Velferðarráðuneyti

Úrskurðir ráðuneytis

Úrskurðir velferðarráðuneytisins í málum þar sem stjórnvaldsákvarðanir lægra settra stjórnvalda þ.e. stofnana og nefnda sem heyra undir ráðuneytið, hafa verið kærðar til ráðuneytisins.

Félagsdómur

Félagsdómur er sérdómstóll sem starfar á grundvelli laga um stéttarfélög og vinnudeilur, nr. 80/1938. Hlutverk Félagsdóms er að dæma í réttarágreiningi aðila vinnumarkaðarins. Þá er heimilt að leita úrskurðar Félagsdóms um hvort starfsemi geti talist vera iðnaður og til hvaða iðngreinar hún taki.

Kærunefnd húsamála

Frá 1. júlí 2010 voru kærunefnd fjöleignarhúsamála, kærunefnd húsaleigumála og úrskurðarnefnd frístundahúsamála sameinaðar í eina nefnd sem heitir kærunefnd húsamála. Hlutverk nefndarinnar er að fjalla um ágreining milli eigenda í fjöleignarhúsum, milli leigjenda og leigusala íbúðar- og atvinnuhúsnæðis og milli leigusala og leigutaka lóða undir hús í frístundabyggð.

Niðurstöður mála sem voru í vinnslu þegar hin nýja nefnd tók til starfa eru birt undir kærunefnd húsamála, en eldri álit kærunefndar húsaleigumála og kærunefndar fjöleignarhúsmála verða áfram aðgengileg á vef Réttarheimilda.

Álit frá eldri nefndum:

Kærunefnd jafnréttismála

Samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, geta einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök, í eigin nafni eða fyrir hönd félagsmanna sem telja að ákvæði laganna hafi verið brotin á sér, leitað atbeina kærunefndar jafnréttismála. Jafnréttisstofa getur óskað eftir að kærunefnd jafnréttismála taki mál til meðferðar. Kærufrestur er sex mánuðir.

Úrskurðarnefnd velferðarmála

Nefndin varð til með lögum nr. 85/2015 um úrskurðarnefnd velferðarmála 1. janúar 2016. Með lögunum voru eftirtaldar nefndir sameinaðar; kærunefnd barnaverndarmála, kærunefnd greiðsluaðlögunarmála, úrskurðarnefnd almannatrygginga, úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða, úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála og úrskurðarnefnd fæðingar- og foreldraorlofsmála. 

Álit frá eldri nefndum: