Hoppa yfir valmynd
14. ágúst 1985 Dómsmálaráðuneytið

Matsnefnd eignarnámsbóta, úrskurður 14. ágúst 1985

Ár 1985, miðvikudaginn 14. ágúst var fundur í Matsnefnd eignarnámsbóta haldinn að Ingólfsstræti 10. Mættur var Egill Sigurgeirsson hrl, formaður nefndarinnar.

               Fyrir var tekið málið:
               Þingeyrarhreppur
               gegn
               Eigendum Hvamms
               Þingeyrarhreppi.

Mál þetta var sent Matsnefndinni með bréfi dags. 25. júlí 1984.

Þann 13. febrúar 1985 var málið tekið fyrir í nefndinni og lögð fram skjöl merkt nr. 1-16, beiðni um fyrirtöku á málinu ásamt fylgiskjölum. Síðan var málinu frestað til 20. febrúar 1985.

Hinn 20. febrúar var málið tekið fyrir aftur og var þá bókað, að málinu væri frestað um óákveðinn tíma til greinargerða og gagnaöflunar.

Nú hefir Matsnefndinni borist svohljóðandi bréf, dags. 22. júlí 1985 frá Benedikt Blöndal hrl, lögmanni Þingeyrarhrepps:

"Ég vísa til samtals okkar fyrir nokkrum dögum og staðfesti hér með, að samningur hefur tekist milli hreppsnefndar Þingeyrarhrepps og eigenda Hvamms um kaup á landspildu úr jörðinni.

Ljósrit samningsins fylgir hér með ásamt uppdrætti.

Í samræmi við 5. gr. samningsins lýsi ég því hér með yfir fyrir hönd hreppsnefndarinnar, að hún muni ekki nota eignarnámsheimild þá um jörðina Hvamm, er henni var veitt með bréfi félagsmálaráðuneytisins 24. júlí 1984. Er þess því óskað, að matsmálið verði fellt niður."

Samkvæmt því sem rakið er hér að framan er matsmálið hér með fellt niður, en rétt þykir með vísan til 11. gr. laga nr. 11/1973, um framkvæmd eignarnáms, að eignarnemi greiði til ríkissjóðs kostnað af starfi Matsnefndarinnar kr. 10.000.00.

Þ v í ú r s k u r ð a s t :

Hreppsnefnd Þingeyrarhrepps greiði til ríkissjóðs kostnað af starfi Matsnefndarinnar kr. 10.000.-.

Fleira ekki gert. Fundi slitið.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum