir Exprima ehf. útboð Reykjavíkurborgar nr. 13805 auðkennt „Skóli, menningarhús, bókasafn og sundlaug 2. áfangi – Uppsteypa og utanhússfrágangur“. Kærandi krefst þess að „felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila um að hafna beiðni kæranda um viðbótarfrest í 15 daga, frá 7. desember 2016 að telja, til að skila inn vilyrði um skilyrðislausa verktryggingu“. Þá er þess krafist að kærunefnd láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila vegna framangreindrar ákvörðunar. Jafnframt er krafist málskostnaðar. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu kæranda um að stöðva innkaupaferlið um stundarsakir.

Mál 20/2016. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 21.12.2016

Með kæru 10. nóvember 2016 kærir Prima ehf. útboð Reykjavíkurborgar nr. 13805 auðkennt „Skóli, menningarhús, bókasafn og sundlaug 2. áfangi – Uppsteypa og utanhússfrágangur„. Kærandi krefst þess að felldur verði úr gildi hluti skilmála í A. lið í grein 0.1.3. í útboðsgögnum þannig að orðið „bjóðandi“ verði fellt út og kærunefnd láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila vegna niðurfellingar varnaraðila á útboði nr. 13786. Auk þess er krafist málskostnaðar. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu kæranda um að stöðva innkaupaferlið. Varnaraðila hefur verið gefinn kostur á að tjá sig um stöðvunarkröfu kæranda, auk þess sen varnaraðili hefur komið frekari sjónarmiðum á framfæri um hæfiskröfur útboðsins í kjölfar þess að kærunefnd útboðsmála beindi fyrirspurn til hans um það efni hinn 21. nóvember sl.

Mál nr. 15/2016. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 21.12.2016

Með kæru 20. september 2016 kærðu Ísmar ehf. og Múlaradíó ehf. rammasamningsútboð Ríkiskaupa (hér eftir vísað til sem „varnaraðila“) nr. V20237, auðkennt „TETRA Farstöðvar“. Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila um að ganga til samninga við  Securitas hf. og til vara að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila. Þá er krafist málskostnaðar.

Mál nr. 17/2016. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 28.11.2016

Með kæru 27. september 2016 kærði Trésmiðja GKS ehf. útboð varnaraðila Ríkiskaupa nr. 20324 auðkennt „Furniture for FLE South Building“. Kærandi krefst þess að sú ákvörðun varnaraðila að hafna tilboði kæranda í hinu kærða útboði verði felld úr gildi og „að tilboð kæranda verði úrskurðað gilt.“ Þá er þess krafist að felldir verði niður skilmálar greinar 1.6.4 í útboðsgögnum. Til vara er þess krafist að kærunefnd útboðsmála beini því til varnaraðila að bjóða innkaupin út að nýju. Jafnframt er óskað álits kærunefndar á skaðabótaskyldu varnaraðila. Þá er krafist málskostnaðar.

Mál nr. 13/2016. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 28.11.2016

Með kæru 26. ágúst 2016 kærði Stál og suða ehf. útboð Orku náttúrunnar ohf. (hér eftir vísað til sem „varnaraðila“) nr. ONVK-2016-18 auðkennt „Stálsmíði og Lagnir, Skiljuvatnlögn á Skarðsmýrarfjalli“. Kærandi krefst þess að varnaraðila verði „gert skylt að að ganga til samningsgerðar“ við kæranda. Jafnframt er þess krafist að ákvörðun varnaraðila „um að tilboð kæranda sé ógilt sé ógild.“ Þá er þess krafist að varnaraðila „sé óheimilt að ganga til samningsgerðar við Vélsmiðjuna Altak ehf.“ Að síðustu er gerð krafa um stöðvun samningsgerðar um stundarsakir og að varnaraðila verði gert „óheimilt að ganga til samningsgerðar við annan aðila en kæranda“ vegna hins kærða útboðs, auk þess sem þess er krafist að samningurinn verði lýstur óvirkur hafi þegar verið gengið til samninga. Einnig er krafist málskostnaðar.

Mál nr. 11/2016. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 25.11.2016

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 29. júlí 2016 kærðu BTA International GmbH og Biotec Sistemi s.r.l. útboð Sorpu bs. (hér eftir vísað til sem „varnaraðila“) nr. 071501 auðkennt „Waste Treatment Plant in Álfsnes – Solution for the treatment of Household Municipal Solid Waste“. Skilja verður kæru svo að þess sé krafist að ákvörðun varnaraðila Sorpu bs. um að ganga til samninga við Aikan A/S, Solum A/S, Alectia A/S og Picca Automation A/S í hinu kærða útboði verði felld úr gildi.

Mál nr. 19/2016. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 11.11.2016

Með kæru 5. október 2016 kærði JÁVERK ehf. útboð Seltjarnarnesbæjar nefnt „Hjúkrunarheimili Seltjarnarnesi“. Kærandi krefst þess að felld verði úr gildi ákvörðun um val á tilboði LNS Sögu ehf. og varnaraðila verði gert að samþykkja tilboð kæranda. Þá er þess krafist að kærunefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda og varnaraðila verði gert að greiða kæranda málskostnað. Kærandi gerði einnig kröfu um stöðvun samningsgerðar en þar sem kæra lýtur að vali tilboðs og barst innan lögboðins biðtíma samkvæmt 76. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup leiddi kæran til sjálfkrafa stöðvunar samningsgerðar samkvæmt 1. mgr. 94. gr. a. laganna, sbr. 12. gr. laga nr. 58/2013. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu varnaraðila um að nefndin aflétti banni við samningsgerð samkvæmt 2. mgr. 94. gr. a. og 1. mgr. 96. gr. laga um opinber innkaup, sbr. 15. gr. laga nr. 58/2013, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.

Mál nr. 16/2016.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 17.10.2016

Með kæru mótekinni 26. september 2016 kæra Hansen verktakar ehf. útboð Ríkiskaupa (hér eftir vísað til sem „varnaraðila“) nr. 20397 auðkennt „Stækkun Suðurbyggingar FLE til norðurs 2016, SSN1606-9 - Múrverk“. Kærandi krefst þess að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila um val á tilboði ÁÁ verktaka ehf. Þá er þess krafist að kærunefnd útboðsmála láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila auk þess sem krafist er málskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að öllum kröfum kæranda verði hafnað. ÁÁ verktakar ehf. gera sömu kröfu. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu varnaraðila um afléttingu sjálfkrafa banns við samningsgerð samkvæmt 1. mgr. 94. gr. a. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup, sbr. 12. gr. laga nr. 58/2013, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.

Mál nr. 17/2016.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 17.10.2016

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 27. september 2016 kærir Trésmiðja GKS ehf. útboð varnaraðila Ríkiskaupa nr. 20324 auðkennt „Furniture for FLE South Building“. Kærandi krefst þess meðal annars að sú ákvörðun varnaraðila að hafna tilboði kæranda í hinu kærða útboði verði felld úr gildi og „að tilboð kæranda verði úrskurðað gilt.“ Þá er þess krafist að felldir verði niður skilmálar greinar 1.6.4 í útboðsgögnum. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu kæranda um að stöðva samningsgerðina um stundarsakir, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.

Mál nr. 15/2016.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 17.10.2016

Með kæru mótekinni 20. september 2016 kæra Ísmar ehf. og Múlaradíó ehf. rammasamningsútboð Ríkiskaupa (hér eftir vísað til sem „varnaraðila“) Nr. V20237 auðkennt „TETRA Farstöðvar“. Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila um að ganga til samninga við  Securitas hf. og til vara að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila. Varnaraðili krefst þess að öllum kröfum kæranda verði vísað frá eða hafnað.

Mál nr. 12/2016.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 17.10.2016

Með kæru mótekinni 19. ágúst 2016 kæra Fjarskipti hf. útboð sveitarfélagsins Rangárþings eystra (hér eftir vísað til sem „varnaraðila“) auðkennt „Uppbygging og rekstur ljósleiðarakerfis“. Kærandi krefst þess að sú ákvörðun varnaraðila frá 10. ágúst 2016 um að semja við Mílu ehf. um verkið verði lýst ógild. Þá krefst hann þess aðallega að lagt verði fyrir varnaraðila „að framkvæma útboðið á nýjan leik með nákvæmari skilmálum þess hvernig sveitarfélagið hyggist meta stigafjölda tilboða á mælikvörðunum „fjárhæð framlags per notanda“ og „hagkvæmni tilboðs fyrir verkkaupa““, en til vara að lagt verði fyrir varnaraðila „að leggja sjálfstætt mat á fjárhagslegt verðmæti tilboða þátttakenda í útboðinu og taka að nýju afstöðu til þess hver skuli vera stigafjöldi tilboðanna á mælikvörðunum „fjárhæð framlags per notanda“ og „hagkvæmni tilboðs fyrir verkkaupa“.“ Einnig er krafist málskostnaðar.

Mál nr. 6/2016.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 17.10.2016

Með kæru 19. maí 2016 kærir Enor ehf. örútboð Ríkiskaupa, fyrir hönd Reykjanesbæjar, nr. 20302 „Endurskoðun Reykjanesbæjar“. Kærandi krafðist þess upphaflega að felldir yrðu niður skilmálar örútboðsins sem kveða á um: 1) að sá sem stjórni verkinu skuli, auk þess að falla í A-flokk samkvæmt rammasamningnum, hafa reynslu af endurskoðun sveitarfélaga með 4000 íbúa eða fleiri, 2) að aðrir í endurskoðunarteymi hafi reynslu af endurskoðun sveitarfélags og 3) að bjóðendur skili staðfestingu á reynslu af endurskoðun sveitarfélags með 4000  íbúa eða fleiri. Þá var þess einnig krafist að örútboðið yrði auglýst á nýjan leik án skilmálanna og varnaraðilum yrði gert að greiða kæranda málskostnað.

Mál nr. 18/2016.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 17.10.2016

Með kæru 28. september 2016 kærði Penninn ehf. örútboð sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu „Skrifstofuhúsgögn fyrir sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu“. Kærandi krefst þess að felld verði úr gildi ákvörðun um val á tilboði Á. Guðmundssonar ehf. og að lagt verði fyrir varnaraðila að auglýsa útboðið á nýjan leik. Þá er þess krafist að kærunefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda og varnaraðila verði gert að greiða kæranda málskostnað. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu kæranda um stöðvun samningsgerðar samkvæmt 1. mgr. 96. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup, sbr. 15. gr. laga nr. 58/2013, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.

Mál nr. 1/2016(B).  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 17.10.2016

Með bréfi 30. júní 2016 krefjast Ríkiskaup og Landhelgisgæsla Íslands endurupptöku á máli kærunefndar útboðsmála nr. 1/2016. Skilja verður beiðnina þannig að sóknaraðilar krefjist þess að í enduruppteknu máli verði öllum kröfum kærenda hafnað. Sóknaraðilar sendu frekari athugasemdir og gögn til nefndarinnar með erindum 8., 16., 17. og 29. ágúst 2016.

Mál nr. 13/2016. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 11.10.2016

Með kæru 26. ágúst 2016 kærir Stál og suða ehf. útboð Orku náttúrunnar ehf. (hér eftir vísað til sem „varnaraðila“) nr. ONVK-2016-18 auðkennt „Stálsmíði og Lagnir, Skiljuvatnslögn á Skarðsmýrarfjalli“. Kærandi krefst þess að varnaraðila verði „gert skylt að að ganga til samningsgerðar“ við kæranda. Jafnframt er þess krafist að ákvörðun varnaraðila „um að tilboð kæranda sé ógilt sé ógild.“ Þá er þess krafist að varnaraðila „sé óheimilt að ganga til samningsgerðar við Vélsmiðjuna Altak ehf.“ Jafnframt er gerð krafa um stöðvun samningsgerðar um stundarsakir og að varnaraðila verði gert „óheimilt að ganga til samningsgerðar við annan aðila en kæranda“ vegna hins kærða útboðs, auk þess sem þess er krafist að samningurinn verði lýstur óvirkur hafi þegar verið gengið til samninga. Þá er krafist málskostnaðar.

Mál 14/2016.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 20.9.2016

Með kæru 6. september 2016 kærði Samskip hf. útboð Ríkiskaupa, fyrir hönd Vegagerðarinnar, nr. 20127 um Vestmannaeyjaferju, nýsmíði og rekstur ferju til 12 ára. Kærandi krefst þess aðallega að lagt verði fyrir varnaraðila að auglýsa útboðið á nýjan leik.

Mál nr. 5/2016.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 20.9.2016

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 1. maí 2016 kærði Björgun ehf. útboð Vegagerðarinnar (hér eftir vísað til sem „varnaraðila“) auðkennt „16-041 Landeyjahöfn – Haust dýpkun 2016 til 2018“. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála leggi fyrir varnaraðila að auglýsa útboðið á nýjan leik. Jafnframt er krafist málskostnaðar.

Mál nr. 4/2016.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 20.9.2016

Kærandi, Kongsberg Maritime AS, sendi Ríkiskaupum erindi 29. mars sl. vegna útboðs Ríkiskaupa, fyrir hönd Tækniskólans og Verkmenntaskólans á Akureyri, nr. 20149 (hér eftir „varnaraðila“) „Bridge and Engine Room Simulators“. Ríkiskaup framsendu erindið til kærunefndar útboðsmála sem taldi rétt að túlka efni þess sem kæru. Þar sem erindið uppfyllti ekki kröfur 2. mgr. 94. gr. laga um opinber innkaup nr. 84/2007, sbr. 11. gr. laga nr. 58/2013, var kæranda hins vegar gefinn frestur til úrbóta. Ný kæra barst 7. apríl sl. þar sem þess er krafist að samningsgerð verði stöðvuð og ákvörðun varnaraðila um að taka tilboði Transas Marine Ltd. verði ógilt en varnaraðila gert að semja við kæranda.

Mál nr. 8/2016.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 11.8.2016

Með kæru 13. júlí 2016 kærði Verkfræðistofan Vista ehf. útboð Ríkiskaupa, fyrir hönd Vegagerðarinnar, nr. 20258 „Endurnýjun frostdýptarmælibúnaðar fyrir Vegagerðina“. Kærandi krefst þess að innkaupaferlið verði stöðvað þar til endanlega hefur verið leyst úr kærunni. Þá krefst kærandi þess að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila um val á tilboði en til vara að nefndin beini því til varnaraðila að auglýsa útboðið á nýjan leik. Kærandi krefst þess jafnframt að kærunefndin láti uppi álit á skaðabótaskyldu varnaraðila og að þeim verði gert að greiða kæranda málskostnað.

Mál nr. 7/2016.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 24.6.2016

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 2. júní sl. kærir Köfunarþjónustan ehf. útboð Framkvæmdasýslu ríkisins, f.h. Ísafjarðarbæjar og Ofanflóðasjóðs (hér eftir vísað sameiginlega til sem varnaraðila) nr. 20316, auðkennt „Snjóflóðavarnir á Ísafirði, Uppsetning stoðvirkja í kubba“.

Mál nr. 25/2015.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 24.6.2016

Með kæru 20. nóvember 2015 kæra All Iceland Tours ehf., Andrés Eyberg Magnússon, Björn Angantýsson, Björn Úlfarsson og Haraldur Örn Arnarson framkvæmd varnaraðila Strætó bs. á B-hluta samningskaupa um tilfallandi akstur fyrir fatlað fólk og fötluð skólabörn samkvæmt rammasamningi sem gerður var í september 2014 að undangengnum samningskaupum nr. 13261 auðkenndum „Akstursþjónusta fatlaðs fólks og fatlaðra skólabarna“.

Mál nr. 3/2016.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 24.6.2016

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 25. febrúar 2016 kærðu Úti og inni sf. og Landform ehf. útboð Hafnarfjarðarkaupstaðar (hér eftir vísað til sem „varnaraðila“) auðkennt „Hönnun og ráðgjöf fyrir hjúkrunarheimili Sólvangi“. Kærendur krefjast þess að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila um að leita samninga við STH teiknistofu ehf. og Landmótun sf. Þá krefst kærandi einnig að kærunefnd útboðsmála láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila auk þess sem krafist er málskostnaðar.

Mál 2/2016.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 24.6.2016

Með kæru 17. febrúar 2016 kæra All Iceland Tours ehf., Andrés Eyberg Magnússon, Björn Páll Angantýsson, Björn Úlfarsson og Haraldur Örn Arnarson ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar um að semja við leigubílastöð um tilfallandi akstur fyrir fatlað fólk og fötluð skólabörn. Kærendur krefjast þess að ákvörðunin verði felld verði úr gildi en hafi komist á samningur á grundvelli ákvörðunarinnar er þess krafist að hann verði lýstur óvirkur. Þá er þess krafist að kærunefnd útboðsmála „úrskurði um brot varnaraðila á samningskaupum um tilfallandi akstursþjónustu fatlaðs fólks og fatlaðra skólabarna“, að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kærendum og úrskurði kærendum málskostnað.

Mál nr. 6/2016.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 13.6.2016

Með kæru 19. maí 2016 kærði Enor ehf. örútboð Ríkiskaupa, fyrir hönd Reykjanesbæjar, nr. 20302 „Endurskoðun Reykjanesbæjar“. Kærandi krefst þess að felldir verði niður skilmálar örútboðsins sem kveða á um: 1) að sá sem stjórni verkinu skuli, auk þess að falla í A-flokk samkvæmt rammasamningnum, hafa reynslu af endurskoðun sveitarfélaga með 4.000 íbúa eða fleiri, 2) að aðrir í endurskoðunarteymi hafi reynslu af endurskoðun sveitarfélags og 3) að bjóðendur skili staðfestingu á reynslu af endurskoðun sveitarfélags með 4000 íbúa eða fleiri. Þá var þess einnig krafist að örútboðið yrði auglýst á nýjan leik án skilmálanna og að varnaraðilum yrði gert að greiða kæranda málskostnað. Af hálfu varnaraðila er þess krafist að öllum kröfum kæranda verði hafnað, en í þessum þætti málsins er þess krafist að sjálfkrafa stöðvun útboðsins verði aflétt. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu kæranda um stöðvun samningsgerðar samkvæmt 1. mgr. 96. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup, sbr. 15. gr. laga nr. 58/2013, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.

Mál nr. 5/2016.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 13.6.2016

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 1. maí 2016 kærir Björgun ehf. útboð Vegagerðarinnar (hér eftir vísað til sem „varnaraðila“) auðkennt „16-041 Landeyjahöfn – Haust dýpkun 2016 til 2018“. Kærandi krefst þess að kærunefnd útoðsmála stöðvi innkaupaferli varnaraðila þar til endanlega hefur verið leyst úr kæru og að lagt verði fyrir varnaraðila að auglýsa útboðið á nýjan leik. Jafnframt er krafist málskostnaðar. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu kæranda um að stöðva innkaupaferlið.

Mál nr. 4/2016.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 27.5.2016

Kærandi, Kongsberg Maritime AS, sendi Ríkiskaupum erindi 29. mars sl. vegna útboðs Ríkiskaupa, fyrir hönd Tækniskólans og Verkmenntaskólans á Akureyri, nr. 20149 (hér eftir „varnaraðila“) „Bridge and Engine Room Simulators“. Ríkiskaup framsendu erindið til kærunefndar útboðsmála sem taldi rétt að túlka efni þess sem kæru en þar sem erindið uppfyllti ekki kröfur 2. mgr. 94. gr. laga um opinber innkaup nr. 84/2007, sbr. 11. gr. laga nr. 58/2013, var kæranda gefinn frestur til úrbóta. Endurbætt kæra barst 7. apríl sl. þar sem þess er krafist að samningsgerð verði stöðvuð og ákvörðun varnaraðila um að taka tilboði Transas Marine Ltd. verði ógilt en varnaraðila gert að semja við kæranda.

Mál nr. 1/2016.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 26.5.2016

Með kæru 31. janúar 2016 sem barst kærunefnd útboðsmála 1. febrúar sama ár kærir BP Shiping Agency Island ehf. fyrir hönd Stocznia Remontowa Nauta S.A. útboð Ríkiskaupa, fyrir hönd Landhelgisgæslu Íslands nr. V20159 „Maintenance for Icelandic Coast Guard vessel Þór“. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila um val á tilboði Alkor Sp. z o.o. eða beini því til varnaraðila að auglýsa útboðið á nýjan leik. Þá er þess krafist að kærunefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda og að varnaraðila verði gert að greiða kæranda kostnað við að hafa kæruna uppi.

Mál nr. 29/2015.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 26.5.2016

Með kæru 27. desember 2015 kærir Hópferðamiðstöðin ehf. útboð Hafnarfjarðarbæjar „Skólaakstur fyrir grunnskóla 2016-2020“. Kærandi krefst þess aðallega að skilmálar útboðsgagna í kafla 0.15 og 2. lið 1. mgr. greinar 0.16.2 verði felldir niður í heild sinni, en til vara að skilmálarnir verði felldir niður að hluta. Þá krefst kærandi þess að nefndin láti í ljós álit á skaðabótaskyldu varnaraðila og að varnaraðila verði gert að greiða málskostnað.

Mál nr. 27/2015.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 26.4.2016

Með kæru 11. desember 2015 kærir SBK ehf. samningskaup Reykjanesbæjar nr. 14235 „Akstur almenningsvagna í Reykjanesbæ“. Kærandi krefst þess að felld verði úr gildi ákvörðun Reykjanesbæjar (hér eftir vísað til sem „varnaraðila“) um að ganga til samninga við Hópferðir Sævars Baldurssonar ehf. og varnaraðila verði gert að greiða málskostnað.

Mál nr. 3/2016.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 13.4.2016

Með kæru 25. febrúar 2016 kæra Úti og inni sf. og Landform ehf. útboð Hafnarfjarðarkaupstaðar (hér eftir vísað til sem „varnaraðila“) auðkennt „Hönnun og ráðgjöf fyrir hjúkrunarheimili Sólvangi“. Kærendur krefjast þess að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila um að leita samninga við STH teiknistofu ehf. og Landmótun sf. Þá krefjast kærendur einnig að kærunefnd útboðsmála láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila, auk þess sem krafist er málskostnaðar. STH teiknistofa ehf. gerir þær kröfur að öllum kröfum kærenda verði hafnað.

Mál nr. 2/2016.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 21.3.2016

Með kæru 17. febrúar 2016 kæra All Iceland Tours ehf., Andrés Eyberg Magnússon, Björn Angantýsson, Björn Úlfarsson og Haraldur Örn Arnarson ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar um að semja við leigubílastöð um tilfallandi akstur fyrir fatlað fólk og fötluð skólabörn. Kærendur krefjast þess að ákvörðunin verði felld verði úr gildi en hafi komist á samningur á grundvelli ákvörðunarinnar er þess krafist að hann verði lýstur óvirkur. Þá er þess krafist að kærunefnd útboðsmála „úrskurði um brot varnaraðila á samningskaupum um tilfallandi akstursþjónustu fatlaðs fólks og fatlaðra skólabarna“, að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kærendum og úrskurði kærendum málskostnað. Af hálfu varnaraðila Hafnarfjarðarbæjar er þess aðallega krafist að kærunni verði vísað frá nefndinni en til vara að öllum kröfum kærenda verði hafnað og kærendum gert að greiða málskostnað í ríkissjóð.

Mál nr. 24/2015.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 21.3.2016

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 11. nóvember 2015 kærði Enor ehf. örútboð Ríkiskaupa og Hafnarfjarðarbæjar (hér eftir vísað til sameiginlega sem varnaraðila) nr. 20148 samkvæmt rammasamningi nr. 15392 á endurskoðun ársreiknings fyrir Hafnarfjarðarbæ, Hafnarfjarðarhöfn og GN eignir ehf. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi þá ákvörðun varnaraðila að meta tilboð kæranda ógilt. Þá er þess krafist að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila auk þess sem krafist er málskostnaðar.

Mál nr. 23/2015.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 21.3.2016

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 6. nóvember 2015 kærði Icepharma hf. rammasamningsútboð varnaraðila Ríkiskaupa og Landspítala (hér eftir vísað til sameiginlega sem varnaraðila) nr. 15880 auðkennt „Framework agreement for Video Endoscopy Systems for gastrointestinal and respiratory applications“. Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila um val á tilboði í útboðinu, en til vara að nefndin beini því til þeirra að auglýsa útboðið á nýjan leik. Þá krefst kærandi þess að kærunefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila, auk þess sem krafist er málskostnaðar.

Mál nr. 3/2015B.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 16.3.2016

Með erindi 30. nóvember 2015 krefjast Efsti Hóll ehf., All Iceland Tours ehf. og Aldey ehf. endurupptöku á máli kærunefndar útboðsmála nr. 3/2015 sem lauk með úrskurði 13. ágúst 2015. Sóknaraðilar krefjast þess að í enduruppteknu máli lýsi kærunefndin óvirkan samning milli varnaraðila Strætó bs. og Ný-Tækni ehf. um tilfallandi akstursþjónustu fyrir fatlað fólk og fötluð skólabörn. Þá krefjast sóknaraðilar þess að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila Strætó bs., að varnaraðili Strætó bs. verði beittur stjórnvaldssekt og gert að greiða sóknaraðilum málskostnað.

Mál 21/2015.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 22.2.2016

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 30. október 2015 kærði Hnit verkfræðistofa hf. útboð Vegagerðarinnar (hér eftir vísað til sem varnaraðila) auðkennt „Bakkavegur Húsavík: Bökugarður-Bakki, eftirlit“. Endanlegar kröfur kæranda eru þær að „ákvarðanir varnaraðila að hafna því að meta hæfni [kæranda] sem bjóðanda í verkið og opna því ekki tilboð hans í verkið verði metnar ógildar og sömuleiðis allt framhald síðari opnunarfundarins 13. október 2015 eftir það, þ.m.t. opnun tilboða annarra bjóðenda“. Jafnframt er þess krafist að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila auk þess sem krafist er málskostnaðar.

Mál nr. 22/2015.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 22.2.2016

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 3. nóvember 2015 kærði Sparri ehf. útboð Ríkiskaupa og Isavia ohf. (hér eftir vísað til sem varnaraðila) nr. 20168 auðkennt „Endurbætur á þjónustuhúsi Isavia á Kef“. Kærandi krefst þess að ákvörðun varnaraðila um val á tilboði í hinu kærða útboði verði felld úr gildi og lagt verði fyrir varnaraðila að bjóða verkið út á nýjan leik. Jafnframt er þess krafist að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila auk þess sem krafist er málskostnaðar.

Mál nr. 17/2015.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 22.2.2016

Með kæru dagsettri 10. september 2015 sem barst kærunefnd útboðsmála 22. sama mánaðar kærir Sæsteinn ehf. ákvörðun Reykjavíkurborgar um að ganga til samninga við Hafið Fiskverslun ehf. í útboði Reykjavíkurborgar nr. 13456 „Rammasamningur um sjávarfang“.

Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila en til vara að kærunefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda. Þá er þess krafist að varnaraðila verði gert að greiða kæranda kostnað við að hafa kæruna uppi.

Mál nr. 19/2015.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 26.1.2016

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 16. október 2015 kærði Superlit Romania S.A. útboð varnaraðila, Fallorku ehf., nr. FO-1502 auðkennt „Glera II Hydopower Project. Penstock pipes“. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála ógildi ákvörðun varnaraðila Fallorku ehf. um að ganga til samninga við félagið Amiantit Norway AS, að kærunefnd leggi fyrir kærða að auglýsa útboðið á nýjan leik og að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda. Auk þess er krafist málskostnaðar.

Mál nr. 27/2015.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 26.1.2016

Með kæru 11. desember 2015 kærir SBK ehf. samningskaup Reykjanesbæjar nr. 14235 „Akstur almenningsvagna í Reykjanesbæ“. Kærandi krefst þess að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðilans Reykjanesbæjar um að ganga til samninga við varnaraðilann Hópferðir Sævars Baldurssonar ehf. og að Reykjanesbæ verði gert að greiða málskostnað. Af hálfu varnaraðila er þess aðallega krafist að kærunni verði vísað frá nefndinni en til vara að öllum kröfum kæranda verði hafnað og kæranda gert að greiða málskostnað í ríkissjóð. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu varnaraðila um afléttingu sjálfkrafa banns við samningsgerð samkvæmt 2. mgr. 94. gr. a. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup, sbr. 12. gr. laga nr. 58/2013, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.

Mál nr. 25/2015.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 26.1.2016

Með kæru 30. nóvember 2015 kærir Cargo Express ehf. útboð varnaraðila, Ríkiskaupa og Íslandspósts hf., (hér eftir vísað sameiginlega til sem „varnaraðila“) nr. 20109 auðkennt „Póstflutningar í flugi fyrir Íslandspóst frá Keflavík til Kaupmannahafnar“. Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila um val á tilboði Icelandair Cargo ehf. í hinu kærða útboði eða, til vara, að nefndin beini því til varnaraðila að auglýsa útboðið á nýjan leik. Þá krefst kærandi einnig að kærunefnd útboðsmála láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila, auk þess sem krafist er málskostnaðar. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu varnaraðila um afléttingu sjálfkrafa banns við samningsgerð samkvæmt 1. mgr. 94. gr. a. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup, sbr. 12. gr. laga nr. 58/2013, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.

Mál 28/2015.  Álit kærunefndar útboðsmála: - 25.1.2016

Með bréfi 16. nóvember 2015 óskaði Landsvirkjun eftir ráðgefandi áliti kærunefndar útboðsmála samkvæmt 4. mgr. 91. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup, vegna fyrirhugaðra innkaupa í tengslum við endurnýjun vélbúnaðar Bjarnarflagsstöðvar. Af bréfinu verður ráðið að Landsvirkjun hyggist endurnýja vélbúnað í rafstöð fyrirtækisins í Bjarnarflagi í Mývatnssveit.

Mál nr. 18/2015.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 25.1.2016

Með kæru 6. október 2015 kærði Xergi A/S forval varnaraðila Sorpu bs. nr. 071501 auðkennt „Waste Treatment Plant in Álfsnes.“ Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila um að hafna þátttöku kæranda í forvalinu, auk þess sem krafist er málskostnaðar.

          Varnaraðila var kynnt kæran og gefinn kostur á að gera athugasemdir. Með greinargerð 21. október 2015 krafðist varnaraðili þess aðallega að öllum kröfum kæranda yrði vísað frá kærunefnd útboðsmála en til vara að nefndin hafnaði öllum kröfum kæranda. Auk þess er krafist málskostnaðar úr hendi kæranda.

Mál 20/2015.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 18.1.2016

Með kæru 16. október 2015 kærði SITA Information Networking Computing USA Inc. útboð Ríkiskaupa fyrir hönd Isavia ohf. nr. 20099 auðkennt „New AODB for Multi Airport Handling“. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun Ríkiskaupa um að taka tilboði Gentrack Limited í útboðinu og hafna tilboði kæranda. Auk þess er krafist málskostnaðar.

Mál nr. 23/2015.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 4.12.2015

Með kæru 6. nóvember 2015 kærir Icepharma hf. rammasamningsútboð varnaraðila Ríkiskaupa og Landspítala (hér eftir vísað sameiginlega til sem „varnaraðila“) nr. 15880 auðkennt sem „Framework agreement for Video Endoscopy Systems for gastrointestinal and respiratory applications“. Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila um val á tilboði í útboðinu, en til vara að nefndin beini því til þeirra að auglýsa útboðið á nýjan leik. Þá krefst kærandi þess að kærunefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila, auk þess sem krafist er málskostnaðar. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu varnaraðila um afléttingu sjálfkrafa banns við samningsgerð samkvæmt 1. mgr. 94. gr. a. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup, sbr. 12. gr. laga nr. 58/2013, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.

Mál 22/2015.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 23.11.2015

Með kæru 3. nóvember 2015 kærir Sparri ehf. útboð varnaraðila Ríkiskaupa og Isavia ohf. (hér eftir vísað til sem „varnaraðila“) nr. 20168 auðkennt „Endurbætur á þjónustuhúsi Isavia á Kef“. Kærandi krefst þess að samningsgerð varnaraðila við HUG-verktaka ehf. verði stöðvuð. Jafnframt er þess krafist að ákvörðun varnaraðila um val á tilboði í útboðinu verði felld úr gildi og lagt verði fyrir þá að bjóða verkið út að nýju. Þá krefst kærandi álits á skaðabótaskyldu varnaraðila, auk þess sem krafist er málskostnaðar. Af hálfu varnaraðila er þess krafist að öllum kröfum kæranda verði hafnað og að sjálfkrafa banni við samningsgerð verði aflétt. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu varnaraðila um afléttingu sjálfkrafa banns við samningsgerð samkvæmt 1. mgr. 94. gr. a. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup, sbr. 12. gr. laga nr. 58/2013, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.

Mál nr. 21/2015.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 23.11.2015

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 2. nóvember 2015 kærir Hnit verkfræðistofa hf. útboð Vegagerðarinnar auðkennt „Bakkavegur Húsavík: Bökugarður-Bakki, eftirlit“. Kærandi krefst þess að „ákvarðanir varnaraðila að hafna því að meta hæfi sóknaraðila sem bjóðanda í verkið og opna því ekki tilboð hans í verkið verði felldar úr gildi og sömuleiðis allt framhald síðari opnunarfundarins 13. október 2015 eftir það, þ.m.t. opnun tilboða annarra bjóðenda.“ Þá er þess krafist að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila og að varnaraðila verði gert að greiða kæranda málskostnað. Þess er jafnframt krafist að samningsgerð varnaraðila við Verkís hf. um verkið verði stöðvuð.  Af hálfu varnaraðila hefur kröfu kæranda um stöðvun samningsgerðar verið mótmælt. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu kæranda um stöðvun samningsgerðar við Verkís hf. þar til endanlega hefur verið skorið úr kæru samkvæmt 1. mgr. 96. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup, sbr. 15. gr. laga nr. 58/2013, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.

Mál nr. 15/2015.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 23.11.2015

Með kæru sem barst kærunefnd útboðsmála 31. ágúst 2015 kærir Medor ehf. útboð Ríkiskaupa fyrir hönd Landspítala nr. 20115, ,,Matrix-assisted laser desorption ionization-time of flight mass spectometer (MALDI-TOF MS)“. Kærandi krefst þess að varnaraðilum verði gert að fella niður skilmála í grein 3.3a og 8.3b í fylgiskjali 14 með útboðsgögnum og að útboðið verði auglýst á nýjan leik án skilmálanna. Þá er þess krafist að varnaraðilum verði gert að greiða málskostnað.

Mál nr. 14/2015.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 23.11.2015

Með kæru 23. júlí 2015 kærir Brainlab Sales GmbH ákvörðun Landspítala um kaup á svokölluðum O-röntgenarmi, framleiddum af Medtronic, með samningskaupum án undangenginnar útboðsauglýsingar. Upphafleg kæra uppfyllti ekki skilyrði 2. mgr. 94. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup um efni kæru og beindi nefndin því til kæranda að bæta úr annmörkum innan hæfilegs frests, sbr. 3. mgr. 94. gr. laganna. Fullnægjandi kæra barst nefndinni 28. sama mánaðar þar sem þess var krafist að ákvörðun um innkaupin yrði felld úr gildi og lagt fyrir varnaraðila að bjóða út innkaupin. Þá var þess krafist að varnaraðilum yrði gert að greiða málskostnað. 

Mál nr. 20/2015.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 23.11.2015

Með kæru sem barst kærunefnd útboðsmála 16. október 2015 kærir SITA Information Networking Computing USA Inc. útboð Ríkiskaupa fyrir hönd Isavia ohf. nr. 20099 auðkennt „New AODB for Multi Airport Handling“. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu varnaraðila Ríkiskaupa og Isavia ohf. um afléttingu sjálfkrafa banns við samningsgerð samkvæmt 2. mgr. 94. gr. a. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup, sbr. 12. gr. laga nr. 58/2013, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.

Mál nr. 19/2015.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 23.11.2015

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 16. október 2015 kærir Superlit Romania S.A. útboð varnaraðila, Fallorku ehf., nr. FO-1502 auðkennt „Glera II Hydopower Project. Penstock pipes“. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu kæranda um að stöðva samningsgerðina um stundarsakir, en skilja verður kröfugerð varnaraðila á þá leið að hann mótmæli því að þessi krafa kæranda verði tekin til greina. Að öðru leyti bíður úrlausn málsins úrskurðar.

Mál nr. 15/2015.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 1.10.2015

Með kæru sem barst kærunefnd útboðsmála 31. ágúst 2015 kærir Medor ehf. útboð Ríkiskaupa fyrir hönd Landspítala nr. 20115 „Matrix-assisted laser desorption ionization-time of flight mass spectometer (MALDI-TOF MS)“. Kærandi krefst þess að varnaraðilum verði gert að fella niður skilmála í grein 3.3a og 8.3b í fylgiskjali 14 með útboðinu og að útboðið verði auglýst á nýjan leik án skilmálanna. Þá er þess krafist að varnaraðilum verði gert að greiða málskostnað.

Mál nr. 12/2015.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 1.10.2015

Með kæru móttekinni 10. júní 2015 kæra Íslenskir aðalverktakar hf. ákvörðun Framkvæmdasýslu ríkisins fyrir hönd Fjallabyggðar um að velja tilboð Köfunarþjónustunnar ehf. í útboði nr. 15849 „Snjóflóðavarnir Siglufirði, N-Fífladalir. Uppsetning stoðvirkja“. Kröfur kæranda eru að kærunefnd útboðsmála felli ákvörðunina úr gildi, veiti álit á skaðabótaskyldu og úrskurði að varnaraðilum verði gert að greiða málskostnað.

Mál nr. 10/2015.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 1.10.2015

Með kæru 8. júní 2015 kærði Stólpavík ehf. útboð varnaraðila Ríkiskaupa og Vegagerðarinnar nr. 15853 auðkennt „Salt til hálkuvarna fyrir Vegagerðina“. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila Ríkiskaupa og Vegagerðarinnar um að meta tilboð kæranda ógilt. Jafnframt er þess krafist að kærunefnd felli úr gildi ákvörðun varnaraðila um „að ganga til samningaviðræðna“ við Saltkaup ehf.

Mál nr. 9/2015.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 1.10.2015

Með kæru 8. júní 2015 kærir Húnavirki ehf. ákvörðun Húnaþings vestra um val á tilboði í leið 7 í útboði „vegna skólaaksturs fyrir Grunnskóla Húnaþings vestra skólaárin 2015-2016 til og með 2018-2019“. Kröfur kæranda eru að kærunefnd útboðsmála ógildi útboðið og beini því til varnaraðila að bjóða þjónustuna út að nýju. Þá er þess krafist að veitt verði álit á skaðabótaskyldu varnaraðilans Húnaþings vestra og honum gert að greiða málskostnað.

Mál nr. 7/2015.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 1.10.2015

Með kæru 1. júní 2015 kærði Míla ehf. útboð varnaraðila Ríkiskaupa og fjarskiptasjóðs nr. 15843 auðkennt „Ljósleiðarahringtenging Snæfellsness“. Kærandi krefst þess aðallega að felld verði úr gildi ákvörðun Ríkiskaupa 22. maí 2015 um val á tilboði Orkufjarskipta hf. í útboðinu. Jafnframt er þess krafist að felld verði úr gildi ákvörðun Ríkiskaupa og fjarskiptasjóðs 21. maí 2015 um að útiloka ekki Orkufjarskipti hf. frá þátttöku í útboðinu. Til vara er þess krafist að lagt verði fyrir Ríkiskaup að auglýsa framangreint útboð að nýju. Auk þess er krafist málskostnaðar.

Mál nr. 6/2015.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 1.10.2015

Hinn 18. maí 2015 barst kærunefnd útboðsmála tölvupóstur frá Willis AB. Tölvupósturinn uppfyllti ekki skilyrði 2. mgr. 94. gr. laga um opinber innkaup um efni kæru og beindi nefndin því til kæranda að bæta úr annmörkum innan hæfilegs frests, sbr. 3. mgr. 94. gr. laganna. Hinn 21. maí barst varnaraðila endanleg kæra sem beinist að útboði Ríkiskaupa og Landhelgis­gæslunnar nr. 15543 „Aviation Insurances for the Icelandic Coast Guard“.

Mál nr. 8/2015.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 26.8.2015

Með kæru 1. júní 2015 kærir Orka náttúrunnar ohf. ákvörðun Hagvangs ehf. 13. maí 2015, fyrir hönd þrettán tilgreindra aðila rammasamnings Ríkiskaupa nr. 4220 „Raforka“, um að viðhafa örútboð á grundvelli rammasamningsins. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála kveði á um að hið kærða örútboð verði fellt úr gildi. Þá krefst kærandi þess að varnaraðilum verði gert að greiða kæranda kostnað við að hafa kæruna uppi.

Mál nr. 5/2015.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 26.8.2015

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 4. maí 2015 kærði Jarðlist ehf. útboð varnaraðila Ríkiskaupa nr. 15856 auðkennt „Gjögurflugvöllur. Endurbætur 2015“. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála „leggi fyrir kærða að ganga til samninga við kæranda vegna þjónustu sem boðin var út“ í hinu kærða útboði. Til vara er þess krafist að kærunefnd ógildi útboðið og leggi fyrir Ríkiskaup „að bjóða út þjónustuna að nýju“. Til þrautavara er þess krafist að kærunefnd láti uppi álit á skaðabótaskyldu varnaraðila Ríkiskaupa. Auk þess er krafist málskostnaðar.

Mál nr. 4/2015.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála - 26.8.2015

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 16. apríl 2015 kærði Optima ehf. útboð varnaraðila Reykjavíkurborgar nr. 13119 auðkennt „Rammasamningur um tölvu- og netbúnað“. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila um að vísa kæranda frá þátttöku í útboðinu. Þá krefst kærandi þess einnig að kærunefnd felli úr gildi eftirfarandi skilmála í grein 1.1.8 í útboðsgögnum:  „Endurskoðaður ársreikningur, undirritaður af löggiltum endurskoðanda án fyrirvara um rekstrarhæfi.“ Jafnframt er þess krafist að kærunefnd felli úr gildi eftirfarandi skilmála í grein 1.1.13. í útboðsgögnum: „Síðastgerðum ársreikningi. Framlagður ársreikningur skal vera endurskoðaður og áritaður af löggiltum endurskoðanda án fyrirvara um rekstrarhæfi bjóðanda.“ Hann krefst einnig málskostnaðar.

Mál nr. 14/2015.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 19.8.2015

Með kæru 23. júlí 2015 kærir Brainlab Sales GmbH ákvörðun Landspítala um kaup á „O-röntgenarm“, framleiddum af Medtronic, með samningskaupum án undangenginnar útboðsauglýsingar. Upphafleg kæra uppfyllti ekki skilyrði 2. mgr. 94. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup um efni kæru og beindi nefndin því til kæranda að bæta úr annmörkum innan hæfilegs frests, sbr. 3. mgr. 94. gr. laganna. Fullnægjandi kæra barst nefndinni 28. sama mánaðar þar sem þess er krafist að ákvörðun um innkaupin verði felld úr gildi og lagt verði fyrir varnaraðila að bjóða út innkaupin. Þá er þess krafist að varnaraðilum verði gert að greiða málskostnað. Af hálfu varnaraðila er þess krafist að sjálfkrafa banni við samningsgerð verði aflétt og öllum kröfum kæranda verði hafnað.

Mál 3/2015.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 17.8.2015

Með kæru 25. mars 2015 kæra Efsti Hóll ehf., All Iceland Tours ehf., Björn Páll Angantýsson, Aldey ehf. og Ferðaglaður ehf. ákvörðun Strætó bs. um að samþykkja framsal á réttindum og skyldum Kynnisferða ehf., samkvæmt rammasamningi um tilfallandi akstursþjónustu fatlaðs fólks og fatlaðra skólabarna, til Ný-Tækni ehf. Kröfur kærenda eru að kærunefnd útboðsmála lýsi rammasamning milli varnaraðila óvirkan.

Mál nr. 13/2015.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 16.7.2015

Með kæru 24. júní 2015 kærir EFLA hf. útboð varnaraðila Landsvirkjunar nr. 20188 auðkennt „Stækkun Búrfellsvirkjunar“. Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila Landsvirkjunar um að ganga til samninga við varnaraðila Verkís hf. Til vara er þess krafist að kærunefnd láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila Landsvirkjunar gagnvart kæranda. Þá er krafist málskostnaðar. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu beggja varnaraðila um afléttingu sjálfkrafa banns við samningsgerð samkvæmt 1. mgr. 94. gr. a. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup, sbr. 12. gr. laga nr. 58/2013, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.

Mál 12/2015.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 26.6.2015

Með kæru 10. júní 2015 kæra Íslenskir aðalverktakar hf. ákvörðun Framkvæmdasýslu ríkisins fyrir hönd Fjallabyggðar um að velja tilboð Köfunarþjónustunnar ehf. í útboði nr. 15849 „Snjóflóðavarnir Siglufirði, N-Fífladalir. Uppsetning stoðvirkja“. Kröfur kæranda eru að kærunefnd útboðsmála felli ákvörðunina úr gildi, gefi álit á skaðabótaskyldu og úrskurði að varnaraðilum verði gert að greiða málskostnað. Í greinargerð varnaraðila Framkvæmdasýslu ríkisins 18. júní 2015 var þess krafist að öllum kröfum kæranda yrði hafnað. Lítur nefndin svo á að í því felist krafa um afléttingu sjálfkrafa stöðvunar. Varnaraðili Köfunarþjónustan ehf. gerði athugasemdir við kæruna 16. júní sl. Kærunefnd útboðsmála óskaði eftir frekari upplýsingum frá varnaraðilum 18. júní sl. og bárust þær 19. júní sl. Kærandi gerði athugasemdir við greinargerðir varnaraðila 22. júní 2015. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu varnaraðila um afléttingu sjálfkrafa banns við samningsgerð samkvæmt 1. mgr. 94. gr. a. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup, sbr. 12. gr. laga nr. 58/2013, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.

Mál nr. 10/2015.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 26.6.2015

Með kæru 8. júní 2015 kærir Stólpavík ehf. útboð varnaraðila Ríkiskaupa og Vegagerðarinnar nr. 15853 auðkennt „Salt til hálkuvarna fyrir Vegagerðina“. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála stöðvi fyrirhugaða samningsgerð um stundarsakir. Þá er þess krafist að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila Ríkiskaupa og Vegagerðarinnar um að meta tilboð kæranda ógilt. Jafnframt er þess krafist að kærunefnd felli úr gildi ákvörðun varnaraðila um „að ganga til samningaviðræðna“ við varnaraðila Saltkaup ehf. Þess er einnig krafist að kærunefnd láti í ljós álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila, auk þess sem krafist er málskostnaðar. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu varnaraðila Ríkiskaupa og Vegagerðarinnar um afléttingu sjálfkrafa banns við samningsgerð samkvæmt 1. mgr. 94. gr. a. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup, sbr. 12. gr. laga nr. 58/2013, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.

Mál nr. 9/2015.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 26.6.2015

Með kæru 8. júní 2015 kærir Húnavirki ehf. ákvörðun Húnaþings vestra um val á tilboði í leið 7 í útboði „vegna skólaaksturs fyrir Grunnskóla Húnaþings vestra skólaárin 2015-2016 til og með 2018-2019“. Kröfur kæranda eru að kærunefnd útboðsmála ógildi útboðið og beini því til varnaraðila að bjóða þjónustuna út að nýju. Þá er þess krafist að veitt verði álit á skaðabótaskyldu og að varnaraðila gert að greiða málskostnað. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu varnaraðila um afléttingu sjálfkrafa banns við samningsgerð samkvæmt 1. mgr. 94. gr. a. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup, sbr. 12. gr. laga nr. 58/2013, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.

Mál nr. 7/2015.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 26.6.2015

Með kæru 1. júní 2015 kærir Míla ehf. útboð varnaraðila Ríkiskaupa og fjarskiptasjóðs nr. 15843 auðkennt „Ljósleiðarahringtenging Snæfellsness“. Kærandi krefst þess aðallega að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila Ríkiskaupa frá 22. maí 2015 um val á tilboði Orkufjarskipta hf. í útboðinu. Jafnframt er þess krafist að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila frá 21. maí 2015 um að útiloka ekki Orkufjarskipti hf. frá þátttöku í útboðinu. Auk þess er krafist málskostnaðar. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu varnaraðila um afléttingu sjálfkrafa banns við samningsgerð samkvæmt 1. mgr. 94. gr. a. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup, sbr. 12. gr. laga nr. 58/2013, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.

Mál nr. 8/2015.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 22.6.2015

Með kæru 1. júní 2015 kærir Orka náttúrunnar ohf. ákvörðun Hagvangs ehf. 13. maí 2015, fyrir hönd þrettán tilgreindra aðila rammasamnings Ríkiskaupa nr. 4220 „Raforka“, um að viðhafa örútboð á grundvelli rammasamningsins. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu sóknaraðila um stöðvun samningsgerðar við Orkusöluna ehf. á grundvelli örútboðsins þar til endanlega hefur verið skorið úr kæru samkvæmt 1. mgr. 96. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup, sbr. 15. gr. laga nr. 58/2013, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar. Af hálfu varnaraðila hefur öllum kröfum kæranda verið mótmælt.

Mál 11/2015.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála - 22.6.2015

Með bréfi 28. maí 2015 óskuðu Landspítali og Ríkiskaup eftir ráðgefandi áliti kærunefndar útboðsmála samkvæmt 4. mgr. 91. gr. laga nr. 84/2007, vegna ágreinings sem upp hefur komið milli þeirra í útboði nr. 15756 um innkaup á einnota líni. Upplýst er að tilboð í útboðinu hafi verið opnuð 29. janúar 2015.

Mál nr. 5/2015.  Ákvörðun kærunefnda útboðsmála: - 26.5.2015

Með kæru 4. maí 2015 kærir Jarðlist ehf. útboð varnaraðila Ríkiskaupa nr. 15586 auðkennt „Gjögurflugvöllur. Endurbætur 2015“. Kærandi krefst að kærunefnd útboðsmála stöðvi fyrirhugða samningsgerð um stundarsakir. Þess er jafnframt krafist að kærunefnd „leggi fyrir kærða að ganga til samninga við kæranda vegna þjónustu sem boðin var út“ í hinu kærða útboði. Til vara er þess krafist að kærunefnd ógildi útboðið og leggi fyrir Ríkiskaup „að bjóða út þjónustuna að nýju“. Til þrautavara er þess krafist að kærunefnd láti í té álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila Ríkiskaupa. Auk þess er krafist málskostnaðar. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu varnaraðila um afléttingu sjálfkrafa banns við samningsgerð samkvæmt 1. mgr. 94. gr. a. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup, sbr. 12. gr. laga nr. 58/2013, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.

Mál nr. 4/2015.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 4.5.2015

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 16. apríl 2015 kærir Optima ehf. útboð varnaraðila Reykjavíkurborgar nr. 13119 auðkennt „Rammasamningur um tölvu- og netbúnað“. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu kæranda um að stöðva samningsgerðina um stundarsakir, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.

Mál nr. 2/2015.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 4.5.2015

Með kæru 20. febrúar 2015 kærir Inter ehf. rammasamningsútboð nr. 15686 „Framework agreement for delivery of Surgical Lights for Landspitali – University Hospital, Reykjavik Iceland“. Kröfur kæranda eru að kærunefnd útboðsmála ógildi ákvörðun frá 11. febrúar 2015  um val á tilboði og leggi fyrir varnaraðila, Ríkiskaup og Landspítalann, að taka nýja ákvörðun um val á tilboði. Þá er þess krafist að varnaraðilum verði gert að greiða málskostnað.

Mál nr. 1/2015.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 4.5.2015

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 6. febrúar 2015 kærði WOW air ehf. ætlaða sniðgöngu varnaraðila, fjármála- og efnahagsráðuneytisins, á skyldu þess til að bjóða út flugfarmiðakaup í samræmi við ákvæði laga nr. 84/2007 um opinber innkaup. Kærandi krefst þess aðallega að „kærunefnd útboðsmála beini því til kærða að bjóða út umrædd innkaup heildstætt í gegnum miðlægt innkaupakerfi og mæti þar með útboðsskyldu allra þeirra opinberu aðila sem eru aðilar að slíku miðlægu innkaupakerfi.“ Kærandi krefst þess einnig að „viðurkennt verði að óheimilt sé að veita svokallaða vildarpunkta eða aðra fjárhagslega umbun til opinberra starfsmanna í skiptum fyrir kaup hins opinbera á þjónustu.“ Þá krefst kærandi þess að kærunefnd „lýsi fyrirtækjasamning Icelandair og kærða, um afslátt frá flugfargjöldum og önnur sérkjör, dags. 29. maí 2009, óvirkan.“ Til vara krefst kærandi þess að kærunefnd beini því til varnaraðila að bjóða út umrædd innkaup.

Mál nr. 26/2014.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála - 7.4.2015

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 29. desember 2014 kærði Fastus ehf. rammasamningsútboð varnaraðila Ríkiskaupa og Landspítala nr. 15585 vegna kaupa á hjartagangráðum, hjartabjargráðum, leiðslum o.fl. Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila Ríkiskaupa og Landspítala um val á tilboði í útboðinu, en til vara að þeim verði gert að bjóða út innkaupin í heild sinni að nýju. Þess er einnig krafist til vara að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila.

Mál nr. 19/2014.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 27.3.2015

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 9. október 2014 kærðu Íslenska Gámafélagið ehf. og Metanorka ehf. fyrirhugaða samningsgerð varnaraðila, SORPU bs., vegna kaupa á tæknilausn og tæknilegri ráðgjöf við uppbyggingu fyrirhugaðrar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi. Endanlegar kröfur kærenda eru „að kærunefnd útboðsmála úrskurði að kærða verði gert að auglýsa útboð um tæknilausn á Evrópska efnahagssvæðinu“, auk þess sem krafist er málskostnaðar.

Mál nr. 20/2014.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 26.3.2015

Með kæru 24. október 2014 kærir Logaland ehf. örútboðið „Bleyjur, netbuxur og undirlegg ásamt heimsendingu“ sem fram fór á grundvelli rammasamnings „RK 09.02 (útboð 15583)“. Kröfur kæranda eru aðallega þær að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila um að hafna öllum tilboðum frá kæranda um viðbótarvöruúrval en til vara að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila um val tilboða og lagt fyrir þá að auglýsa útboðið á nýjan leik. Þá er þess krafist að varnaraðilum verði gert að greiða málskostnað.

Mál nr. 2/2015.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 18.3.2015

Með kæru 20. febrúar 2015 kærir Inter ehf. rammasamningsútboð nr. 15686 „Framework agreement for delivery of Surgical Lights for Landspitali – University Hospital, Reykjavik Iceland“. Kröfur kæranda eru að kærunefnd útboðsmála ógildi ákvörðun um val á tilboði og leggi fyrir varnaraðila, Ríkiskaup og Landspítalann, að taka nýja ákvörðun um val á tilboði. Þá er þess krafist að varnaraðilum verði gert að greiða málskostnað.

Mál nr. 22/2014.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 6.3.2015

Með kæru 7. nóvember 2014 kærir Tölvu- og rafeindaþjónusta Suðurlands ehf. örútboð varnaraðila nr. 15669 um hýsingar- og rekstrarþjónustu sem fram fór á grundvelli rammasamnings RK 03.06 um hýsingar- og rekstrarþjónustu. Kröfur kæranda eru að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila um að taka tilboði Símans hf. og að nefndin láti uppi álit á skaðabótaskyldu varnaraðila. Þá er þess krafist að varnaraðila verði gert að greiða málskostnað. Varnaraðila var gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum við kæruna og bárust þær 14. nóvember 2014. Varnaraðili krefst þess að öllum kröfum kæranda verði hafnað. Kærandi gerði athugasemdir við greinargerð varnaraðila 27. janúar 2015.

Mál nr. 23/2014.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 4.3.2015

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 14. nóvember 2014 kærði Reykjafell ehf. útboð varnaraðila Ríkiskaupa og Isavia ohf. nr. 15698 auðkennt „Ambulift, for passengers with reduced mobility.“ Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila 6. nóvember 2014 um val á tilboði í útboðinu en til vara að nefndin beini því til þeirra að bjóða út innkaupin að nýju. Þá er þess jafnframt krafist að nefndin nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila, auk þess sem krafist er málskostnaðar.

Mál nr. 25/2014.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 4.3.2015

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 20. nóvember 2014 kærðu G.V. Gröfur ehf. og G. Hjálmarsson hf. útboð varnaraðila Akureyrarbæjar auðkennt „Snjómokstur og hálkuvarnir 2014-2017“. Kærendur krefjast þess að kærunefnd útboðsmála ógildi útboðið og leggi fyrir kærða að auglýsa útboðið á nýjan leik. Þá er þess jafnframt krafist að nefndin nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila auk málskostnaðar.

Mál nr. 18/2014.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 3.3.2015

Með kæru 30. september 2014 kærir Logaland ehf. rammasamningsútboð nr. 15629 „Skurðstofuhanskar og nitril skoðunarhanskar“. Varnaraðilar eru Ríkiskaup, Landspítali, Sjúkrahúsið á Akureyri, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja, Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Heilbrigðisstofnun Blönduóss, Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks og Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins. Kröfur kæranda eru aðallega þær að kærunefnd útboðsmála leggi fyrir varnaraðila að auglýsa útboðið að nýju en til vara að vöruflokkar A, C og D verði auglýstir að nýju.

Mál 16/2014.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 3.3.2015

Með kæru 19. september 2014 kærir Eirberg ehf. rammasamningsútboð nr. 15629 „Skurðstofuhanskar og nitril skoðunarhanskar“. Varnaraðilar eru Ríkiskaup, Landspítali, Sjúkrahúsið á Akureyri, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja, Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Heilbrigðisstofnun Blönduóss, Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks og Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins. Kröfur kæranda eru að kærunefnd útboðsmála leggi fyrir varnaraðila að bjóða innkaupin út að nýju.

Mál nr. 24/2014.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 10.2.2015

Með kæru, sem móttekin var 18. nóvember 2014, kærir Álfaborg ehf. útboð Isavia ohf. á innkaupum á gólfefnum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Kröfur kæranda eru að ákvörðun um val á tilboði verði ógilt og að varnaraðila verði gert að bjóða út innkaupin. Til vara er þess krafist að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda. Varnaraðila var gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum við kæruna og bárust þær 3. desember 2014. Varnaraðili krefst þess aðallega að kærunni verði vísað frá en til vara að öllum kröfum kæranda verði hafnað. Kærandi gerði athugasemdir við greinargerð varnaraðila 15. desember 2014.

Mál nr. 19/2014.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 4.2.2015

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 9. október 2014 kærðu Íslenska Gámafélagið ehf. og Metanorka ehf. fyrirhugaða samningsgerð SORPU bs. vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi. Með ákvörðun 29. október 2014 féllst kærunefnd útboðsmála á þá kröfu kærenda að stöðva hina fyrirhuguðu samningsgerð um stundarsakir. Með bréfi 18. desember 2014, sem fylgt var eftir með tölvupósti daginn eftir, gerðu kærendur kröfu um að þeim yrði afhent þau gögn sem varnaraðilar höfðu lagt fram til kæruefndar en áskilið sér trúnað um. Um er að ræða skýrslu Mannvits um gasgerðarstoð í Álfsnesi og samanburð tæknilausna frá 2. apríl 2014, drög að samningum við Aikan A/S og þróunarsamning SORPU bs. og Aikan A/S frá 16. janúar 2014.

Mál nr. 17/2014.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 4.2.2015

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 29. september 2014 kærði Fastus ehf. útboð varnaraðila Landspítala og Ríkiskaupa nr. 15513 um kaup á fatavinnslulínu fyrir þvottahús Landsspítala. Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila um val á tilboði í útboðinu en til vara að varnaraðilum verði gert að bjóða út innkaupin í heild sinni að nýju. Þá er jafnframt krafist að nefndin nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila, auk þess sem krafist er málskostnaðar.

Mál nr. 26/2014.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 19.1.2015

Með kæru 29. desember 2014 kærir Fastus ehf. rammasamningsútboð varnaraðila nr. 15585 vegna kaupa á hjartagangráðum, hjartabjargráðum og leiðslum. Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila um val á tilboði í útboðinu, en til vara að varnaraðilum verði gert að bjóða út innkaupin í heild sinni að nýju. Þess er einnig krafist til vara að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila. Þá er krafist málskostnaðar. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu varnaraðila um afléttingu sjálfkrafa banns við samningsgerð samkvæmt 1. mgr. 94. gr. a. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup, sbr. 12. gr. laga nr. 58/2013, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.

Mál nr. 21/2014.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 5.1.2015

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 7. nóvember 2014 kærði Öryggismiðstöð Íslands ehf. útboð varnaraðila nr. 15705 auðkennt „Fangelsi á Hólmsheiði. Samskiptakerfi (kallkerfi)“. Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila um val á tilboði í útboðinu, en til vara að varnaraðilum verði gert að bjóða út innkaupin í heild sinni að nýju og að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila.

Mál nr. 25/2014.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 5.1.2015

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 20. nóvember 2014 kæra G.V. Gröfur ehf. og G. Hjálmarsson hf. útboð varnaraðila Akureyrarbæjar auðkennt „Snjómokstur og hálkuvarnir 2014-2017“. Kærendur krefjast þess að kærunefnd útboðsmála ógildi útboðið og leggi fyrir varnaraðila að auglýsa útboðið á nýjan leik. Þess er jafnframt krafist að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila auk þess sem krafist er málskostnaðar. Í þessum þætti málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu kæranda um að stöðva framangreint innkaupaferli og samningsgerð um stundarsakir, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.

Mál nr. 20/2014.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 11.12.2014

Með kæru 24. október 2014 kærir Logaland ehf. örútboðið „Bleyjur, netbuxur og undirlegg ásamt heimsendingu“ sem fram fór á grundvelli rammasamnings „RK 09.02 (útboð 15583)“. Kröfur kæranda eru aðallega þær að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila um að hafna öllum tilboðum frá kæranda um viðbótarvöruúrval en til vara að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila um val tilboða og lagt fyrir þá að auglýsa útboðið á nýjan leik. Þá er þess krafist að varnaraðilum verði gert að greiða málskostnað. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu kæranda um að gerð samnings verði stöðvuð þar til endanlega hefur verið skorið úr kæru samkvæmt 1. mgr. 96. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup, sbr. 15. gr. laga nr. 58/2013, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar. Af hálfu varnaraðila er öllum kröfum kæranda mótmælt.

Mál nr. 15/2014.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 11.12.2014

Með kæru 16. september 2014 kærir Atlantsolía ehf. útboð Akureyrarbæjar á eldsneyti fyrir bæinn. Kröfur kæranda eru að nefndin leggi fyrir varnaraðila að fella niður eftirfarandi skilmála í útboðslýsingu: „Akureyrarbær hefur ákveðið að taka einu tilboði í allar diselolíur og bensín í þessu útboði. Bjóða verður í allar tegundir þessara vörutegunda“. Þá er þess krafist að varnaraðila verði gert að bjóða innkaupin út að nýju. Hafi varnaraðili tekið ákvörðun um val á tilboði krefst kærandi þess að sú ákvörðun verði felld úr gildi. Hann krefst einnig málskostnaðar. Varnaraðila var gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum við kæruna og bárust þær 22. september 2014. Varnaraðili krefst þess að öllum kröfum kæranda verði hafnað. Kærandi gerði athugasemdir við greinargerð varnaraðila 30. október 2014.

Mál nr. 14/2014.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 11.12.2014

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 29. ágúst 2014 kærði Drífa ehf. forval varnaraðila auðkennt „Commercial opportunities at Keflavik Airport“ er varðar verslunar- og veitingarekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd felli úr gildi ákvörðun varnaraðila um val á tilboðum í forvalinu en til vara að innkaupin verði boðin út í heild sinni að nýju. Þá krefst kærandi þess einnig að kærunefnd láti í ljós álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila, auk þess sem krafist er málskostnaðar.

          Varnaraðila var kynnt kæran og gefinn kostur á að gera athugasemdir. Með greinargerð 3. september 2014 krafðist varnaraðili þess að kröfum kæranda yrði vísað frá nefndinni. Frekari athugasemdir bárust ekki. 

          Með ákvörðun 9. september 2014 hafnaði kærunefnd útboðsmála kröfu kæranda um að framangreint innkaupaferli yrði stöðvað um stundarsakir.

Mál nr. 23/2014.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 9.12.2014

Með kæru 14. nóvember 2014 kærir Reykjafell ehf. útboð varnaraðila, Ríkiskaupa og Isavia ohf., nr. 15698 auðkennt „Ambulift, transport and lifting vehicle for passengers with reduced mobility“. Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila um val á tilboði í útboðinu, en til vara að varnaraðilum verði gert að bjóða út innkaupin í heild sinni að nýju. Þess er jafnframt krafist að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila auk þess sem krafist er málskostnaðar. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu varnaraðila um afléttingu sjálfkrafa banns við samningsgerð samkvæmt 1. mgr. 94. gr. a. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup, sbr. 12. gr. laga nr. 58/2013, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.

Mál nr. 21/2014.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 28.11.2014

Með kæru 7. nóvember 2014 kærir Öryggismiðstöð Íslands hf. útboð varnaraðila nr. 15705 auðkennt „Fangelsi á Hólmsheiði. Samskiptakerfi (kallkerfi)“. Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila um val á tilboði í útboðinu, en til vara að varnaraðilum verði gert að bjóða út innkaupin í heild sinni að nýju. Þess er jafnframt krafist að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila auk þess sem krafist er málskostnaðar. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu varnaraðila um afléttingu sjálfkrafa banns við samningsgerð samkvæmt 1. mgr. 94. gr. a. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup, sbr. 12. gr. laga nr. 58/2013, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.

Mál nr. 19/2014.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 28.11.2014

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 9. október 2014 kæra Íslenska Gámafélagið ehf. og Metanorka ehf. fyrirhugaða samningsgerð Sorpu bs. vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi. Í þessum þætti málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu kærenda um að stöðva samningsgerð um stundarsakir, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.

Mál nr. 17/2014.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 28.11.2014

Með kæru 29. september 2014 kærir Fastus ehf. útboð varnaraðila nr. 15513 um fatavinnslulínu fyrir þvottahús Landspítala. Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila um val á tilboði í útboðinu, en til vara að varnaraðilum verði gert að bjóða út innkaupin í heild sinni að nýju. Þá er þess jafnframt krafist að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila, auk þess sem krafist er málskostnaðar. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu varnaraðila Landspítala um afléttingu sjálfkrafa banns við samningsgerð samkvæmt 1. mgr. 94. gr. a. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup, sbr. 12. gr. laga nr. 58/2013, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.

Mál nr. 18/2014.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 17.10.2014

Með kæru 30. september 2014 kærir Logaland ehf. rammasamningsútboð nr. 15629 „Skurðstofuhanskar og nitril skoðunarhanskar“. Kröfur kæranda eru aðallega þær að kærunefnd útboðsmála leggi fyrir varnaraðila, sem eru Ríkiskaup ásamt Landspítalanum og 10 öðrum heilbrigðiststofnunum, að auglýsa útboðið að nýju en til vara að vöruflokkar A, C og D verði auglýstir að nýju.

Mál nr. 13/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 17.10.2014

Með kæru 15. júlí 2014 kærðu Verkís hf. og Arkís arkitektar ehf. niðurstöðu forvals hönnunarsamkeppni Vegagerðarinnar og Vina Þórsmerkur vegna göngubrúar yfir Markarfljót við Húsadal. Kærendur krefjast þess að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila 20. júní 2014 þar sem þrír aðilar voru valdir til þátttöku í samkeppninni.

Mál nr. 16/2014.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 7.10.2014

Með kæru 19. september 2014 kærir Eirberg ehf. rammasamningsútboð nr. 15629 „Skurðstofuhanskar og nitril skoðunarhanskar“. Kröfur kæranda eru að kærunefnd útboðsmála leggi fyrir varnaraðila, sem eru Ríkiskaup ásamt Landspítalanum og 10 öðrum heilbrigðiststofnunum, að bjóða innkaupin út að nýju. Þá er þess krafist að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila og að varnaraðila verði gert að greiða málskostnað. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu varnaraðila um afléttingu sjálfkrafa banns við samningsgerð samkvæmt 1. mgr. 94. gr. a. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup, sbr. 12. gr. laga nr. 58/2013, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.

Mál nr. 15/2014.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 6.10.2014

Með kæru 16. september 2014 kærir Atlantsolía ehf. útboð Akureyrarbæjar á eldsneyti fyrir bæinn. Kröfur kæranda eru að nefndin leggi fyrir varnaraðila að fella niður eftirfarandi skilmála í útboðslýsingu: „Akureyrarbær hefur ákveðið að taka einu tilboði í allar diselolíur og bensín í þessu útboði. Bjóða verður í allar tegundir þessara vörutegunda“. Þá er þess krafist að varnaraðila verði gert að bjóða innkaupin út að nýju. Krafist er stöðvunar á samningsgerð þar til skorið hefur verið úr málinu. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til síðastgreindu kröfu kæranda, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.

Mál nr. 9/2014.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 6.10.2014

Með kæru 13. maí 2014 kærir Ístak hf. ákvörðun Ríkiskaupa um val tilboðs í útboði fyrir Isavia ohf. nr. 15606 auðkennt „Stækkun Suðurbyggingar til vesturs 2014, SSV14-07 Jarðvinna, burðarvirki og ytri frágangur“. Endanlegar kröfur kæranda eru að tilboði Íslenskra aðalverktaka hf. verði vísað frá vegna formgalla og að kærunefnd útboðsmála yfirfari tilboð sem bárust í heild sinni.

Mál nr. 14/2014.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 17.9.2014

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 29. ágúst 2014 kærir Drífa ehf. forval varnaraðila nefnt „Commercial opportunities at Keflavik Airport“ er varðar verslunar- og veitingarekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu kæranda um að stöðva forvalsferlið um stundarsakir, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.

Mál nr. 12/2014.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 21.8.2014

Með kæru 31. maí 2014 kæra Laugar ehf. ákvörðun Kópavogsbæjar um að hafna tilboði kæranda í útboði um útleigu á líkamsræktaraðstöðu við sundlaugar í Kópavogsbæ. Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun
varnaraðila um að hafna tilboði kæranda í framangreindu útboði. Til vara krefst kærandi þess að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda. Þá krefst kærandi þess að varnaraðila verði gert að greiða kæranda málskostnað.

Mál nr. 11/2014.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 21.8.2014

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 28. maí 2014 kærði Á. Óskarsson ehf. innkaup Reykjanesbæjar á nýjum hreinsikerfum fyrir sundlaugar í Reykjanesbæ samkvæmt svonefndri verðkönnun. Kærandi krefst þess að kærunefnd „felli úr gildi ákvörðun Reykjanesbæjar þess efnis að framkvæma umrædda verðkönnun, svo og aðrar ákvarðanir sem teknar hafa verið á grundvelli hennar, og beini því til Reykjanesbæjar að bjóða út umrædd innkaup með lögmætum hætti.“ Þá krefst kærandi þess einnig að kærunefnd láti í ljós álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila, auk þess sem krafist er málskostnaðar.

Mál nr. 10/2014.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 20.8.2014

Með kæru 22. maí 2014 kærðu Afvélar ehf. útboð Ríkiskaupa auðkennt nr. 15647 „Sand-, salt- og pækildreifarar (3-4) fyrir Vegagerðina“. Kærandi krefst þess að kærunefnd felli niður eftirfarandi málsgrein í lið 12 á tilboðsblaði 2: „Skráningarkerfið á að skila notkunar- og afkastagögnum á öruggan hátt inn í tölvukerfi Vegagerðarinnar á DAU-sniði án leyfis- og áskriftargjalda“, og einnig eftirfarandi málsgrein í grein 3.5 í útboðslýsingu: „ ... (þ.m.t. leyfis- og áskriftargjöld) sem hljótast af vegna kaupanna og vegna notkunar boðnar vöru, hverju nafni sem þau nefnast...“. Þá krefst kærandi þess einnig að kærunefnd úrskurði að útboðið „hafi verið ólögmætt og að varnaraðilarnir Ríkiskaup og/eða Vegagerðin séu skaðabótaskyld gagnvart kæranda vegna þess.“ Þá er krafist málskostnaðar.

Mál nr. 7/2014.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 14.7.2014

Með kæru 11. apríl 2014 kærir Hlaðan ehf. ákvörðun og málsmeðferð við innkaup varnaraðila, Húnaþings vestra, á rekstri skólamötuneytis og veitingastaðar á Hvammstanga. Þess er aðallega krafist að ákvörðun varnaraðila um að viðhafa forval verði felld úr gildi en til vara að ákvörðun um að hafna kæranda í forvalinu verði felld úr gildi. Til þrautavara er þess krafist að samningur varnaraðila við Gauksmýri ehf. verði lýstur óvirkur og til þrautaþrautavara að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda.

Mál nr. 11/2014.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 20.6.2014

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 28. maí 2014 kærir Á. Óskarsson ehf. innkaup Reykjanesbæjar á nýjum hreinsikerfum fyrir sundlaugar í Reykjanesbæ samkvæmt svonefndri verðkönnun. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu kæranda um að stöðva innkaupaferlið um stundarsakir.

Mál nr. 10/2014.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 19.6.2014

Með kæru 22. maí 2014 kæra Aflvélar ehf. útboð Ríkiskaupa auðkennt nr. 15647 „Sand-, salt- og pækildreifarar (3-4) fyrir Vegagerðina“. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu kæranda um stöðvun útboðsins. Varnaraðilum hefur verið gefin kostur á að tjá sig um stöðvunarkröfu kæranda.

Mál nr. 4/2014.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 19.6.2014

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 6. mars 2014 kærði Fastus ehf. útboð nr. 15554 auðkennt „Rannsóknartæki og rekstarvara fyrir LSH“. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála „leggi fyrir kærða að fella niður hina ólögmætu skilmála í útboðsgögnum, ella felli úr gildi ákvörðun kærða um framangreint útboð og beini því til kærða að bjóða út innkaupin að nýju með lögmætum hætti“. Einnig er þess krafist að kærunefnd láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda auk þess sem krafist er málskostnaðar.

Mál nr. 6/2014.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 19.6.2014

Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 17. mars 2014 kærði Logaland ehf. útboð nr. 15554 auðkennt „Rannsóknartæki og rekstrarvara fyrir LSH“. Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli niður skilmála 2. mgr. inngangskafla í viðauka 14 í útboðsgögnum að hluta til, skilmála 1. mgr. liðar 1.02 í viðauka 14 og lið 3.1.2 í útboðsgögnum auk eftirfarandi liði í viðauka 14 í útboðsgögnum: 2.24, 2.25, 2.26, 3.01, 3.20, 3.26, 3.27, 3.31 og 3.38 og 3.20. Til vara er þess krafist að kærunefnd felli útboðið niður í heild sinni og leggi fyrir varnaraðila Ríkiskaup að auglýsa útboð á nýjan leik. Þá er krafist málskostnaðar.

Mál nr. 3/2014.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 19.6.2014

Með kæru 28. febrúar 2013 kærir ISS Ísland ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 15576 „ISAVIA – ræsting FLE“. Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun um val á tilboði en til vara að nefndin láti í ljós álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda. Þá krefst kærandi þess að kærunefndin úrskurði kæranda málskostnað vegna meðferðar málsins.

Mál nr. 9/2014.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 19.6.2014

Með kæru 13. maí 2014 kærir Ístak hf. ákvörðun Ríkiskaupa á vali tilboðs í útboði fyrir Isavia ohf. nr. 15606 auðkennt „Stækkun Suðurbyggingar til vesturs 2014, SSV14-07 Jarðvinna, burðarvirki og ytri frágangur“. Endanlegar kröfur kæranda eru að tilboði ÍAV verði vísað frá vegna formgalla og kærunefnd útboðsmála yfirfari tilboð sem bárust í heild sinni. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu varnaraðila um afléttingu sjálfkrafa banns við samningsgerð samkvæmt 1. mgr. 94. gr. a. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup, sbr. 12. gr. laga nr. 58/2013, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.

Mál nr. 8/2014. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 23.5.2014

Með kæru 8. maí 2014 kærir Óskatak ehf. útboð Vegagerðarinnar auðkennt „Svínadalsvegur (502-02) Leirársveitarvegur – Kambshóll“. Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila um að hafna tilboði kæranda, en til vara að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila. Auk þess er krafist málskostnaðar.

Mál nr. 7/2014.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 6.5.2014

Með kæru 11. apríl 2014 kærir Hlaðan ehf. ákvörðun og málsmeðferð við innkaup, varnaraðila, Húnaþings vestra á rekstri skólamötuneytis og veitingastaðar á Hvammstanga. Jafnframt er kærð ákvörðun varnaraðila um að velja kæranda ekki til þátttöku í útboði um innkaupin. Í þessum hluta málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu kæranda um stöðvun samningsgerðar um stundarsakir en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar. Varnaraðila auk Gauksmýri ehf., sem einnig tók þátt í innkaupsferlinu, hefur verið gefinn kostur á að tjá sig um kröfu um stöðvun.

Mál nr. 6/2014.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 9.4.2014

Með kæru 17. mars 2014 kærir Logaland ehf. útboð auðkennt nr. 15554 „Rannsóknartæki og rekstrarvara fyrir LSH.“ Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu kæranda um stöðvun útboðsins um stundarsakir. Varnaraðilum hefur verið gefinn kostur á að tjá sig um stöðvunarkröfu kæranda, auk þess sem kæranda hefur verið gefinn kostur á að tjá sig um tiltekin atriði sem fram komu í athugasemdum varnaraðila.

Mál nr. 4/2014.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 26.3.2014

Með kæru 6. mars 2014 kærir Fastus ehf. útboð nr. 15554 auðkennt „Rannsóknartæki og rekstrarvara f. LSH“. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu kæranda um stöðvun útboðsins. Varnaraðilum hefur verið gefinn kostur á að tjá sig um stöðvunarkröfu kæranda.

Mál nr. 5/2014.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 20.3.2014

Með kæru 7. mars 2014 kærir Yutong Eurobus ehf. ákvörðun Strætó bs. um val á tilboði á grundvelli rammasamnings sem gerður var á grundvelli samningskaupa nr. 13002 „Endurnýjun strætisvagna“.

Mál nr. 2/2014.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 20.3.2014

Með kæru 27. janúar 2014 kærði Hiss ehf. útboð Ríkiskaupa, fyrir hönd Ríkislögreglustjórans, nr. 15577 „Aðgerða og búnaðarvesti með kevlarplötum“. Skilja verður kröfugerð kæranda þannig að þess sé aðallega krafist að varnaraðilum verði gert að breyta útboðsgögnum á þann veg að felldur verði niður skilmáli útboðsgagna sem leggur bann við því að eigendur, stjórnendur og aðilar tengdir bjóðendum megi ekki vera starfandi lögreglumenn eða tengjast þeim. Til vara krefst kærandi þess að lagt verði fyrir varnaraðila að bjóða út kaupin á nýjan leik og breyta útboðsauglýsingu og útboðsgögnum „hvað varðar kafla 1.6.2. um að lögreglumenn megi ekki tengjast bjóðanda“.

Mál nr. 3/2014.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 19.3.2014

Með kæru 28. febrúar 2013 kærir ISS Ísland ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 15576 „ISAVIA – ræsting FLE“. Í þessum hluta málsins tekur nefndin afstöðu til stöðvunar samningsgerðar um stundarsakir en úrlausn málsins að öðru leyti bíður endanlegs úrskurðar.

Mál nr. 1/2014. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 10.3.2014

Með kæru 7. janúar 2014 kærði Spennandi ehf. innkaup Fasteigna Akureyrarbæjar á vatnsrennibraut og uppgöngustigahúsi við Sundlaug Akureyrar samkvæmt svonefndri verðkönnun. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila „þess efnis að framkvæma umrædda verðkönnun, svo og aðrar ákvarðanir sem teknar hafa verið á grundvelli hennar, og beini því til varnaraðila að bjóða út umrædd innkaup með lögmætum hætti.“ Þá krefst kærandi þess að kærunefnd láti í ljós álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila auk þess sem krafist er málskostnaðar.

Mál nr. 28/2013. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 10.3.2014

Með kæru 20. nóvember 2013 kærði Logaland ehf. verðfyrirspurnir Landspítala  auðkenndar nr. 16/2013 „Almennar stungunálar“, nr. 17/2013 „Innrennslisnálar ungbarna“, nr. 18/2013 „Sprautur án skrúfgangs“ og nr. 19/2013 „Blóðgas sprautur með og án nálar“. Þá kærði kærandi einnig „fyrirkomulag innkaupa á öðrum vörum sem tilgreindar voru í rammasamningsútboði Ríkiskaupa nr. 15066.“ Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd leggi fyrir varnaraðila að bjóða út innkaup á þeim vörum sem kærði óskar eftir að kaupa samkvæmt framangreindum verðfyrirspurnum, en til vara að hann felli úr gildi ákvörðun varnaraðila um að leggja verðfyrirspurnirnar fram að hluta eða öllu leyti. Þá er þess jafnframt krafist að kærunefnd leggi fyrir varnaraðila „að bjóða út innkaup á öllum öðrum vörum sem óskað var eftir í útboði nr. 15066“. Að lokum er krafist málskostnaðar.

Mál nr. 1/2014.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 29.1.2014

Með kæru 7. janúar 2014 kærir Spennandi ehf. innkaup Fasteigna Akureyrarbæjar á vatnsrennibraut og uppgöngustigahúsi við Sundlaug Akureyrar samkvæmt svonefndri verðkönnun. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu kæranda um að stöðva innkaupaferlið.

Mál nr. 30/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 29.1.2014

Með bréfi 25. nóvember 2013 kærði Axis húsgögn ehf. rammasamningsútboð Ríkiskaupa nr. 15400 auðkennt „Húsgögn“. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila um val tilboða í framangreindu útboði og „að lagt verði fyrir kærða að endurmeta stig kæranda samkvæmt valforsendum útboðslýsingar útboðsins og semja við kæranda sem alhliða sölu- og þjónustuaðila á grundvelli útboðsins, sbr. heimild í 1. málslið 1. mgr. 97. gr. laga nr. 84/2007. Telji kærunefndin sig ekki hafa heimild til að leggja það fyrir kærða að endurmeta stig kæranda eða semja við kæranda sem alhliða sölu- og þjónustuaðila er þess krafist að lagt verði fyrir kærða að bjóða innkaupin út að nýju.“ Þá er þess jafnframt krafist að kærunefnd láti í ljós álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila auk þess sem krafist er málskostnaðar. 

Mál nr. 29/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 29.1.2014

Með kæru 20. nóvember 2013 sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærði Túlkaþjónustan slf. útboð Reykjavíkurborgar nr. 13086 ,,Rammasamningur um túlka- og þýðingarþjónustu“. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála láti uppi álit á skaðabótaskyldu varnaraðila og að varnaraðila verði gert að greiða kæranda málskostnað vegna kærumeðferðarinnar.

Mál nr. 27/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 29.1.2014

Með bréfi 18. nóvember 2013 kærði Fastus ehf. rammasamningsútboð Ríkiskaupa nr. 15408 um kaup á svæfingartækjum vegna Landspítala, Heilbrigðisstofnunar Austurlands, Sjúkrahúss Akureyrar og Sjúkrahúss Akraness. Kærandi krefst þess aðallega að felld verði úr gildi sú ákvörðun Ríkiskaupa að taka tilboði General Electric Healthcare í svæfingartæki í útboðinu og lagt verði fyrir varnaraðila að velja úr framkomnum tilboðum að nýju. Til vara er þess krafist að útboðsferlið verði fellt úr gildi og útboð auglýst á nýjan leik og til þrautavara að nefndin láti í ljós álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila. Þá er krafist málskostnaðar.

Mál nr. 26/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 23.1.2014

Með kæru 28. september 2013 sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærðu Aflvélar ehf. útboð Ríkiskaupa fyrir hönd Vegagerðarinnar nr. 15493 ,,Sand-, salt- og pækildreifarar (4) fyrir Vegagerðina”. Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála lýsi samning Vegagerðarinnar við A. Wendel ehf., um kaup á fjórum Epoke Sirius AST3800 vélum, óvirkan. Til vara krefst kærandi þess að kærunefnd útboðsmála úrskurði að hið kærða útboð sé ólögmætt og að varnaraðilar, Ríkiskaup og/eða Vegagerðin séu skaðabótaskyld gagnvart kæranda vegna útboðsins. Jafnframt krefst kærandi þess að varnaraðila, Vegagerðinni, verði gert að auglýsa útboðið á nýjan leik. Þá krefst kærandi þess að kærunefndin úrskurði að Ríkiskaup og/eða Vegagerðin skuli greiða kæranda málskostnað vegna kærumeðferðarinnar.

Mál nr. 27/2013. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 20.12.2013

Með kæru 18. nóvember 2013 kærir Fastus ehf. rammasamningsútboð Ríkiskaupa nr. 15408 um kaup á svæfingarvélum vegna Landspítala, Heilbrigðisstofnunar Austurlands, Sjúkrahúss Akureyrar og Sjúkrahúss Akraness. Gerir kærandi þær kröfur aðallega að felld verði úr gildi sú ákvörðun Ríkiskaupa að taka tilboði General Electric Healthcare í svæfingartæki í útboðinu og lagt verði fyrir varnaraðila að velja úr framkomnum tilboðum að nýju. Þá er þess krafist að innkaupaferlið verði stöðvað um stundarsakir teljist kæra ekki hafa haft í för með sér sjálfkrafa stöðvun.

Mál nr. 28/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 6.12.2013

Með kæru 20. nóvember 2013 kærir Logaland ehf. verðfyrirspurnir Landspítala  auðkenndar nr. 16/2013 „Almennar stungunálar“, nr. 17/2013 „Innrennslisnálar ungbarna“, nr. 18/2013 „Sprautur án skrúfgangs“ og nr. 19/2013 „Blóðgas sprautur með og án nálar“. Þá kærir kærandi einnig „fyrirkomulag innkaupa á öðrum vörum sem tilgreindar voru í rammasamningsnútboði Ríkiskaupa nr. 15066.“  Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfum kæranda um að stöðva „það innkaupaferli sem verðfyrirspurnirnar hafa sett af stað“ og „núverandi innkaupaferli/samningsgerð á öðrum vörum sem voru tilgreindar í útboði nr. 15066“.

Mál nr. 25/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 6.12.2013

 

Með bréfi 10. september 2013 kærði samstarfshópurinn SALUS ákvörðun varnaraðila vegna forvals fyrir hönnunarútboð auðkennt nr. 15453 „Nýr Landspítali við Hringbraut, meðferðarkjarni og rannsóknarhús“, þess efnis að kærandi uppfylli ekki kröfur forvalsgagna til þess að taka þátt í útboðinu. Kærandi krefst þess að ákvörðun varnaraðila verði „ógilt og úrskurðað að SALUS uppfylli kröfur forvalsgagna og sé heimilt að taka þátt í útboðinu.“ Þá er jafnframt óskað eftir því að kærunefnd láti í ljós álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila. Að lokum er gerð krafa um endurgreiðslu kærugjalds og málskostnað. Með bréfi 13. nóvember 2013 gerði kærandi auk þess kröfu um að kærunefnd viki sæti við frekari umfjöllun málsins.

Mál nr. 24/2013. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 6.12.2013

 

Með bréfi 10. september 2013 kærði KOS, óstofnað félag tiltekinna ráðgjafafyrirtækja í mannvirkjahönnun, ákvörðun varnaraðila, vegna forvals fyrir hönnunarútboð auðkennt nr. 15453 „Nýr Landspítali við Hringbraut, meðferðarkjarni og rannsóknarhús“, þess efnis að kærandi uppfylli ekki kröfur forvalsgagna til þess að taka þátt í útboðinu. Kærandi krefst þess að ákvörðun varnaraðila verði felld úr gildi og að kærunefnd leggi fyrir varnaraðila „að fella niður tiltekna ólögmæta skilmála í útboðsgögnum, nánar tiltekið kröfur útboðsgagna um formlegar staðfestingar eigenda á því að þeir standi að baki umsókninni“. Þá er jafnframt gerð krafa um málskostnað.  

Mál nr. 21/2013. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 5.12.2013

 

Með kæru 6. ágúst 2013 kærðu Fjallasýn ehf., Sel sf., Jón Ingimundarson og Guðmundur Þórarinsson útboð Norðurþings auðkennt „Skólaakstur í Norðurþingi 2013-2017“. Kærendur kröfðust þess að „þeir aðilar sem ekki skiluðu skilyrtum gögnum verði útilokaðir frá samningum við Norðurþing og gengið verði til samninga við bjóðendur sem skiluðu inn öllum umbeðnum gögnum“. Með bréfi 8. sama mánaðar komu fram frekari skýringar við kæruna og sú krafa að „þau tilboð sem ekki fylgdu tilskilin gögn verði dæmd ógild“. Þá var þess krafist að samningsgerð yrði stöðvuð þar til nefndin hefði úrskurðað í málinu.

Mál nr. 23/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 29.10.2013

Með kæru 10. september 2013 kærði Inter ehf. ákvörðun varnaraðila Ríkiskaupa, um að hafna þeirri kröfu kæranda að auglýsa útboð nr. 15468, „Rekstrarvörur fyrir speglun“, á nýjan leik. Kærandi krafðist þess að kærunefnd stöðvaði innkaupaferlið þegar í stað og að hinu kærða útboði yrði hætt og að útboð yrði auglýst á nýjan leik.

Mál nr. 20/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 29.10.2013

Með kæru 6. ágúst 2013 kærði Kolur ehf. útboð varnaraðila, Vegagerðarinnar, auðkennt „Vetrarþjónusta í Dalasýslu 2013-2016“. Kærandi krafðist þess að kærunefnd útboðsmála stöðvaði samningsgerð varnaraðila og BS þjónustu ehf. þar til endanlega yrði skorið úr kærunni. Þá krafðist kærandi þess að felld yrði úr gildi sú ákvörðun varnaraðila að velja tilboð BS þjónustu ehf., að lagt yrði fyrir varnaraðila að bjóða verkið út á nýjan leik og að nefndin léti í ljós álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda.

Mál nr. 18/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 29.10.2013

Með bréfi 1. júlí 2013 kærði Tengill ehf. ákvörðun, varnaraðila, Vegagerðarinnar um að vísa frá tilboði fyrirtækisins í verkið „Múlagöng, endurbætur á rafkerfi 2013-2014“ og hefja samningaviðræður við Rafmenn ehf. Kærandi krefst þess aðallega að ákvörðun varnaraðila um að vísa tilboði kæranda frá verði felld úr gildi en til vara að nefndin láti uppi álit á skaðabótaskyldu varnaraðila.

Mál nr. 25/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 28.10.2013

Með kæru 10. september 2013 kærir samstarfshópurinn SALUS ákvörðun varnaraðila, vegna forvals fyrir hönnunarútboð auðkennt nr. 15453 „Nýr Landspítali við Hringbraut, meðferðarkjarni og rannsóknarhús“, þess efnis að kærandi uppfylli ekki kröfur forvalsgagna til þess að taka þátt í útboðinu.

Mál nr. 19/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 26.9.2013

Með bréfi 18. júlí 2013 kærði RST Net ehf. ákvörðun Landsnets hf. um að láta fara fram lokað útboð án auglýsingar í útboðinu „STU-31, Tengivirki Stuðlum, spennuhækkun í 132 kV, stjórn – og varnarbúnaðar og uppsetning rafbúnaðar“. Kærandi krafðist þess að útboðið yrði ógilt og að innkaupaferlið yrði stöðvað þar til leyst yrði úr kæruefninu.

Mál nr. 16/2013. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 26.9.2013

Með bréfi dagsettu 21. maí 2013 kærði Fjarskipti hf. örútboð Ríkiskaupa nr. 15369 „Fjarskiptaþjónusta“. Kærandi krafðist þess að samningsgerð sem fram fór á grundvelli útboðsins yrði stöðvuð, að felld yrði úr gildi ákvörðun varnaraðila um að taka tilboði Símans hf. og að kærunefnd felldi niður svohljóðandi skilmála útboðsgagna merktan V1 í kafla 1.2: „Til staðar sé virkt og vottað upplýsingaöryggiskerfi eftir viðurkenndum og almennum stöðlum s.s. ISO 27001.“

Mál nr. 23/2013: Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 26.9.2013

Með kæru 10. september 2013 kærir Inter ehf. ákvörðun varnaraðila, Ríkiskaupa, um að hafna þeirri kröfu kæranda að auglýsa útboð nr. 15468, „Rekstrarvörur fyrir speglun“ á nýjan leik. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt þyki að stöðva innkaupaferlið að kröfu kæranda.

Mál 24/2010B. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 23.9.2013

Með tölvubréfi 8. nóvember 2012 krafðist Heflun ehf. þess að mál kærunefndar útboðsmála nr. 24/2010: Þjótandi ehf. gegn Vegagerðinni yrði endurupptekið. Í bréfinu var krafa bjóðandans Heflunar ehf. orðuð með svofelldum hætti: „Með hliðsjón af meðfylgjandi áliti umboðsmanns Alþingis óskar [Heflun ehf.] hér með eftir því að nefndin taki mál nr. 24/2010 til meðferðar að nýju og hagi úrlausn málsins í samræmi við þau sjónarmið sem fram koma í áliti umboðsmanns Alþingis [31. október 2012 í máli nr. 6340/2011].“

Mál nr. 20/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 10.9.2013

Með kæru 6. ágúst 2013 kærir Kolur ehf. útboð Vegagerðarinnar auðkennt „Vetrarþjónusta í Dalasýslu 2013-2016“. Í kærunni hefur kærandi uppi þær meginkröfur um að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila 26. júlí 2013 um að velja tilboð BS þjónustunnar ehf. og lagt verði fyrir varnaraðila að bjóða innkaupin að nýju út.

Mál nr. 14/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 10.9.2013

Með bréfi mótteknu 7. maí 2013 kærir Gámaþjónustan hf. ákvörðun Garðabæjar og Mosfellsbæjar um að leita samninga við Íslenska gámafélagið ehf. vegna útboðsins „Sorphirða í Garðabæ og Mosfellsbæ 2013-2017“.

Mál nr. 11/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 10.9.2013

Með bréfi 11. apríl 2013 kærði Roja Holding ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að kefjast gjalds af þátttakendum fyrir afhendingu útboðsgagna í útboði nr. 15397 „Hjólaskófla fyrir Isavia“. Kærandi krafðist þess að kærunefnd útboðsmála stöðvaði innkaupaferlið þar til endanlega yrði skorið úr kæru. Þá krafðist kærandi þess að nefndin legði fyrir varnaraðila að auglýsa útboðið á nýjan leik. Að síðustu krafðist kærandi þess að nefndin úrskurðaði kæranda málskostnað.

Mál nr. 10/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 10.9.2013

Með bréfi 11. apríl 2013 kærði Roja Holding ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að kefjast gjalds af þátttakendum fyrir afhendingu útboðsgagna í útboði nr. 15429 „Vörubifreið fyrir Isavia“. Kærandi krafðist þess að kærunefnd útboðsmála stöðvaði innkaupaferlið þar til endanlega yrði skorið úr kæru. Þá krafðist kærandi þess að nefndin legði fyrir varnaraðila að auglýsa útboðið á nýjan leik. Að síðustu krafðist kærandi þess að nefndin úrskurðaði kæranda málskostnað.

Mál nr. 21/2013. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 10.9.2013

Með kæru 6. ágúst 2013 kæra Fjallasýn ehf., Sel sf., Jón Ingimundarson og Guðmundur Þórarinsson útboð Norðurþings auðkennt „Skólaakstur í Norðurþingi 2013-2017“. Kærendur krefjast þess að „þeir aðilar sem ekki skiluðu skilyrtum gögnum verði útilokaðir frá samningum við Norðurþing og gengið verði til samninga við bjóðendur sem skiluðu inn öllum umbeðnum gögnum“.

Mál nr. 12/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 21.8.2013

Með ódagsettu bréfi mótteknu hjá kærunefnd útboðsmála 12. apríl 2013 kærir Logaland ehf. örútboð Landspítala nr. 1212 „Latex og vinyl skoðunarhanskar – Örútboð innan rammasamnings ríkisins nr. 13.03“.

Mál nr. 1/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 21.8.2013

Með bréfi, dags. 15. janúar 2013, kærir Logaland ehf. örútboð Landspítala nr. 1212 „Latex og vinyl skoðunarhanskar – Örútboð innan rammasamnings ríkisins nr. 13.03“.

Mál nr. 15/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála - 13.8.2013

Með kæru móttekinni 15. maí 2013, kærir BYD Auto Ltd. ákvörðun, varnaraðila, Strætó bs., dagsett sama dag, þar sem kæranda var vísað frá þátttöku í samningskaupum nr. 13002 „Endurnýjun strætisvagna“.

Mál nr. 18/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 23.7.2013

Með kæru 2. júlí 2013 kærði Tengill ehf. ákvörðun Vegagerðarinnar um að hafna tilboði kæranda og taka tilboði Rafmanna ehf. í útboði varnaraðila nefnt Múlagöng: Endurbætur á rafkerfi.

Mál nr. 13/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála - 22.7.2013

Með bréfi 19. apríl 2013 kærði Hestvík ehf. val á tilboði í útboði Vegagerðarinnar „Yfirborðsmerkingar á Suðursvæði 2013-2014“.

Mál nr. 3/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 22.7.2013

Með bréfi, dags. 24. janúar 2013, kærir Norkring AS samkeppnisviðræður Ríkiskaupa „Broadcast Network Renewal – Digital Television Broadcast“.

Mál nr. 17/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 8.6.2013

Með kæru 24. maí 2013 kærði Portfarma ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að hafna tilboði kæranda í útboði varnaraðila nr. 15387 „Ýmis lyf 23“.

Mál nr. 8/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 8.6.2013

Með kæru 6. mars 2013 kærði CMS ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að hafna tilboði kæranda í útboði varnaraðila nr. 15294 „Björgunarþyrlur á leigu fyrir LHG“. Kærandi krefst þess að viðurkennt verði að ákvörðun varnaraðila hafi verið ólögmæt og nefndin láti uppi álit á skaðabótaskyldu varnaraðila.

Mál nr. 5/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 8.6.2013

Með bréfi mótteknu 14. febrúar 2013, kærði Rafey ehf. útboð Vegagerðarinnar „Fáskrúðsfjarðargöng – Endurbætur á rafkerfi 2013“.

Mál nr. 9/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 8.6.2013

Með bréfi, dags. 4. apríl 2013, kærir Grafa og grjót ehf. útboð Framkvæmdasýslu ríkisins nr. 15420 „Nýtt fangelsi á Hólmsheiði, jarðvinna og heimlagnir“.

Mál nr. 7/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála - 8.6.2013

Með kæru 1. mars 2013 kærði Kone ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að velja tilboð Íslandslyftna ehf. í útboði nr. 15373 „FLE – Lyftur og rúllustigar Endurhönnun Suðurbyggingar 2013“.

Mál nr. 15/2013. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 8.6.2013

Með kæru móttekinni 15. maí 2013, kærði BYD Auto Limited Ltd. ákvörðun Strætó bs. um að hafna tilboði félagsins í samningskaupum nr. 13002 „Endurnýjun strætisvagna“.

Mál nr. 12/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 8.6.2013

Með bréfi, dags. 16. maí 2012, kærði Iceland Express ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboði í útboði nr. 15003: „Flugsæti til og frá Íslandi“.

Mál nr. 14/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 8.6.2013

Með bréfi mótteknu 7. maí 2013 kærir Gámaþjónustan hf. ákvörðun Garðabæjar og Mosfellsbæjar um að leita samninga við Íslenska gámafélagið ehf. vegna útboðsins „Sorphirða í Garðabæ og Mosfellsbæ 2013-2017“.

Mál nr 4/2013. Úrskurður kærunefndar útboðsmála - 8.6.2013

Með kæru, dags. 4. febrúar 2013, kærði Bílaumboðið Askja ehf. ákvörðun Reykjavíkurborgar um að velja tilboð Heklu ehf. í útboði nr. 12929 „Bifreiðaútboð, flokkabifreiðar að 3,5 t. og að 7,5 t., pallbifreiðar og smærri sendibifreiðar“.

Mál nr. 13/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 7.6.2013

Með bréfi, dags. 19. apríl 2013, kærði Hestvík ehf. val á tilboði í útboði Vegagerðarinnar „Yfirborðsmerkingar á Suðursvæði 2013-2014“.

Mál nr. 12/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála - 7.6.2013

Með ódagsettu bréfi kærir Logaland ehf. örútboð Landspítala nr. 1212 „Latex og vinyl skoðunarhanskar – Örútboð innan rammasamnings ríkisins nr. 13.03“.

Mál nr. 11/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 27.5.2013

Með bréfi, dags. 11. apríl 2013, kærði Roja Holding ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að krefjast gjalds af þátttakendum fyrir afhendingu útboðsgagna í útboði nr. 15397 „Hjólaskófla fyrir Isavia“.

Mál nr. 10/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 27.5.2013

Með bréfi, dags. 11. apríl 2013, kærði Roja Holding ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að krefjast gjalds af þátttakendum fyrir afhendingu útboðsgagna í útboði nr. 15429 „Vörubifreið fyrir Isavia“.

Mál nr. 1/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 27.5.2013

Með bréfi, dags. 15. janúar 2013, kærir Logaland ehf. örútboð Landspítala nr. 1212 „Latex og vinyl skoðunarhanskar – Örútboð innan rammasamnings ríkisins nr. 13.03“.

Mál nr 37/2012B.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 27.5.2013

Með bréfi, dags. 3. apríl 2013, krafðist Íslenska gámafélagið ehf. þess með vísan til 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 að mál nr. 37/2012, Kubbur ehf. gegn Hafnarfjarðarkaupstað, yrði endurupptekið. Í bréfinu var krafa Íslenska gámafélagsins ehf. orðuð með svofelldum hætti: „Fyrir hönd Íslenska gámafélagsins ehf. er þess krafist, með vísan til 24. gr. laga nr. 37/1993, að málið verði endurupptekið og að kveðinn verði upp nýr úrskurður í málinu þar sem fallist verði á kröfur og sjónarmið [Íslenska gámafélagsins ehf.] í málinu. Þá er þess krafist að kærunefndin afturkalli úrskurð í málinu með vísan til 25. gr. laga nr. 37/1993.“

Mál nr. 37/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 27.5.2013

Með bréfi, dags. 20. desember 2012, kærir Kubbur ehf. ákvörðun Hafnarfjarðarkaupstaðar 13. sama mánaðar um að leita samninga við Íslenska gámafélagið ehf. í útboðinu „Hafnarfjörður – Sorphirða 2013-2021“.

Mál nr. 35/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 27.5.2013

Með bréfi, dags. 13. desember 2012, kærir Nortek ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 1533 „Aðgangsstýrikerfi fyrir LSH. 1. áfangi: Slysa- og bráðadeild“.

Mál nr. 32/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 27.5.2013

Með bréfi, dags. 29. október 2012, kærir Logaland ehf. örútboð Landspítala nr. 1201 „Latex og vinyl skoðunarhanskar – Örútboð innan rammasamnings ríkisins nr. 13.03“.

Mál nr. 9/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála - 27.5.2013

Með bréfi, dags. 4. apríl 2013, kærir Grafa og grjót ehf. útboð Framkvæmdasýslu ríkisins nr. 15420 „Nýtt fangelsi á Hólmsheiði, jarðvinna og heimlagnir“.

Mál nr. 2/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 23.4.2013

Með kæru, dags. 18. janúar 2013, kærði Rafkaup hf. rammasamningsútboð Ríkiskaupa nr. 15270 „Byggingavörur og ljósaperur“.

Mál nr. 34/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 23.4.2013

Með kæru, dags. 5. nóvember 2012, kærði Sérverk ehf. val Kópavogsbæjar í útboðinu „Leikskóli Austurkór 1, Alútboð“.

Mál nr. 5/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 23.4.2013

Með bréfi 12. mars 2012 kærir Cetus ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 15068: Vökva- og sprautudælur, tengikvíar, skráningarkerfi og rekstrarvörur fyrir Landspítala.

Mál nr. 5/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 23.4.2013

Með bréfi, dags. 14. febrúar 2013, kærði Rafey ehf. útboð Vegagerðarinnar „Fáskrúðsfjarðargöng – Endurbætur á rafkerfi 2013“.

Mál 36/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 23.4.2013

Með bréfi, dags. 20. desember 2012, kærðu Kynnisferðir ehf. útboð Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum nr. A-SSS-01 „Útboð á akstri til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar“.

Mál 25/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 26.3.2013

Með bréfi, dags. 2. september 2011, kærði Logaland ehf. samkeppnisviðræður Ríkiskaupa nr. 14981 „Tækjabúnaður og rekstrarvara fyrir Kjarna- og bráðarannsóknastofu Landspítala“.

Mál nr. 3/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 7.3.2013

Með bréfi, dags. 24. janúar 2013, kærir Norkring AS útboð Ríkiskaupa „Broadcast Network Renewal – Digital Television Broadcast“.

Mál nr. 4/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 7.3.2013

Með kæru, dags. 4. febrúar 2013, kærði Bílaumboðið Askja ehf. ákvörðun Reykjavíkurborgar um að velja tilboð Heklu ehf. í útboði nr. 12929 „Bifreiðaútboð, flokkabifreiðar að 3,5 t. og að 7,5 t., pallbifreiðar og smærri sendibifreiðar“.

Mál nr. 31/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 5.3.2013

Með bréfi, dags. 17. október 2012, kæra Kynnisferðir ehf. og VDL Bus & Coach B V ákvörðun Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, fyrir hönd Strætó bs., að vísa frá tilboði þeirra í útboði „Strætó bs. Endurnýjun strætisvagna, nr. 12903“.

Mál nr. 30/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 5.3.2013

Með bréfi, dags. 8. október 2012, kærir Klettur – sala og þjónusta ehf. ákvörðun Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar fyrir hönd Strætó bs. um að synja kæranda áframhaldandi þátttöku í samningskaupaferli nr. 12903 um endurnýjun strætisvagna.

Mál nr. 1/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 5.3.2013

Með bréfi, dags. 15. janúar 2013, kærir Logaland ehf. örútboð Landspítala nr. 1212 „Latex og vinyl skoðunarhanskar – Örútboð innan rammasamnings ríkisins nr. 13.03“.

Mál nr. 24/2010B. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 5.3.2013

 

Með tölvubréfi 8. nóvember 2012 krafðist Heflun ehf. þess að mál kærunefndar útboðsmála nr. 24/2010 yrði endurupptekið.

Mál nr. 35/2012.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 12.2.2013

Með bréfi, dags. 13. desember 2012, kærir Nortek ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 1533 „Aðgangsstýrikerfi fyrir LSH. 1. áfangi: Slysa- og bráðadeild“.

Mál nr. 33/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 12.2.2013

Með bréfi, sem barst kærunefnd útboðsmála 30. október 2012, kærði Fylkir ehf. ákvörðun Reykjavíkurborgar um að ganga til samninga við Kubb ehf. í kjölfar útboðsins „Kaup á 240 l bláum sorptunnum“.

Mál nr. 11/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 11.2.2013

Með bréfi, dags. 14. maí 2012, kærði Bikun ehf. ákvarðanir Vegagerðarinnar um að ganga ekki til samninga við kæranda í kjölfar útboðanna „Yfirlagnir á Norðvestursvæði 2012, klæðning“, „Yfirlagnir á Norðaustursvæði 2012, klæðning“ og „Yfirlagnir á Suðursvæði og Suðvestursvæði 2012 - Klæðning“.

Mál nr. 37/2012.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 11.2.2013

Með bréfi, dags. 20. desember 2012, kærir Kubbur ehf. ákvörðun Hafnarfjarðarkaupstaðar 13. sama mánaðar um að leita samninga við Íslenska gámafélagið ehf. í útboðinu „Hafnarfjörður – Sorphirða 2013-2021“.

Mál 36/2012.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 7.2.2013

Með bréfi, dags. 20. desember 2012, kærðu Kynnisferðir ehf. útboð Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum nr. A-SSS-01 „Útboð á akstri til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar“.

Mál 25/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 7.2.2013

Með bréfi, dags. 24. júlí 2012, kærði Hamarsfell byggingafélag ehf. ákvörðun Mosfellsbæjar um val á tilboði í útboði nr. 1209 „Þjónustumiðstöð við Hlaðhamra Mosfellsbæ“. 

Mál nr. 40/2011.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 7.2.2013

Með bréfi, dags. 30. desember 2011, kærði Logaland ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 15097 „Lághitadauðhreinsiofn fyrir dauðhreinsideild LSH“.

Mál nr. 38/2011.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 7.2.2013

Með bréfi, sem barst kærunefnd útboðsmála hinn 16. desember 2011, kærði Logaland ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 14974 „Rammasamningsútboð gifs og fylgihlutir fyrir heilbrigðisstofnanir“.

Mál nr. 29/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 7.2.2013

Með bréfi, dags. 4. október 2012, kærir Bílaumboðið Askja ehf. ákvörðun Reykjavíkurborgar um að hafna öllum tilboðum sem bárust í útboði nr. 12842 „Metanbifreiðar, flokkabifreiðar“.

Mál nr. 21/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 7.2.2013

Með bréfi, dags. 12. júlí 2012, kærir Verktakafélagið Glaumur ehf. útboð Vegagerðarinnar „Strandavegur (643): Djúpvegur – Geirmundarstaðavegur“.

Mál nr. 32/2012.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 6.2.2013

Með bréfi, dags. 29. október 2012, kærir Logaland ehf. örútboð Landspítala – háskólasjúkrahúss nr. 1201 „Latex og vinyl skoðunarhanskar – Örútboð innan rammasamnings ríkisins nr. 13.03“.

Mál nr. 28/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 6.2.2013

Með bréfi, dags. 2. október 2012, kærir ÍAV hf. ákvörðun Vegagerðarinnar um að velja tilboð Loftorku Reykjavíkur ehf. í útboðinu „Álftanesvegur (415) Hafnafjarðarvegur - Bessastaðavegur“.

Mál nr. 24/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 6.2.2013

Með bréfi, dags. 20. júlí 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála 23. sama mánaðar, kærir Grund ehf. útboð Borgarbyggðar á skólaakstri við grunnskóla í Borgarbyggð og akstur í tómstundastarf 2012 til 2016.

Mál nr. 23/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 6.2.2013

Með bréfi, dags. 16. júlí 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Sturla Stefánsson útboð Borgarbyggðar á skólaakstri við grunnskóla í Borgarbyggð og akstur í tómstundastarf 2012 til 2016.

Mál nr. 22/2012. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 5.2.2013

Með bréfi, dags. 12. júlí 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála degi síðar, kærir Sigurður Ingi Þorsteinsson útboð Borgarbyggðar á skólaakstri við grunnskóla í Borgarbyggð og akstur í tómstundastarf 2012 til 2016. Með bréfi, dags. 19. júlí 2012, kom kærandi að viðbótarsjónarmiðum í tilefni af kærunni.

Mál nr. 17/2012. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 5.2.2013

Með bréfi, dags. 20. júní 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála degi síðar, kæra Davíð Ólafsson og Einar Steinþór Traustason útboð Borgarbyggðar á skólaakstri við grunnskóla í Borgarbyggð og akstur í tómstundastarf 2012 til 2016.

Mál nr. 27/2012: Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 5.2.2013

Með bréfi, dags. 12. september 2012, kærir Rafkaup hf. ákvörðun Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar um að hafna tilboði kæranda og taka tilboði S. Guðjónssonar ehf. í verðfyrirspurn nr. 12874, „Renewal of lighting museum of Kjarvalstaðir“.

Mál nr. 18/2012: Úrskurður kærunefndar útboðsmála - 24.1.2013

Með bréfi, dags. 4. júlí 2012, kærði VB Landbúnaður ehf. útboð Reykjavíkurborgar nr. 12760 „Dráttavélar og fylgibúnaður“. 

Mál nr. 39/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála - 24.1.2013

Með bréfi, dags. 22. desember 2011, kærði Hópferðamiðstöðin ehf. ákvörðun Sambands sunnlenskra sveitarfélaga um að semja við Hópbíla hf. um almenningssamgöngur á Suðurlandi.

Mál nr. 7/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 23.1.2013

Með bréfi, dags. 20. mars 2012, kærði Hafnarnes Ver ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 15178 „Netarall 2012“.

Mál nr. 31/2012.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 5.11.2012

Með bréfi, dags. 17. október 2012, kæra Kynnisferðir ehf. og VDL Bus & Coach B V ákvörðun Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar að vísa frá tilboði þeirra í útboði „Strætó bs. Endurnýjun strætisvagna, nr. 12903“.

Mál nr. 30/2012.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 5.11.2012

Með bréfi, dags. 8. október 2012, kærir Klettur – sala og þjónusta ehf. ákvörðun Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar um að synja kæranda áframhaldandi þátttöku í samningskaupaferli nr. 12903 um endurnýjun strætisvagna.

Mál nr. 29/2012.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 2.11.2012

Með bréfi, dags. 4. október 2012, kærir Bílaumboðið Askja ehf. ákvörðun Reykjavíkurborgar um að hafna öllum tilboðum sem bárust í útboði nr. 12842 „Metanbifreiðar, flokkabifreiðar“.

Mál nr. 13/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 2.11.2012

Með bréfi, dags. 23. maí 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Logaland ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 15157: Skurðstofu- og skoðunarhanskar.

Mál nr. 28/2012.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 2.11.2012

Með bréfi, dags. 2. október 2012, kærir ÍAV hf. ákvörðun Vegagerðarinnar um að velja tilboð Loftorku Reykjavík ehf. í útboðinu „Álftanesvegur (415) Hafnafjarðarvegur - Bessastaðavegur“.

Mál nr. 20/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 2.11.2012

Með bréfi, dags. 9. júlí 2012, kærði Fastus ehf. samkeppnisviðræður Ríkiskaupa nr. 14981 „Tækjabúnaður og rekstrarvara fyrir Kjarna- og bráðarannsóknastofu Landspítala“.

Mál nr. 19/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 2.11.2012

Með bréfi, dags. 6. júlí 2012, kærðu Logaland ehf. og Beckman Coulter AB samkeppnisviðræður Ríkiskaupa nr. 14981 „Tækjabúnaður og rekstrarvara fyrir Kjarna- og bráðarannsóknastofu Landspítala“.

Mál nr. 16/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 2.11.2012

Með bréfi, dags. 19. júní 2012, kærði Íslenska gámafélagið ehf. útboð Sorpu bs. vegna útboðsins „Endurvinnslustöðvar – Gámaleiga, flutningur og losun gáma frá endurvinnslustöðvum SORPU“. 

Mál nr. 15/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála - 23.10.2012

Með bréfi, dags. 18. júní 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Penninn á Íslandi ehf. rammasamningsútboð Reykjavíkurborgar nr. 12756 „Ramma-samningur um ritföng og skrifstofuvörur“.

Mál nr. 14/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 23.10.2012

Með bréfi, dags. 11. júní 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála hinn 13. júní 2012, kærði Félag hópferðarleyfishafa útboð Sambands sunnlenskra sveitarfélaga, sem á m.a. rætur að rekja til samnings við Fjölbrautaskóla Suðurlands nr. 12842 „Viðbótarakstur almenningsvagna á Suðurlandi“. 

Mál nr. 25/2012.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 23.10.2012

Með bréfi, dags. 24. júlí 2012, kærði Hamarsfell byggingafélag ehf. ákvörðun Mosfellsbæjar um val á tilboði í útboðinu „Þjónustumiðstöð við Hlaðhamra Mosfellsbæ“. 

Mál nr. 13/2012.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 23.10.2012

Með bréfi, dags. 20. júlí 2012, óskar kærandi, Logaland ehf., eftir því „að kærunefnd útboðsmála afturkalli að eigin frumkvæði ákvörðun sína frá 18. júní 2012 í máli [...] nr. 13/2012 með vísan til 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.“ Kærunefnd útboðsmála lítur svo á að með fyrrgreindu erindi hafi kærandi óskað eftir endurupptöku á ákvörðun nefndarinnar 18. júní 2012 í máli nr. 13/2012.

Kærða, Ríkiskaupum, var gefinn kostur á að tjá sig um endurupptökubeiðnina og með bréfi, dags. 6. september 2012, krefst hann þess að kröfu kæranda verði hafnað. 

Mál nr. 21/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 4.10.2012

Með bréfi, dags. 12. júlí 2012, kærir Verktakafélagið Glaumur ehf. útboð Vegagerðarinnar Strandavegur (643): Djúpvegur - Geirmundarstaðavegur.

Mál nr. 10/2012. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 4.10.2012

Með bréfi, dags. 25. apríl 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála 30. sama mánaðar, kærir Jökulfell ehf. útboð Reykjavíkurborgar nr. 12788 Sæmundargata - 2. áfangi: Gatnagerð og veitur.

Mál nr. 24/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 2.10.2012

Með bréfi, dags. 20. júlí 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála 23. sama mánaðar, kærir Grund ehf. útboð Borgarbyggðar á skólaakstri við grunnskóla í Borgarbyggð og akstur í tómstundastarf 2012 til 2016.

Mál nr. 23/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 2.10.2012

Með bréfi, dags. 16. júlí 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Sturla Stefánsson útboð Borgarbyggðar á skólaakstri við grunnskóla í Borgarbyggð og akstur í tómstundastarf 2012 til 2016.

Mál nr. 22/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála - 2.10.2012

Með bréfi, dags. 12. júlí 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála degi síðar, kærir Sigurður Ingi Þorsteinsson útboð Borgarbyggðar á skólaakstri við grunnskóla í Borgarbyggð og akstur í tómstundastarf 2012 til 2016. Með bréfi, dags. 19. júlí 2012, kom kærandi að viðbótarsjónarmiðum í tilefni af kærunni.

Mál nr. 20/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 2.10.2012

Með bréfi, dags. 9. júlí 2012, kærði Fastus ehf. samkeppnisviðræður Ríkiskaupa nr. 14981 Tækjabúnaður og rekstrarvara fyrir Kjarna- og bráðarannsóknastofu Landspítala.

Mál nr. 19/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 28.9.2012

Með bréfi, dags. 6. júlí 2012, kærði Logaland ehf. samkeppnisviðræður Ríkiskaupa nr. 14981 Tækjabúnaður og rekstrarvara fyrir Kjarna- og bráðarannsóknastofu Landspítala.

Mál nr. 18/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 28.9.2012

Með bréfi, dags. 4. júlí 2012, kærði VB Landbúnaður ehf. útboð Reykjavíkurborgar nr. 12760 Dráttavélar og fylgibúnaður.

Mál 16/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 4.7.2012

Með bréfi, dags. 19. júní 2012, kærði Íslenska gámafélagið ehf. útboð Sorpu bs. vegna útboðsins Endurvinnslustöðvar - Gámaleiga, flutningur og losun gáma frá endurvinnslustöðvum SORPU.

Mál nr. 15/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 4.7.2012

Með bréfi, dags. 18. júní 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Penninn á Íslandi ehf. rammasamningsútboð Reykjavíkurborgar nr. 12756 Ramma-samningur um ritföng og skrifstofuvörur.

Mál nr. 14/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 4.7.2012

Með bréfi, dags. 11. júní 2012 sem barst kærunefnd útboðsmála hinn 13. júní 2012, kærði Félag hópferðarleyfishafa útboð Sambands sunnlenskra sveitarfélaga, sem á m.a. rætur að rekja til samnings við Fjölbrautaskóla Suðurlands nr. 12842 Viðbótarakstur almenningsvagna á Suðurlandi.

Mál nr. 13/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 4.7.2012

Með bréfi, dags. 23. maí 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Logaland ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 15157: Skurðstofu- og skoðunarhanskar.

Mál nr. 8/2012. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 4.7.2012

Með bréfi, dags. 21. mars 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála degi síðar, kærir RVK ráðgjöf ehf. ákvörðun Ríkiskaupa, fyrir hönd verkkaupans Isavia ohf., 16. mars 2012 um val á tilboði í útboði nr. 15222 Verkeftirlit - FLE stækkun til austurs.

Mál nr. 6/2012. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 4.7.2012

Með bréfi, dags. 12. mars 2012, kærði Bíladrangur ehf. útboð Vegagerðarinnar Leirnavegur og breyting Svaðbælisár 2012.

Mál nr. 10/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 5.6.2012

Með bréfi, dags. 25. apríl 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála 30. sama mánaðar, kærir Jökulfell ehf. útboð Reykjavíkurborgar nr. 12788 „Sæmundargata - 2. áfangi: Gatnagerð og veitur.

Mál nr. 11/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 5.6.2012

Með bréfi, dags. 14. maí 2012, kærði Bikun ehf. ákvarðanir Vegagerðarinnar um að ganga ekki til samninga við kæranda í kjölfar útboðanna Yfirlagnir á Norðvestursvæði 2012, klæðning, Yfirlagnir á Norðaustursvæði 2012, klæðning og Yfirlagnir á Suðursvæði og Suðvestursvæði 2012 - Klæðning.

Mál nr. 4/2012. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 4.6.2012

Með bréfi, dags. 9. mars 2012, kærði Öryggismiðstöð Íslands hf. útboð Reykjanesbæjar „Vöktun viðvörunarkerfa.

Mál nr. 3/2012. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 4.6.2012

Með bréfi, dags. 24. janúar 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir ÍAS ehf. útboð RARIK nr. 11004: Neskaupstaður Substation Power Transformer, 20MVA, 63/11 kV.

Mál nr. 2/2012. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 4.6.2012

Með bréfi, dags. 23. janúar 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir ÍAS ehf., í eigin nafni og fyrir hönd CHINT Power Transmission & Distribution, Cromton Greaves, Schneider Electric og GBE Srl., útboð RARIK nr. 11005: Brennimelur Substation Power Transformer, 20MVA, 132/33 kV.

Mál nr. 1/2012. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 4.6.2012

Með bréfi, dags. 3. janúar 2012, kærðu ÞÁ bílar ehf. ákvörðun Árborgar um að semja við Guðmund Tyrfingsson ehf. í útboði kærða nr. 11229: Útboð á akstri, skólaakstur og hópferðabifreiðaþjónusta fyrir sveitarfélagið Árborg 2011 - 2014.

Mál nr. 6/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 3.5.2012

Með bréfi, dags. 12. mars 2012, kærði Bíladrangur ehf. útboð Vegagerðarinnar Leirnavegur og breyting Svaðbælisár 2012.

Mál nr. 7/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 25.4.2012

Með bréfi, dags. 20. mars 2012, kærði Hafnarnes Ver ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 15178 Netarall 2012.

Mál nr. 30/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 24.4.2012

Með bréfi, dags. 9. nóvember 2011, sem barst kærunefnd útboðsmála 17. sama mánaðar, kærir Resqtec Zumro B.V. útboð Ríkiskaupa nr. 15088: Flugslysabjörgunarbúnaður fyrir Isavia ohf. Með bréfi, dags. 23. nóvember sama ár, voru kæranda veittar upplýsingar um hlutverk kærunefndar útboðsmála samkvæmt lögum nr. 84/2007 um opinber innkaup, þær kröfur sem gerðar eru til kæru sem borin er undir nefndina samkvæmt 2. mgr. 94. gr. sömu laga og úrræði nefndarinnar samkvæmt 96. og 97. gr. laganna. Þá var kæranda með vísan til 3. mgr. 94. gr. laga nr. 84/2007 veittur frestur til þess að leggja fram nýja kæru til samræmis við kröfur laganna. Með bréfi, dags. 13. desember sama ár lagði kærandi fram endurskoðaða kæru vegna áðurgreinds útboðs.

Mál nr. 5/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 24.4.2012

Með bréfi 12. mars 2012 kærir Cetus ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 15068: Vökva- og sprautudælur, tengikvíar, skráningarkerfi og rekstrarvörur fyrir Landspítala.

Mál nr. 4/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 24.4.2012

Með bréfi, dags. 9. mars 2012, kærði Öryggismiðstöð Íslands hf. útboð Reykjanesbæjar Vöktun viðvörunarkerfa.

Mál nr. 35/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 10.4.2012

Með bréfi, dags. 13. desember 2011, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Stefán Jónsson ehf. ákvörðun Ríkiskaupa, fyrir hönd verkkaupans Isavia ohf., frá 28. október 2011 um að bjóða út að nýju í rammasamningsútboði viðhaldsverk ríkisins á fasteignum. Þjónusta verktaka í iðnaði.

Mál nr. 32/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 10.4.2012

Með bréfi, dags. 16. nóvember 2011, kærði Logaland ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 15066 Rammasamningsútboð - Ýmsar gerðir af nálum, vökva- og blóðgjafasettum o.fl. fyrir heilbrigðisstofnanir.

Mál nr. 31/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 10.4.2012

Með bréfi, sem barst kærunefnd útboðsmála hinn 16. nóvember 2011, kærði AIH ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að vísa frá tilboði AIH ehf. vegna útboðs nr. 15066 Rammasamningsútboð - Ýmsar gerðir af nálum, vökva- og blóðgjafasettum o.fl. fyrir heilbrigðisstofnanir.

Mál nr. 34/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 28.2.2012

Með bréfi, dags. 2. desember 2011, kærði Bílar og fólk ehf. ákvörðun Sambands sunnlenskra sveitarfélaga um að semja við Hópbíla hf. um almenningssamgöngur á Suðurlandi.

Mál nr. 3/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 27.2.2012

Með bréfi, dags. 24. janúar 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir ÍAS ehf. útboð RARIK nr. 11004: Neskaupstaður Substation Power Transformer, 20MVA, 63/11 kV.

Mál nr. 2/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 27.2.2012

Með bréfi, dags. 23. janúar 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir ÍAS ehf., í eigin nafni og fyrir hönd CHINT Power Transmission & Distribution, Cromton Greaves, Schneider Electric og GBE Srl., útboð RARIK nr. 11005: Brennimelur Substation Power Transformer, 20MVA, 132/33 kV.

Mál nr. 40/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 13.2.2012

Með bréfi, dags. 30. desember 2011, kærði Logaland ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 15097 „Lághitadauðhreinsiofn fyrir dauðhreinsideild LSÞ.

Mál nr. 38/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 13.2.2012

Með bréfi, dags. 16. desember 2011, kærði Logaland ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 14974 „Rammasamningsútboð gifs og fylgihlutir fyrir heilbrigðisstofnanir.

Mál nr. 35/2011. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 30.1.2012

Með bréfi, dags. 13. desember 2011, sem barst kærunefnd útboðsmála degi síðar, kærir Stefán Jónsson ehf. ákvörðun Ríkiskaupa, fyrir hönd verkkaupans Isavia ohf., 28. október 2011 um að bjóða út að nýju í rammasamningsútboði viðhaldsverk ríkisins á fasteignum. Þjónusta verktaka í iðnaði.

Mál nr. 29/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 30.1.2012

Með bréfi, dags. 8. nóvember 2011, sem barst kærunefnd útboðsmála degi síðar, kærir ÍAV Fasteignaþjónusta ehf. ákvörðun Ríkiskaupa, fyrir hönd verkkaupans Isavia ohf., 28. október 2011 um val á tilboði í útboði nr. 15122 Fjarskiptamiðstöð Gufunesi: Rif og smíði millibyggingar Sóleyjarrima 6.

Mál nr. 32/2011. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 30.1.2012

Með bréfi, dags. 16. nóvember 2011, kærði Logaland ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 15066 Rammasamningsútboð - Ýmsar gerðir af nálum, vökva- og blóðgjafasettum o.fl. fyrir heilbrigðisstofnanir.

Mál nr. 31/2011. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 30.1.2012

Með bréfi, sem barst kærunefnd útboðsmála hinn 16. nóvember 2011, kærði AIH ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að vísa frá tilboði AIH ehf. vegna útboðs nr. 15066 Rammasamningsútboð - Ýmsar gerðir af nálum, vökva- og blóðgjafasettum o.fl. fyrir heilbrigðisstofnanir.

Mál nr. 29/2011. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 2.12.2011

Með bréfi, dags. 8. nóvember 2011, sem barst kærunefnd útboðsmála degi síðar, kærir ÍAV Fasteignaþjónusta ehf. ákvörðun Ríkiskaupa, fyrir hönd verkkaupans Isavia ohf., 28. október 2011 um val á tilboði í útboði nr. 15122 Fjarskiptamiðstöð Gufunesi: Rif og smíði millibyggingar Sóleyjarrima 6.

Mál nr. 28/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 2.12.2011

Með bréfi, dags. 31. október 2011, kærir Eykt ehf. forval Félagsstofnunar stúdenta Bygging stúdentagarða við Sæmundargötu í Reykjavík. Forval: Alútboð á framkvæmdum.

Mál nr. 21/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 2.12.2011

Með bréfi, dags. 15. júlí 2011, kærði Medor ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboði í útboði kærða nr. 15039 Automated system for viral screening and measurement of ferritin in blood donors.

Mál nr. 23/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 15.11.2011

Með bréfi, dags. 25. ágúst 2011, kærði Erlingur Þór Guðjónsson ákvörðun Árborgar um að hafna tilboði kæranda í útboðinu Útboð á aktsri, skólaakstur og hópferðabifreiðaþjónusta fyrir sveitarfélagið Árborg 2011 - 2014.

Mál nr. 12/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 15.11.2011

Með bréfi, dags. 17. maí 2011, kærði Logaland ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 15039 Automated system for viral screening and measurement of ferritin in blood donors“.

Mál nr. 12/2011: Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 15.11.2011

Með bréfi, dags. 17. maí 2011, kærði Logaland ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 15039 Automated system for viral screening and measurement of ferritin in blood donors.

Mál nr. 22/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 14.11.2011

Með bréfi, dags. 9. [ágúst] 2011, sem barst kærunefnd útboðsmála 10. sama mánaðar, kærir Logaland ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 15098: Ýmsar gerðir af skurðstofu- og skoðunarhönskum fyrir heilbrigðisstofnanir.

Mál nr. 24/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 14.11.2011

Með bréfi, dags. 26. ágúst 2011, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Skrauta ehf. útboð Vegagerðarinnar Hringvegur (1): Göngubrú við Krikahverfi í Mosfellsbæ.

Mál nr. 27/2011: Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 10.11.2011

Með bréfi, dags. 7. október 2011, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir N1 hf. útboð Akureyrarbæjar Útboð á eldsneyti fyrir Akureyrarbæ.

Mál nr. 20/2011: Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 10.11.2011

Með ódagsettu bréfi, sem barst kærunefnd útboðsmála 11. júlí 2011, kærði THK ehf. ákvörðun Reykjavíkurborgar um val á tilboði í útboði kærða nr. 12589 Metanbifreiðar.

Mál nr. 26/2011. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 28.10.2011

Með bréfi, dags. 14. september 2011, kærði Guðmundur Tyrfingsson ehf. ákvörðun Árborgar um að taka tilboði ÞÁ bíla ehf. um verkhluta 2 og 3 í útboði kærða nr. 11229: Útboð á aktsri, skólaakstur og hópferðabifreiðaþjónusta fyrir sveitarfélagið Árborg 2011 - 2014.

Mál nr. 15/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 28.10.2011

Hinn 26. maí 2011 kærði ISS Ísland ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboði í útboðinu 14926: Mötuneyti ríkisins, Borgartún 7, Hverfisgata 113-115, Skúlagata 4, Tryggvagata 19.

Mál nr. 25/2011. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 28.10.2011

Með bréfi, dags. 2. september 2011, kærði Logaland ehf. samkeppnisviðræður Ríkiskaupa nr. 14981 Tækjabúnaður og rekstrarvara fyrir Kjarna- og bráðarannsóknastofu Landspítala.

Mál nr. 24/2011. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 28.10.2011

Með bréfi, dags. 26. ágúst 2011, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Skrauta ehf. útboð Vegagerðarinnar Hringvegur (1): Göngubrú við Krikahverfi í Mosfellsbæ.

Mál nr. 23/2011. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 28.10.2011

Með bréfi, dags. 25. ágúst 2011, kærði Erlingur Þór Guðjónsson ákvörðun Árborgar um að hafna tilboði kæranda í útboðinu Útboð á aktsri, skólaakstur og hópferðabifreiðaþjónusta fyrir sveitarfélagið Árborg 2011 - 2014.

Mál nr. 35/2010B. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 28.10.2011

Með bréfi, dags. 9. mars 2011, krafðist GlaxoSmithKline ehf. þess að úrskurður kærunefndar útboðsmála í máli nr. 35/2010, dags. 17. febrúar 2011, yrði endurupptekinn.

Mál nr. 27/2010. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 28.10.2011

Með bréfi, dags. 1. nóvember 2010, kærir Urð og Grjót ehf. ákvörðun Reykjavíkurborgar að hafna tilboði kæranda og ganga til samninga við Hlaðbæ Colas hf. í EES útboði nr. 12475 - Vetrarþjónusta gatna í Reykjavík 2010-2013, útboð 2.

Mál nr. 22/2011. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 27.10.2011

Með bréfi, dags. 9. [ágúst] 2011, sem barst kærunefnd útboðsmála 10. sama mánaðar, kærir Logaland ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 15098: Ýmsar gerðir af skurðstofu- og skoðunarhönskum fyrir heilbrigðisstofnanir.

Mál nr. 21/2011. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 27.10.2011

Með bréfi, dags. 15. júlí 2011, kærði Medor ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboði í útboði kærða nr. 15039 Automated system for viral screening and measurement of ferritin in blood donors.

Mál nr. 10/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 27.10.2011

Með bréfi, dags. 5. maí 2011, kærðu Hamarsfell ehf. og Adakris UAB ákvörðun Akureyrarbæjar um val á tilboði í útboðinu Naustaskóli, Uppsteypa og frágangur utanhúss.

Mál nr. 18/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 27.10.2011

Með bréfi, dags. 29. júní 2011, kærir TAP ehf. ákvörðun Sveitarfélagsins Árborgar 7. sama mánaðar um val á tilboði í útboði um framkvæmdir við Tryggvagötu 23a á Selfossi.

Mál nr. 11/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 27.10.2011

Með bréfi, dags. 12. maí 2011, kærði Logaland ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að vísa kæranda frá áframhaldandi þátttöku í samkeppnisviðræðum nr. 14981 Tækjabúnaður og rekstrarvara fyrir Kjarna- og bráðarannsóknastofu Landspítala.

Mál nr. 14/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 27.10.2011

Með bréfi, dags. 23. maí 2011, kærir Park ehf. ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar um að hafna tilboði kæranda í útboðinu Vélsópun í Hafnarfirði 2011.

Mál nr. 13/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 27.10.2011

Með bréfi, dags. 17. maí 2011, kæra Bjarni B. Ingólfsson og Sverrir Þór Sverrisson ákvörðun Húnavatnshrepps að taka tilboði Egils Herbertssonar í allar leiðir í útboði kærða Útboð vegna skólaaksturs fyrir Húnavallaskóla - Skólaárin 2011/2012 til 2013/2014.

Mál nr. 18/2011. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 27.10.2011

Með bréfi, dags. 29. júní 2011, kærir TAP ehf. ákvörðun Sveitarfélagsins Árborgar 7. sama mánaðar um val á tilboði í útboði um framkvæmdir við Tryggvagötu 23a á Selfossi.

Mál nr. 20/2011. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 27.10.2011

Með ódagsettu bréfi, sem barst kærunefnd útboðsmála 11. júlí 2011, kærði THK ehf. ákvörðun Reykjavíkurborgar um val á tilboði í útboði kærða nr. 12589 Metanbifreiðar.

Mál nr. 16/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 27.10.2011

Með bréfi, dags. 10. júní 2011, kærir Bikun ehf. ákvörðun Vegagerðarinnar 3. sama mánaðar að afturkalla tilkynningu um að ganga til samninga við kæranda um verkið Yfirlagnir á Suðvestursvæði og Suðursvæði 2011, klæðning, sem send var kæranda 26. maí 2011, og ákvörðun kærða sama dag að hefja samningaviðræður við Borgarverk ehf.

Mál nr. 12/2011B. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 27.10.2011

Með bréfi, dags. 15. júní 2011, krafðist Logaland ehf. þess að ákvörðun kærunefndar útboðsmála í máli nr. 12/2011, dags. 14. júní 2011, yrði endurupptekin.

Mál nr. 17/2011. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 27.10.2011

Með bréfi, dags. 23. júní 2011, kærði Hálsafell ehf. ákvörðun Vegagerðarinnar um að hafna tilboði kæranda í útboðinu „Ólafsfjarðarvegur (82), snjóflóðavarnir við Sauðanes.

Mál 34/2010. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 26.10.2011

Með bréfi, dags. 23. desember 2010, kærði Hóll ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um höfnun allra tilboða í útboði nr. 14896 „Póstflutningar frá Húsavík fyrir Íslandspóst ohf..

Mál nr. 6/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 26.10.2011

Með bréfi, dags. 4. mars 2011, kærði AÞ-Þrif ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um ógildingu tilboðs kæranda og val á tilboði í útboðinu nr. 14877 Ræsting fyrir Fjölbrautaskólann í Breiðholti.

Mál nr. 7/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 26.10.2011

Með bréfi, dags. 11. mars 2011, kærði Hreint ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboði í útboðinu nr. 14877 Ræsting fyrir Fjölbrautaskólann í Breiðholti.

Mál 16/2011. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 26.10.2011

Með bréfi, dags. 10. júní 2011, kærir Bikun ehf. ákvörðun Vegagerðarinnar 3. sama mánaðar að afturkalla tilkynningu um að ganga til samninga við kæranda um verkið Yfirlagnir á Suðvestursvæði og Suðursvæði 2011, klæðning, sem send var kæranda 26. maí 2011, og ákvörðun kærða sama dag að hefja samningaviðræður við Borgarverk ehf.

Mál nr. 8/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 26.10.2011

Með bréfi, dags. 29. mars 2011, kærir Viðeyjarferjan ehf. ákvörðun Reykjavíkurborgar að viðhafa samningskaup samkvæmt 32. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup í útboði kærða - Viðey, þjónusta vegna ferjusiglinga og veitingareksturs, samningskaupalýsing nr. 12578.

Mál nr. 14/2011. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála - 26.10.2011

Með bréfi, dags. 23. maí 2011, kærir Park ehf. ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar um að hafna tilboði kæranda í útboðinu „Vélsópun í Hafnarfirði 2011.

Mál nr. 15/2011. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 26.10.2011

Hinn 26. maí 2011 kærði ISS Ísland ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboði í útboðinu ?14926: Mötuneyti ríkisins, Borgartún 7, Hverfisgata 113-115, Skúlagata 4, Tryggvagata 19?.

Mál nr. 11/2011. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 26.10.2011

Með bréfi, dags. 12. maí 2011, kærði Logaland ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að vísa kæranda frá áframhaldandi þátttöku í samkeppnisviðræðum nr. 14981 Tækjabúnaður og rekstrarvara fyrir Kjarna- og bráðarannsóknastofu Landspítala.

Mál nr. 13/2011. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 26.10.2011

Með bréfi, dags. 17. maí 2011, kæra Bjarni B. Ingólfsson og Sverrir Þór Sverrisson ákvörðun Húnavatnshrepps að taka tilboði Egils Herbertssonar í allar leiðir í útboði kærða Útboð vegna skólaaksturs fyrir Húnavallaskóla - Skólaárin 2011/2012 til 2013/2014.

Mál nr. 5/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 26.10.2011

Með bréfi, dags. 2. mars 2011, kærir Aircool á Íslandi ehf. val á tilboði í lokuðu útboði kærða, Ríkiskaupa, nr. 14934 - Tölvukælar fyrir Varnarmálastofnun.

Mál nr. 4/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 26.10.2011

Með bréfi, dags. 16. febrúar 2011, kærði ERA a.s. ákvörðun Ríkiskaupa um að kærandi uppfyllti ekki hæfisskilyrði í útboði „2010/s 238-363901 IS-Reykjavík: radar surveillance equipment“.

Mál nr. 10/2011. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 26.10.2011

Með bréfi, dags. 5. maí 2011, kærðu Hamarsfell ehf. og Adakris UAB ákvörðun Akureyrarbæjar um val á tilboði í útboðinu Naustaskóli, Uppsteypa og frágangur utanhúss.

Mál nr. 8/2011. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 25.10.2011

Með bréfi, dags. 29. mars 2011, kærir Viðeyjarferjan ehf. ákvörðun Reykjavíkurborgar að viðhafa samningskaup samkvæmt 32. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup í útboði kærða - Viðey, þjónusta vegna ferjusiglinga og veitingareksturs, samningskaupalýsing nr. 12578.

Mál nr. 1/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála - 25.10.2011

Með bréfi, dags. 5. janúar 2011, kærði Inter ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um höfnun allra tilboða í útboði nr. 14979 Skurðborð fyrir skurðstofur kvennadeildar LSH.

Mál nr. 3/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 24.10.2011

Með bréfi, dags. 11. janúar 2011, kærir Hreinsitækni ehf. ákvörðun Reykjavíkurborgar að ganga til samninga við Park ehf. í útboði nr. 12485: Hreinsun gatna og gönguleiða 2011, útboð IV.

Mál nr. 2/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 2.5.2011

Með bréfi, dags. 11. janúar 2011, kærir Íslenska gámafélagið ehf. ákvörðun Reykjavíkurborgar að ganga til samninga við Park ehf. í útboði nr. 12484: Hreinsun gatna og gönguleiða 2011, útboð III.

Mál nr. 32/2010. Úrskurður kærunefndar útboðsmála. - 2.5.2011

Með bréfi, dags. 8. desember 2010, kærði Verkfræðistofa VSB ehf. ákvörðun Mosfellsbæjar um val á tilboði í útboði á verkfræðihönnun burðarvirkja fyrir hjúkrunarheimili - þjónustusel að Hlaðhömrum í Mosfellsbæ.

Mál nr. 7/2011. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 2.5.2011

Með bréfi, dags. 11. mars 2011, kærði Hreint ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboði í útboðinu nr. 14877 Ræsting fyrir Fjölbrautaskólann í Breiðholti.

Mál nr. 6/2011. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 2.5.2011

Með bréfi, dags. 4. mars 2011, kærði AÞ-Þrif ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um ógildingu tilboðs kæranda og val á tilboði í útboðinu nr. 14877 Ræsting fyrir Fjölbrautaskólann í Breiðholti.

Mál nr. 33/2010. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 2.5.2011

Með bréfi, dags. 17. desember 2010, kærði Landsvirkjun hf. ákvörðun Landsnets hf. um val á tilboði í útboði um kaup á rafmagni vegna flutningstapa.

Mál nr. 23/2010. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 2.5.2011

Með bréfi, dags. 2. september 2010, kærði Iceland Excursions Allrahanda ehf. ákvörðun Strætó bs. um val á tilboðum í útboði nr. 12369 Strætó bs. - útboð á akstri.

Mál nr. 4/2011. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 2.5.2011

Með bréfi, dags. 16. febrúar 2011, kærði ERA a.s. ákvörðun Ríkiskaupa um að kærandi uppfyllti ekki hæfisskilyrði í útboði 2010/s 238-363901 IS-Reykjavík: radar surveillance equipment.

Mál nr. 36/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 10.4.2011

Með bréfi, dags. 16. desember 2011, sem barst kærunefnd útboðsmála 20. sama mánaðar, kærir Gámaþjónustan hf. útboð Sveitarfélagsins Árborgar Söfnun og flutningur úrgangs, moltugerð og þjónusta við gámastöð 2012-2016. Kærandi gerir þar kröfu um að kærunefnd útboðsmála stöðvi samningsgerð á grundvelli útboðsins þar til endanlega hefur verið skorið úr kæru.

Mál nr. 31/2010: Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 23.2.2011

Með bréfi, dags. 2. desember 2010, kærir Búðarafl sf. ákvörðun Landsvirkjunar um val á tilboði Ístaks hf. í útboðinu Búðarháls Hydroelectric project - Civil Works - BUD-01, No. 20015.

Mál nr. 28/2010. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 23.2.2011

Með bréfi, dags. 3. nóvember 2010, kærir Íslenska gámafélagið ehf. ákvörðun Reykjavíkurborgar að ganga til samninga við Hlaðbæ Colas hf. í EES útboði nr. 12475 - Vetrarþjónusta gatna í Reykjavík 2010-2013, útboð 2.

Mál nr. 35/2010. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 23.2.2011

Með bréfi, dags. 29. desember 2010, kærði Icepharma ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboði í útboði nr. 14920 Útboð á próteintengdum bóluefnum gegn penumókokkum til notkunar í almennum bólusetningum á Íslandi.

Mál nr. 35/2010. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 23.2.2011

Með bréfi, dags. 29. desember 2010, kærði Icepharma ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboði í útboði nr. 14920 Útboð á próteintengdum bóluefnum gegn penumókokkum til notkunar í almennum bólusetningum á Íslandi.

Mál nr. 29/2010. Úrskurður kærunefndar útboðsmála - 23.2.2011

Með bréfi, dags. 23. nóvember 2010, kæra Sólvellir ses. þá ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar að telja Umönnun ses. hæfan aðila til að taka þátt í útboði um hjúkrunarheimili á Völlum 7.

Mál nr. 30/2010. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 23.2.2011

Með bréfi, dags. 30. nóvember 2010, kærði Heflun ehf. ákvörðun Vegagerðarinnar um val á tilboði í útboðinu Vetrarþjónusta 2010-2014 Rangárvallasýsla og Flói.

Mál nr. 30/2010. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 23.2.2011

Með bréfi, dags. 30. nóvember 2010, kærði Heflun ehf. ákvörðun Vegagerðarinnar um val á tilboði í útboðinu Vetrarþjónusta 2010-2014 Rangárvallasýsla og Flói.

Mál nr. 3/2011. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 23.2.2011

Með bréfi, dags. 11. janúar 2011, kærir Hreinsitækni ehf. ákvörðun Reykjavíkurborgar að ganga til samninga við Park ehf. í útboði nr. 12485: Hreinsun gatna og gönguleiða 2011, útboð IV.

Mál nr. 2/2011. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 23.2.2011

Með bréfi, dags. 11. janúar 2011, kærir Íslenska gámafélagið ehf. ákvörðun Reykjavíkurborgar að ganga til samninga við Park ehf. í útboði nr. 12484: Hreinsun gatna og gönguleiða 2011, útboð III.

Mál nr. 1/2011. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 23.2.2011

Með bréfi, dags. 5. janúar 2011, kærði Inter ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um höfnun allra tilboða í útboði nr. 14979 Skurðborð fyrir skurðstofur kvennadeildar LSH.

Mál nr. 26/2010. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 23.2.2011

Með bréfi, dags. 16. október 2010, kæra Vinnuvélar Reynis B. Ingvasonar ehf. útboð Vegagerðarinnar Vetrarþjónusta 2010 - 2014, Kross - Lón.

Mál nr. 27/2010B. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 23.2.2011

Með bréfi, dags. 24. nóvember 2010, óskaði Reykjavíkurborg eftir endurupptöku á máli kærunefndar útboðsmála nr. 27/2010B, Urð og Grjót ehf. gegn Reykjavíkurborg. Í bréfinu var krafa Reykjavíkurborgar orðuð með eftirfarandi hætti: Reykjavíkurborg óskar hér með eftir því að tilvitnuð ákvörðun verði endurupptekin með vísan til heimildar í 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

Mál nr. 22/2010. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 23.2.2011

Með bréfi, dags. 1. september 2010, kærði Iceland Excursions Allrahanda ehf. ákvörðun Reykjavíkurborgar um val á tilboðum í útboði nr. 12461 „Rammasamningur um hópbifreiðaþjónustu fyrir Reykjavíkurborg.

Mál nr. 33/2010. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 23.2.2011

Með bréfi, dags. 17. desember 2010, kærði Landsvirkjun hf. ákvörðun Landsnets hf. um val á tilboði í útboði um kaup á rafmagni vegna flutningstapa.

Mál nr. 32/2010. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 23.2.2011

Með bréfi, dags. 8. desember 2010, kærði Verkfræðistofa VSB ehf. ákvörðun Mosfellsbæjar um val á tilboði í útboði á verkfræðihönnun burðarvirkja fyrir hjúkrunarheimili - þjónustusel að Hlaðhömrum í Mosfellsbæ.

Mál nr. 25/2010. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 23.2.2011

Með bréfi, dags. 23. september 2010, kærir EJS ehf. ákvörðun Ríkiskaupa í rammasamningsútboði Ríkiskaupa nr. 14882 um hýsingar og rekstrarþjónustu.

Mál nr. 28/2010. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 22.2.2011

Með bréfi, dags. 3. nóvember 2010, kærir Íslenska gámafélagið ehf. ákvörðun Reykjavíkurborgar að ganga til samninga við Hlaðbæ Colas hf. í EES útboði nr. 12475 - Vetrarþjónusta gatna í Reykjavík 2010-2013, útboð 2.

Mál nr. 21/2010. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 22.2.2011

Með bréfi, dags. 26. ágúst 2010, kærði Túnþökusala Kristins ehf. ákvörðun Vegagerðarinnar um val á tilboði í útboðinu Vetrarþjónusta 2010-2013, Eyjafjörður að vestan.

Mál nr. 36/2011. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 31.1.2011

Með bréfi, dags. 16. desember 2011, sem barst kærunefnd útboðsmála 20. sama mánaðar, kærir Gámaþjónustan hf. útboð Sveitarfélagsins Árborgar Söfnun og flutningur úrgangs, moltugerð og þjónusta við gámastöð 2012-2016.

Mál nr. 39/2011. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 31.1.2011

Með bréfi, dags. 22. desember 2011, kærði Hópferðamiðstöðin ehf. ákvörðun Sambands sunnlenskra sveitarfélaga um að semja við Hópbíla hf. um almenningssamgöngur á Suðurlandi.

Mál nr. 34/2011. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 31.1.2011

Með bréfi, dags. 2. desember 2011, kærði Bílar og fólk ehf. ákvörðun Sambands sunnlenskra sveitarfélaga um að semja við Hópbíla hf. um almenningssamgöngur á Suðurlandi.

Mál nr. 26/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 30.1.2011

Með bréfi, dags. 14. september 2011, kærði Guðmundur Tyrfingsson ehf. ákvörðun Árborgar um að „taka tilboði ÞÁ bíla ehf. um verkhluta 2 og 3 í útboði kærða nr. 11229: Útboð á akstri, skólaakstur og hópferðabifreiðaþjónusta fyrir sveitarfélagið Árborg 2011 - 2014.

Mál nr. 27/2010. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 30.12.2010

Með bréfi, dags. 1. nóvember 2010, kærir Urð og Grjót ehf. ákvörðun Reykjavíkurborgar að hafna tilboði kæranda og ganga til samninga við Hlaðbæ Colas hf. í EES útboði nr. 12475 -  Vetrarþjónusta gatna í Reykjavík 2010-2013, útboð 2.

Mál nr. 24/2010. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 30.12.2010

Með bréfi, dags. 6. september 2010, kærir Þjótandi ehf. ákvörðun Vegagerðarinnar að ganga til samningaviðræðna við Heflun ehf. á grundvelli útboðsins Vetrarþjónusta 2010-2014, Rangárvallasýsla og Flói.

Mál nr. 26/2010. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 15.11.2010

Með bréfi, dags. 16. október 2010, kæra Vinnuvélar Reynis B. Ingvasonar ehf. útboð Vegagerðarinnar Vetrarþjónusta 2010 - 2014, Kross - Lón.

Mál nr. 20/2010. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 15.11.2010

Með bréfi, dags. 6. ágúst 2010, kærir Studio Strik ehf. ákvörðun Framkvæmdasýslu ríkisins, fyrir hönd félags- og tryggingamálaráðuneytis og Fjarðabyggðar, um að veita Einrúmi ehf. fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni um hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð, sbr. útboð nr. 14838, og í kjölfarið að ganga til samningaviðræðna við Einrúm ehf. á grundvelli útboðsins.

Mál nr. 25/2010. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 15.11.2010

Með bréfi, dags. 23. september 2010, kærir EJS ehf. ákvörðun Ríkiskaupa í rammasamningsútboði Ríkiskaupa nr. 14883 um hýsingar og rekstrarþjónustu.

Mál nr. 16/2010. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 15.11.2010

Með bréfi, dags. 29. júlí 2010, kærir Háfell ehf. ákvörðun Vegagerðarinnar um að ganga til samninga við Ingileif Jónsson ehf. í útboðinu Hringvegur (1), tvöföldun Fossvellir - Draugahlíðar.

 

Mál nr. 24/2010. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 21.9.2010

Með bréfi, dags. 6. september 2010, kærir Þjótandi ehf. ákvörðun Vegagerðarinnar að ganga til samningaviðræðna við Heflun ehf. á grundvelli útboðsins „Vetrarþjónusta 2010-2014, Rangárvallasýsla og Flói.

Mál 14/2010. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 21.9.2010

Með bréfi, dags. 24. júní 2010, kærir Stabbi ehf. ákvörðun Vegagerðarinnar um að semja ekki við kæranda um viðhald malarvega 2010, Vegheflun.

Mál nr. 21/2010. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 9.9.2010

Með bréfi, dags. 26. ágúst 2010, kærði Túnþökusala Kristins ehf. ákvörðun Vegagerðarinnar um val á tilboði í útboðinu Vetrarþjónusta 2010-2013, Eyjafjörður að vestan.

Mál nr. 20/2010. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 31.8.2010

Með bréfi, dags. 6. ágúst 2010, kærir Studio Strik ehf. ákvörðun Framkvæmdasýslu ríkisins, fyrir hönd félags- og tryggingamálaráðuneytis og Fjarðabyggðar, um að veita Einrúmi ehf. fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni um hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð, sbr. útboð nr. 14838, og í kjölfarið að ganga til samningaviðræðna við Einrúm ehf. á grundvelli útboðsins.

Mál nr. 19/2010: Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 24.8.2010

Með bréfi, dags. 6. ágúst 2010, kærðu SÁ Verklausnir ehf. ákvörðun Reykjavíkurborgar um val á tilboði í útboði nr. 12452 „Nauthólsvíkurvegur/Nauthólsvík, gönguleiðir og ræktun 2010.

Mál nr. 11/2010: Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 24.8.2010

Með bréfi, dags. 21. maí 2010, kærir Logaland ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboði í útboði nr. 14818: Automated and manual micro column technique system and supplies for blood grouping, phenotyping, screening and identification of blood group antibodies.

Mál nr. 17/2010. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 16.8.2010

Hinn 30. júlí 2010 kærði Sæmundur Sigmundsson ehf. ákvörðun Borgarbyggðar um val á tilboði á leið 8 í útboðinu Útboð á skólaakstri við grunnskóla í Borgarbyggð 2010-2012.

Mál nr. 16/2010. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 16.8.2010

Með bréfi, dags. 29. júlí 2010, kærir Háfell ehf. ákvörðun Vegagerðarinnar um að ganga til samninga við Ingileif Jónsson ehf. í útboðinu Hringvegur (1), tvöföldun Fossvellir - Draugahlíðar.

Mál nr. 13/2010. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 16.8.2010

Með bréfi, dags. 25. maí 2010, kærði Hlaðbær Colas hf. ákvörðun Reykjavíkurborgar um val á tilboði í útboðunum nr. 12416 Malbiksyfirlagnir í Reykjavík 2010 - Útboð 1, vestur hluti  og nr. 12417 „Malbiksyfirlagnir í Reykjavík 2010 - Útboð 2, austan Kringlumýrarbrautar.

Mál nr. 14/2010. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 27.7.2010

Með bréfi, dags. 24. júní 2010, kærir Stabbi ehf. ákvörðun Vegagerðarinnar um að semja ekki við kæranda um viðhald malarvega 2010, Vegheflun.

Mál nr. 14/2010. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 19.7.2010

Með bréfi, dags. 24. júní 2010, kærir Stabbi ehf. ákvörðun Vegagerðarinnar um að semja ekki við kæranda um „viðhald malarvega 2010, Vegheflun.

Mál nr. 12/2010. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 19.7.2010

Með bréfi, dags. 21. maí 2010, kærir Háfell ehf. ákvörðun Vegagerðarinnar að taka tilboði Vélaleigu AÞ ehf. í útboðinu Hringvegur (1), tvöföldun Fossvellir - Draugahlíðar.

Mál nr. 9/2010. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 19.7.2010

Með bréfi, dags. 21. apríl 2010, kærir Logaland ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboði í útboði 14817 - Blóðskilunarhylki (hemodialyzers), rammasamningur fyrir Landspítala.

Mál nr. 1/2010B. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 19.7.2010

Með bréfi, dags. 14. apríl 2010, óskuðu Ríkiskaup eftir því að ákvörðun kærunefndar útboðsmála, dags. 29. mars 2010, yrði endurupptekin.

Mál nr. 1/2010. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 15.7.2010

Með kæru, dags. 31. desember 2009 sem barst 4. janúar 2010, kærði Celsus ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboðum í útboðinu 14651: Plástrar, bindi, grisjur og fleira. Kæran var ekki í samræmi við 2. mgr. 94. gr. laga nr. 84/2007 þar sem í henni var ekki með skýrum hætti að finna kröfur kæranda. Kæranda var gefinn frestur til að bæta úr annmörkum kærunnar. Hinn 18. janúar 2010 barst kærunefnd útboðsmála greinargerð með kærunni.

Mál nr. 7/2010. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 15.7.2010

Með bréfi, dags. 15. apríl 2010, kærir Iceland Express fjármálaráðuneytið fyrir að sniðganga skyldu til að bjóða út farmiðakaup í samræmi við ákvæði laga nr. 84/2007 um opinber innkaup.

Mál nr. 11/2010. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 15.7.2010

Með bréfi, dags. 21. maí 2010, kærir Logaland ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboði í útboði nr. 14818: Automated and manual micro column technique system and supplies for blood grouping, phenotyping, screening and identification of blood group antibodies.

Mál nr. 5/2010. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 16.6.2010

Með bréfi, dags. 23. febrúar 2010, kærir Logaland ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 14818 - Automated and manual micro column technique system, service contract and supplies for blood grouping, phenotyping, screening and identification of blood group antibodies.

Mál nr. 34/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 15.6.2010

Með kæru, dags. 14. desember 2009, kærði Vistor hf. ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboðum í útboðinu 14651: Plástrar, bindi, grisjur og fleira.

Mál nr. 32/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 15.6.2010

Með bréfi, dags. 30. september 2009, kærir Húsasmiðjan hf. fyrirhugað útboð Ríkiskaupa, sem innkaupaaðila fyrir hönd áskrifenda að rammasamningskerfi Ríkiskaupa, nr. 14755 - Byggingavörur og nr. 14754 - Raftæki.

Mál nr. 31/2009: Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 15.6.2010

Með bréfi, dags. 29. september 2009, kærir Omnis ehf. ákvörðun bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar 22. september 2009 um framlengingu á samningi við Tölvuþjónustuna SecurStore ehf. um kaup á tölvuþjónustu fyrir sveitarfélagið til næstu 18 mánaða.

Mál nr. 8/2010. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 10.6.2010

Með kæru, dags. 21. apríl 2010, kærðu Verktakafélagið Glaumur ehf. og Árni Helgason ehf. ákvörðun kærða, Landsvirkjunar, að hafna tilboði kærenda í útboðinu BUD-05, Búðarhálsvirkjun - Upphafsverk.

Mál nr. 8/2010. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 10.6.2010

Með kæru, dags. 21. apríl 2010, kærðu Verktakafélagið Glaumur ehf. og Árni Helgason ehf. ákvörðun kærða, Landsvirkjunar, að hafna tilboði kærenda í útboðinu BUD-05, Búðarhálsvirkjun - Upphafsverk.

Mál nr. 12/2010. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 10.6.2010

Með bréfi, dags. 21. maí 2010, kærir Háfell ehf. ákvörðun Vegagerðarinnar að taka tilboði Vélaleigu AÞ ehf. í útboðinu Hringvegur (1), tvöföldun Fossvellir - Draugahlíðar.

Mál nr. 11/2010. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 10.6.2010

Með bréfi, dags. 21. maí 2010, kærir Logaland ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboði í útboði nr. 14818: Automated and manual micro column technique system and supplies for blood grouping, phenotyping, screening and identification of blood group antibodies.

Mál nr. 13/2010. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 10.6.2010

Með bréfi, dags. 25. maí 2010, kærði Hlaðbær Colas hf. ákvörðun Reykjavíkurborgar um val á tilboði í útboðunum nr. 12471 „Malbiksyfirlagnir í Reykjavík 2010 - Útboð 1, vestur hluti og „Malbiksyfirlagnir í Reykjavík 2010 - Útboð 2, austan Kringlumýrarbrautar.

Mál nr. 9/2010. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 10.6.2010

Með bréfi, dags. 21. apríl 2010, kærir Logaland ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboði í útboði 14817 - Blóðskilunarhylki (hemodialyzers), rammasamningur fyrir Landspítala.

Mál nr. 2/2010. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 4.6.2010

Hinn 8. janúar 2010 kærði Logaland ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboðum í útboðinu 14745: Rammasamningsútboð með heimild á örútboðum: Gips og fylgihlutir fyrir heilbrigðisstofnanir.

Mál nr. 35/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 10.5.2010

Með kæru, dags. 14. desember 2009, kærði Logaland ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboðum í útboðinu 14651: Plástrar, bindi, grisjur og fleira.

Mál nr. 26/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 7.4.2010

Með bréfi, dags. 15. júlí 2009, kærir Vátryggingafélag Íslands hf. þá ákvörðun Ríkiskaupa og Fjallabyggðar, dags. 9. júlí 2009, að velja tilboð frá Sjóvá-Almennum tryggingum hf. í útboði nr. 14660 - Tryggingar fyrir Fjallabyggð og ákvörðun um að heimila breytingu á fyrrgreindu tilboði eftir opnun tilboða.

Mál nr. 36/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 6.4.2010

Með bréfi, dags. 17. desember 2009, kærir Orkuveita Reykjavíkur þá ákvörðun Ríkiskaupa, sem ljós varð 24. nóvember 2009, að ætla að láta fara fram svokölluð örútboð á grundvelli rammasamninga kærða við kæranda, HS Orku og Orkusöluna ehf., sem gerðir voru á grundvelli rammasamningsútboðs nr. 14410 um raforku fyrir ráðuneyti, ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki.  

Mál nr. 5/2010. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 6.4.2010

Með bréfi, dags. 23. febrúar 2010, kærir Logaland ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 14818 - „Automated and manual micro column technique system, service contract and supplies for blood grouping, phenotyping, screening and identification of blood group antibodies.

 

Mál nr. 6/2010. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 6.4.2010

Hinn 10. mars 2010 kærði Securitas hf. ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboðum í útboðinu 14773: IP neyðarsímkerfi fyrir Vegagerðina.

Mál nr. 3/2010. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 6.4.2010

Með bréfi, dags. 11. janúar 2010, sem móttekið var 20. sama mánaðar, kærir Rafmagnsverkstæði Birgis ehf. útboð Byggðastofnunar Stórholt 6, Þórhöfn - endurbætur á verkstæði.

Mál nr. 37/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 6.4.2010

Með bréfum, dags. 23. desember 2009 og 5. janúar 2010, kærir Nýherji hf. útboð Ríkiskaupa nr. 14807 -  Símkerfi fyrir RSK.

Mál nr. 7/2009B. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 15.3.2010

Með bréfi, dags. 25. ágúst 2009, óskaði Landsnet hf. eftir endurupptöku á máli kærunefndar útboðsmála nr. 7/2009, Húsasmiðjan hf. vegna Ískrafts gegn Landsneti hf.

Mál nr. 2/2010. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 9.3.2010

Hinn 8. janúar 2010 kærði Logaland ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboðum í útboðinu 14745: Rammasamningsútboð með heimild á örútboðum: Gips og fylgihlutir fyrir heilbrigðisstofnanir.

Mál nr. 31/2009. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 23.2.2010

Með bréfi, dags. 29. september 2009, kærir Omnis ehf. ákvörðun bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar 22. september 2009 um framlengingu á samningi við Tölvuþjónustuna SecurStore ehf. um kaup á tölvuþjónustu fyrir sveitarfélagið til næstu 18 mánaða.

Mál nr. 3/2010. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 8.2.2010

Með bréfi 11. janúar 2010 kærir Rafmagnsverkstæði Birgis ehf. útboð Byggðastofnunar Stórholt 6, Þórshöfn - endurbætur á verkstæði.“

Mál nr. 28/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 8.2.2010

Með bréfi, dags. 9. september 2009, kærði Síminn hf. ákvörðun kærða, Ríkiskaupa, um að bjóða út að nýju kaup á þeirri þjónustu sem útboð kærða nr. 14644 tók til.

Mál nr. 30/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 3.2.2010

Hinn 25. september 2009 kærðu Samtök iðnaðarins, f.h. Sláturfélags Suðurlands svf., ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboði í útboðinu nr. 14729 - Matsala til starfsmanna Landspítala.

Mál nr. 30/2009. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 3.2.2010

Hinn 25. september 2009 kærðu Samtök iðnaðarins, f.h. Sláturfélags Suðurlands svf., ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboði í útboðinu nr. 14729 -  Matsala til starfsmanna Landspítala.

Mál nr. 1/2010. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 1.2.2010

Með kæru, dags. 31. desember 2009 sem barst 4. janúar 2010, kærði Celsus ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboðum í útboðinu 14651: Plástrar, bindi, grisjur og fleira.

Mál nr. 37/2009. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 1.2.2010

Með bréfum, dags. 23. desember 2009 og 5. janúar 2010, kærir Nýherji hf. útboð Ríkiskaupa nr. 14807 -  Símkerfi fyrir RSK.

Mál nr. 35/2009. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 1.2.2010

Með kæru, dags. 14. desember 2009, kærði Logaland ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboðum í útboðinu 14651: Plástrar, bindi, grisjur og fleira.

Mál nr. 34/2009. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 1.2.2010

Með kæru, dags. 14. desember 2009, kærði Vistor hf. ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboðum í útboðinu 14651: Plástrar, bindi, grisjur og fleira.

Mál nr. 15/2009B. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 29.1.2010

Með bréfi, dags. 30. október 2009, óskuðu Ríkiskaup eftir endurupptöku á máli kærunefndar útboðsmála nr. 15/2009, Kraftur hf. gegn Ríkiskaupum.

      Varnaraðila, Krafti hf., var kynnt endurupptökukrafan og gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana. Varnaraðili skilaði athugasemdum, dags. 14. desember 2009, og með bréfi, dags. 8. janúar 2010 ítrekar sóknaraðili það sem fram kemur í fyrri greinargerð hans.

Mál nr. 7/2009B. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 25.1.2010

Með bréfi, dags. 25. ágúst 2009, óskaði Landsnet hf. eftir endurupptöku á máli kærunefndar útboðsmála nr. 7/2009, Húsasmiðjan hf. vegna Ískrafts gegn Landsneti hf.

Mál nr. 33/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 18.1.2010

Með bréfi, dags. 16. október 2009, kærði Eykt ehf. ákvörðun Fasteigna Akureyrarbæjar um að ganga til samninga við SS-Byggir ehf. eftir útboð vegna verksins: Íþróttamiðstöð við Giljaskóla Kiðagil 11, Akureyri - Útboð 2.“

Mál nr. 29/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 16.1.2010

Með bréfi, dags. 22. september 2009, kærir Heflun ehf. þá ákvörðun Ríkiskaupa að semja við verktakafyrirtækið Vélaleigu A.Þ. ehf. um gerð Lyngdalsheiðarvegar án útboðs.

Mál nr. 26/2009. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 16.1.2010

Með bréfi, dags. 15. júlí 2009, kærir Vátryggingafélag Íslands hf. þá ákvörðun Ríkiskaupa og Fjallabyggðar, dags. 9. júlí 2009, að velja tilboð frá Sjóvá-Almennum tryggingum hf. í útboði nr. 14660 - Tryggingar fyrir Fjallabyggð og ákvörðun um að heimila breytingu á fyrrgreindu tilboði eftir opnun tilboða.

Mál nr. 26/2009. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 16.1.2010

Með bréfi, dags. 15. júlí 2009, kærir Vátryggingafélag Íslands hf. þá ákvörðun Ríkiskaupa og Fjallabyggðar, dags. 9. júlí 2009, að velja tilboð frá Sjóvá-Almennum tryggingum hf. í útboði nr. 14660 - Tryggingar fyrir Fjallabyggð og ákvörðun um að heimila breytingu á fyrrgreindu tilboði eftir opnun tilboða.

Mál nr. 22/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 16.1.2010

Með bréfi, dags. 3. júlí 2009, kærir Ávaxtabíllinn ehf. þá ákvörðun Ríkiskaupa og Garðabæjar að velja tilboð Sælkeraveislna ehf. í útboði Ríkiskaupa nr. 14662 - Skólamálsverðir í grunnskólum Garðabæjar og hádegisverðir fyrir aldraða og öryrkja.

Mál nr. 28/2009. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 16.1.2010

Með bréfi, dags. 9. september 2009, kærði Síminn hf. ákvörðun kærða, Ríkiskaupa, um að bjóða út að nýju kaup á þeirri þjónustu sem útboð kærða nr. 14644 tók til.

Mál nr. 25/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 30.11.2009

Með bréfi, Með bréfi, dags. 15. júlí 2009, kærir Flugfélag Vestmannaeyja ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 14663 - Rekstur flugvélar Flugstoða ohf.

Mál nr. 23/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 10.11.2009

Með bréfi, dags. 9. júlí 2009, kærir Krákur ehf. ákvörðun bæjarstjórnar Blönduósbæjar um að ganga ekki að lægsta tilboði í 2. áfanga sundlaugarbyggingar á Blönduósi. Jafnframt er framkvæmd útboðsins kærð.

Mál nr. 21/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 3.11.2009

Með bréfi, dags. 8. júní 2009, kærir Aflverk ehf. útboð Reykjavíkurborgar nr. 12252 - Leikskólinn Úlfarsbraut 118-120, jarðvinna.

Mál nr. 26/2009. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 3.11.2009

Með bréfi, dags. 15. júlí 2009, kærir Vátryggingafélag Íslands hf. þá ákvörðun Ríkiskaupa og Fjallabyggðar, dags. 9. júlí 2009, að velja tilboð frá Sjóvá-Almennum tryggingum hf. í útboði nr. 14660 - Tryggingar fyrir Fjallabyggð og ákvörðun um að heimila breytingu á fyrrgreindu tilboði eftir opnun tilboða.

Mál nr. 33/2009. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 3.11.2009

Með bréfi, dags. 16. október 2009, kærði Eykt ehf. ákvörðun Fasteigna Akureyrarbæjar um að ganga til samninga við SS-Byggir ehf. eftir útboð vegna verksins: Íþróttamiðstöð við Giljaskóla Kiðagil 11, Akureyri - Útboð 2.

 

Mál nr. 31/2009. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 3.11.2009

Með bréfi, dags. 29. september 2009, kærir Omnis ehf. ákvörðun bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar 22. september 2009 um framlengingu á samningi við Tölvuþjónustuna SecurStore ehf. um kaup á tölvuþjónustu fyrir sveitarfélagið til næstu 18 mánaða.

Mál nr. 29/2009. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 3.11.2009

Með bréfi, dags. 22. september 2009, kærir Heflun ehf. þá ákvörðun Ríkiskaupa að semja við verktakafyrirtækið Vélaleigu A.Þ. ehf. um gerð Lyngdalsheiðarvegar án útboðs.

Mál nr. 20/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 2.11.2009

Hinn 15. júní 2009 kærði Logaland ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboði í útboðinu 14638: Blóðskilunarhylki (hemodialyzers) og blóðslöngur (blood lines) fyrir Landspítala.

Mál nr. 24/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 2.11.2009

Með bréfi, dags. 14. júlí 2009, kærir Síminn hf. þá ákvörðun Ríkiskaupa að ganga til samninga við Og Fjarskipti ehf. að því er varðar fjóra nánar tilgreinda þjónustuflokka í útboði Ríkiskaupa nr. 14631 - Síma-, internet- og gagnaflutningaþjónusta.

Mál nr. 27/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 2.11.2009

Með bréfi, dags. 21. júlí 2009, kærir Síminn hf. þá ákvörðun Ríkiskaupa að ganga til samninga við Nova ehf. í tveimur nánar tilgreindum þjónustuflokkum í útboði Ríkiskaupa nr. 14631 - Síma-, internet- og gagnaflutningaþjónusta.

Mál nr. 19/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 8.9.2009

Með bréfi, dags. 4. júní 2009, kærði Síminn hf. ákvörðun kærða, Ríkiskaupa, um framlengingu á gildistíma tilboða í útboði nr. 14644 „Gagnaflutningsþjónusta, fastlínuþjónusta- og farsímaþjónusta fyrir Landspítala.

Mál nr. 27/2009. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 8.9.2009

Með bréfi, dags. 21. júlí 2009, kærir Síminn hf. þá ákvörðun Ríkiskaupa að ganga til samninga við Nova ehf. í tveimur nánar tilgreindum þjónustuflokkum í útboði Ríkiskaupa nr. 14631 - Síma-, internet- og gagnaflutningaþjónusta.

Mál nr. 25/2009. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 8.9.2009

Með bréfi, dags. 15. júlí 2009, kærir Flugfélag Vestmannaeyja ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 14663 - Rekstur flugvélar Flugstoða ohf.

Mál nr. 24/2009. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 4.9.2009

Með bréfi, dags. 14. júlí 2009, kærir Síminn hf. þá ákvörðun Ríkiskaupa að ganga til samninga við Og Fjarskipti ehf. að því er varðar fjóra nánartilgreinda þjónustuflokka í útboði Ríkiskaupa nr. 14631 - Síma-, internet- og gagnaflutningaþjónusta.

Mál nr. 13/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála - 4.9.2009

Með bréfi, dags. 17. mars 2009, sem barst kærunefnd útboðsmála 14. apríl 2009, kærði Nesbyggð ehf. ákvörðun kærða, Ríkiskaupa, um að ógilda tilboð kæranda í ­útboði nr. 14621 - Hjúkrunarheimilið Jaðar, Ólafsvík.

Mál nr. 14/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 4.9.2009

Með bréfi, dags. 24. apríl 2009, kærði Ingileifur Jónsson ehf. ákvörðun kærða, Vegagerðarinnar, um að krefjast þess að kærandi legði fram verktryggingu í ­útboðinu Norðausturvegur (85) Bunguflói - Vopnafjörður“.

Mál nr. 22/2009. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 4.9.2009

Með bréfi, dags. 3. júlí 2009, kærir Ávaxtabíllin ehf. þá ákvörðun Ríkiskaupa og Garðabæjar að velja tilboð Sælkeraveislna ehf. í útboði Ríkiskaupa nr. 14662 - Skólamálsverðir í grunnskólum Garðabæjar og hádegisverðir fyrir aldraða og öryrkja.

Mál nr. 18/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 4.9.2009

Með bréfi, dags. 22. maí 2009, kærir Överaasen AS útboð Ríkiskaupa nr. 14540 - Ellefu sameyki: Flugbrautarsópar og dráttarbifreiðar með snjótönnum fyrir Keflavíkurflugvöll ohf. og Flugstoðir ohf.

Mál nr. 15/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 4.9.2009

Með bréfi, dags. 4. maí 2009, kærir Kraftur hf. útboð Ríkiskaupa nr. 14540 - Ellefu sameyki: Flugbrautarsópar og dráttarbifreiðar með snjótönnum fyrir Keflavíkurflugvöll ohf. og Flugstoðir ohf.

Mál nr. 16/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 10.7.2009

Hinn 4. maí 2009 kærði Logaland ehf. þá ákvörðun Ríkiskaupa, dags. 6. apríl 2009, að hafna kröfu Samtaka verslunar og þjónustu þess efnis að [bjóðendum] í útboði nr. 14652 „ einnota lín, sloppar o. fl. [verði] gert að uppfylla og leggja fram þrenns konar skilyrði/upplýsingar varðandi fjárhagsstöðu sína, sbr. bréf samtakanna, dags. 27. mars 2009.

Mál nr. 20/2009. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 10.7.2009

Hinn 15. júní 2009 kærði Logaland ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboði í útboðinu 14638: Blóðskilunarhylki (hemodialyzers) og blóðslöngur (blood lines) fyrir Landspítala.

Mál nr. 19/2009. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 10.7.2009

Með bréfi, dags. 4. júní 2009, kærði Síminn hf. ákvörðun kærða, Ríkiskaupa, um framlengingu á gildistíma tilboða í útboði nr. 14644 „ Gagnaflutningsþjónusta, fastlínuþjónusta- og farsímaþjónusta fyrir Landspítala.

Mál nr. 12/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 10.7.2009

Með bréfi, dags. 3. apríl 2009, kærir MótX ehf. útboð Fasteignafélags Fljótsdalshéraðs nr. GE014 vegna viðbyggingar við Grunnskólann á Egilsstöðum.

Mál nr. 11/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 10.7.2009

Með bréfi, dags. 31. mars 2009, kærði Inter ehf. ákvörðun kærða, Ríkiskaupa, um að taka tilboði Icepharma hf. í ­útboði 14486 - Lease of video Endoscopy Systems for gastrointestinal and respiratory applications.

Mál nr. 10/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 9.7.2009

Með bréfi, dags. 25. mars 2009, kærði Olíuverzlun Íslands hf. ákvörðun kærða, Ríkiskaupa, um að taka tilboðum Skeljungs hf. og N1 hf. í ramma­samnings­útboði 14627 - Eldsneyti og olíur fyrir skip og flugvélar.

Mál nr. 9/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 9.7.2009

Með bréfi, dags. 25. mars 2009, kærir Spennt ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 14566 - Snjóflóðavarnir í Neskaupsstað - Framleiðsla stoðvirkja.

Mál nr. 7/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 8.7.2009

Með bréfi, 12. mars 2009, kærir Húsasmiðjan hf. vegna Ískrafts innkaup Landsnets hf. á varaspenni 220/132/11 kV og streng 132 kV.

Mál nr. 6/2009: Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 8.7.2009

Með bréfi, dags. 27. febrúar 2009, kærir Flugfélag Vestmannaeyja ehf. meinta vanrækslu Flugstoða ohf. á útboðsskyldu samkvæmt lögum nr. 84/2007 um opinber innkaup.

Mál nr. 17/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 28.5.2009

Með bréfi, dags. 6. maí 2009, kæra Samtök verslunar og þjónustu þá ákvörðun kærða að leyfa tveimur nýjum félögum að gerast aðilar að rammasamningi 2278, RK - 02.15 - Rammasamningur um ritföng og skrifstofuvörur, sem tilkynnt var á heimasíðu kærða 30. apríl 2009.

Félagið Egilson/Office1, sem er aðili að umræddum samningi, hefur framselt kæruheimild til Samtaka verslunar og þjónustu með yfirlýsingu, dags. 6. maí 2009, sbr. heimild í 2. mgr. 93. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup.

Mál nr. 15/2009. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 22.5.2009

Með bréfi, dags. 4. maí 2009, kærir Kraftur hf. útboð Ríkiskaupa nr. 14540 - Ellefu sameyki: Flugbrautarsópar og dráttarbifreiðar með snjótönnum fyrir Keflavíkurflugvöll ohf. og Flugstoðir ohf.

Mál nr. 14/2009. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 22.5.2009

Með bréfi, dags. 24. apríl 2009, kærði Ingileifur Jónsson ehf. ákvörðun kærða, Vegagerðarinnar, um að krefjast þess að kærandi legði fram verktryggingu í ­útboðinu Norðausturvegur (85) Bunguflói - Vopnafjörður“. Með tölvupósti, dags. 6. maí 2009, var kæranda gefinn kostur á að skýra kröfugerð sína.

Mál nr. 16/2009. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 22.5.2009

Hinn 4. maí 2009 kærði Logaland ehf. þá ?ákvörðun Ríkiskaupa, dags. 6. apríl 2009, að hafna kröfu Samtaka verslunar og þjónustu þess efnis að [bjóðendum] í útboði nr. 14652 einnota lín, sloppar o. fl. [verði] gert að uppfylla og leggja fram þrenns konar skilyrði/upplýsingar varðandi fjárhagsstöðu sína, sbr. bréf samtakanna, dags. 27. mars 2009.

Mál nr. 8/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 13.5.2009

Með kæru, dags. 13. mars 2009, kærði ISS Ísland ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboði Sólarræstingar ehf. í útboðinu 14632: Landspítali háskólasjúkrahús - Ræsting Fossvogur.

Mál nr. 5/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 5.5.2009

Með bréfi, dags. 10. febrúar 2009, kærir Hf. Eimskipafélag Íslands ákvörðun Ríkiskaupa, dags. 6. febrúar 2009, um að hafna Hf. Eimskipafélagi Íslands sem viðsemjanda í útboði nr. 1485 Flutningur á áfengi og tóbaki innanlands fyrir ÁTVR á þeim flutningaleiðum, sem tilkynnt hafði verið um þann 31. desember 2008 að samið yrði við félagið um að sinna. Með ákvörðun, dags. 9. mars 2009, var kröfu kæranda um stöðvun samningsgerðar í kjölfar ofangreinds útboðs hafnað. Í athugasemdum kæranda við greinargerð kærða, dags. 6. apríl 2009, tilgreinir kærandi kröfur sínar aftur með hliðsjón af fyrrgreindri niðurstöðu kærunefndar útboðsmála og að fenginni niðurstöðu í máli 2/2009:

Mál nr. 12/2009. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 5.5.2009

Með bréfi, dags. 3. apríl 2009, kærir MótX ehf. útboð Fasteignafélags Fljótsdalshéraðs nr. GE014 vegna viðbyggingar við Grunnskólann á Egilsstöðum.

Mál nr. 11/2009. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 5.5.2009

Með bréfi, dags. 31. mars 2009, kærði Inter ehf. ákvörðun kærða, Ríkiskaupa, um að taka tilboði Icepharma hf. í ­útboði 14486 - Lease of video Endoscopy Systems for gastrointestinal and respiratory applications.

Mál nr. 4/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 5.5.2009

Með bréfi, dags. 29. janúar 2009, kæra Samskip hf. þá ákvörðun Ríkiskaupa að velja tilboð Hf. Eimskipafélags Íslands og ganga til samninga við félagið vegna flutnings á áfengi og tóbaki innanlands fyrir Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins á leiðunum: Búðardalur, Hvammstangi, Blönduós, Sauðárkrókur, Siglufjörður og Vestmannaeyjar, í útboðinu nr. 14585 Flutningur á áfengi og tóbaki innanlands fyrir ÁTVR - September 2008.

Mál nr. 9/2009. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 4.5.2009

Með bréfi, dags. 25. mars 2009, kærir Spennt ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 14566 - Snjóflóðavarnir í Neskaupsstað - Framleiðsla stoðvirkja

Mál nr. 10/2009. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 7.4.2009

Með bréfi, dags. 25. mars 2009, kærði Olíuverzlun Íslands hf. ákvörðun kærða, Ríkiskaupa, um að taka tilboðum Skeljungs hf. og N1 hf. í ramma­samnings­útboði 14627 -  Eldsneyti og olíur fyrir skip og flugvélar.

Mál nr. 8/2009. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 7.4.2009

Með kæru, dags. 13. mars 2009, kærði ISS Ísland ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboði Sólarræstingar í útboðinu 14632: Landspítali háskólasjúkrahús - Ræsting Fossvogur.

Mál nr. 7/2009. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 7.4.2009

Með bréfi, 12. mars 2009, kærir Húsasmiðjan hf. vegna Ískrafts innkaup Landsnets hf. á varaspenni 220/132/11 kV og streng 132 kV.

Mál nr. 2/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 7.4.2009

Með bréfi, dags. 9. janúar 2009, kærir Hf. Eimskipafélag Íslands ákvörðun Ríkiskaupa um val á samningsaðilum í útboði nr. 14585 - Flutningur á áfengi og tóbaki innanlands fyrir ÁTVR.

Mál nr. 1/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 7.4.2009

Með bréfi, sem barst kærunefnd útboðsmála 7. janúar 2009, kæra Tómas ehf. og Aflgröfur ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um val á samningsaðilum í útboði nr. 14585 - Flutningur á áfengi og tóbaki innanlands fyrir ÁTVR.

Mál nr. 6/2009. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 7.4.2009

Með bréfi, dags. 27. febrúar 2009, kærir Flugfélag Vestmannaeyja ehf. meinta vanrækslu Flugstoða ohf. á útboðsskyldu samkvæmt lögum nr. 84/2007 um opinber innkaup.

Mál nr. 5/2009. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 7.4.2009

Með bréfi, dags. 10. febrúar 2009, kærir Hf. Eimskipafélag Íslands ákvörðun Ríkiskaupa, dags. 6. febrúar 2009, að hafna Hf. Eimskipafélagi Íslands sem viðsemjanda í útboði nr. 1585 Flutningur á áfengi og tóbaki innanlands fyrir ÁTVR á þeim flutningaleiðum, sem tilkynnt hafði verið um þann 31. desember 2008 að samið yrði við félagið um að sinna.

Mál nr. 4/2009. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 6.4.2009

Með bréfi, dags. 29. janúar 2009, kæra Samskip hf. þá ákvörðun Ríkiskaupa að velja tilboð Hf. Eimskipafélags Íslands og ganga til samninga við félagið vegna flutnings á áfengi og tóbaki innanlands fyrir Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins á leiðunum: Búðardalur, Hvammstangi, Blönduós, Sauðárkrókur, Siglufjörður og Vestmannaeyjar, í útboðinu nr. 14585 Flutningur á áfengi og tóbaki innanlands fyrir ÁTVR - September 2008.

Mál nr. 23/2008. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 9.3.2009

Með bréfi, dags. 11. desember 2008, kæra Verktakarnir Magni ehf. þá ákvörðun Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar að hafna kæranda í forvali varnaraðila auðkenndu Kliftröð 2499 á Keflavíkurflugvelli - Jarðvinna.

Mál nr. 10/2008B. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 9.3.2009

Með bréfi, dags. 5. janúar 2009, óskaði Fornleifastofnun Íslands eftir endurupptöku á máli kærunefndar útboðsmála nr. 10/2008, Fornleifastofnun Íslands gegn Framkvæmdasýslu ríkisins.

Mál nr. 24/2008. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 9.3.2009

Hinn 19. desember 2008 kærði Fjölhönnun ehf. ákvörðun Vegagerðarinnar um að ganga til samninga við Línuhönnun hf. í útboðinu „Reykjanesbraut (41-14) Kaldárselsvegur - Krýsuvíkurvegur“.

Mál nr. 19/2008. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 20.2.2009

Hinn 18. nóvember 2008 kærði ID Electronics ehf. ákvörðun Akureyrarbæjar um að velja tilboð Exton ehf. í útboðunum „Hljóðkerfi í Hof menningarhús og Sviðslýsing í Hof menningarhús.

Mál nr. 20/2008. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 20.2.2009

Með ódagsettri kæru, sem móttekin var af kærunefnd útboðsmála hinn 27. nóvember 2008, kærði Logaland ehf. ákvörðun Ríkiskaupa þess efnis að veita félaginu ekki upplýsingar um rétt/leiðrétt tilboðsverð samkeppnisaðila þess, Fastus ehf. [...] í útboði nr. 14451 á blóðflokkunarvélum fyrir Blóðbankann þegar þess var óskað.

Mál nr. 22/2008. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 19.2.2009

Hinn 28. nóvember 2008 kærði Icepharma hf., f.h. Baxter Medical AB ákvörðun Ríkiskaupa um að velja tilboð Icepharma hf./Fresenius Medical Care í útboðinu „14549 Vörur fyrir kviðskilunarmeðferð fyrir Landspítala“.

Mál nr. 25/2008. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 5.2.2009

Hinn 29. desember 2008 kærði Logaland ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboði í útboðinu 14451: Blóðflokkunarvélar fyrir Blóðbanka Landspítala háskólasjúkrahús.

Mál nr. 3/2009. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 5.2.2009

Með bréfi, dags. 16. janúar 2009, kærir Öryggismiðstöð Íslands hf. ákvörðun Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. um að ganga til samninga við Securitas hf. á grundvelli útboðs í verkið Háskólinn í Reykjavík, öryggis- og myndeftirlitskerfi.

Mál nr. 2/2009. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 5.2.2009

Með bréfi, dags. 9. janúar 2008, kærir Hf. Eimskipafélag Íslands ákvörðun Ríkiskaupa um val á samningsaðilum í útboði nr. 14585 - Flutningur á áfengi og tóbaki innanlands fyrir ÁTVR.

Mál nr. 1/2009. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 5.2.2009

Með bréfi, dags. 7. janúar 2008, kæra Tómas ehf. og Aflgröfur ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um val á samningsaðilum í útboði nr. 14585 - Flutningur á áfengi og tóbaki innanlands fyrir ÁTVR.

Mál nr. 24/2008. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 15.1.2009

Hinn 19. desember 2008 kærði Fjölhönnun ehf. ákvörðun Vegagerðarinnar um að ganga til samninga við Línuhönnun hf. í útboðinu Reykjanesbraut (41-14) Kaldárselsvegur - Krýsuvíkurvegur.

Mál nr. 21/2008. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 23.12.2008

Með bréfi, dags. 28. nóvember 2008, kæra G.V. Gröfur ehf. þá ákvörðun Landsvirkjunar að ganga til samninga við Sel ehf. en ekki kæranda í útboði Landsvirkjunar auðkenndu BUD-61“.

Mál nr. 22/2008: Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 19.12.2008

Hinn 28. nóvember 2008 kærði Icepharma hf., f.h. Baxter Medical AB ákvörðun Ríkiskaupa um að velja tilboð Icepharma hf./Fresenius Medical Care í útboðinu 14549 Vörur fyrir kviðskilunarmeðferð fyrir Landspítala.

Mál nr. 16/2008. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 17.12.2008

Hinn 2. október 2008 kærði Línuhönnun hf. ákvörðun Vegagerðarinnar um að ganga til samninga við Fjölhönnun ehf. í útboðinu Reykjanesbraut (41-14) Kaldárselsvegur - Krýsuvíkurvegur.

Mál nr. 15/2008. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 17.12.2008

Hinn 21. september 2008 kærði Bifreiðastöðin 5678910 útboð Ríkiskaupa „nr. 14521-Leigubifreiðaakstur.

Mál nr. 21/2008. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 17.12.2008

Með bréfi, dags. 28. nóvember 2008, kæra G.V. Gröfur ehf. þá ákvörðun Landsvirkjunar að ganga til samninga við Sel ehf. en ekki kæranda í útboði Landsvirkjunar auðkenndu BUD-61.

Mál nr. 18/2008. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 27.11.2008

Með bréfi, dags. 7. nóvember 2008, kærir Ingi R. ehf. þá ákvörðun Vegagerðarinnar að ganga til samninga við SBA-Norðurleið hf. en ekki kæranda í útboði nr. 14520 Áætlunarakstur á sérleyfisleiðum á Íslandi 2009-2010.

Mál nr. 10/2008. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 19.11.2008

Með bréfi, dags. 30. júlí 2008, kærði Fornleifastofnun Íslands ákvörðun Framkvæmdasýslu ríkisins um val á tilboði í útboði nr. 14535 „Alþingisreitur - Fornleifagröftur.

Mál nr. 6/2008B. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 19.11.2008

Með bréfi, dags. 1. september 2008, óskuðu Ríkiskaup eftir endurupptöku á máli kærunefndar útboðsmála nr. 6/2008, Bílaleiga Flugleiða ehf. gegn Ríkiskaupum. Ríkiskaup gerði þá kröfu við endurupptökuna að öllum kröfum kæranda [yrði] hafnað [...] .

Mál nr. 13/2008. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 29.10.2008

Með bréfi, dags. 18. ágúst 2008, kærði Ris ehf. ákvörðun Reykjavíkurborgar um val á tilboði í útboði Reykjavíkur nr. Sæmundarskóli, uppsteypa og fullnaðar­frágangur.

Mál nr. 17/2008. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 29.10.2008

Hinn 9. október 2008 kærði Sigurjón Magnússon ehf. ákvörðun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. um val á tilboði í Samkeppnisviðræðum nr. 12073 „Hönnun og smíði á slökkviliðsbifreiðum“ .

Mál 14/2008. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 29.10.2008

Með bréfi, dags. 27. ágúst 2008, kærir Flugfélag Vestmannaeyja ehf. Flugstoðir ohf. vegna meintrar vanrækslu á útboðsskyldu skv. lögum nr. 84/2007 um opinber innkaup.

Mál nr. 12/2008. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 29.10.2008

Með bréfi, dags. 14. ágúst 2008, kærði Flugstjórinn-Skipstjórinn ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboði í útboði Ríkiskaupa nr. 14547 Salt til hálkuvarna“.

Mál nr. 11/2008. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 6.10.2008

Með bréfi, dagsettu 18. ágúst 2008, kæra Hópferðabílar Reynis Jóhannssonar ehf. niðurstöður í útboði Ríkiskaupa nr. 14446 - Skólaakstur fyrir Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit.

Mál nr. 8/2008. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 6.10.2008

Með bréfi, dagsettu 22. júlí 2008, kærir Stoð ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboði Hraðra skrefa ehf. í útboði nr. 14437 - Spelkur fyrir Hjálpartækjamiðstöð Tryggingastofnunar ríkisins.

Mál nr. 9/2008. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 26.9.2008

Með bréfi, dags. 28. júlí 2008, sem barst kærunefnd útboðsmála 29. júlí s.á., kærði Hringiðan ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að ganga til samninga við Fjarska ehf. og Og fjarskipti ehf. um rekstur og afnot af tveimur ljósleiðaraþráðum í kjölfar „Verkefnis nr. 14477“.

Mál nr. 7/2008. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 26.9.2008

Með bréfi, dags. 16. júlí 2008, sem barst kærunefnd útboðsmála 17. júlí s.á., kærðu Íslenska gámafélagið ehf. og A.K. flutningar ehf. útboðið Losun á grenndargámum og flokkunartunnum“.

Mál nr. 11/2008. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 1.9.2008

Með bréfi, dagsettu 18. ágúst 2008, kæra Hópferðabílar Reynis Jóhannssonar ehf. niðurstöður í útboði Ríkiskaupa nr. 14446 - Skólaakstur fyrir Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit.

Mál nr. 6/2008. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 1.9.2008

Með bréfi, dags. 19. júní 2008, sem barst kærunefnd útboðsmála 20. júní s.á., kærði Bílaleiga Flugleiða ehf. ákvörðun kærða, Ríkiskaupa, um val á tilboði Alp ehf. í ramma­samnings­útboði nr. 14501 - Bílaleigubílar.

Mál nr. 9/2008. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 14.8.2008

Með bréfi, dags. 28. júlí 2008, sem barst kærunefnd útboðsmála 29. júlí s.á., kærði Hringiðan ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að ganga til samninga við Fjarska ehf. og fjarskipti ehf. um rekstur og afnot af tveimur ljósleiðaraþráðum.

Mál nr. 8/2008. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 7.8.2008

Með bréfi, dagsettu 22. júlí 2008, kærir Stoð ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboði Hraðra skrefa ehf. í útboði nr. 14437 - Spelkur fyrir Hjálpartækjamiðstöð Tryggingastofnunar ríkisins.

Mál nr. 7/2008. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 7.8.2008

Með bréfi, dags. 16. júlí 2008, sem barst kærunefnd útboðsmála 17. júlí s.á., kærðu Íslenska gámafélagið ehf. og A.K. flutningar ehf. útboðið ,,Losun á grenndargámum og flokkunartunnum.

Mál nr. 6/2008. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 7.7.2008

Með bréfi, dags. 19. júní 2008, sem barst kærunefnd útboðsmála 20. júní s.á., kærði Bílaleiga Flugleiða ehf. ákvörðun kærða, Ríkiskaupa, um val á tilboði Alp ehf. í ramma­samnings­útboði nr. 14501 - Bílaleigubílar.

Mál nr. 5/2008. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 5.6.2008

Með bréfi, dags. 8. apríl 2008, kærði Garðlist ehf. þá ákvörðun kærða að ætla að ganga að tilboði Garðaumhirðu ehf., kt. 611203-2070, í EES útboði-Grassláttur við stofnbrautir og snjóhreinsun gönguleiða 2008-2010 - Útboð II, verknr. 12082.“ 

Mál nr. 5/2008. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 28.5.2008

Með bréfi, dags. 8. apríl 2008, kærði Garðlist ehf. ,,þá ákvörðun kærða að ætla að ganga að tilboði Garðaumhirðu ehf., kt. 611203-2070, í EES útboði-Grassláttur við stofnbrautir og snjóhreinsun gönguleiða 2008-2010 - Útboð II, verknr. 12082.“ 

Mál nr. 15/2007B. Ákvörðun kærunefndar Útboðsmála: - 27.5.2008

Með bréfi, dags. 21. janúar 2007, óskaði Orkuveita Reykjavíkur eftir endurupptöku á máli kærunefndar útboðsmála nr. 15/2007, Fálkinn hf. gegn Orkuveitu Reykjavíkur. Orkuveitan rökstyður endurupptökubeiðni sína með því að lögum nr. 84/2007, um opinber innkaup, hafi verið beitt við úrlausn málsins en þau hafi ekki átt við. Fálkanum hf. var gefinn kostur á að tjá sig um efni endurupptökubeiðninnar. Með bréfi, dags. 17. mars 2008, barst umsögn Fálkans hf. Með bréfi, dags. 31. mars 2008, bárust athugasemdir Orkuveitunnar við umsögn Fálkans hf.

Mál nr. 4/2008. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 25.4.2008

Með bréfi, dags. 11. febrúar 2008, bar Félag sjálfstætt starfandi arkitekta kæru undir kærunefnd útboðsmála, f.h. eftirtalinna félaga: Arkitektar Hjördís & Dennis ehf., Arkis ehf., Kanon arkitektar ehf., Arkitektar Laugavegi 164 ehf., Skapa & Skerpa arkitektar ehf., Teiknistofan ehf., Teiknistofan Tröð ehf., VA arkitektar ehf. og Vinnustofan Þverá ehf.

Kærð var tilhögun útboðs nr. 14426 - Vatnajökulsþjóðgarður, Gestastofa á Skriðuklaustri, hönnunarsamkeppni.

Mál nr. 1/2008. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 17.3.2008

Með tölvupósti, dags. 10. janúar 2008, kærði Willis Nordic Aviation þá ákvörðun Ríkiskaupa að hafna tilboði félagsins í útboði nr. 14337 - Aviation Insurances for the Icelandic Coast Guard.

Mál nr. 21/2007. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 17.3.2008

Með bréfi, dags. 31. desember 2007, sem kærunefnd útboðsmála móttók sama dag, kærði Kreditkort hf. þá ákvörðun Ríkiskaupa að taka tilboði Landsbanka Íslands hf. í útboði Ríkiskaupa nr. 14365 - Innkaupakort ríkisins.

Mál nr. 20/2007. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 14.3.2008

Með bréfi, dags. 18. desember 2007, kærðu Ágúst Þórðarson, Ingi Gunnar Þórðarson og Ragnar G. Gunnarsson niðurstöðu Hafnarfjarðarbæjar um mat á tilboðum í útboðinu „Yfirferð teikninga og úttektir“.

Mál nr. 19/2007. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 14.3.2008

Með bréfi, dags. 17. desember 2007, kærði Ísaga ehf. þá ákvörðun Ríkiskaupa að taka tilboði Fastus ehf. og Strandmöllen a/s í útboði Ríkiskaupa nr. 14378 - Rammasamningsútboð, Lyfjasúrefni, glaðloft og fleira fyrir heilbrigðisstofnanir.

Mál nr. 4/2008. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: Félag sjálfstætt starfandi arkitekta gegn Umhverfisráðuneytinu og Vatnajökulsþjóðgarði - 14.3.2008

Ákvörðun kærunefndar útboðsmála 25. febrúar 2008 í máli nr. 4/2008: Félag sjálfstætt starfandi arkitekta gegn Umhverfisráðuneytinu og Vatnajökulsþjóðgarði.

Mál nr. 17/2007. Úrskurður kærunefndar útboðsmála : - 22.1.2008

Með bréfi, dags. 5. nóvember 2007, kærði Sparisjóður Bolungarvíkur þá ákvörðun Ísafjarðarbæjar "að hafna tilboði Sparisjóðs Bolungarvíkur og taka frávikstilboði Landsbanka Íslands hf. í útboði Ísafjarðarbæjar á bankaþjónustu fyrir Ísafjarðarbæ og stofnanir hans þann 23. maí 2007".

Mál nr. 16/2007. Úrskurður kærunefndar útboðsmála : - 22.1.2008

Með bréfi, dagsettu 24. október 2007, kærir Vélaborg ehf. útboð nr. 14363: Dráttarvél og traktorsgrafa fyrir Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli.

Mál nr. 20/2007. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 7.1.2008

Með bréfi, dags. 18. desember 2007, kærðu Ágúst Þórðarson, Ingi Gunnar Þórðarson og Ragnar G. Gunnarsson niðurstöðu Hafnarfjarðarbæjar um mat á tilboðum í útboðinu "Yfirferð teikninga og úttektir".

Mál nr. 21/2007. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 7.1.2008

Með bréfi, dags. 31. desember 2007, kærði Kreditkort hf. þá ákvörðun Ríkiskaupa að taka tilboði Landsbanka Íslands hf. í útboði Ríkiskaupa nr. 14365 - Innkaupakort ríkisins.

Mál nr. 19/2007. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 21.12.2007

Með bréfi, dags. 17. desember 2007, kærði Ísaga ehf. þá ákvörðun Ríkiskaupa að taka tilboði Fastus ehf. og Strandmöllen a/s í útboði Ríkiskaupa nr. 14378.

Mál nr. 18/2007. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 17.12.2007

Með bréfi, dags. 10. desember 2007, kærði Gróco ehf. þá ákvörðun Ríkiskaupa að taka tilboði Lyru ehf. í útboði nr. 14354 - Blóðkornateljarar fyrir LSH.

Mál nr. 16/2007. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 23.11.2007

Með bréfi, dagsettu 24. október 2007, kærir Vélaborg ehf. útboð nr. 14363: Dráttarvél og traktorsgrafa fyrir Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli.

Mál nr. 15/2007. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 23.11.2007

Með bréfi, dags. 21. september 2007, kærði Fálkinn hf. þá ákvörðun Orkuveitu Reykjavíkur að hafna öllum tilboðum í útboðinu OR/07/019, Hreinsikerfi og dælubrunnar fyrir Bifröst, Hvanneyri, Reykholt og Varmaland, og hefja samninga­viðræður við einn bjóðanda.

Mál nr. 12/2007. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 23.11.2007

Með bréfi, dagsettu 3. júlí 2007, kærir Kodiak Hugbúnaðariðja ehf. ákvörðun Landspítala Háskólasjúkrahúss um töku tilboðs INNN hf. í útboði LSH nr. 14233 um gerð innri og ytri vefjar LSH.

Mál nr. 13/2007. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 22.11.2007

Með bréfi, dags. 4. september 2007, kærði Árni Hjaltason þá ákvörðun Hrunamannahrepps að ganga til samninga við Gröfutækni ehf. í kjölfar útboðs í verkið: "Iðnaðarsvæði Flúðum, Fráveita og gatnagerð, Áfangar I og II."

Mál nr. 15/2007. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 2.10.2007

Með bréfi, dags. 21. september 2007, kærði Fálkinn hf. þá ákvörðun Orkuveitu Reykjavíkur að hafna öllum tilboðum í útboðinu OR/07/019.

Mál nr. 9/2007. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 2.10.2007

Með bréfi, dagsettu 6. júní 2007, kæra Aflvélar ehf. framkvæmd og niðurstöðu útboðs nr. 14225: "A Self-propelled Snow-blower for Airport."

Mál nr. 14/2007. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 13.9.2007

Með bréfi, dagsettu 5. september 2007, kærir Síminn hf. niðurstöðu hluta 1 í útboði nr. 14323: Víðnets og Internetþjónusta fyrir FS-net.

Mál nr. 11/2007. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 17.8.2007

Með bréfi, dags. 28. júní 2007, kærði Villi Valli ehf. þá ákvörðun Húnaþings vestra að bjóða út að nýju skólaakstur fyrir Grunnskóla Húnaþings vestra skólaárin 2007/2008 til 2010/2011.

Mál nr. 11/2007. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 16.7.2007

Með bréfi, dags. 28. júní 2007, kærði Villi Valli ehf. þá ákvörðun Húnaþings vestra að bjóða út að nýju skólaakstur fyrir Grunnskóla Húnaþings vestra skólaárin 2007/2008 til 2010/2011

Mál nr. 10/2007. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 6.7.2007

Með bréfi, dagsettu 12. júní 2007, kærir Kraftur hf. ákvörðun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um að samþykkja tilboð Heklu hf. í útboði nr. 10968: Kaup á gámalyftubíl.

Mál nr. 9/2007. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 6.7.2007

Með bréfi, dagsettu 6. júní 2007, kæra Aflvélar ehf. framkvæmd og niðurstöðu útboðs nr. 14225: "A Self-propelled Snow-blower for Airport."

Mál nr. 8/2007. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 5.7.2007

Með kæru, dags. 4. júní 2007, kærði Hreyfill svf. rammasamningsútboð Ríkiskaupa nr. 14201 - leigubifreiðaakstur.

Mál nr. 5/2007. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 5.7.2007

Með kæru, dags. 23. apríl 2007, kærði Nýja leigubíla­stöðin rammasamningsútboð Ríkiskaupa nr. 14201 - leigubifreiðaakstur.

Mál nr. 24/2006. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 8.6.2007

Með bréfi 17. nóvember 2006 kærir EADS Secure Networks Oy samningsgerð Neyðarlínunnar við fyrirtækið Motorola ,,um kaup á nýjum Tetra fjarskiptabúnaði sem ætlaður er fyrir öryggis- og neyðarþjónustu um allt land.

Mál nr. 7/2007. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 11.5.2007

Með bréfi, dagsettu 1. maí 2007, kæra Jarðvélar ehf. höfnun Vegagerðarinnar á kæranda sem bjóðanda í útboði Vegagerðarinnar, auðkennt "Hringvegur, (1) Hringtorg við Þingvallaveg (36)".

Mál nr. 6/2007. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 8.5.2007

Með bréfi kæranda, dags. 23. apríl 2007, var gerð krafa um að honum yrði veittur aðgangur að öllum gögnum málsins. Með bréfi, dags. 3. maí 2007, krafðist kærði þess að trúnaðar yrði gætt um umrædd gögn.

Mál nr. 6/2007. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 4.4.2007

Með bréfi 30. mars 2007 kærði Viðeyjarferjan ehf. þá ákvörðun Reykjavíkurborgar að hyggjast ganga til samninga við annan aðila en kæranda í kjölfar samningskaupaferils á grundvelli samningskaupalýsingar nr. 10885 ,,Viðey-Samþætting þjónustu vegna ferjusiglinga og veitingareksturs".

Mál nr. 5/2007. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 4.4.2007

Með ódagsettu bréfi sem barst kærunefnd útboðsmála 29. mars 2007, kærir Nýja leigubílastöðin Ríkiskaup f.h. áskrifenda að rammasamningskerfi Ríkiskaupa á hverjum tíma þá ákvörðun að breyta útboðsskilmálum í rammasamningsútboði nr. 14201 auðkennt "Leigubifreiðaakstur."

Mál nr. 3/2007. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 4.4.2007

Með bréfi 5. febrúar 2007 kærir Olíufélagið hf. ákvörðun Ríkiskaupa um frávísun á tilboði þess í útboði nr. 14158 auðkennt sem ,,Hreinlætisefni, hreinlætispappír, tæki og áhöld."

Mál nr. 1/2007. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 4.4.2007

Með bréfi 2. febrúar 2007 kæra Blómvellir ehf. afgreiðslu Framkvæmdasýslu ríkisins á útboði nr. 14176 auðkennt sem ,,Fangelsi Kvíabryggju - stækkun og breytingar."

Mál nr. 2/2007. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 26.3.2007

Með bréfi dagsettu 2. febrúar 2007, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Félag íslenskra stórkaupmanna f.h. Tanna ehf. þá ákvörðun Ríkiskaupa f.h. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) að ganga til samninga við Servida ehf. í kjölfar útboðs kærða nr. 13759 auðkennt "Plastpokar fyrir ÁTVR."

Mál nr. 24/2006. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 16.3.2007

Með bréfi 17. nóvember 2006 kærir EADS Secure Networks Oy samningsgerð Neyðarlínunnar við fyrirtækið Motorola ,,um kaup á nýjum Tetra fjarskiptabúnaði sem ætlaður er fyrir öryggis- og neyðarþjónustu um allt land."

Mál nr. 4/2007. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 28.2.2007

Með bréfi 8. júní 2006 kærði Sportrútan ehf. útboð Eyjafjarðarsveitar auðkennt sem ,,Skólaakstur fyrir Hrafnagilsskóla?. Með úrskurði kærunefndar útboðsmála 23. ágúst 2006 í máli nr. 13/2006 var kröfum kæranda hafnað. Með bréfi, dags. 20. nóvember 2006, óskaði kærandi eftir endurupptöku málsins og var fallist á það með ákvörðun nefndarinnar 25. janúar 2007. Var aðilum í kjölfarið gefinn kostur á að koma að athugasemdum áður en úrskurður í málinu yrði kveðinn upp á ný.

Mál nr. 1/2007. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 12.2.2007

Með bréfi 2. febrúar 2007 kæra Blómvellir ehf. afgreiðslu Framkvæmdasýslu ríkisins á útboði nr. 14176 auðkennt sem ,,Fangelsi Kvíabryggju - stækkun og breytingar"

Mál nr. 23/2006. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 12.2.2007

Með bréfi 20. október kærði Birgir R. Sigurjónsson og óstofnað hlutafélag útboð Vegagerðarinnar auðkennt sem ,,Hríseyjarferja 2007-2011"

Mál nr. 18/2006. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 12.2.2007

Með bréfi dagsettu 13. júlí 2006, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kæra Tindaborgir ehf. ákvörðun Húsnæðissamvinnufélags Elliða hsf. að hafna verktilboði hans í útboði fyrir byggingu íbúða aldraðra að Mánabraut 1-16 Þorlákshöfn og semja við og skrifa undir samning við Trésmiðju Sæmundar ehf.

Mál nr. 21/2006. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 1.2.2007

Með bréfi 28. september 2006 kærir Sensa ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að hafna tilboði fyrirtækisins í rammasamningsútboði nr. 13943 auðkenndu sem ,,Tölvur og skyldur búnaður."

Mál nr. 25/2006. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 25.1.2007

Með bréfi 20. nóvember 2006 óskar Sportrútan ehf. eftir því að kærunefnd útboðsmála endurupptaki mál nefndarinnar nr. 13/2006: Sportrútan ehf. gegn Eyjafjarðarsveit, sbr. 1. tl. 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Jafnframt er krafist málskostnaðar úr hendi Eyjafjarðarsveitar, sbr. 3. mgr. 81. gr. laga nr. 94/2001 um opinber innkaup.

Mál nr. 24/2006. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 13.12.2006

Með bréfi 17. nóvember 2006 kærir EADS Secure Networks Oy samningsgerð Neyðarlínunnar við fyrirtækið Motorola ,,um kaup á nýjum Tetra fjarskiptabúnaði sem ætlaður er fyrir öryggis- og neyðarþjónustu um allt land.“ Greinargerð um málsástæður kæranda og fylgigögn bárust nefndinni hins vegar ekki fyrr en 4. desember það ár.

Mál nr. 23/2005. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 29.11.2006

Með bréfi 20. október kærði Birgir R. Sigurjónsson og óstofnað hlutafélag útboð Vegagerðarinnar auðkennt sem ,,Hríseyjarferja 2007-2011."

Mál nr. 19/2006. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 26.10.2006

Með bréfi dagsettu 15. ágúst 2006, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kæra Glaumur verktakafélag ehf. og Heflun ehf. þá ákvörðun kærða, í útboði nr. 13921, auðkennt sem „Endurbygging vélflugbrautar á Sandskeiði“ að hafna öllum boðum og hefja samningskaupaferli.

Máli nr. 22/2006. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 25.10.2006

Með bréfi 9. október 2006 kærir Besta ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að opna tilboð í rammasamningsútboði nr. 14050 auðkennt sem ,,Hreinlætispappír, hreinlætisefni og áhöld og tæki til hreingerninga“ hinn 5. október 2006 og þá ákvörðun að heimila kæranda ekki að vera meðal þátttakenda.

Mál nr. 17/2006. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 26.9.2006

Með bréfi dagsettu 30. júní 2006, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Logaland ehf. ákvörðun kærða, í útboði nr. 14018, auðkennt sem „Bleiur, netbuxur, undirlegg, fæðingar- og dömubindi og svampþvottaklútar“ að taka, samhliða tilboði kæranda, tilboði Rekstrarvara ehf., þrátt fyrir að kærandi uppfyllti öll þau skilyrði sem í útboðsskilmálum voru gerð.

Mál nr. 16/2006. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 4.9.2006

Með bréfi 22. júní 2006 kærir AM Kredit ehf. ákvörðun bæjarráðs Akureyrar frá 15. júní 2006 þar sem ákveðið var að ganga til samninga við Intrum á Íslandi ehf./Lögheimtuna ehf. á grundvelli tilboðs fyrirtækisins í útboði auðkenndu sem ,,Innheimtuþjónusta fyrir Akureyrarbæ."

Mál nr. 14/2006. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 23.8.2006

Með bréfi 9. júní 2006 kæra Norðlensk hús ehf. samþykkt sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar um að samþykkja tillögu skólanefndar kærða um að samið verið við SBA-Norðurleið vegna útboðs auðkennt sem ,,Skólaakstur fyrir Hrafnagilsskóla."

Mál nr. 13/2006. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 23.8.2006

Með bréfi 8. júní 2006 kærir Sportrútan ehf. útboð Eyjafjarðarsveitar auðkennt sem ,,Skólaakstur fyrir Hrafnagilsskóla."

Mál nr. 15/2006. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 23.8.2006

Með bréfi 16. júní 2006 kærir Félag íslenskra stórkaupmanna fyrir hönd Icepharma hf. útboð Ríkiskaupa nr. 14052 auðkennt sem ,,Ýmis lyf 10 fyrir sjúkrahús. Storkuþáttur VIII."

Mál nr. 12/2006. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 16.8.2006

Með bréfi 16. maí 2006 kærir Vegmerking ehf. útboð Vegagerðarinnar auðkennt sem ,,Yfirborðsmerkingar á suðvestursvæði og hringvegur að Selfossi 2006 - 2008."

Mál nr. 12/2006. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 13.7.2006

Með bréfi 16. maí 2006 kærir Vegmerking ehf. útboð Vegagerðarinnar auðkennt sem ,,Yfirborðsmerkingar á suðvestursvæði og hringvegur að Selfossi 2006 - 2008“.

Mál nr. 7/2006. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 13.7.2006

Með bréfi 1. mars 2006 kærir Íslenska gámafélagið ehf. ákvörðun Seltjarnarness um að leita til Gámaþjónustunnar hf. um gerð samnings um sorphirðu fyrir sveitarfélagið eða eftir atvikum um framlengingu fyrri samnings um sorphirðu.

Mál nr. 3/2006. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 5.7.2006

Með bréfi 27. janúar 2006 kæra Icepharma ehf. og BrainLab ákvörðun Ríkiskaupa fyrir hönd Landspítala Háskólasjúkrahúss 30. desember 2006 um að taka tilboði InterMedica ehf. í útboði nr. 13850 auðkennt sem ,,A Surgical Navigation System for the Department of Surgery at Landspítali – University Hospital in Reykjavík, Iceland“.

Mál nr. 16/2006. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 29.6.2006

Með bréfi 22. júní 2006 kærir AM Kredit ehf. ákvörðun bæjarráðs Akureyrar frá 15. júní 2006 þar sem ákveðið var að ganga til samninga við Intrum á Íslandi ehf./Lögheimtuna ehf. á grundvelli tilboðs fyrirtækisins í útboði auðkenndu sem ,,Innheimtuþjónusta fyrir Akureyrarbæ“.

Mál nr. 15/2006. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 29.6.2006

Með bréfi 16. júní 2006 kærir Félag íslenskra stórkaupmanna fyrir hönd Icepharma hf. útboð Ríkiskaupa nr. 14052 auðkennt sem ,,Ýmis lyf 10 fyrir sjúkrahús. Storkuþáttur VIII“.

Mál nr. 14/2006. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 20.6.2006

Með bréfi 9. júní 2006 kæra Norðlensk hús ehf. samþykkt sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar um að samþykkja tillögu skólanefndar kærða um að samið verið við SBA-Norðurleið vegna útboðs auðkennt sem ,,Skólaakstur fyrir Hrafnagilsskóla“.

Mál nr. 13/2006. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 20.6.2006

Með bréfi 8. júní 2006 kærir Sportrútan ehf. útboð Eyjafjarðarsveitar auðkennt sem ,,Skólaakstur fyrir Hrafnagilsskóla“.

Mál nr. 11/2006. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 15.6.2006

Með bréfi dagsettu 10. maí 2006, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Félag sjálfstætt starfandi arkitekta fyrir hönd nokkurra nafngreindra arkitektastofa tilhögun hugmyndaleitar (útboðs) samkvæmt skilmálum Skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur frá 10. apríl 2006, sem ber heitið „Framtíðarskipulag Vatnsmýrar.“

Mál nr. 11/2006. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 8.6.2006

Með bréfi dagsettu 23. maí 2006, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, biður Reykjavíkurborg um endurupptöku á máli kærunefndar útboðsmála nr. 11/2006 Félag sjálfstætt starfandi arkitekta gegn Reykjavíkurborg. Kærði óskar eftir því með heimild í 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, að kærunefnd útboðsmála endurupptaki málið.

Máli nr. 12/2006. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 22.5.2006

Með bréfi 16. maí 2006 kærir Vegmerking ehf. útboð Vegagerðarinnar auðkennt sem ,,Yfirborðsmerkingar á suðvestursvæði og hringvegur að Selfossi 2006 - 2008“.

Mál nr. 10/2006. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 19.5.2006

Með bréfi dagsettu 12. apríl 2006, sem barst kærunefnd sama dag, kærir HSS heildverslun ehf. ákvæði 0.4.6 útboðsskilmála Reykjavíkurborgar vegna útboðsins „Ruslastampar í miðbæ Reykjavíkur.“

Mál nr. 11/2006. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 19.5.2006

Með bréfi dagsettu 10. maí 2006, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Félag sjálfstætt starfandi arkitekta fyrir hönd nokkurra nafngreindra arkitektastofa tilhögun hugmyndaleitar (útboðs) samkvæmt skilmálum Skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur frá 10. apríl 2006, sem ber heitið „Framtíðarskipulag Vatnsmýrar.“

Máli nr. 4/2006. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 16.5.2006

Með bréfi 22. febrúar 2006 kæra ÞG verktakar ehf. ákvörðun Fasteignafélags Hafnarfjarðar um að velja ekki félagið til þátttöku í lokuðu útboði auðkennt sem ,,Sundlaug á Völlum - Alútboð“.

Mál nr. 3/2006. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 15.5.2006

Með bréfi 27. janúar 2006 kæra Icepharma ehf. og BrainLab ákvörðun Ríkiskaupa fyrir hönd Landspítala Háskólasjúkrahúss 30. desember 2006 um að taka tilboði InterMedica ehf. í útboði nr. 13850 á staðsetningarkerfi fyrir skurðaðgerðir.

Máli nr. 10/2006. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 2.5.2006

Með bréfi dagsettu 12. apríl 2006, sem barst kærunefnd sama dag, kærir HSS heildverslun ehf. ákvæði 0.4.6 útboðsskilmála Reykjavíkurborgar vegna útboðsins „Ruslastampar í miðbæ Reykjavíkur.“

Mál nr. 9/2006. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 2.5.2006

Með bréfi dagsettu 10. febrúar 2006, óskar Iceland Excursion Allrahanda eftir því að kærunefnd útboðsmála endurupptaki mál nefndarinnar nr. 40/2005.

Mál nr. 8/2006. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 17.3.2006

Með bréfi 1. mars 2006 kærir Íslenska gámafélagið ehf. ákvörðun Garðabæjar um að leita til Gámaþjónustunnar hf. um gerð samnings um sorphirðu fyrir sveitarfélagið eða eftir atvikum um framlengingu fyrri samnings um sorphirðu.

Mál nr. 7/2006. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 17.3.2006

Með bréfi 1. mars 2006 kærir Íslenska gámafélagið ehf. ákvörðun Garðabæjar um að leita til Gámaþjónustunnar hf. um gerð samnings um sorphirðu fyrir sveitarfélagið eða eftir atvikum um framlengingu fyrri samnings um sorphirðu.

Mál nr. 6/2006. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 17.3.2006

Með bréfi 1. mars 2006 kærir Íslenska gámafélagið ehf. ákvörðun Garðabæjar um að leita til Gámaþjónustunnar hf. um gerð samnings um sorphirðu fyrir sveitarfélagið eða eftir atvikum um framlengingu fyrri samnings um sorphirðu.

Mál nr. 1/2006. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 22.2.2006

Með bréfi 4. janúar 2006 kærir Straumvirki hf. þá ákvörðun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. að ganga ekki að lægsta tilboði í útboði auðkennt sem ,,Framkvæmdir við Norðurbyggingu 2005-2007“. Jafnframt er kærð framkvæmd útboðsins.

Máli nr. 40/2005. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 22.2.2006

Með bréfi dagsettu 22. nóvember 2005, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag., kærir Iceland Excursion Allrahanda útboð Ríkiskaupa nr. 13889 um sérleyfisakstur á nánar tilgreindum leiðum.

Mál nr. 39/2005. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 22.2.2006

Með bréfi dagsettu 21. nóvember 2005, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Þingvallaleið þá ákvörðun Vegagerðarinnar, að semja við Kynnisferðir ehf. í kjölfar útboðs Ríkiskaupa nr. 13899, auðkenndu sem „Áætlunarakstur á sérleyfisleiðum á Íslandi og skólaakstur á Suðurlandi, Snæfellsnesi og Suðurnesjum 2006-2008“.

Mál nr. 32/2005. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 17.2.2006

Með bréfi dagsettu 21. september 2005, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Flugfélag Vestmannaeyja ehf. þá fyrirætlan Ríkiskaupa f.h. kærðu að meta Landsflug ehf. sem gildan bjóðanda í útboði Vegagerðarinnar nr. 13788, auðkennt „Kaup á sjúkraflugsþjónustu á Íslandi“.

Mál nr. 31/2005. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 17.2.2006

Með bréfi dagsettu 21. september 2005, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Flugfélag Vestmannaeyja ehf. þá fyrirætlan Ríkiskaupa f.h. kærðu, að meta Landsflug ehf. sem gildan bjóðanda í útboði nr. 13783, auðkenndu sem „Áætlunarflug á Íslandi“.

Mál nr. 30/2005. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 7.2.2006

Með bréfi 9. september 2005 kærir Erlingur Þór ehf. framgang sveitarfélagsins Árborgar vegna útboðs auðkennt sem: ,,Akstur á vegum Fjölskyldumiðstöðvar Árborgar“ og þá ákvörðun sveitarfélagsins að ganga til samninga við ,,lægstbjóðendur“.

Mál nr. 37/2005. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 9.1.2006

Með bréfi 14. nóvember 2005 kærir EJS hf. útboð Reykjavíkurborgar auðkennt sem ,,New Traffic signal system in Reykjavík 2005."

Máli nr. 21/2005. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 14.12.2005

Með bréfi 21. júní 2005 kærir Sjáland ehf. niðurstöðu í útboði Kópavogsbæjar vegna útboðs auðkennt sem: ,,Rekstur leikskólans Hvarf í Vatnsenda í Kópavogi.

Mál nr. 38/2005. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 9.12.2005

Með bréfi dagsettu 16. nóvember 2005, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Hugur ehf. þá ákvörðun Ríkiskaupa f.h. kærða, að setja skilyrði í grein 1.2.2.2 í útboðsgögnum í útboði Ríkiskaupa nr. 13937, auðkenndu sem „ÍSIS II. Upplýsingakerfi vegna Schengen samstarfsins."

Mál nr. 25/2005. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 9.12.2005

Með bréfi dagsettu 15. ágúst 2005, sem barst kærunefnd útboðsmála 16. s.m., kærir Félag íslenskra stórkaupmanna, f.h. Pfaff-Borgarljóss hf. útboð Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf., auðkennt „Endurnýjun hljóðkerfis."

Mál nr. 33/2005. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 6.12.2005

Með bréfi 5. október 2005 kærir Ólafur Gíslason & Co. hf. þá ákvörðun Ríkiskaupa að taka tilboði Múlatinds ehf. í útboð Ríkiskaupa nr. 13790, auðkennt sem ,,Sjúkrabifreiðar fyrir Rauða kross Íslands".

Mál nr. 38/2005. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 28.11.2005

Með bréfi dagsettu 16. nóvember 2005, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Hugur ehf. þá ákvörðun Ríkiskaupa f.h. kærða, að setja skilyrði í grein 1.2.2.2 í útboðsgögnum í útboði Ríkiskaupa nr. 13937, auðkenndu sem „ÍSIS II. Upplýsingakerfi vegna Schengen samstarfsins.

Mál nr. 37/2005. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 25.11.2005

Með bréfi 14. nóvember 2005 kærir EJS hf. útboð Reykjavíkurborgar auðkennt sem ,,New Traffic signal system in Reykjavík 2005".

Mál nr. 29/2005. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 26.10.2005

Með bréfi dagsettu 7. september 2005, sem barst kærunefnd útboðsmála 8. s.m., kærir Félag hópferðaleyfishafa útboð Ríkiskaupa f.h. Vegagerðarinnar, Fjölbrautaskóla Suðurlands, Fjölbrautaskóla Snæfellinga og Fjölbrautaskóla Suðurnesja nr. 13899 auðkennt „Áætlunarakstur á sérleyfisferðum á Íslandi og skólaakstur á Suðurlandi, Snæfellsnesi og Suðurnesjum 2006-2008.

Mál nr. 27/2005. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 26.10.2005

Með bréfi dagsettu 19. ágúst 2005, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Þingvallaleið ehf. útboð Ríkiskaupa f.h. Vegagerðarinnar, Fjölbrautaskóla Suðurlands, Fjölbrautaskóla Snæfellinga og Fjölbrautaskóla Suðurnesja nr. 13899 auðkennt „Áætlunarakstur á sérleyfisferðum á Íslandi og skólaakstur á Suðurlandi, Snæfellsnesi og Suðurnesjum 2006-2008.

Mál nr. 28/2005. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 12.10.2005

Með bréfi dagsettu 30. ágúst 2005, sem barst kærunefnd útboðsmála 31. ágúst s.á., kærir Flugfélag Íslands ehf. þá fyrirætlan Ríkiskaupa f.h. kærða að taka ekki til greina tilboð kæranda eins og það er gert á fjórum tilboðsskrám.

Mál nr. 33/2005. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 12.10.2005

Með bréfi 5. október 2005 kærir Ólafur Gíslason & Co. hf. þá ákvörðun Ríkiskaupa að taka tilboði Múlatinds ehf. í útboð Ríkskaupa nr. 13790. auðkennt sem ,,Sjúkrabifreiðar fyrir Rauða kross Íslands".

Mál nr. 32/2005. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 12.10.2005

Með bréfi dagsettu 21. september 2005, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Flugfélag Vestmannaeyja ehf. þá fyrirætlan Ríkiskaupa f.h. kærðu að meta Landsflug ehf. sem gildan bjóðanda í útboði Vegagerðarinnar nr. 13788, auðkennt „Kaup á sjúkraflugsþjónustu á Íslandi".

Mál nr. 31/2005. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 12.10.2005

Með bréfi dagsettu 21. september 2005, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Flugfélag Vestmannaeyja ehf. þá fyrirætlan Ríkiskaupa f.h. kærðu, að meta Landsflug ehf. sem gildan bjóðanda í útboði nr. 13783, auðkenndu sem „Áætlunarflug á Íslandi".

Mál nr. 26/2005. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 12.10.2005

Með bréfi dagsettu 8. september 2005 sem barst kærunefnd útboðsmála 9. september s.á., kærir H.R. Sölvason ehf. þá ákvörðun Ríkiskaupa f.h. kærða að hafna tilboði kæranda í útboðin nr.13869, auðkennt sem Ræsting húsnæðis Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Mál nr. 24/2005. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 6.10.2005

Með bréfi 26. júlí 2005 kærir Félag íslenskra stórkaupmanna f.h. Reykjalundar – plastiðnaðar ehf. útboð No. F 0215-29, auðkennt sem: ,,Cooling Water Pipes and Fittings".

Mál nr. 22/2005. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 19.9.2005

Með bréfi, dags. 29. júní 2005, kærir Viðhöfn ehf. þá ákvörðun Ríkiskaupa f.h. Austurhafnar-TR að veita annars vegar Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf. og Klasa hf. og hins vegar Portus Group heimild til áframhaldandi þátttöku í samningskaupaferli vegna hönnunar, byggingar, fjármögnunar og reksturs tónlistarhúss, ráðstefnumiðstöðvar og hótels við Miðbakka í Reykjavík.

Mál nr. 20/2005. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 19.9.2005

Með bréfi 21. júní 2005 kærir Merking skiltagerð ehf. þá ákvörðun Ríkiskaupa vegna Vegagerðarinnar að taka tilboðum frá BB skiltum ehf., Frank og Jóa ehf. og Logoflex ehf. og hafna tilboði kæranda í rammasamningsútboði nr. 13826 auðkennt sem ,,Rammasamningsútboð á umferðarskiltum".

Mál nr. 22/2005. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 9.9.2005

Með bréfi, dags. 29. júní 2005, kærir Viðhöfn ehf. þá ákvörðun Ríkiskaupa f.h. Austurhafnar-TR að veita annars vegar Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf. og Klasa hf. og hins vegar Portus Group heimild til áframhaldandi þátttöku í samningskaupaferli vegna hönnunar, byggingar, fjármögnunar og reksturs tónlistarhúss, ráðstefnumiðstöðvar og hótels við Miðbakka í Reykjavík.

Mál nr. 28/2005. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 5.9.2005

Með bréfi dagsettu 30. ágúst 2005, sem barst kærunefnd útboðsmála 31. ágúst s.á., kærir Flugfélag Íslands ehf. þá fyrirætlan Ríkiskaupa f.h. kærða að taka ekki til greina tilboð kæranda eins og það er gert á fjórum tilboðsskrám.

Mál nr. 23/2005. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 2.9.2005

Með bréfi 22. júlí 2005 kærir G. Hjálmarsson ehf. útboð auðkennt sem ,,Naustahverfi, III. áfangi. Gatnagerð og lagnir.

Mál nr. 18/2005. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 2.9.2005

Með bréfi 15. júní 2005 kærir Jóhann Ólafsson & Co. ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að vísa tilboði fyrirtækisins frá og ganga til samninga við aðra á grundvelli rammasamningsútboðs Ríkiskaupa nr. 13817, auðkennt sem: ,,Rammasamningsútboð á ljósaperum."

Mál nr. 25/2005. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 23.8.2005

Með bréfi dagsettu 15. ágúst 2005, kærir Félag íslenskra stórkaupmanna, f.h. Pfaff-Borgarljóss hf. útboð Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf., auðkennt „Endurnýjun hljóðkerfis.

Mál nr. 24/2005. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 5.8.2005

Með bréfi 26. júlí 2005 kærir Félag íslenskra stórkaupmanna f.h. Reykjalundar – plastiðnaðar ehf. útboð No. F 0215-29, auðkennt sem: ,,Cooling Water Pipes and Fittings"

Mál nr. 23/2005. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 5.8.2005

Með bréfi 22. júlí 2005 kærir G. Hjálmarsson ehf. útboð auðkennt sem ,,Naustahverfi, III. áfangi. Gatnagerð og lagnir.

Mál nr. 17/2005. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 2.8.2005

Með bréfi 13. júní 2005 kærir Grímur ehf. alútboð Sorpsamlags Þingeyinga ehf. auðkennt sem: ,,Víðimóar 2. Móttöku- og brennslustöð úrgangs"

Mál nr. 16/2005. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 2.8.2005

Með bréfi 1. júní 2005 kærir Verktækni ehf. þá ákvörðun Rangárþings ytra að ganga til samninga við Þjótanda ehf. í kjölfar útboðs Rangárþings Ytra, auðkennt sem: ,,Öldur II. Gatnagerð og lagnir"

Mál nr. 22/2005. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 18.7.2005

Með bréfi, dags. 29. júní 2005, kærir Viðhöfn ehf. þá ákvörðun Ríkiskaupa f.h. Austurhafnar-TR að veita annars vegar Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf. og Klasa hf. og hins vegar Portus Group heimild til áframhaldandi þátttöku í samningskaupaferli vegna hönnunar, byggingar, fjármögnunar og reksturs tónlistarhúss, ráðstefnumiðstöðvar og hótels við Miðbakka í Reykjavík.

Mál nr. 20/2005. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 8.7.2005

Með bréfi 21. júní 2005 kærir Merking skiltagerð ehf. þá ákvörðun Ríkiskaupa vegna Vegagerðarinnar að taka tilboðum frá BB skiltum ehf., Frank og Jóa ehf. og Logoflex ehf.

Mál nr. 16/2005. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 13.6.2005

Með bréfi 1. júní 2005 kærir Verktækni ehf. þá ákvörðun Rangárþings ytra að ganga til samninga við Þjótanda ehf. í kjölfar útboðs Rangárþings Ytra, Öldur II á Hellu, gatnagerðarútboðs.

Mál nr. 12/2005. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 3.6.2005

Með bréfi, dags. 3. apríl 2005, kæra F & S á Íslandi, SIA og Izoterms, útboð Skagafjarðarveitna ehf., auðkennt sem „Efnisútboð 2005 Einangruð stál- og plaströr.

Mál nr. 11/2005. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 25.5.2005

Með bréfi, dags. 25. mars 2005, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag kærir Jónas Helgason útboð Vegagerðarinnar auðkennt sem „ Vigur-Æðey 2005-2010

Mál nr. 13/2005. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 18.5.2005

Með bréfi dagsettu 14. apríl 2005, kærir Vegamál ehf. samþykkt innkauparáðs Reykjavíkurborgar á fundi ráðsins 6. apríl 2005.

Mál nr. 14/2005. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 2.5.2005

Með bréfi 18. apríl 2005 kærir Viðhald fasteigna ehf. þá ákvörðun Ríkiskaupa að hafna öllum tilboðum í útboð nr. 13803, auðkennt sem: ,,Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað, viðbygging og endurbætur

Mál nr. 13/2005. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 21.4.2005

Með bréfi dagsettu 14. apríl 2005, kærir Vegamál ehf. samþykkt innkauparáðs Reykjavíkurborgar á fundi ráðsins 6. apríl 2005.

Mál nr. 9/2005. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 19.4.2005

Með bréfi 9. febrúar 2005, kærir Nesey ehf. niðurstöðu útboðs nr. 427, auðkennt „Suðurstrandarvegur, Hraun-Ísólfsskáli".

Mál nr. 40/2004. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 19.4.2005

Með bréfi 14. október 2004 kærðu GT Verktakar ehf. útboð Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar f.h. Gatnamálastofu, auðkennt ,,Hálkuvörn og snjóhreinsun gatna í Reykjavík 2004-2008"

Mál nr. 12/2005. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 6.4.2005

Með bréfi, dags. 3. apríl 2005, kæra F & S á Íslandi, SIA og Izoterms, útboð Skagafjarðarveitna ehf., auðkennt sem „Efnisútboð 2005 Einangruð stál- og plaströr.

Mál nr. 1/2005. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 29.3.2005

Með bréfi 10. janúar 2005 kærir Ax-hugbúnaðarhús útboð nr. 13488, auðkennt ,,Ný upplýsingakerfi fyrir Akureyrarbæ

Mál nr. 33/2004. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 29.3.2005

Með bréfi 16. ágúst 2004 kærði Hekla hf. útboð Innkaupastofnunar Reykjavíkur f.h. Strætó b.s. „á strætisvögnum sem haldið var upphaflega í mars og síðar í júlí 2004

Mál nr. 8/2005. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 10.3.2005

Með bréfi 24. janúar 2005 kærir Kristján Sveinbjörnsson, löggiltur rafverktaki, útboð Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar nr. 10473, auðkennt sem „Leikskólar. Fjarskiptalagnakerfi – 2. áfangi."

Mál nr. 14/2004. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 3.3.2005

Með bréfi 26. mars 2004, kæra MT Bílar ehf. samþykkt stjórnar Brunavarna Árnessýslu (BÁ) frá mánudeginum 15. mars 2004 svohljóðandi: „Samþykkt er að ganga til samninga við Eldvarnarmiðstöðina um kaup á slökkvibílum fyrir útstöðvar BÁ".

Mál nr. 45/2004. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 24.2.2005

Með bréfi dagsettu 10. desember 2004, kærir Héðinn hf., útboð Hitaveitu Suðurnesja, auðkennt sem „Reykjanesvirkjun Vélbúnaður Samningsútboð nr. F 0215-4.

Mál nr. 34/2004. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 24.2.2005

Með bréfi 19. ágúst 2004 kærir Servida ehf. rammasamningsútboð Ríkiskaupa nr. 13538 auðkennt: „Sápur, hreinsiefni og áhöld.

Mál nr. 4/2005. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 21.2.2005

Með bréfi 19. janúar 2005 kærir Arnarfell ehf. þá ákvörðun Siglingastofnunar að semja við Suðurverk hf. um stækkun hafnarsvæðis á Reyðarfirði.

Mál nr. 3/2005. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 21.2.2005

Með bréfi 20. janúar 2005 kærir Annað veldi ehf. útboð nr. 13609, auðkennt ,,Umhverfisvefur fyrir börn".

Mál nr. 9/2005. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 17.2.2005

Með bréfi 9. febrúar 2005, sem barst kærunefnd útboðsmála 11. febrúar 2005, kærir Nesey ehf. niðurstöðu útboðs nr. 427, auðkennt „Suðurstrandarvegur, Hraun-Ísólfsskáli".

Mál nr. 46/2004. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 17.2.2005

Með bréfi, dagsettu 10. desember 2004, kærir Línuhönnun hf. þátttöku VST hf. í útboði nr. 13686 auðkennt ,,Heilbrigðisstofnun Suðurlands – viðbygging – 1. áfangi A og B – eftirlit

Mál nr. 21/2004. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 17.2.2005

Með bréfi dagsettu 4. júní 2004, kærir Jöfnun ehf., þá ákvörðun Vegagerðar ríkisins, að meta tilboð kæranda ógilt og útiloka hann frá vali á tilboði í verkið „Yfirlagnir og styrkingar á Suðursvæði 2004"

Mál nr. 49/2004. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 8.2.2005

Með bréfum 16. desember 2004 og 21. desember 2004 kærir Gámaþjónustan hf. niðurstöðu útboðs nr. ISR 10309, auðkennt ,,Sorphirða hjá fyrirtækjum og stofnunum Reykjavíkurborgar."

Mál nr. 48/2004. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 8.2.2005

Með bréfum 16. desember 2004 og 21. desember 2004 kærir Gámakó hf. niðurstöðu útboðs nr. ISR 10309, auðkennt ,,Sorphirða hjá fyrirtækjum og stofnunum Reykjavíkurborgar."

Mál nr. 29/2004. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 7.2.2005

Með bréfi, dags. 16. júlí 2004, sendi kærandi nefndinni afrit bréfa vegna samskipta sinna við Ríkiskaup um ákvörðunartöku í útboði Ríkiskaupa nr. 13556, auðkenndu „Sjúkrabifreiðar fyrir Rauða kross Íslands."

Mál nr. 43/2004. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 28.1.2005

Með bréfi, dagsettu 6. desember 2004, kærir Félag íslenskra stórkaupmanna f.h. Icepharma rammasamningsútboð nr. 13663, auðkennt sem ,,Ýmis lyf 5 fyrir sjúkrahús".

Mál nr. 44/2004. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 28.1.2005

Með bréfi, dagsettu 6. desember 2004, kærir Félag íslenskra stórkaupmanna f.h. GlaxoSmithKline rammasamningsútboð nr. 13663, auðkennt sem ,,Ýmis lyf 5 fyrir sjúkrahús."

Mál nr. 2/2005. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 26.1.2005

Með bréfi dagsettu 13. janúar 2005, kærir Vegamál hf. útboðsskilmála vegna útboðs Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Reykjavíkurborgar, auðkennt „Yfirborðsmerkingar 2005-2008.

Mál nr. 47/2004. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 26.1.2005

Með bréfi 13. desember 2004 kærir Birnir ehf. verkefni Ríkiskaupa nr. 13705, vegna rannsóknaskipsins Drafnar RE-35.

Mál nr. 41/2004. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 26.1.2005

Með bréfi dagsettu 22. október 2004, kærir Securitas hf. útboð nr. 10365, auðkennt sem „Öryggisgæsla.

Mál nr. 2/2005. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 26.1.2005

Með bréfi dagsettu 13. janúar 2005, sem barst kærunefnd útboðsmála 14. s.m., kærir Vegamál hf. útboðsskilmála vegna útboðs Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Reykjavíkurborgar, auðkennt „Yfirborðsmerkingar 2005-2008."

Mál nr. 49/2004. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 12.1.2005

Með bréfum 16. desember 2004 og 21. desember 2004 kærir Gámaþjónustan hf. niðurstöðu útboðs nr. ISR 10309, auðkennt ,,Sorphirða hjá fyrirtækjum og stofnunum Reykjavíkurborgar".

Mál nr. 48/2004. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 12.1.2005

Með bréfum 16. desember 2004 og 21. desember 2004 kærir Gámakó hf. niðurstöðu útboðs nr. ISR 10309, auðkennt ,,Sorphirða hjá fyrirtækjum og stofnunum Reykjavíkurborgar".

Mál nr. 37/2004. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 10.1.2005

Með bréfi 29. september 2004, kærir Félag íslenskra stórkaupmanna fyrir hönd PharmaNor hf. rammasamningsútboð Ríkiskaupa nr. 13589 auðkennt: „Ýmis lyf 4 fyrir sjúkrahús".

Mál nr. 47/2004. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 21.12.2004

Með bréfi 13. desember 2004 kærir Birnir ehf. verkefni Ríkiskaupa nr. 13705, vegna rannsóknaskipsins Drafnar RE-35.

Mál nr. 32/2004. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 21.12.2004

Með bréfum 3. ágúst 2004 og 15. október 2004 kærir EJS hf. útboð Innkaupastofnunar Reykjavíkur nr. ISR 10060, auðkennt „Rammasamningur um tölvubúnað o.fl. fyrir stofnanir og fyrirtæki Reykjavíkurborgar. Kaup og/eða rekstrarleiga

Mál nr. 45/2004. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 16.12.2004

Með bréfi dagsettu 10. desember 2004, kærir Héðinn hf., útboð Hitaveitu Suðurnesja, auðkennt sem „Reykjanesvirkjun Vélbúnaður Samningsútboð nr. F 0215-4.

Mál nr. 22/2004. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 4.12.2004

Með bréfi, dags. 21. júní 2004, kærir Toshiba International (Europe) Ltd. þá niðurstöðu Orkuveitu Reykjavíkur „að stefna að samningum við Mitsubishi um raforkuhverfla (turbine/generator unit).

Mál nr. 28/2004. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 25.11.2004

Með bréfi 2. júlí 2004, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir P. Ólafsson ehf. útboð Knattaspyrnusambands Íslands á 40 gervigrasvöllum auðkenndu sem „Sparkvellir – Gervigras".

Mál nr. 41/2004. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 4.11.2004

Með bréfi dagsettu 22. október 2004, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Securitas hf., útboð nr. 10365, auðkennt sem „Öryggisgæsla.

Mál nr. 36/2004. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 26.10.2004

Með bréfi 23. ágúst 2004 kærir Línuhönnun hf. útboð Vegagerðar ríkisins nr. 04-043, auðkennt „Hringvegur (1) Víkurvegur – Skarhólabraut. Eftirlit."

Mál nr. 40/2004. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 24.10.2004

Með bréfi dags. 14. október 2004, kærir GT verktakar ehf. útboð Innkaupastofnunar Reykjavíkur f.h. Gatnamálastofu, auðkennt „Hálkuvörn og snjóhreinsun gatna í Reykjavík 2004-2008".

Mál nr. 39/2004. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 22.10.2004

Með bréfi dagsettu 8. október 2004,kærir Eldafl ehf., útboð nr. 13628, auðkennt sem „Flugstöð á Bakkaflugvelli".

Mál nr. 30/2004. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 11.10.2004

Með bréfi dagsettu 30. júlí 2004, kærir Sæmundur Sigmundsson, þá niðurstöðu sveitarfélagsins Borgarbyggðar að semja við Þorstein Guðlaugsson í verkið útboð á skólaakstri við Grunnskólann í Borgarnesi 2004-2008.

Mál nr. 5/2004. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 11.9.2004

Með bréfi dagsettu 30. desember 2003, kæra Uppdælingar ehf., ákvörðun Innkaupastofnunar Reykjavíkur að taka tilboði annars aðila í hreinsun holræsa Reykjavíkur 2004-2007.

Mál nr. 33/2004. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 23.8.2004

Með bréfi 16. ágúst 2004 kærir Hekla hf. útboð Innkaupastofnunar Reykjavíkur f.h. Strætó b.s. „á strætisvögnum sem haldið var upphaflega í mars og síðar í júlí 2004."

Mál nr. 27/2004. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 18.8.2004

Með bréfi 2. júlí 2004 kærir Dagleið ehf. framkvæmd útboðs Byggðasamlags Varmalandsskóla, auðkennt „Útboð á skólaakstri Varmalandsskóla 2004-2008."

Mál nr. 19/2004. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 5.8.2004

Með bréfi dagsettu 2. júní 2004, kærir Monstro ehf., ákvörðun Innkauparáðs Reykjavíkur, í kjölfar útboðs nr. 13414, auðkennt sem „Kantar 2004-2006."

Mál nr. 17/2004.Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 5.8.2004

Með bréfi 7. maí 2004, kæra Keflavíkurverktakar þá ákvörðun kærða að skipa ekki nýja dómnefnd til að gefa bjóðendum einkunn í alútboði bílakjallara, byggingarreits og endurnýjun Laugavegs, auðkennt „0323/BÍL."

Mál nr. 18/2004. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 15.7.2004

Með bréfi 10. maí 2004 kærir Boðtækni ehf. niðurstöður samningskaupa Innkaupastofnunar Reykjavíkur nr. 10065, auðkennd „Hardware components for contactless smart card system in a bus and office environment".

Mál nr. 16/2004. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 15.6.2004

Með bréfi dags. 5. maí 2004, kærir Bedco & Mathiesen hf. rammasamningsútboð Ríkiskaupa nr. 13466, auðkennt

„Bleiur, netbuxur, undirlegg, fæðinga- og dömubindi og svampþvottaklútar".

Mál nr. 15/2004. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 15.6.2004

Með bréfi 5. apríl 2004 kærir Gunnlaugur Gestsson fyrir hönd AS Hermseal, Eistlandi, útboð Ríkiskaupa nr. 13497, auðkennt „Thermoplastic road marking materials for use in Public Road Authority´s spray plastic equipment

Mál nr. 1/2004. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 10.6.2004

Með bréfi 15. janúar 2004, kærir Austurbakki hf., f.h. Wyeth/Genetics Institute of Europe B.V., niðurstöðu útboðs nr. 13414, auðkennt „Lyfið storkuþáttur VIII fyrir sjúkrahús

Mál nr. 2/2004. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 10.6.2004

Með bréfi 23. janúar 2004, kærir Austurbakki hf., f.h. Baxter Medical AB., niðurstöðu útboðs nr. 13414, auðkennt „Lyfið storkuþáttur VIII fyrir sjúkrahús."

Mál nr. 40/2003. Úrskurður kærunefndar útboðsmála. - 11.5.2004

Með bréfi dagsettu 30. desember 2003, kærir Byggó ehf., ákvörðun Ríkiskaupa, í kjölfar útboðs nr. 13414, auðkennt sem „Innréttingar í Þjóðminjasafn Íslands".

Mál nr. 6/2004. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 11.5.2004

Með bréfi 5. febrúar 2004 kærir Samband garðyrkjubænda niðurstöður Ríkiskaupa í útboði nr. 13375.

Mál nr. 13/2004. Úrskurður kærunefndar útboðsmála. - 26.4.2004

Með bréfi 11. mars 2004 kærir S. Guðjónsson ehf. niðurstöðu hæfnismats í forvali Orkuveitu Reykjavíkur .

Mál nr. 11/2004. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 26.4.2004

Með bréfi 1. mars 2004 kæra Samtök verslunarinnar fyrir hönd Grócó ehf. niðurstöðu rammasamningsútboðs Ríkiskaupa nr. 13421, auðkennt „Vaxtarhormón

Mál nr. 10/2004. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 20.4.2004

Með bréfi 27. febrúar 2004, kæra Keflavíkurverktakar þá ákvörðun kærða að ógilda tilboð kæranda í alútboði bílakjallara, byggingarreits og endurnýjun Laugavegs, auðkennt - 0323/BÍL .

Mál nr. 14/2004. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála. - 16.4.2004

Með bréfi 26. mars 2004, kæra MT Bílar ehf. samþykkt stjórnar Brunavarna Árnessýslu (BÁ) frá mánudeginum 15. mars 2004.

Mál nr. 4/2004. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 15.4.2004

Með bréfi 27. janúar 2004 kærir Landmat-IG ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að hafna tilboði félagsins.

Mál nr. 13/2004. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála. - 21.3.2004

Með bréfi 11. mars 2004 kærir S. Guðjónsson ehf. niðurstöðu hæfnismats í forvali Orkuveitu Reykjavíkur fyrir útboð auðkennt „Metro Ethernet EAN for Triple Play Services

Mál nr. 12/2004. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 21.3.2004

Með bréfi 4. mars 2004 kærir Securitas hf. framkvæmd lokaðs útboðs nr. N6817-00-C-9024, auðkennt „Vaktþjónusta vegna húsnæðis- og vistunarmála á Keflavíkurflugvelli (Central Billeting Services)

Mál nr. 3/2004. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 14.3.2004

Með bréfi 23. janúar 2004 kæra Bræðurnir Ormsson ehf. ákvörðun Ríkiskaupa frá 15. desember 2003.

Mál nr. 10/2004. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 6.3.2004

Með bréfi 27. febrúar 2004, sem barst kærunefnd útboðsmála 29. febrúar s.á., kæra Keflavíkurverktakar þá ákvörðun kærða að ógilda tilboð kæranda í alútboði bílakjallara, byggingarreits og endurnýjun Laugavegs, auðkennt „0323/BÍL

Mál nr. 38/2003. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 3.3.2004

Með bréfi 24. nóvember 2003, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Hýsir ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 13414.

Mál nr. 39/2003. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 25.2.2004

Með bréfi 23. desember 2003 kærir Hoffell útboð Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar nr. 913.

Mál nr. 37/2003. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 14.1.2004

Með bréfi 12. nóvember 2003, sem barst nefndinni hinn 13. nóvember 2003, kæra Samtök verslunarinnar f.h. Austurbakka hf., Lífs hf. og PharmaNor hf. rammasamningsútboð Ríkiskaupa nr. 13402, auðkennt „Ýmis lyf 2 fyrir sjúkrahús

Mál nr. 36/2003. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 14.1.2004

Með bréfi 7. nóvember 2003 kærir Hýsir ehf. útboðsskilmála í rammasamningsútboði Ríkiskaupa nr. 13420 fyrir hönd ýmissa sjúkrastofnana, auðkennt „Ýmis lyf 3 fyrir sjúkrahús

Mál nr. 35/2003. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 14.1.2004

Með bréfi 29. október 2003 kærir Hýsir ehf. útboðsskilmála í rammasamningsútboði Ríkiskaupa nr. 13402 fyrir hönd ýmissa sjúkrastofnana, auðkennt „Ýmis lyf 2 fyrir sjúkrahús

Mál nr. 39/2003. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 9.1.2004

Með bréfi 23. desember 2003 kærir Hoffell útboð Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar nr. 913, auðkennt „3 FOOTBALL PITCHES – 2 SCHOOL PITCHES – ARTIFICIAL TURF SURFACE

Mál nr. 38/2003. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 9.12.2003

Með bréfi 24. nóvember 2003, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Hýsir ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 13414 auðkennt: „Lyfið: Storkuþáttur VIII fyrir sjúkrahús.

Mál nr. 37/2003. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 19.11.2003

Með bréfi 12. nóvember 2003, sem barst nefndinni hinn 13. nóvember 2003, kæra Samtök verslunarinnar f.h. Austurbakka hf., Lífs hf. og PharmaNor hf. rammasamningsútboð Ríkiskaupa nr. 13402, auðkennt „Ýmis lyf 2 fyrir sjúkrahús

Mál nr. 36/2003. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 19.11.2003

Með bréfi 7. nóvember 2003 kærir Hýsir ehf. útboðsskilmála í rammasamningsútboði Ríkiskaupa nr. 13420 fyrir hönd ýmissa sjúkrastofnana, auðkennt „Ýmis lyf 3 fyrir sjúkrahús

Mál nr. 33/2003. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 14.11.2003

Með bréfi, dags. 3. október 2003 óskar Grundarfjarðarbær eftir því, að kærunefnd útboðsmála úrskurði um lögmæti samkeppni sem Byggðastofnun hélt um rafrænt samfélag.

Mál nr. 35/2003. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 11.11.2003

Með bréfi 29. október 2003 kærir Hýsir ehf. útboðsskilmála í rammasamningsútboði Ríkiskaupa nr. 13402 fyrir hönd ýmissa sjúkrastofnana, auðkennt „Ýmis lyf 2 fyrir sjúkrahús

Mál nr. 28/2003. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 4.11.2003

Með bréfi 14. september 2003, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Byggingafélagið Byggðavík ehf. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar vegna brota á lögum nr. 94/2001 um opinber innkaup við útboð auðkenndu „Laugarnesskóli, utanhúsviðgerðir

Mál nr. 22/2003. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 4.11.2003

Með bréfi 14. júlí 2003, sem barst kærunefnd útboðsmála 16. júlí s.á., kærir Ísafoldarprentsmiðja ehf. Landssíma Íslands hf. vegna brota á lögum nr. 94/2001 um opinber innkaup.

Mál nr. 32/2003. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 17.10.2003

Með bréfi 29. september 2003, sem barst nefndinni samdægurs, kærir Gáma- og tækjaleiga Austurlands ehf. ákvæði útboðsskilmála Sorpeyðingar höfuðborgarsvæðis-ins bs. í útboði nr. I.S.R./0312/SORP, auðkennt „Gámaleiga, flutningar og losun sorpgáma frá endurvinnslustöðvum SORPU við Dalveg í Kópavogi og Miðhraun, Garðabæ

Mál nr. 31/2003. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 17.10.2003

Með bréfi 29. september 2003, sem barst nefndinni samdægurs, kærir Sorphirðan ehf. ákvæði útboðsskilmála Sorpeyðingar höfuðborgarsvæðisins bs. í útboði nr. I.S.R./0312/SORP, auðkennt „Gámaleiga, flutningar og losun sorpgáma frá endurvinnslustöðvum SORPU við Dalveg í Kópavogi og Miðhraun, Garðabæ

Mál nr. 30/2003. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 17.10.2003

Með bréfi 29. september 2003, sem barst nefndinni samdægurs, kærir Njarðtak ehf. ákvæði útboðsskilmála Sorpeyðingar höfuðborgarsvæðisins bs. í útboði nr. 0310/SORP, auðkennt „Vélavinna í móttökustöð Sorpu"

Mál nr. 29/2003. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 17.10.2003

Með bréfi 26. september 2003, sem barst nefndinni 29. september 2003, kærir Njarðtak ehf. ákvæði útboðsskilmála Sorpeyðingar höfuðborgarsvæðisins bs. í útboði nr. I.S.R./0312/SORP, auðkennt „Gámaleiga, flutningar og losun sorpgáma frá endurvinnslustöðvum SORPU við Dalveg í Kópavogi og Miðhraun, Garðabæ

Mál nr. 33/2003. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 17.10.2003

Með bréfi, dags. 3. október 2003 óskar Grundarfjarðarbær eftir því, að kærunefnd útboðsmála úrskurði um lögmæti samkeppni sem Byggðastofnun hélt um rafrænt samfélag.

Mál nr. 25/2003. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 14.10.2003

Með bréfi dags. 25. júlí 2003, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kæra Samtök verslunarinnar f.h. Bedco & Mathiesen hf. niðurstöðu rammasamningsútboðs Ríkiskaupa nr. 13247, auðkennt „Pökkunarpappír fyrir dauðhreinsun fyrir heilbrigðisstofnanir

Mál nr. 20/2003. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 14.10.2003

Með bréfi 11. júlí 2003, sem barst nefndinni samdægurs, kærir Landmótun ehf. útboð Sveitarfélagsins Árborgar, auðkennt „Gerð aðalskipulags

Mál nr. 24/2003. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 13.10.2003

Með bréfi, dags. 18. júlí 2003 kærir Byggís ehf. útboð nr. 13311 auðkennt „Vífilsstaðir Hjúkrunarheimili.

Mál nr. 27/2003. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 22.9.2003

Með bréfi, dags. 1. ágúst 2003, kærir Guðmundur Arason ehf. útboð Innkaupastofnunar Reykjavíkur nr. 2003/s 140-126814 auðkennt sem „Skarfabakki – STEEL SHEET PILES, ANCHORAGES AND CORROSION SHIELDS.

Mál nr. 23/2003. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 19.9.2003

Með bréfi 14. júlí 2003 kæra Samtök verslunarinnar f.h. fyrirtækjanna Austurbakka hf., Ísfarm ehf. og PharmaNor hf. þá ákvörðun kærða að hafna öllum tilboðum í rammasamningsútboði nr. 13249, auðkennt „Lyf fyrir sjúkrahús – Blóðstorkuþáttur VIII

Mál nr. 21/2003. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 19.9.2003

Með bréfi 10. júlí 2003 kærir Hýsir ehf. framkvæmd Ríkiskaupa, f.h. Sjúkrahúsapóteks ehf., á úrvinnslu tilboða í rammasamningsútboði nr. 13249, auðkennt „Lyf fyrir sjúkrahús – Blóðstorkuþáttur VIII

Mál nr. 16/2003.Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 8.9.2003

Með bréfi 13. maí 2003 kærir Strengur hf. ákvörðun Ríkiskaupa um að hafna Streng hf. í forvali nr. 13242, auðkennt „Upplýsingakerfi fyrir Tryggingastofnun ríkisins".

Mál nr. 26/2003. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 3.9.2003

Með bréfi dags. 5. ágúst 2003 kærði Allskonar TF ehf. útboð Akureyrarbæjar á skólakstri fyrir Grunnskóla Akureyrarbæjar veturinn 2003-2004.

Mál nr. 19/2003. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 3.9.2003

Með bréfi 8. júlí 2003, sem barst nefndinni 9. júlí 2003, kærir Skýrr hf. útboð Ríkiskaupa f.h. Tryggingastofnunar ríkisins í tengslum við ÖLMU upplýsingakerfi fyrir Tryggingastofnun ríkisins.

Mál nr. 18/2003. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 19.8.2003

Með bréfi, dags. 7. júlí 2003 kæra Íslenskir aðalverktakar hf. og NCC AS boðaða ákvörðun Vegagerðarinnar um að hafna öllum tilboðum, þ.á m. tilboði kærenda, í útboði nr. Vg2001-122 auðkennt „Héðinsfjarðargöng".

Mál nr. 17/2003. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 11.8.2003

Með bréfi 28. maí 2003 kærir Hafnarbakki hf. val Landsvirkjunar á verktaka vegna útboðs KAR-90, auðkennt „Vinnubúðir eftirlits

Mál nr. 15/2003. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 8.8.2003

Með ódagsettu bréfi sem barst kærunefnd útboðsmála 28. apríl 2003, kæra Friðrik Gestsson og Ingólfur Gestsson útboð á skólaakstri við Þelamerkurskóla í Eyjafirði.

Mál nr. 23/2003. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 24.7.2003

Með bréfi 14. júlí 2003 kæra Samtök verslunarinnar f.h. fyrirtækjanna Austurbakka hf., Ísfarm ehf. og PharmaNor hf. þá ákvörðun kærða að hafna öllum tilboðum í útboði nr. 13249, auðkennt „Lyf fyrir sjúkrahús – Blóðstorkuþáttur VIII

Mál nr. 21/2003. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 24.7.2003

Með bréfi 10. júlí 2003 kærir Hýsir ehf. framkvæmd Ríkiskaupa, f.h. Sjúkrahúsapóteks ehf., á úrvinnslu tilboða í rammasamningsútboði nr. 13249, auðkennt „Lyf fyrir sjúkrahús – Blóðstorkuþáttur VIII

Mál nr. 18/2003. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 11.7.2003

Með bréfi, dags. 7. júlí 2003 kæra Íslenskir aðalverktakar hf. og NCC AS boðaða ákvörðun Vegagerðarinnar um að hafna öllum tilboðum, þ.á m. tilboði kærenda, í útboði nr. Vg2001-122 auðkennt „Héðinsfjarðargöng.

Mál nr. 17/2003. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 4.6.2003

Með bréfi 28. maí 2003 kærir Hafnarbakki hf. val Landsvirkjunar á verktaka vegna útboðs KAR-90, auðkennt „Vinnubúðir eftirlits

Mál nr. 13/2003. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 3.6.2003

Með bréfi 11. apríl 2003, sem barst kærunefnd útboðsmála 14. apríl, kærir Þór hf. ákvörðun Norðurorku hf. um að taka tilboði Ís-Röra ehf. í útboði kærða auðkennt sem „Aðveita Hjalteyri-Efnisútboð.

Mál nr. 9/2003. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 3.6.2003

Með bréfi 10. mars 2003, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Deloitte & Touche hf. ákvörðun stjórnar Innkaupastofnunar Reykjavíkur, dags. 28. janúar 2003, um að taka ekki lægsta tilboði á grundvelli lokaðs útboðs nr. ISR-0210/RBORG.

Mál nr. 14/2003. Úrskurður kærunefndar: - 12.5.2003

Með bréfi 23. apríl 2003, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Hýsir ehf.. framkvæmd Ríkiskaupa á rammasamningsútboði Ríkiskaupa nr. 13249 auðkennt sem ?Lyf fyrir sjúkrahús - Blóðstorkuþáttur VIII.

Mál nr. 11/2003. Úrskurður kærunefndar: - 12.5.2003

Með bréfi 24. mars 2003, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir TölvuMyndir hf. útboð Ríkiskaupa nr. 13157 auðkennt sem "Lögreglukerfi - Upplýsingakerfi fyrir lögregluna.

Mál nr. 10/2003. Úrskurður kærunefndar: - 6.5.2003

Með bréfi dagsettu 28. nóvember 2002, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærði Nýherji hf. útboð Ríkiskaupa nr. 13082 auðkennt

Mál nr. 10/2003. Úrskurður kærunefndar: - 6.5.2003

Með bréfi dagsettu 28. nóvember 2002, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærði Nýherji hf. útboð Ríkiskaupa nr. 13082 auðkennt "Hljóð- og myndsendingarkerfi fyrir Kennaraháskóla Íslands".

Mál nr. 8/2003. Úrskurður kærunefndar: - 25.4.2003

Með bréfi 3. mars 2003, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kæra Íslenskir aðalverktakar hf., Landsafl hf. og ISS ehf. ákvörðun Ríkiskaupa sem fram kemur í bréfi, dags. 4. febrúar 2003, til forsvarsmanns kærenda um að hafna tilboði kærenda í útboðinu nr. 12733 auðkennt „Rannsókna- og nýsköpunarhús við Háskólann á Akureyri - Einkaframkvæmd.

Mál nr. 7/2003. Úrskurður kærunefndar: - 16.4.2003

Með bréfi 3. mars 2003, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Garðlist ehf. athafnaleysi Hafnarfjarðarbæjar við að bjóða út garðslátt á íþróttasvæðum bæjarins.

Mál nr. 6/2003. Úrskurður kærunefndar: - 11.4.2003

Með bréfi 27. febrúar 2003, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Verkfræðistofan F.H.G. ehf.. það verklag Vegagerðarinnar í útboði Vegagerðarinnar auðkennt „Reykjanesbraut (41); Gatnamót við Stekkjarbakka, eftirlit 03-035

Mál nr. 4/2003. Úrskurður kærunefndar: - 11.4.2003

Með bréfi 21. febrúar, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Garðlist ehf. athafnaleysi Reykjavíkurborgar að bjóða út garðslátt á íþróttasvæðum borgarinnar.

Mál nr. 36/2002. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 27.3.2003

Með bréfi 6. desember 2002, kærir Verkfræðistofa F.H.G. ehf. útboð Vegagerðarinnar auðkennt "Reykjanesbraut (41), breikkun Hvassahraun - Strandarheiði".

Mál nr. 3/2003. Bókun. - 19.3.2003

Lögð er fram kæra G.J. Fjármálaráðgjafar sf., dags. 17. febrúar 2003, vegna meints brots íslenska ríkisins á útboðsreglum samkvæmt ákvæðum tilskipunar nr. 92/50/EBE, sbr. 1. mgr. 4. gr., sbr.3. gr., og 12. gr. laga nr. 94/2001, um opinber innkaup.

Mál nr. 2/2003. Úrskurður kærunefndar: - 3.3.2003

Með bréfi 16. janúar 2003, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Batteríið Arkitektar samkeppni um hönnun skrifstofubygginga fyrir þrjú ráðuneyti á Stjórnarráðsreitnum í Reykjavík.

Mál nr. 1/2003. Úrskurður kærunefndar: - 3.3.2003

Með bréfi 29. janúar 2003, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Deloitte & Touche hf. ákvörðun stjórnar Innkaupastofnunar Reykjavíkur, dags. 28. janúar 2003, um að taka ekki lægsta tilboði á grundvelli lokaðs útboðs nr. ISR-0210/RBORG.

Mál nr. 37/2002. Úrskurður kærunefndar: - 13.2.2003

Með bréfi 19. desember 2003, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Hýsir ehf. rammasamningsútboð Ríkiskaupa nr. 13174 auðkennt

Mál nr. 32/2002. Úrskurður kærunefndar: - 13.2.2003

Með bréfi 21. nóvember 2002, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Hýsir ehf. rammasamningsútboð Ríkiskaupa nr. 13128 auðkennt

Mál nr. 28/2002. Úrskurður kærunefndar: - 13.2.2003

Með bréfi 22. október 2002 kæra Samtök verslunarinnar f.h. A. Karlssonar hf. útboð Orkuveitu Reykjavíkur nr. OR 02/10 auðkennt "Tæki og búnaður í eldhús".

Mál nr. 34/2002. Ákvörðun kærunefndar: - 5.2.2003

Með bréfi dagsettu 28. nóvember 2002, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Nýherji hf. útboð Ríkiskaupa nr. 13082 auðkennt

Mál nr. 33/2002. Úrskurður kærunefndar: - 5.2.2003

Með bréfi 23. október, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Strengur hf. forval Ríkiskaupa nr. 13101 auðkennt

Mál nr. 31/2002. Úrskurður kærunefndar: - 3.2.2003

Með bréfi 15. nóvember 2002, sem barst kærunefnd útboðsmála 18. nóvember 2002, kærir Grunnur - Gagnalausnir ehf. framkvæmd útboðs Orkuveitu Reykjavíkur nr. OR/02006, auðkennt

Mál nr. 1/2003. Ákvörðun kærunefndar: - 30.1.2003

Með bréfi 29. janúar 2003 kærir Deloitte & Touche hf. ákvörðun stjórnar Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, dags. 28. janúar 2003, um að taka ekki tilboði Deloitte & Touche í lokuðu útboði nr. ISR 0210/RBORG, auðkennt

Mál nr. 35/2002. Úrskurður kærunefndar: - 13.1.2003

Með bréfi 4. desember 2002, sem barst kærunefnd útboðsmála 5. desember 2002, kærir Strengur hf. ákvörðun Ríkiskaupa um að hafna Streng hf. í forvali nr. 13088, auðkennt

Mál nr. 29/2002. Ákvörðun kærunefndar: - 19.12.2002

Með bréfi 12. nóvember 2002 kærir Hringrás ehf. útboð byggðasamlagsins Sorpu auðkennt

Mál nr. 30/2002. Úrskurður kærunefndar: - 10.12.2002

Með bréfi 15. nóvember 2002, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Hringiðan ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 13000 auðkennt

Mál nr. 24/2002. Úrskurður kærunefndar: - 10.12.2002

Með bréfi 20. september 2002 kærir Málar ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 13094 auðkennt

Mál nr. 32/2002. Ákvörðun kærunefndar: - 29.11.2002

Með bréfi 21. nóvember 2002, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Hýsir ehf. rammasamningsútboð Ríkiskaupa nr. 13128 auðkennt

Mál nr. 23/2002. Úrskurður kærunefndar: - 26.11.2002

Með bréfi 18. september 2002, sem barst kærunefnd sama dag, kærir Penninn hf. rammasamningsútboð Ríkiskaupa nr. 13068 auðkennt

Mál nr. 20/2002. Úrskurður kærunefndar - 26.11.2002

Með bréfum 19. og 27. ágúst 2002 kærir Verkfræðistofa FHG ehf. útboð Vegagerðarinnar auðkennt - Hringvegur (1) um Þjórsá, vegur og brú, eftirlit 2002-2003.

Mál nr. 21/2002. Úrskurður kærunefndar: - 22.11.2002

Með bréfi 28. ágúst 2002, sem barst kærunefnd útboðsmála 29. sama mánaðar, kærir Thorarensen-Lyf hf. útboð Ríkiskaupa nr. 12965 auðkennt -Automated Haematology Analysers

Mál nr. 15/2002. Úrskurður kærunefndar: - 11.11.2002

Með bréfi 14. júní 2002, sem barst kærunefnd útboðsmála 18. sama mánaðar, kærir Thorarensen-Lyf hf. samning Sjúkrahússapóteksins ehf. við Ísfarm ehf. 17. október 2001 um kaup á röntgenskuggaefnum.

Mál nr. 19/2002. Úrskurður kærunefndar: - 28.10.2002

Með bréfi 19. ágúst 2002, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Eykt ehf. samningskaup Ríkiskaupa nr. 13083 auðkennt

Mál nr. 18/2002. Úrskurður kærunefndar - 28.10.2002

Með bréfi 15. ágúst 2002, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Flutningatækni ehf. samningskaup Ríkiskaupa nr. 13083 auðkennt

Mál nr. 27/2002. Ákvörðun kærunefndar: - 18.10.2002

Með bréfi 14. október, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Fura ehf. útboð byggðasamlagsins Sorpu auðkennt

Mál nr. 1/2001. - 27.9.2002

Með bréfi 15. júní 2001, sem barst kærunefnd útboðsmála 18. sama mánaðar, framsendi fjármálaráðuneytið kæru Nýherja hf. dagsett 14. sama mánaðar vegna útboðs Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar „ISR/0110/FMR, TÖLVUBÚNAÐUR FYRIR GRUNNSKÓLA OG FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ REYKJAVÍKUR

Mál nr. 6/2001. Ákvörðun kærunefndar: - 26.9.2002

Með bréfi 28. nóvember 2001, sem barst kærunefnd útboðsmála 29. sama mánaðar, kæra Samtök iðnaðarins útboð Vegagerðarinnar "Vestfjarðarvegur, Múli " Vattarnes.

Mál nr. 4/2001. Úrskurður kærunefndar: - 26.9.2002

Með bréfi 6. júlí 2001, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Netverslun Íslands hf. útboð Ríkiskaupa nr. 12765 "Rafrænt markaðstorg ríkisins " Samstarfsútboð.

Mál nr. 16/2002. Úrskurður kærunefndar - 11.9.2002

Með bréfi 8. júlí 2002, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Spöng ehf. útboð Framkvæmdasýslu ríkisins nr. 12968 auðkennt

Mál nr. 12/2002. Úrskurður kærunefndar - 8.8.2002

Með bréfi 10. júní 2002, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kæra Ístak hf. og Nýsir hf. útboð Ríkiskaupa nr. 12733 auðkennt

Mál nr. 12/2002. Ákvörðun kærunefndar - 20.6.2002

Með bréfi 10. júní 2002, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kæra Ístak hf. og Nýsir hf. útboð Ríkiskaupa nr. 12733 auðkennt

Mál nr. 10/2002. Úrskurður kærunefndar - 6.6.2002

Með bréfum 9. apríl 2002 og 22. apríl 2002 kærir Lúkas D. Karlsson ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 12974 auðkennt

Mál nr. 9/2002. Úrskurður kærunefndar - 4.6.2002

Með bréfi 13. maí 2002, sem barst kærunefnd útboðsmála degi síðar, kæra Samtök iðnaðarins, fyrir hönd J.Á. verktakar ehf., framkvæmdir Vegagerðarinnar við brú á þjóðvegi 1 yfir Þverá í Rangárvallasýslu.

Mál nr. 8/2002. Úrskurður kærunefndar - 4.6.2002

Með bréfi 26. mars 2002, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kæra A.B. Pípulagnir ehf., útboð Reykjavíkurborgar auðkennt - Fóðrun holræsa 2002, 2003 og 2004.

Mál nr. 7/2002. Úrskurður kærunefndar - 29.5.2002

Með bréfi 11. mars 2002, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kæra Samtök iðnaðarins, fyrir hönd Trésmiðju Þráins Gíslasonar sf., útboð Byggðasafns Akraness og nærsveita og Landmælinga Íslands á sýningarbúnaði, sbr. auglýsingu í Póstinum 31. janúar 2002. 

Mál nr. 6/2002. Úrskurður kærunefndar: - 6.5.2002

Með bréfi 1. apríl 2002, sem barst kærunefnd útboðsmála 2. sama mánaðar, kærir Njarðtak ehf. samþykkt bæjarstjórnar Borgarbyggðar frá 14. mars 2002, þar sem samþykkt var að hafna öllum tilboðum í sorphreinsun í Borgarbyggð og rekstur gámastöðvar í Borgarnesi, jafnframt því sem samþykkt var að bjóða þjónustu þessa út á nýjan leik.

Mál nr. 2/2002. Úrskurður kærunefndar: - 2.4.2002

Með bréfi 30. janúar 2002, sem barst kærunefnd útboðsmála 4. febrúar sama árs, kærir Iðufell ehf., útboð Vegagerðarinnar „Norðfjarðarvegur, Reyðarfjörður - Sómastaðir

Mál nr. 1/2002. Úrskurður kærunefndar: - 28.2.2002

Með bréfi 17. janúar 2002, sem barst kærunefnd útboðsmála 18. sama mánaðar, kærir Njarðtak ehf. útboð Borgarbyggðar „Sorphreinsun í Borgarbyggð og rekstur gámastöðvar í Borgarnesi

Mál nr. 1/2002. Ákvörðun kærunefndar: - 29.1.2002

Með bréfi 17. janúar 2002, sem barst kærunefnd útboðsmála 18. sama mánaðar, kærir Njarðtak ehf. útboð Borgarbyggðar „Sorphreinsun í Borgarbyggð og rekstur gámastöðvar í Borgarnesi

Mál nr. 8/2001. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 8.1.2002

Með bréfi 29. desember 2001, sem barst kærunefnd útboðsmála 31. sama mánaðar, kæra Grímur Bjarndal Jónsson og Þráinn Elíasson innkaup Umferðarráðs á umsjón með skriflegum og verklegum ökuprófum á öllu landinu

Mál nr. 5/2001. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 17.12.2001

Með bréfi, dags. 13. ágúst 2001, kærir Tómas Jónsson hrl. f.h. Nýherja hf. útboð Ríkiskaupa nr. 12576, sem bar heitið

Mál nr. 4/2001. Ákvörðun kærunefndar:  - 1.10.2001

Með bréfi 29. ágúst 2001 krefjast Ríkiskaup þess að úrskurður kærunefndar útboðsmála 17. ágúst 2001 í máli nr. 4/2001, Netverslun Íslands hf. gegn Ríkiskaupum verði endurupptekinn með vísan til 1. töluliðs 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, en með úrskurðinum var útboð Ríkiskaupa nr. 12765 Rafrænt markaðstorg ríkisins  Samstarfsútboð

Mál nr. 3/2001. Úrskurður kærunefndar: - 4.7.2001

Með bréfi 26. júní 2001, sem barst kærunefnd útboðsmála 4. júlí sama árs, framsendi fjármálaráðuneytið nefndinni kæru R. Sigmundssonar ehf. á útboði Ríkiskaupa nr. 12730 "GPS-landmælinga tæki.

Mál nr. 2/2001. Úrskurður kærunefndar útboðsmála: - 4.7.2001

Með bréfi 26. júní 2001, sem barst kærunefnd útboðsmála 3. júlí sama árs, framsendi fjármálaráðuneytið nefndinni kæru Aðalflutninga ehf. á útboði Ríkiskaupa nr. 12645 "Flutningur á áfengi og tóbaki innanlands fyrir ÁTVR."

Mál nr. 1/2001. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála: - 18.6.2001

Með bréfi 15. júní 2001, sem barst kærunefnd útboðsmála 18. sama mánaðar, framsendi fjármálaráðuneytið kæru Nýherja hf. dagsett 14. sama mánaðar vegna útboðs Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar ISR/0110/FMR, TÖLVUBÚNAÐUR FYRIR GRUNNSKÓLA OG FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ REYKJAVÍKUR" með vísan til XIII. kafla laga nr. 94/2001 um opinber innkaup.