Hoppa yfir valmynd
18. nóvember 2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

mál nr. 58/2013

ÁLIT

KÆRUNEFNDAR HÚSAMÁLA

í málinu nr. 58/2013

 

Greiðsla húsaleigu.

 

I. Málsmeðferð kærunefndar

Með bréfi, dags. 31. júlí 2013, beindi A, hér eftir nefnd álitsbeiðandi, til nefndarinnar erindi vegna ágreinings við B ehf., hér eftir nefnt gagnaðili.           

Gagnaðila var gefinn kostur á að koma á framfæri við nefndina sjónarmiðum sínum og kröfum í samræmi við ákvæði 3. mgr. 85. gr. húsaleigulaga, nr. 36/1994.

Auk álitsbeiðni var greinargerð gagnaðila, dags. 13. ágúst 2013, lögð fyrir nefndina.

Málið var tekið til úrlausnar á fundi nefndarinnar 18. nóvember 2013.

 

II. Helstu málsatvik og ágreiningsefni

Kærunefnd telur kröfu álitsbeiðanda vera:

Að viðurkennt verði að álitsbeiðanda beri ekki að greiða húsaleigu fyrir tvo mánuði.

Í álitsbeiðni kemur fram að álitsbeiðandi hafi fengið íbúð og skrifað undir leigusamning hjá gagnaðila gegn því að hún skilaði inn tryggingarvíxli. Álitsbeiðandi hafi leitað til viðskiptabanka síns sem hafi tjáð henni að bankinn væri hættur að útbúa slíka víxla. Álitsbeiðandi hafi látið gagnaðila vita strax og henni þar með gert að segja upp samningnum og tjáð að hún yrði að borga tveggja mánaða leigu.

Í greinargerð gagnaðila kemur fram að skuldin hafi myndast fyrir mistök og að búið sé að fella hana niður.

 

III. Forsendur

Óumdeilt er í málinu að álitsbeiðanda hafi ekki borið að greiða húsaleigu vegna leigusamnings sem ekki hafi tekið gildi. 

Í 1. mgr. 85. gr. húsaleigulaga, nr. 36/1994, segir að greini aðila leigusamnings á við gerð og/eða framkvæmd leigusamnings geti þeir snúið sér til kærunefndar húsamála og óskað eftir álitsgerð um ágreiningsefnið. Erindi til kærunefndar skal vera skriflegt og í því skal skilmerkilega greina hvert sé ágreiningsefnið, hver sé krafa aðila og rökstuðningur fyrir henni, sbr. 2. mgr. 85. gr. sömu laga. Í 5. gr. reglugerðar um kærunefnd húsaleigumála, nr. 878/2001, segir að gera skuli skýrar kröfur um tiltekna niðurstöðu fyrir nefndinni og skal rökstyðja kröfurnar með eins ítarlegum hætti og unnt er. Nefndin veitir ekki umsagnir um fræðilegar spurningar heldur tekur afstöðu til krafna aðila.

Þar sem ekki virðist vera raunverulegur ágreiningur í málinu og krafa á hendur álitsbeiðanda hefur verið felld niður telur kærunefnd ekki ástæðu til þess að aðhafast í málinu frekar, enda er ekki enn um raunverulegan ágreining að ræða.

 

IV. Niðurstaða

Málinu er vísað frá kærunefnd.

 

Reykjavík, 18. nóvember 2013

Auður Björg Jónsdóttir

Valtýr Sigurðsson

Eyþór Rafn Þórhallsson

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum