Sía árMannanafnanefnd - úrskurðir


27.3.2018

Mál nr. 13/2018                    Eiginnafn: Alparós

 

                                  

 

Hinn 20. mars 2018 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 18/2018 en erindið barst nefndinni 1. mars.

Ákvæði 5. gr. laga, nr. 45/1996, um mannanöfn, kveður á um að eiginnöfn skuli geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið megi ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Það skuli ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Stúlku skuli gefið kvenmannsnafn og dreng skuli gefa karlmannsnafn. Eiginnafn megi ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama.

Eiginnafnið Alparós (kvk.) tekur íslenskri beygingu í eignarfalli, Alparósar, og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

 

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Alparós (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.