Sía árMannanafnanefnd - úrskurðir


27.3.2018

Mál nr. 14/2018                    Millinafn: Strömfjörð

 

                                  

 

Hinn 20. mars 2018 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 14/2018 en erindið barst nefndinni 1. mars.

Millinafnið Strömfjörð er ekki ættarnafn í skilningi laga, nr. 45/1996, um mannanöfn. Ákvæði um millinöfn er að finna í 6. gr. laganna en þar segir í 2. mgr. að millinafn skuli dregið af íslenskum orðstofnum eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli en megi þó ekki hafa nefnifallsendingu. Nöfn, sem aðeins hafi unnið sér hefð sem annað hvort eiginnöfn karla eða eiginnöfn kvenna séu ekki heimil sem millinöfn.

Millinafnið Strömfjörð telst ekki dregið af íslenskum orðstofni og fullnægir þess vegna ekki ákvæði 2. mgr. 6. gr. fyrrnefndra laga.

 

Úrskurðarorð:

Beiðni um millinafnið Strömfjörð er hafnað.