Sía árMannanafnanefnd - úrskurðir

31.7.2003

Þann 31. júlí 2003, var fundur haldinn í Mannanafnanefnd. Fundinn sátu Andri Árnason, formaður, Guðrún Kvaran og Margrét Jónsdóttir.

 

Eftirtalin mál voru tekin til afgreiðslu:

 

Mál nr. 39/2003

 Eiginnafn: Sarína (kvk.) 

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 Eiginnafnið Sarína tekur eignarfallsendingu (Sarínu) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

 

Úrskurðarorð: Beiðni um eiginnafnið Sarína er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.

 

 

Mál nr. 40/2003

 Eiginnafn: Immanúel (kk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður: 

Eiginnafnið Immanúel tekur eignarfallsendingu (Immanúels) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

 

Úrskurðarorð: Beiðni um eiginnafnið Immanúel er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.

 

 

Mál nr. 41/2003

 Eiginnafn: Heiðbert (kk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður: 

Eiginnafnið Heiðbert tekur eignarfallsendingu (Heiðberts) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

 

Úrskurðarorð: Beiðni um eiginnafnið Heiðbert er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.

 

 

Mál nr. 42/2003

 Eiginnafn: Ástríkur (kk.) 

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður: 

Eiginnafnið Ástríkur tekur eignarfallsendingu (Ástríks) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

 

Úrskurðarorð:  Beiðni um eiginnafnið Ástríkur er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.

 

 

 

Mál nr. 43/2003

 Millinafn: Storm  

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður: 

Millinafnið Storm telst uppfylla ákvæði 6. gr. laga nr. 45/1996 um mannnöfn.  Beiðni um millinafnið Storm er því samþykkt. 

 

Úrskurðarorð:  Beiðni um millinafnið Storm er samþykkt og verður það fært á mannanafnaskrá.

 

 

Mál nr. 44/2003

 Kenninafn: Mikaelsdóttir í stað xxxx  

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 Úrskurðarbeiðandi, ber nú kenninafnið xxxx, en úrskurðarbeiðanda er heimilt að kenna sig til föður, þ.e. Jose Miguel. Úrskurðarbeiðandi hefur óskað þess að kenninafn hans verði dregið af erlendu eiginnafni foreldris en að nafnið verði aðlagað íslensku máli. Kenninafn úrskurðarbeiðanda er hér með aðlagað íslensku máli og má kenninafn vera Mikaelsdóttir.   

 

Úrskurðarorð:  Beiðni  um kenninafnið Mikaelsdóttir er tekin til greina.

 

 

Mál nr. 45/2003

 Eiginnafn: Rosita  

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:  

Nafnið Rosita telst hvorki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls né hefur það unnið sér hefð í íslensku, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Beiðni um eiginnafnið Rosita er því hafnað. 

 

Úrskurðarorð: Beiðni um eiginnafnið Rosita er hafnað. 

 

 

 

Mál nr. 46/2003

 Eiginnafn: Mensalder (kk.)

 Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 Eiginnafnið Mensalder tekur eignarfallsendingu (Mensalders) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

 Úrskurðarorð: Beiðni um eiginnafnið Mensalder er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.

 

 Fleira ekki gert.

Fundi slitið.